Dagur - 17.02.1989, Page 5
17. febrúar 1989 - DAGUR - 5
Tónlistarfélag Akureyrar:
Tónleikar og ljóðalestur
í Davíðshúsi á næstunni
- ljóð Davíðs og lög akureyrskra tónskálda í öndvegi
Tónlistarfélag Akureyrar efnir
til tónleika í Davíðshúsi á
næstunni og einnig verður
ljóðalestur á dagskrá. Hér eru
á ferðinni dagskrár sem skipu-
lagðar eru af Margréti Bóas-
dóttur söngkonu og tengjast
Davíð Stefánssyni, hinu ást-
sæla Ijóðskáldi, og tónskáldum
frá Akureyri.
Fyrri dagskráin er byggð á
ljóðum Davíðs Stefánssonar. Par
mun Arnór Benónýsson leikhús-
stjóri lesa upp og Margrét Bóas-
dóttir og Þuríður Baldúrsdóttir
syngja ljóð Davíðs við lög ýmissa
höfunda. Guðrún A. Kristins-
dóttir annast píanóundirleik.
Þessi dagskrá verður flutt mið-
vikudaginn 22. febrúar kl. 20.30.
Ef nægar pantanir berast verður
hún endurflutt miðvikudaginn 1.
mars á sama tíma.
Seinni dagskráin er samansett
af sönglögum tónskálda frá
Akureyri. Þeirra á meðal eru
Björgvin Guðmundsson, Birgir
Helgason, Áskell Jónsson,
Áskell Snorrason og Jóhann Ó.
Haraldsson.
Flytjendur verða söngvararnir
Margrét Bóasdóttir, Hólmfríður
Benediktsdóttir, Þuríður Bald-
ursdóttir og Michael J. Clarke,
ásamt hljóðfæraleikurum.
Þessi dagskrá verður flutt mið-
vikudaginn 8. mars kl. 20.30 og
endurflutt viku síðar, miðviku-
daginn 15. mars á sama tíma, ef
nægar pantanir berast.
Sérstök athygli skal vakin á því
að nauðsynlegt er að panta miða
á þessar dagskrár vegna þess að
húsrými í Davíðshúsi er tak-
markað. Pantanir félagsmanna í
X. j
k, , v>- tv _
Tónlistarfélagi Akureyrar hafa
forgang til og með laugardegin-
um 18. febrúar fyrir fyrri dag-
skrána og til og með laugardegin-
um 4. mars fyrir þá seinni. Eftir
það verða dagskrárnar auglýstar
og miðar seldir á almennum
markaði.
Tekið er á móti pöntunum í
síma 24234 milli kl. 14 og 18.
Miðaverð er kr. 400 fyrir félags-
menn og kr. 800 fyrir aðra, en
skólafólk fær helmingsafslátt. SS
lesendahornið
'j
Gönguleiðin lengdist aðeins um 50 metra
- lesendabréf og svar vegna leiðakerfisbreytinga SVA
íbúi á Brekkunni hafði
saniband:
„Þannig er mál með vexti að
hópur fólks er afar óánægður
með þá breytingu sem gerð var á
leiðakerfi Strætisvagna Akureyr-
ar á dögunum. Ég mæli fyrir
munn annarra þegar ég segi að
hópur fólks sem býr á svæði sem
afmarkast af Þingvallastræti,
Mýrarvegi, Suðurbyggð og Þór-
unnarstræti er afskipt með þjón-
ustu SVA frá því sem áður var.
Fyrir breytinguna á leiðakerf-
inu stoppaði vagninn ávallt við
biðstöðina á móts við kjörbúð
Kona á Akureyri hringdi:
„Ég átti leið upp á Fjórðungs-
sjúkrahús um daginn og fæ ekki
betur séð en að ófremdarástand
ríki við bílastæði Menntaskólans.
Menntaskólakrakkarnir leggja
bílum sínum alveg út að horninu
við Hrafnagilsstræti og það er
varla bílbreidd milli raðanna í
kófinu sem var þennan dag. Þetta
er hrikalegt ástand, bílaröðin lá
nærri því að brekkunni upp að
sjúkrahúsinu. Ég á ekki oft leið
þarna um en mér ofbauð ástand-
ið þennan dag. Ég vil beina því til
Hr. ritstjóri.
í blaði yðar 14. febrúar var birt
svar undirritaðs við spurningu
ungs manns sem ekki skildi hvers
vegna fasteignasalar á Akureyri
birtu ekki verð á fasteignum
þeim sem þeir auglýsa til sölu fyr-
ir hönd viðskiptamanna sinna.
Þar seiri svár þ'áð sem birtist í
blaðinu hefur brenglast í meðför-
um og hér er ég ekki að kenna
blaðinu um, þá vil ég biðja blaðið
um að birta eftirfarandi:
Okkur þykir öllum réttast að
birta í auglýsingum okkar upplýs-
ingar sem eru eins almenns eðlis
og unnt er. Hér á ég við að hér
búum við í litlu samfélagi og ýms-
um þykir óþægilegt að láta aug-
lýsa húseignir sínar jafnvel þó
þeir endilega vilji selja, hvað þá
að birt sé hvað þær eigi að kosta.
Auglýsing með verði segir ekki
KEA við Hrafnagilsstræti. Þang-
að kom fólk sem býr í hverfinu
og var ánægt með þessa þjón-
ustu. Núna verðum við að brjót-
ast í ófærð niður í Þórunnarstræti
á biðstöðina á móti Iþróttahöll-
inni, miklu lengri leið og hættu-
legri í alla staði. Það er umtals-
verð slysahætta fólgin í því fyrir
fullorðið fólk sem orðið er slitið á
margan hátt að fara yfir stórar
götur.
Við setjum fram þá kröfu að
biðstöðin verði aftur færð á sinn
gamla stað í Hrafnagilsstræti.
Afleiðingin af núverandi ástandi
fólks í M. A. að lagfæra þetta sem
fyrst því þarna er töluverð slysa-
hætta, fólk gæri þurft að flýta sér
á sjúkrahúsið ef slys bæri skyndi-
lega að höndum.
Ég las í Degi að einhver les-
andi deildi á hjúkrunarkonurnar
á slysadeild FSA. Ég vil mótmæla
þessu því þetta eru mjög hæfar
konur, ég hef oft þurft að leita á
slysadeildina vegna barnanna eða
sjálfrar mín og ætíð fengið góðar
móttökur. Biðstofan er kannski
ekki búin leðursófasettum en hún
alla söguna og nefndi ég dæmi
um tvær 3ja herb. íbúðir sem
auglýstar kynnu að vera á mis-
munandi verði. Hér vil ég geta
útskýrt persónulega fyrir væntan-
legum húsnæðiskaupanda hvers
vegna umræddar íbúðir eru
boðnar til sölu á mismunandi
verði. Ýmsar ástæður kunna að
liggja til þess. Ef verðið er aug-
lýst án skýringa er meiri hætta á
misskilningi.
Hins vegar mætti gjarnan birta
öðru hverju almennar upplýsing-
ar um verðlag á húsnæði á Akur-
eyri. Ef til vill er það hlutverk
fjölmiðla að upplýsa fólk um
ástand á húsnæðismarkaði og þá
ekki síður um verðlag á fasteign-
um.
Með þökk fyrir birtinguna.
Pétur Jósefsson,
sölustj. Fasteigna- og
skipasölu Norðurlands.
er sú að sumir íbúarnir treysta sér
ekki til að fara á nýju biðstöð-
ina."
Stefán Baldursson, forstöðu-
maður SVA, svarar:
„Þegar biðstöðin við Hrafna-
gilsstræti var færð lengdist göngu-
leiðin að nýju biöstöðinni aðeins
um 50 metra. Stígur liggur frá
kjörbúðinni þvert yfir túnið fyrir
austan hana að biðstöðinni en
hann er sjálfsagt ekki mokaður
þessa dagana, um það skal ég
ekkert segja. Það kann að vera
að nokkurt óhagræði hafi orðið
fyrir nokkrum árum þegar fólk
þurfti að bíða í tröppum fyrir
framan dyrnar. Ég get vel skilið
að ekki sé fé aflögu til að koma
upp móttöku fyrir hundruðir þús-
unda króna eða milljónir í öllu
þessu hallæri."
Kærar þakkir
fyrir aðstoðina!
Sigríöur hringdi.
Hún vildi koma á framfæri
kærum þökkum til starfsfólks og
nemenda Myndlistarskólans og
lögreglunnar á Akureyri.
„Ég lenti í smá óhappi í gær
(15/2), en þaö vildi þannig til að
ég var á leið niður „Gilið“ og allir
bílar á upplcið voru stopp neðar-
lega í því. Sumir þeirra voru
farnir að taka sig út úr röðinni,
þannig að ég þurfti að hægja á
mér til þess aö lenda ekki á þeim
með þeim afleiöingum að ég
missti stjórn á bílnum og hann
rann upp í skafl hjá mér í beygj-
unni hjá kirkjunni. Ég þurfti að
skilja bílinn eftir því ég kom hon-
um ekki úr skaflinum, en fór upp
í Myndlistarskóla til að biðja um
aðstoð. Fyrst bað ég um að fá að
hringja á lögregluna því ég bjóst
við að ekki væri hægt að losa bíl-
inn án þess aö draga hann.
Ég vil þakka starfsfólki og
nemendum skólans kærlega fyrir
aðstoðina, því þau hjálpuðu mér
að losa bílinn úr skaflinum.
Einnig vil ég þakka lögreglunni
skjót viðbrögð, en hún kom strax
á staðinn og stöðvaði umferð til
að koma í veg fyrir slys.“
af þessum sökum fyrir íbúa í
næstu húsum við Kjörbúð KEA
en hvað aðra snertir þá hefur
þjónustan alls ekki verið skert;
þrír vagnar ganga á hverri
klukkustund um Þórunnarstræti
og Mýrarveg, mestallan daginn.
Það er hins vegar rétt að eng-
inn vagn ekur beint gegnum
hverfi það sem bréfritari vitnar
til, en til að útskýra þaö verður
að rekja þróunina frá upphafi.
Málið hófst á því aö við feng-
um ekki að hafa endastöð í mið-
bænum. Skipulagsnefnd vildi
ekki að við kæmurn upp aðstöðu
fyrir farþega og bifreiðarstjóra í
miðbænum og þykir mér og fleir-
um þaö einkennilegt. Þar sem því
hafði verið lýst yfir að búið væri
að sækja um lóðina þar sem bið-
skýliö var þurftum við að hugsa
okkur til hreyfings áöur en það
yrði rifið.
Við þurftum því að breyta
leiðakerfinu og framkvæma
könnun á vilja fólks varðandi
það. Til að nýta niðurstöður
þeirrar könnunar var leiðakerf-
inu breytt í það horf sem er í dag.
Hins vegar hafði stjórn SVA
aldrei hug á að breyta leiðakerf-
inu því þetta kerfi er töluvert
dýrara og þjónar fólkinu tiltölu-
lega lítið betur en eldra kerfið.
Þegar kerfinu var breytt varð að
miða við að bílstjórar fengju
u.þ.b. 10 mínútur á klst. til
hvíldar. Ef við ökum Mýrarveg,
Hrafnagilsstræti og Þórunnar-
stræti og sömu leið til baka erum
við búnir að stytta hvíldartímann
mikiö því þessi leið er miklu sein-
farnari en hin þótt hún sé lítið
lengri.
Ég vil að lokum segja að það er
vilji SVA að þjóna fólkinu eins
vel og kostur er á. Þó er ljóst að
breyting á leiðakerfi þýðir alltaf
að þjónusta minnkar við suma en
eykst við aðra.“
FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Að Velskola íslands vantar mann til aö annast umsjón og
viögeröir raftækja í skólanum. Viökomandi þarf aö hafa
rafvirkja- eða rafeindamenntun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 1. mars.
Menntamálaráöuneytið.
Lagerstjóri
Óskum eftir að ráða duglegan og samvisku-
saman starfsmann til að sjá um lager Vef-
deildar.
Góö laun í boöi fyrir réttan mann.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sími 21900
(220) og gefur hann nánari upplýsingar.
*
Alafoss hf., Akureyri
Bflamir við M .A. og slysadefld FSA
er hlýleg og hátíð hjá því sem var
Pétur Jósefsson:
Hætta á misskilningi
- ef fasteignaverð er auglýst án skýringa