Dagur - 17.02.1989, Page 8
8 - DAGUR - 17. febrúar 1989
spurning vikunnor
Bjarki Sigurðsson:
„Eg er mjög ánægður með
þetta tíðarfar, það gerir ekkert
annað hjá mér en að létta
skapið. Það er vetur og þetta á
að vera svona. Þegar raf-
magnsleysið var um síðustu
helgi, missti ég af því, því ég
var ekki í byggð. Ég var fram á
eylendinu að elta hross."
Kristján Óli Jónsson:
„Veðriö hefur ekki haft þau áhrif
að ég þjáist af neinu skamm-
degisþunglyndi. En það hefur
minnt mann á að maður býr hér
norður á hjara veraldar.
Undanfarnir vetur hafa verið
það góðir að maður er búinn að
gleyma hvernig norðlenskir vet-
ur geta verið. Ég er fæddur og
uppalinn á Siglufirði, þannig að
ég er öllu vanur. Rafmagns-
leysið hafði lítil áhrif á mig,
nema hvað sunnudagssteikin
var í pottinum og seinkaði því
nokkuð."
Anna Sigríður Stefánsdóttir:
„Nei, veður hefur yfirleitt engin
áhrif á mig, hvorki andlega né
líkamlega. Mér er alveg sama
hvort það er sól eða hríð. Raf-
magnsleysið hafði engin áhrif á
mig, ég hafði það bara notalegt
við kertaljós."
Guðrún Á. Sölvadottir:
„Já, ég mundi nú segja að þaö
hafi haft frekar niðurdrepandi
og neikvæö áhrif á mig. Ég verð
allavega miklu hressari þegar
er sól, heldur en þegar er hríð
og leiðindaveður. Það má
kannski segja að ég hafi fengið
snert af íslensku skammdegis-
þunglyndi undanfarna daga. Ég
var bara í rómantíkinni við
kertaljós þegar varð raf-
magnslaust og lét það engin
áhrif á mig hafa.“
Kristján Baldvinsson:
„Já, það hefur haft mikil áhrif á
mig. Skapið versnar og það
færist sprengikraftur í
kyngetuna! Rafmagnsleysið um
síðustu helgi fór alveg fram hjá
mér, ég var steinsofandi og
svaf það af mér.“
Hefur veðrið undanfarna
daga haft einhver áhrif á þig?
(Spurt á Sauðárkróki)
Hundruð milljóna þarf í viðgerð á
„Þjóðleikhúsið hefi
sannað tilverurétt i
Nú stendur fyrir dyrum *viða-
mikil viðgerð á Þjóðleikhúsinu
í Reykjavík. Ástand Þjóðleik-
hússins hefur oftar en ekki
skotið upp kollinum í umræð-
unni í vetur, ekki síst í tengsl-
um við afgreiðslu fjárlaga á
Alþingi. Ekki er langt um liðið
síðan menntamálaráðherra
rejfaði þá hugmynd að leggja
nokkrar krónur ofan á verð á
hverjum bjór og nota það sem
safnaðist til viðgerða á opin-
berum byggingum, þar á með-
al Þjóðleikhúsinu. Nú er Ijóst
að hafist verður handa við við-
gerð í sumar en á þessari
stundu er ekki Ijóst hve langan
tíma hún tekur né heldur með
hvaða hætti starfsemi Þjóð-
leikhússins verður næsta leik-
ár. Hugsanlegt er að á meðan
viðgerð stendur yfir muni
Ieikarar leggja land undir fót
og fara út á landsbyggðina með
sýningar. Gísli Alfreðsson,
þjóðleikhússtjóri, segir Iangt í
frá að menn séu að vakna upp
við þann draum fyrst nú að
leikhúsið þurfi viðamikilla við-
gerða við.
- segir Gísli Alfreðsson, Þjóðl
Lítið viðhald
síðustu áratugi
„Nei, nei. Þetta hefur verið vitað
mjög lengi og undir forystu
Húsameistara ríkisins hafa verið
í gangi nefndir sem hafa skoðað
þessi mál. Að undanförnu hafa
þessir aðilar gert úttekt á við-
haldsmálum leikhússins og gróf
niðurstaða af þessum athugunum
lá fyrir snemma í vor. f haust var
síðan sett nefnd í gang sem fékk
til liðs við sig sérfræðinga á ýms-
um sviðum og í framhaldi af því
var gerð áætlun um viðgerðir á
hluta af húsinu. Þetta var gert
með tilliti til þess að hægt væri að
veita fjármagni til þessa verks á
fjárlögum þessa árs,“ segir Gísli.
Gísli segir að húsnæði Þjóð-
leikhússins hafi lítið verið haldið
við frá því það var opnað árið
1950. Ástæðan sé fyrst og fremst
fjármagnsskortur. „Ástandið er
þannig að það er nauðsynlegt að
gera lagfæringar á húsinu. Þarna
er bæði um að ræða rafkerfi, loft-
ræstikerfi, pípulagnir, klæðningar
á veggjum, lýsingu og fleira. Við
erum kannski ekki í sjálfu sér að
tala um að breyta arkitektúr
hússins en gera stórar breytingar
sem fólk kemur til með að taka
eftir."
Á þessu ári er veitt 75 milljón-
um króna til viðgerða á Þjóð-
leikhúsinu. Fyrst fer fram
hönnunarvinna en hvenær fram-
kvæmdir hefjast í húsinu verður
að ráðast af því hvernig hönn-
urtarvinnunni reiðir af. „Það er
ljóst að rekstur leikhússins verð-
ur dýrari ef það þarf að leigja sér
aðstöðu út í bæ og þess vegna er
öllum í mun að þessar viðgerðir
raski sem allra minnst starfsem-
inni. Þess vegna verður reynt að
miða við að hugsanleg lokun á
húsinu á næsta leikár vari sem
allra skemmst,“ segir Gísli.
Út frá þeim athugunum sem
gerðar hafa verið á ástandi Þjóð-
leikhússins hefur verið reiknað
að heildarkostnaður við viðgerðir
á húsinu verði rúmar 250 milljón-
ir króna.
Leikhúsið mátti ekki græða
Gísli telur stöðu Þjóðleikhússins
mjög góða, sé miðað við stöðu
sambærilegra leikhúsa í nágranna-
löndunum. „Við höfum yfir
að ráða bestu leikurum landsins
og höfum alla tíð sett upp mjög
í kvöld, föstudaginn 17.
febrúar kl. 20.30, frumsýnir
Leikfélag Akureyrar leikritið
Hver er hræddur við Virginíu
Wolf? eftir bandaríska leik-
skáldið Edward Albee.
Leikritið var sýnt í Þjóð-
leikhúsinu leikárið 1964-65 í
leikstjórn Baldvins Halldórs-
sonar.
I uppfærslu Þjóðleikhússins
fóru þau Helga Valtýsdóttir og
Róbert Arnfinnsson með hlut-
verk hjónanna Mörtu og Georgs,
en Anna Herskind og Gt'sli
Alfreðsson léku ungu hjónin.
Sverrir Hólmarsson hefur unn-
ið nýja þýðingu á verkinu.
Persónur og leikendur í upp-
færslu Leikfélags Akureyrar eru:
Marta: Helga Bachmann, Georg:
Helgi Skúlason, Honey: Ragn-
heiður Tryggvadóttir og Nick:
Ellert Ingimundarson.
Fyrri hluti æfingatímabilsins
fór fram í Reykjavík og var Ólöf
Sverrisdóttir aðstoðarmaður leik-
stjóra á þeim æfingum, en Arnór
Benónýsson hefur stjórnað
æfingum á Akureyri. Ingvar
Björnsson hannar og stjórnar lýs-
ingu.
Hjónin Helga Bachmann og
Helgi Skúlason leika gestaleik
hjá Leikfélagi Akureyrar, en þau
eru bæði fastráðnir leikarar hjá
Þjóðleikhúsinu. Þetta er í fyrsta
sinn sem þau vinna með Leikfé-
lagi Akureyrar en hins vegar hafa
Ragnheiður og Ellert áður tekið
þátt í starfsemi leikfélagsins.
Höfundur verksins, Edward
Albee, er fæddur árið 1928 í
Washington. Mánaðargömlum
var honum komið í fóstur í New
York, þar sem hann ólst upp og
Georg spjallar við Honey sem leikin
fékk brennandi áhuga á leiklist
frá fósturforeldrum sínum. Hann
stundaði nám við Colombia-
háskólann en fór snemma að
skrifa þótt ekki hafi hann slegið í
gegn fyrr en um þrítugt.
Árið 1962 var frumsýnt á
Broadway nýtt leikrit eftir þenn-
an unga höfund. Það kom ber-
lega í ljós að hér var ekki um
neitt venjulegt Broadway leikrit
að ræða, enda var Albee þá
þekktur í leikhúsheiminum af
einþáttungum sínum í anda
absúrdismans, Zoo Story og The
American Dream.
Fá leikrit seinni tíma hafa vald-
ið jafnmiklu fjaðrafoki og þetta
fyrsta stóra leikverk Edwards
Albee, Hver er hræddur við
Virginíu Wolf? og nú er bara að
sjá hvaða áhrif það hefur á norð-
lenskri grund. SS
er af Ragnheiði Tryggvadóttur.
Myndir: Páll A. Pálsson
Hjónaerjur. Helga Bachmann
(Marta) og Helgi Skúlason (Georg)
í hlutverkum sínum.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir:
Hver er hræddur við
Virgiijíu Wolf?