Dagur - 17.02.1989, Side 15

Dagur - 17.02.1989, Side 15
17. februar 1989 +.• DAGUR - 15 fþróttir Einar Ólafsson frá ísafirði er enn einn af fremstu skíðagöngumönnum iandsins. Mynd: KGA Skíðaganga: Visa-bikarmót og FN-boðgangan - í HlíðarQalli um helgina Fyrsta skíðagöngumótið á Akureyri á þessum vetri verð- ur haldið um helgina. Þetta er Visa-bikarmót í skíðagöngu sem keppt verður í á morgun laugardag og svo fer FN-boð- gangan fram á sunnudaginn. Mótið hefst kl. 11.00 á laugar- dagsmorguninn og verður þá keppt með frjálsri aðferð. Keppt er í flokki stúlkna 13-15 ára og ganga þær 2,5 km. í flokki kvenna 16 ára og eldri eru gengn- ir 7,5 km. Hjá karlmönnum er gengið í flokki 13-14 ára (5,0 km), 15-16 ára (7,5 km), 17-19 ára (15,0 km) og flokki fullorðinna og ganga þeir 30 km. Á sunnudag er síðan FN-gang- an og er hún með hefðbundinni aðferð. Keppt er í sömu aldurs- flokkum og hefst gangan á sunnudeginum einnig kl. 11.00. Það er Skíðaráð Akureyrar sem sér um mótið og göngustjóri er Hermann Sigtryggsson. Braut- arstjóri er Stefán Jónasson. Fyrst við erum að tala um skíðaíþróttina er vert að minna á að um næstu helgi fer fram fyrsta punktamót vetrarins í alpagrein- urn fullorðinna á Akureyri. Þar verða allir bestu skíðamenn landsins samankomnir og verður gaman að fylgjast með þeirri keppni. En vert er að hvetja fólk til að mæta í Hlíðarfjall núna um helg- ina til að fylgjast með keppninni í skíðagöngunni. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Karl mœtir Sveinbimi Guðmundssyni í þessari viku eigast við Karl Davíðsson og Sveinbjörn Guð- mundsson. Þeir áttust einnig við í síðustu viku en skildur þá jafnir, báðir með fjóra rétta, og leiða því aftur saman hesta sína. Vert er að geta þess að nú er Sprengivika hjá íslenskum get- raunum og má því búast við að potturinn fari nálægt 4 miljón- um. Sjónvarpsleikurinn á morgun er viðureign Bournemouth og Manchester United í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Bournemouth sló einmitt Man.Utd. úr keppninni fyrir tveimur árum og hafa því Rauðu Djöflarnir harma aö hefna. Má því búast við hörkuviðureign. En lítum þá á spána hjá köppunum: Karl: Barnsléy-Evertörí 2 Blackburn-Brentford x Bournemouth-Man.Utd. 2 Charlton-West Ham x Hull-Liverpool 2 Luton-Middlesbro x Q.P.R.-Arsenal 2 Sheff.Wed.-Southmpton 2 Bradford-WBA x Leicester-Leeds 2 Plymouth-Chelsea x Swindon-Sunderland x Sveinbjörn: Barnsley-Everton 2 Blackburn-Brentford x Bournemouth-Man.Utd. 2 Charlton-West Ham 1 Hull-Liverpool 2 Luton-Middlesbro x Q.P.R.-Arsenal 1 Sheff.Wed.-Southmpton x Bradford-WBA 1 Leicester-Leeds 2 Plymouth-Chelsea 2 Swindon-Sunderland x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Handknattleikur: Rússar til Þórs - Breiðablik og Þór berjast um Abgashev Sovéska handknattleikssam- bandið hefur staðfest að það gefi leyfi til þess að þrír sovéskir handknattleiksþjálf- arar og tveir leikmenn komi hingað til lands næsta vetur. Einn af þessum þjálfurum er Boris Abgashev sem Þórsarar hafa reynt að fá til sín og ásamt honum myndu Þórsarar einnig fá einn sovéskan leikmann. Samkvæmt heimildum Dags er þó babb komið í bátinn því Breiðablik vill líka fá þennan þjálfara og nú er það víst bara spurning um hvort félagið býður betur. Smári Garðarsson formaður handknattleiksdeildar Þórs vildi lítið segja um málið er Dagur hafði samband við hann í gær. Hann sagði málið vera á við- kvæmu stigi og vildi hann ekki gefa út neinar yfirlýsingar sem hann gæti ekki staðið við. Smári staðfesti þó að Þór hefði gert Abgashev tilboð í fyrradag og væru þeir að bíða eftir svari frá Sovétmönnunum. „Við vilj- um að gengið verði frá þessum málum eins fljótt og kosturer því þetta er mjög stórt fjárhagslegt dæmi," sagði Smári Garðarsson formaður handknattleiksdeildar Þórs. íþróttir helgarinnar: Heilmikið um að vera - ef veðrið setur ekki strik í reikninginn Menn bíða nú spcnntir eftir því hvað veðurguðirnir hyggjast gera um helgina því margvísleg íþróttastarfsemi -er fyrirhuguð nú þessa tvo daga. Þar má fyrst nefna skíðagöngumót í Hlíðar- fjalli, Þórsarar leika bæði í 1. deild kvenna og 2. deild karla í handknattleik, landsliðið í körfuknattleik og Tindastóll leika á Sauðárkróki, unglinga- badmintonmót á Akureyri, KA og Skautafélagiö leika í blakinu og á Húsavík fer fram skíðamót. Strákarnir í Þór leika mjög mikilvægan leik við Sclfoss í 2. deildinni í handboltanum á sunnu- daginn kl. 15.30 í Iþróttahöllinni. Þórsstrákarnir eru enn í mikilli fallhættu og verða að sigra í leiknum til þess að komast af hættusvæðinu. En róðurinn verð- ur erfiður því Selfoss-liðið er ungt og efnilegt og hefur það leikið vel í vetur. Stelpurnar f Þórsliðinu leika tvo leiki við Hauka frá Hafnar- firði í 1. deild kvenna. Fyrri leikurinn er í kvöld kl. 19.15 í íþróttahöllinni en síðari leikut- inn fer fram í Skemmunni á rriorgun laugardag kl. 16.00. Völsungarnir í 3. deildinni í handknattleik eiga von á FHb í heimsókn til Húsavíkur og er leikurinn settur á kl. 14.00 á sunnudaginn. Þorramót í badminton fer fram í íþróttahöllinni á laugardag og er búist við rúmlega 100 þátttak- endum á það mót, víðs vegar af landinu. Þetta er unglingamót og hefst á laugardagsmorguninn kl. 11.00. Tveir leikir eru fyrirhugaðir í Bikarkeppninni í blaki. Á Akur- eyri leika KA og Skautafélagiö og í kvennaflokki leika KA og Völsungar á Húsavík. Eitthvað er þó óljóst um báða þessa leiki vegna keppni í I. flokki og fer það mikið eftir veðri hver spilar gegn hverjum. Á Húsavík fer fram Firma- keppni á skíðum á vegum Skíða- ráðs Völsungs. Þegar hafa tæp- lega 50 fyrirtæki skráð sig til keppni og vonast Húsvíkingar til þess að mótið veröi haldið þrátt fyrir slæma veðurspá. Tindastólsliðiö í körfuknatt- leik hefur í nógu að snúast um helgina. í kvöld leikur liðið æfingaleik við iandsliöið og munu þeir Sturla Örlygsson ÍR og Siguröur Ingintundarson ÍBK leika með Tindstólsliðinu. Á sunnudagskvöldiö er síðan áætl- aður leikur í Reykjavík viö KR í Fluglciðadeildinni. Fjölliðamót í handknattleik yngri flokka fer fram fyrir sunnan og keppa þar Þór, KA og Völs- ungur í 3. flokki kvenna og karla og 5. Ilokki karla. Islandsmótiö í lyftingum og Unglingameistaramótiö í sömu grein fer fram í Laugardalshöll- inni í Reykjavík um helgina og fara sjö þátttakendur frá Akur- eyri til þeirrar keppni. Karlalandsliðið 16 ára og yngri: Rúnar og Karl valdir Valinn hefur verið hópur til æfinga með karlalandsliðinu 16 ára og yngri. Tveir norð- lendingar eru í hópnum, þeir Karl M. Karlsson úr KA og Rúnar Sigtryggsson úr Þór. Ekki er þetta endanlegt lands- lið íslands því þetta eru 23 leik- menn sem valdir hafa verið og eftir næsta fjölliðamót 3. flokks verður fækkað í hópnum niður í 16 leikmenn. Sá hópur fer sem landslið íslands til Hollands og Lúxemborg og keppir þar við heimamenn. Áætlað er halda til Lúxemborg á föstudaginn langa og verður leikið þar á æfingamóti. Síðan verður haldið áfram til Hollands og leikið þar á Benelux-mótinu. Þjálfari karlalandsliðsins 16 Staðan í 2. deild HK 13 11-1- 1 349:261 23 ÍR 12 9-1- 2 306:231 19 Haukar 13 8-2- 3 316:265 18 Armann 13 8-1- 4 306:305 17 Njarðvík 12 6-1- 5 302:286 13 Selfoss 12 5-0- 7 304:302 10 Þór 14 4-0- 10 282:357 8 ÍBK 13 4-0- 9 286:313 8 UMFA 12 3-0- 9 276:307 6 ÍH 12 2-0- 10 229:329 4 til æfinga með liðinu Rúnar Sigtryggsson. ára og yngri er gamli Valsarinn Steindór Gunnarsson. Eftirtaldir piltar hafa verið valdið til æfinga: Rúnar Sigtryggson Þór Karl M. Karlsson KA Andri V. Sigurðsson Fram Jason Ólafsson Fram Ragnar Kristjánsson Fram Sigurður Þorvaldsson Fram Leó Hauksson Fram Einar Páll Kjartansson Fram Ingvar Ragnarsson Stjörnunni Patrekur Jóhannesson Stjörnunni Dagur Sigurðsson Val Óskar Óskarsson Val Sveinn Sigurfinnsson Val Kolbeinn Sigurjónsson UMFA Ríkharður Daðason UMFA Gunnar Kvaran UMFA Þór Hauksson Víkingi Sigurður Þórsson ÍR Páll Þórólfsson Þrótti Björgvin Finnsson KR Halldór Eyjólfsson KR Stefán Jóhannsson KR Ásgeir Baldurs Breiðabliki íþróttamaður Norðurlands: Kjörinu frestað - um eina viku Sakir þess hve veðurútlitið er slæmt um helgina hefur veríð ákveðið að fresta afhendingu verðlauna vegna „íþróttamanns Norðurlands 1988“ um eína viku. Afhendingin fer sem sagt fram laugardaginn 25. febrúar á Hótel KEA. Það eru fimm íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður Noröurlands 1988 og verða úrslitin tilkynnt í Degi þriðju- daginn 28. feb.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.