Dagur - 22.02.1989, Page 3

Dagur - 22.02.1989, Page 3
22. febrúar 1989 - DAGUR - 3 Hlustendakönnun útvarpsstöðvarinnar Ólundar: Hlustunin fór fram úr okkar björtustu vonum - tæplega helmingur aðspurðra hlustar þrisvar í viku eða oftar í febrúarbyrjun gerði útvarps- stöðin Olund á Akureyri könn- un á hlustun þar sem í Ijós kom að 48% aðspurðra sögðust hlusta á stöðina þvisvar í viku eða oftar. Könnunin náði til 358 Akureyringa á aldrinum 12-70 ára og var gerð í skóium bæjarins, í Miðbænum og í kjörbúðum. Spurningarnar voru gerðar í samvinnu við Gunnar Frímannsson aðstoð- arskólameistara í MA. Það voru nemar á samfélags- braut Menntaskólans á Akureyri og á viðskiptabraut Verkmennta- skólans sem sáu um framkvæmd könnuninnar, en meðal annars var spurt hvort viðkomandi hlust- aði á útvarp Ólund og ef svo væri hversu oft í viku. Helstu niðurstöður könnunar- innar urðu þær að 56% aðspurðra sögðust stundum hlusta á Ólund og þar af voru 48% sem hlustuðu þrisvar í viku eða oftar. Einna ákafasti hlustunarhópurinn er á aldrinum 12-15 ára, en í þeim hópi hlustuðu 78% stundum á útvarpsstöðina og þar af 59% þrjú kvöld í viku eða oftar. I aldurshópnum 16-22 ára hlustuðu 65% stundum á Ólund, þar af 46% þrisvar eða oftar í viku hverri. í elsta aldurshópnum, 23 ára og eldri sögðust 22% stund- um hlusta og 27% þeirra þrjú kvöld í viku eða oftar. Einnig var spurt hvort menn myndu hlusta meira væri útvarp- að yfir daginn og svöruðu 46% játandi, 23% voru óákveðnir, en 36% sögðust ekki myndu hlusta á síðdegisútsendingu. „Niðurstöðurnar komu okkur þægilega á óvart,“ sagði Hlynur Hallsson fréttastjóri Ólundar. „Hlustunin fór fram úr okkar björtustu vonum.“ Fjárhagur stöðvarinnar er ekki upp á það besta, en til að að bæta úr ætla þeir Ólundarmenn að efna til tónleika í Húsi aldraðra á föstu- dagskvöldið. „Og mun ekki af veita, við höfum þegar ráðstafað því fé sem fékkst inn af tón- leikunum í Borgarbíói um daginn,“ sagði Hlynur. mþþ Trúnaðarmannaráð Vlf. Einingar: Snúum vöm í sókn með víðtækri samstöðu Trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félagsins Einingar kom saman til fundar sl. föstudag. Á fundinum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Fundur trúnaðarmannaráðs Vlf. Einingar, haldinn á Akur- eyri 17. febrúar 1989, tekur mjög eindregið undir þá skoðun sem fram kemur í ályktun VMSÍ frá 31. janúar, og að í komandi kjarasamningum skuli megin- Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu heilbrigöisráðherra um mótun manneldis- og neyslu- stefnu. Á tjárlögum þessa árs er fjárveiting sem ætlað er að nota til að hefja neyslukönnun og er gert ráð fyrir að um verði að ræða viðameiri og nákvæm- ari könnun en áður liefur verið gerð hér á landi. í upphafi þessa árs var ráðinn næringarfræðingur sem starfs- maður ráðuneytisins sem ætlað er að sjá um framkvæmd neyslu- könnunarinnar. Gert er ráð fyrir að neyslukönnunin verði undir- búin á þessu ári og þá fari fram tilraunakönnun, en aðalkönnun- in fari fram á næsta ári og úrvinnsla gagna fari fram á árinu 1991. Yfirstjórn könnunarinnar er í höndum samstarfshóps sem Guð- mundur Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra hefur tilnefnt. Sam- vinna verður liöfð við Manneld- isráð og gert er ráð fyrir mjög áhersla lögð á eftirtalin þrjú atriði: 1. Trygging fullrar atvinnu. 2. Lífskjarajöfnun. 3. Verðbólgu verði haldið í skefjum. Jafnframt er fundinum ljóst, að því aðeins er von um að ná einhverjum verulegum árangri varðandi þessi atriði, að verka- lýðshreyfingin komi fram sem ein samstæð heild í komandi samn- náinni samvinnu við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins um gagnaöflun og gagnavinnslu. JÓH Vdhelm Þorsteinsson, frani- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja einum togara félags- ins, en það hefur komið til tals á undanförnum vikum. Vilhelm segir þetta mál hafa einungis verið á umræðustigi en engin ákvörðun hafi verið tekin ingum og styður eindregið hug- myndir VMSÍ og ASÍ um að svo verði. Fundurinn skorar því á öll verkalýðsfélög að vinna ötullega að sem víðtækastri samstöðu. Þá bendir fundurinn á, að óðum styttist tíminn þar til nú- gildandi samningar renna út og því orðið tímabært að ljúka inn- byrðis undirbúningi samninga- gerðar og hefja alvöru viðræður við viðsemjendur, bæði vinnu- veitendur og fulltrúa ríkisvalds- ins. Afleggja verður þann ósið, að nýir samningar séu ekki gerðir fyrr en löngu eftir að eldri samn- ingar eru fallnir úr gildi. Fundurinn leggur áherslu á, að með þeim samningum sem fram- undan eru, verður að stöðva þá þróun, að kjörin verði sífellt lak- ari ineð hverjum mánuðinum sem líður og það ber að snúa vörn í sókn og leitast við að endurheimta þann kaupmátt lægstu launa sem náðist við samningagerðina í apríl 1988.“ um það. „Það er auðvitað stór ákvörðun að taka skip úr umferð,“ segir Vilhelm. Að sögn Vilhelms hefur hrá- efni fyrir vinnslu ÚA verið nægi- legt síðustu daga og vikur þrátt fyrir fádæma gæftaleysi og ótíð. Við vonum bara að svo verði áfram,“ segir Vilhelm Þorsteins- son. óþh Heilbrigðismálaráðuneytið: Undirbúningur a5 gerð viða- mikillar neyslukönnunar Verður eitt skip ÚA tekið úr umferð? Engin ákvörðun, málið aðeins á umræðustigi - segir Vilhelm Þorsteinsson, ° framkvæmdastjóri Litgreiningar- námskeið verður haldið þriðjud. 21. og miðvikud. 22. febrúar á Snyrtistofunni EVU. Kynning á No 7 snyrtivörum. Útsala á Sothy's augnskuggum. Uppl. í síma 91-624230 eða í síma 25544. Styrkir til háskólanáms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa íslendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1989-’90. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði. Umsóknum ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. mars n.k. ásérstök- um eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 17. febrúar 1989. a. Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn. í framhaldi af lyktum handritamálsins hafa dönsk stjórn- völd ákveðið að veita íslenskum fræðimanni styrk til hand- ritarannsókna við stofnun Árna Magnússonar (Det arnam- agnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að sex mánaða dvalar og nemur nú um 15 þús. dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnað- ar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Nánari uþþlýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Arna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið 16. febrúar 1989. _Til vióskiptamanna_ banka og sparisjóóa Tilkynning vegna breyttrar lánskjaravísitölu Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að bankar og sparisjóðir munu í starfsemi sinni, bæði hvað varðar lánskjaravísitölubundin innlán og útlán, fylgja þeim breytingum sem ákvarðaðar voru á lánskjaravísitöl- unni með auglýsingu Seðlabankans frá 23. janúar 1989, enda er það eina lánskjaravísitalan sem í gildi er. Af þeirra hálfu verður því ekki gerður fyrirvari við greiðslu um framhaldsinnheimtu síðar. Eigendum innheimtuskuldabréfa, sem verðtryggð eru skv. lánskjaravísitölu, er sérstaklega bent á það, að fylgt verður sömu reglu um bréf þeirra. Reykjavík, 16. febrúar 1989 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.