Dagur - 22.02.1989, Side 5
22. febrúar 1989 - DAGUR - 5
-J
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Þjófurinn Buster
Borgarbíó sýnir: Buster
Lcikstjóri: David Green
Helstu leikendur: Phii Coliins
og Julie Walters
Lucas Film 1988.
Buster, nýjasta mynd leikstjór-
ans David Greens, skiptist í þrjá
mjög skýrt afmarkaða kafla. Sá
fyrsti hefst þar sem smákrimminn
Buster (Phil Collins) er á leið til
jarðarfarar. Hann er auðsjáan-
lega ekki allskostar ánægður með
fötin sín, finnst þau sjálfsagt ekki
passa jafn virðulegri athöfn og
jarðarför þó er. Hann stelur því
nýjum fötum úr sýningarglugga
herrafataverslunar. Þetta er um
hábjartan daginn en Buster er
heppinn. Hann er alltaf heppinn
segir tengdamóðir hans. Þessi
meðfædda gæfa Busters breytist
þó í lánleysi þegar hann flækist
inn í heilmikið lestarrán. Hann
kemst að vísu yfir peningafúlgu
(það er ef lottó-óðir íslendingar
geta fallist á að 15 milljónir séu
auðæfi). En margur verður af
aurum api og er þá komið að
kafla tvö.
Bresk yfirvöld geta engan veg-
inn unnt lestarræningjunum að
njóta fengins fjár. Allt er gert til
að hafa hendur í hári þeirra. Líf
ríkisstjórnarinnar liggur við og
menn þykjast sjá bresti í sjálfum
undirstöðum þjóðfélagsbygging-
arinnar. Félagar Busters eru einn
af öðrum veiddir í net lögregl-
unnar og dæmdir í 30 ára fang-
elsi. Stjórn þessa félags, sem við
erum öll meðlimir í og eigum
raunar einskis annars úrkosti
(með öðrum orðum þjóðfélags-
ins), er ekki á þeim buxunum að
leyfa neinum að brjóta grundvall-
arreglur þess. Það er reitt hátt til
höggs og refsivöndurinn geigar
ekki að þessu sinni.
Buster hræðist þetta hömlu-
leysi og flýr að lokum til Aca-
pulco í Mexíkó. Kona hans (Julie
Walters) og barn fylgja með.
Þessi annar kafli verður smá-
krimmanum frá London örlaga-
ríkur. Að vísu er hann ekki leng-
ur smár í sniðum eftir lestarránið
heldur þvert á móti maðurinn
sem Scotland Yard sækist einna
mest eftir að hafa tal af. Allt til
þessa hefur ekki hnífurinn gengið
á milli Busters og eiginkonu hans
en sólskinið, maturinn og
spænskan breyta því öllu. Þau
byrja að deila. Að Iokum snýr
konan aftur heim og skilur Bust-
er eftir einan. Draumurinn um
ríkidæmi og hamingju hrynur í
rúst. Á sama hátt og fyrsti kaflinn
dró upp mynd af heldur ömurleg-
um kjörum hjóna í London
undirstrikar þessi að þangað leit-
ar klárinn sem hann er kvaldast-
ur. Buster heldur á eftir konu
sinni til Englands. Hann elskar
hana og getur ekki án hennar
verið. Eins er hann ættjarðar-
sinni inn við beinið en það skiptir
raunar minna máli.
Og hefst þá þriðji þáttur mynd-
arinnar og sá stysti um smá-
krimmann Buster, sem á einni
nóttu varð stórafbrotamaður.
Buster kemur heim, konan fagn-
ar honum. Þau verða eitt á nýjan
leik og lögreglan bankar upp á.
Einhvernveginn er þessi mynd
Greens um glæpamanninn Buster
of grunnvæð til að fá nokkurn
stimpil. Þetta er ekki gaman-
mynd sem hefði þó getað orðið
því Buster á greinilega að vera
Iéttlyndur karl. En hvorki býður
hlutverkið upp á það né heldur
býr Phil Collins yfir því með-
fædda glaðlyndi sem nauðsynlegt
er. Þetta gæti verið sagan um
óeigingjarna og heita ást en sjald-
an er staldrað við þá hlið hjóna-
kornanna. Þá mætti túlka Buster
sem óð til Englands en það er
sem fyrr enginn tími til að moða
neitt úr þeim efnivið. Vissulega
er þetta glæpamynd, það er jú
framið rán og það meiriháttar en
skelfilega er Buster lítilfjörlegur
krimmahasar. En Bretarnir væru
sjálfsagt ekki í vandræðum með
að malla úr Buster ágætan fram-
haldsmyndaflokk fyrir sjónvarp í
10 þáttum.
Um misþroska barna
- Nokkrar upplýsingar vegna væntanlegrar sjónvarpsmyndar
Fimmtudaginn 23. febrúar mun
íslenska Ríkissjónvarpið sýna
norska mynd um J0rn, ungan
misþroska (MBD) dreng. For-
eldrafélagi misþroska (MBD)
barna er mjög í mun að sem flest-
ir kennarar, fóstrur og aðrir, sem
hafa með börn að gera, sjái þesa
mynd, og hér er því örstutt yfirlit
um misþroska.
Misþroski er eins konar safn-
heiti en ekki einstakur sjúkdóm-
ur. Bandaríkjamenn miða við að
einkennin séu áberandi ekki
skemur en eitt ár, áður en þeir
fara að tala um greiningu. Mis-
þroska börn eiga við vandamál
að stríða á að minnsta kosti þrem
af eftirfarandi fimm sviðum:
Skynúrvinnsla.
Einbeiting.
Virkni (ofvirkni eða óvirkni).
Fínhreyfingar/grófhreyfingar.
Nám (lestrar- og skriftarvanda-
mál o.fl.).
í skilgreiningunni misþroski er
þó falið það að barnið hafi greind
innan venjulegra marka, sé ekki
þroskaheft. Það finnast bæði
mjög vel gefin og síður vel gefin
misþroska börn. Yfirleitt er ekki
mælanlegur neinn skaði í mið-
taugakerfinu, þannig að orsökin
er lítt þekkt.
Erfitt er að áætla fjölda mis-
þroska barna. Svíar telja að 2-
7% allra barna falli undir þetta
en í Bandaríkjunum eru tölur
nokkuð hærri vegna annarrar
skilgreiningar. Lætur nærri sem
ágiskun að einn af hverjum tutt-
ugu hafi einhver þau vandamál
sem benda til misþroska. Þetta
þýðir því sem næst eitt barn í
hverjum tuttugu barna bekk.
Einkennin er miklu oftar að
finna hjá drengjum en stúlkum.
Tölum ber ekki saman, en Egil
Ruud, yfirlæknir og einn af
helstu sérfræðingum Norður-
landa um þessi mál telur að
drengir séu frá þrisvar til tíu sinn-
um fleiri en stúlkur. Eins og sjá
má, er erfitt að fullyrða neitt um
misþroska en íslenskir barna-
læknar virðast vera sammála um
að af hverjum 10 séu 8 til 9
drengir.
í flestum tilfellum er hægt að
hjálpa misþroska barni það mikið
að það geti orðið nýtur þjóðfé-
lagsþegn. Ef vakandi auga er
haft, má oft gera sér grein fyrir
ástandinu um þriggja ára aldur.
Hins vegar verður að vera búið
að finna öll misþroska börn við
skólabyrjun, þannig að taka megi
á málum þeirra á viðunandi hátt.
Þetta verður einungis gert með
því að stórauka greiningu og
fræða það fólk sem vinnur við
ungbarnaeftirlit og dagvistar-
stofnanir. Reynsla annarra þjóða
sýnir að þannig má firra einstakl-
inginn, skólana og þjóðfélagið
allt miklum erfiðleikum.
í mörgum tilfellum aðlagast
sömuleiðis einstaklingurinn þjóð-
félaginu og finnur sér þar rétta
hillu. Innan þessa hóps eru þó
allnokkru fleiri en annars, sem á
fullorðinsaldri lenda á kant við
lögin eða eiga við einhverja geð-
kvilla að stríða.
Foreldrafélag misþroska barna
hefur gefið út bækling um mis-
þroska og er hægt að nálgast
hann og önnur gögn með því að
skrifa til: Foreldrafélag mis-
þroska barna, pósthólf 5475, 125
Reykjavík.
Aðalfundur
Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra
verður haldinn sunnudaginn 26. febrúar í Barna-
skóla Akureyrar kl. 16.00.
Jón Þorsteinsson formaður G.í. kemur á fundinn.
Félagar fjölmennió.
Stjórnin.
Allar
útgerðarvörur
★ Vírasala ★ Víravinnsla
★ Þrykkingar ★ Kaðlar
★ Snæri ★ Girni
Einnig eigum við alls konar smávörur.
T.d. lása, hnífa, keðjur, hosuspennur, skóflur o.fl.
o.fl.
111EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
Útgerðardeild.
Námskeið
í raddbeitingu, framsögn og undirstöðum í
ræðutækni, fyrir sjónvarp, hljóðvarp
og ræðustól.
Kennarar: Kristján Hall og Theodór Júlíusson.
Námskeiðið fer fram að Hafnarstræti 90, Akureyri
24. febrúar og hefst kl. 18.00, 25. febrúar kl. 13.00
og 26. febrúar kl. 13.00.
Tilkynnið þátttöku
miðvikud. 22. febrúar og fimmtud. 23. febrúar
milli kl. 16.00 og 18.00 í síma 21180.
Skrifstofutæknir
Athygtisvert
námskeið!
Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt
er lýtur að slcrifstofiistörfum. Sérstök
áhersla er lögð á notkun PC-tölva.
Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi
hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk
og þá er hyggja á skrifstofuvinnu.
í námlnu eru kenndar m.a. eftlrfarandi greinar:
Alnienn tölvuftæði, stýrikerft, tölvusamsldpti, rit-
vinnsla, gagnagrunnur, töflureilcnar og áætlunar-
gerð, tölvubóldiald, toll- og verðútreikningar, almenn
skrifstofutækni, grunnatriði við stjómun, útfýTling
eyðublaða, verslimarreiltningur, víxlar og verðbréf,
íslenska og viðskiptaenska.
Nemendxu: útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og
geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við
minni fyrirtæki.
Á skrifstofu Tölvufræðsluimar er hægt að fá bæk-
linga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í
pósti til þeirra sem þess óska.
Innrituu og náuari upplýsingar veittar í síma
96-27899.
TökufræðslanAkureyrihf
Glerórgötu 34 • Akureyri.