Dagur - 22.02.1989, Page 6

Dagur - 22.02.1989, Page 6
6 - DAGUR - 22. febrúar 1989 Heimsókn í Tónlistarskólann á Akureyri: Æfingin skapar meistarann Tónlistarskólinn á Akureyri hefur búið við þröngan húsakost undanfarið að Hafnar- stræti 81. Nýverið fékk skólinn viðbótar- rými á 2. hæð að Hafnarstræti 81b þar sem æskulýðsfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi höfðu áður aðsetur og skólinn mun væntanlega fá rými á neðstu hæðinni einnig í framtíðinni þar sem skipulagsstjóri er nú til húsa. Þá verður hægt að hafa starfsemi Tónlistar- skólans undir sama þaki en þessari starf- semi fékk blaðamaður að kynnast í vikunni undir leiðsögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar skólastjóra. Það er ekki auðvelt fyrir ókunnuga að rata um ganga og stiga Tónlistarskólans en eftir að hafa komist upp á skrifstofuna á 3. hæð var vandinn leystur. Inni af þröngum gangi var afdrep fyrir ritara og lítil skrifstofa fyrir skólastjórann. Hvarvetna ómaði tónlist úr herbergjum og nemendur og kennarar voru á þönum á leið í tíma. Meiningin var að líta inn í kennslustofurnar og sjá hvað þar færi fram en fyrst ræddi ég stutt- lega við Jón Hlöðver Áskelsson um húsnæðismál. „Það fer öll kennsla fram í skólanum núna nema söng- kennslan, hún fer fram í Lóni, félagsheimli Karlakórsins Geysis. Þar eru þrír söngkennarar og er þetta annar veturinn sem kennsl- an fer fram þar. Fram að anna- skiptum í lok janúar vorum við með kennslu á tveimur öðrum stöðum en með tilkomu þessa viðbótarrýmis gátum við komið þessum hópum hingað og ef við fáum eina hæð til viðbótar, eins og vonir st^nda til, þá myndi öll starfsemi skólans rúmast innan þessa húss,“ sagði Jón Hlöðver. Aðstöðumunur eftir búsetu „Á hinn bóginn,“ hélt hann áfram, „hefur verið í gangi umræða um breytt fyrirkomulag í sambandi við kennslu fyrir yngstu nemendurna. Margir eiga íangt að sækja og rætt hefur verið um að koma á fót kennslu í nánd við þeirra heimili og er þá sér- staklega verið að ræða um Síðu- hverfi. Nú er nefnd að skoða möguleika á aukinni tónlistar- kennslu í tengslum við grunn- skólana. Ég hafði gert mér grein fyrir því að það væri kostnaðarsamt að aka nemendum sem búa langt frá skólanum í tónlistartímana og um daginn benti kona mér á dæmi í þessu sambandi. Dóttir hennar fer fjórum sinnum í skól- ann á viku með strætisvagni og þessar strætisvagnaferðir kosta hana jafnmikið og skólagjöld fyr- ir eina önn. Þetta eru orðin tölu- verð fjárútlát og því greinilegur aðstöðumunur eftir búsetu.“ Að þessum orðum sögðum er vert að hafa það í huga að í októ- ber sl. voru skráðir 111 nemend- ur í forskóladeild, þannig að áhuginn er mikill meðal yngstu barnanna. Þá voru alls 579 nemendur skráðir í skólann; 156 í blásaradeild, 105 í strengja- deild, 109 í píanódeild, 50 í gítar- deild, 36 í söngdeild, 7 í orgel- nám í kirkju, 5 í harmonikunám og 111 í forskóladeild, eins og áður sagði. 33 kennarar sjá til þess að nemendurnir rati á réttar nótur. Þá eru 8 nemendur á tónlist- arbraut Menntaskólans á Akur- eyri og ljúka 3 stúdentsprófi í vor. Nemendur með tónlist sem valgrein eru 43 og fer öll tónlist- arkennsla þessara nemenda fram í Tónlistarskólanum. Forskólabörn í flautu- leik og spuna Jón Hlöðver vísaði mér nú veg- inn um húsakynni Tónlistarskól- ans og við heilsuðum upp á nemendur og kennara. Fyrst Jenný Sigurðardóttir spilaði „La Bamba“ á rafmagnsgítarinn með mikilli innlifun. p.fyyvi Finnur Eydal leiðbeinir hér honum Vigni sem blæs í saxófóninn af krafti. Myndir: SS Hamarinn á lofti hjá Sigurlínu. Skemmtileg aðferð við kennslu forskólanemenda. gengum við á vit píanótóna. Þar var Kristín Rós Óladóttir að æfa sig á píanóið undir leiðsögn Dýr- leifar kennara. Kristín er 17 ára gömul en hún byrjaði í forskóla þegar hún var 8 ára og er því vel á vegi stödd í náminu. Þá var það forskólinn. í honum læra börnin ýmis undirstöðu- atriði. Þau eru þjálfuð í takti, tónum og hreyfingu, spila á flautu o.fl. Á neðstu hæðinni var Sigurlína Jónsdóttir einmitt að þjálfa börnin í flautuleik og líka með hamri! Já, hamarinn sá gef- ur frá sér hljóð og börnin eiga að herma eftir hljóðfallinu sem kennarinn framkallar með hamr- inum. Þetta gekk skínandi vel hjá börnunum. Þau sögðust öll vera 5 ára nema eitt sem var orðið 6 ára. Við hittum þessi sömu börn skömmu síðar en þá voru þau komin upp á sal í spuna hjá Önnu M. Richardsdóttur. Þar skemmtu þau sér vel við að þeyta slæðum í loft upp og líkja eftir mjúkum hreyfingunum. Hreyfing er ekki síður mikilvæg en taktur og tónar í námi forskólabarna. Tónar úr hverju herbergi Áfram var haldið og næst hittum við fyrir Waclaw Lazarz frá Pól- landi, en hann kennir við skólann ásamt eiginkonu sinni. Waclaw er orðinn sleipur í íslenskunni og þarna var hann að kenna Sigríði Rut Franzdóttur á þverflautu, en hann kennir líka á harmoniku. Við gengum áfram um hæðina, þar sem Amtsbókasafnið var eitt sinn til húsa, og upp á næstu hæð, en þar voru áður íþúðir. Við hitt- um fyrir Christopher Thornton sem var að kenna Kjartani Höskuldssyni á klarinett. „Christopher var hissa á þessari heimsókn og spurði hvort blaða- maður væri njósnari frá Rúss- landi en ég fullvissaði hann um að svo væri ekki. Kristinn Örn Kristinsson yfir- kennari og formaður Tónlistar- félags Akureyrar renndi fimum höndum yfir nótnaborð flygilsins þegar við bönkuðum upp á hjá honum, enda skapar æfingin meistarann. Þá var komið að fiðlunni. Gréta Baldursdóttir kennari og Ása Birna Birgisdóttir nemandi hennar léku undurblítt lag fyrir tónelskan blaðamanninn sem notaði tækifærið og smellti af þeim mynd. Sellóið var næst á dagskrá. Örnólfur Kristjánsson var þar að kenna Þorbjörgu Jóhannsdóttur réttu tökin og ekki var annað að heyra en árangurinn væri góður. „Öldungadeildin“ Ung stúlka með rafmagnsgítar er sjaldgæf sjón. Jenný Sigurðar- dóttir var að prófa rafmagnsgít- arinn og tók „La Bamba“ ásamt kennaranum Gunnari Jónssyni sem lék með á kassagítar. „Þú verður ábyggilega fyrsta stelpan sem fær mynd af sér í Degi með rafmagnsgítar,“ sagði Jón Hlöð- ver og við stilltum henni upp með kontrabassann hans Gunnars í bakgrunni. Næst fórum við í „öldunga- deildina“ en þar er um að ræða fullorðna nemendur. Félag „öldunga“ var stofnað við Tón- listarskólann á síðastliðnum vetri og erum meðlimir þess nemendur sem komnir eru yfir 25 ára aldur. Heiðdís Norðfjörð hafði for- göngu fyrir stofnun félagsins og hún var að spila á píanó undir handleiðslu Nigel Lillicrap þegar okkur bar að garði. Þá gengum við inn í nýja hús- næðið og þar var Guðrún Þórar- insdóttir að kenna á lágfiðlu eða víólu. Nemandinn var Viktoría Rut Smáradóttir 10 ára gömul. Fiðlan hennar var miklu minni en lágfiðla Guðrúnar enda eru minni fiðlurnar notaðar við grunnkennslu barnanna, þau ráða ekki strax við stóru fiðlurn- ar. Michael J. Clarke var einnig að kenna á fiðlu en nemendurnir, systurnar Silja og Þórdís voru lít- ið fyrir myndatökur. Silja gaf okkur hins vegar ágætt tóndæmi Mikið tónleikahald í tengslum við skólann Saxófónninn var næstur á dagskrá. Vignir Jóhann Þor- steinsson blés af krafti fyrir blaðamann og kennarinn var hinn kunni tónlistarmaður Finn- ur Eydal. Næst hittum við Roar Kvam kennara og nemandann Sigur- björgu Vilbergsdóttur sem blés í

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.