Dagur


Dagur - 24.02.1989, Qupperneq 4

Dagur - 24.02.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 24. febrúar 1989 á góðum degi ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (fþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hagsmuni hverra er verið að veija? Stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða sættir sig ekki við þær breytingar sem ríkisstjórnin gerði á lánskjaravísitölunni fyrir skemmstu, en eins og kunnugt er lúta breytingarnar að því að auka vægi launa í vísitöluútreikningnum frá því sem verið hefur. Stjórn SAL hefur krafist þess að fá úrskurð gerðardóms um lögmæti hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi viðbrögð koma nokkuð á óvart, því sýnt hefur verið fram á að hin nýja lánskjaravísitala dregur úr misgengi launa og lánskjaravísitölu, sem lengi hefur verið ærið. Sem dæmi má nefna að lánskjaravísitalan hækkar nú um mánaðamótin um 1,25% en ef gamla vísitalan hefði verið við lýði hefði hún hækkað um 1,72%. Einnar milljón króna lán hækkar því um 12 þúsund krónur í stað 17.200 króna eftir gamla grunninum og er víst að flesta launþega og húsbyggjendur munar um minna. Bæði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hafa beint þeim tilmælum til stjórna lífeyrissjóð- anna í landinu að þær hugleiði hvaða hagsmuni þær eru að verja með þessari afstöðu sinni, því ljóst er að til langframa er hin nýja lánskjaravísi- tala til hagsbóta fyrir alla þá sem eiga fé í lífeyr- issjóðunum. Full ástæða er til að taka undir þessi tilmæli ráðherranna. Fleiri hafa upp á síðkastið sett ofan í við stjórn- ir lífeyrissjóðanna. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands gerði í byrjun vikunnar samþykkt þar sem því er beint til stjórna lífeyris- sjóðanna að þegar verði sett í gang fagleg könn- un á því hvað það myndi þýða að semja við ríkis- stjórnina um að lækka vexti á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar í 5%. í tillögunni er bent á að stöðugt safnist stærri hluti af sparnaðinum í þjóðfélaginu í lífeyrissjóðina og því ljóst að áhrif þeirra fari vaxandi. „Þau áhrif og hvernig með þau er farið getur haft meiri þýðingu fyrir sjóðs- félaga og launþega alla, þegar til lengri tíma er litið, en það eitt hvort eitthvað hærri eða lægri vextir fást í þjóðfélaginu, “ segir orðrétt í álykt- uninni. VMSÍ er með öðrum orðum að benda stjórnum lífeyrissjóðanna á að það sé út í hött að lífeyris- sjóðirnir vinni í vaxtamálunum gegn hagsmun- um umbjóðenda sinna, sjóðsfélaganna. Stjórnir lífeyrissjóðanna ættu að taka því fegins hendi að stjórnvöld skuli loks hafa lagt til atlögu við órétt- láta lánskjara vísitölu og allt of háa vexti og leggja þeim lið í þeirri baráttu í stað þess að spyrna á móti. Það sama gildir um afstöðu stjórna lífeyrissjóðanna til hinnar nýju lánskjar- avísitölu. BB. „Eftir því sem ég kynn- ist mönnum meira...“ Pá er þorrinn á enda og góan tekin við. Ekki er það þó að sjá á veðri eða veðurhorfum á næst- unni. Hafísinn er jafnvel að angra sjómenn með því að loka siglingaleiðum eða gera þær hættulegar skipum. Margrætt hvalamál er ennþá mikið í frétt- unum og er farið að valda okkur hinu mesta kvalræði, sem kemur fram í hinum ýmsu myndum. Frá Reykjavík eru þær fréttir helstar, að Davíð gengur illa að koma sorpinu frá höfuðborgarsvæðinu, upp í Árbæ, þrátt fyrir nætur- langa fundi og þref um úrgang- inn. Öðru máli, sem tengist umræddum borgarstjóra einnig, hjó ég eftir. Það var að hvert bílastæði í nýja ráðhúsinu komi til með að kosta 2,6 millj. Sem sagt hvert bílastæði jafngildir hálfu kaupverði á góðri meðal- stórri íbúð. Einhvern tíma hefði verið spurt: Er þetta hægt Matt- hías? En kannski eru ekki lengur þau húsnæðisvandræði í Reykja- vík, að þetta þyki tiltökumál? Af erlendum vettvangi eru þær fréttir ískyggilegar að öfgahópar virðast ætla að taka erkiklerkinn í íran alvarlega og láta til skarar skríða gegn liinurn ýmsu bóka- forlögum og höfundi Ljóðmæla Satans. Ekki veit ég hvers eðlis bók þessi er, en það getur aldrei verið réttlætanlegt að setja fé til höfuðs rithöfundum eða öðrum einstaklingum og lífláta þá án dóms og laga. Ein furðufrétt kom einnig utan úr heimi. Það var fullyrðing um að rokkkóngurinn Elvis væri örugglega enn á lífi og fylgi fréttinni að mannkerti nokkurt hefði sést vera að reyna að koma gamalli Skodabifreið í gang og sá hinn sami hefði átt að vera rokkstjarnan. Sagt var að hver sá sem fundið gæti manninn á Skódanum fengi milljón pund í verðlaun eða sömu upphæð og sett var til höfuðs Rushdies. En við minnumst sjaldan í fréttum á það sem vel er gert og hvar vel gengur. Góunni fylgir hækkandi sól og von um betri tíð. Þegar talað er um miklar frosthörkur og hafís, minnast menn gjarnan á frosta- veturinn mikla 1918, annaðhvort af afspurn eða upplifun. Á þess- um tíma teppti hafísinn allar sigl- ingar fyrir Norðurland, Vestfirði Auðunn Blöndal skrifar og Austfirðina. Það var hinn 5. janúar á þessu minnisstæða ári sem gerði þvílíkt hörkuveður af norðri að elstu menn þess tíma mundu ekki aðrar eins frosthörk- ur. Frostið hér á Akureyri fór í 33,5° C og í Reykjavík var það eitthvað yfir 20° C. Harðindi þessi urðu mörgum þung í skauti. í Reykjavík og víðar varð tilfinn- anlegur eldiviðarskortur og kola- birgðir þraut að mestu. Voru kol- in nærri ófáanleg er líða tók á kuldatímabilið, þó að verðið færi yfir 300 kr. tonnið, sem var stórfé á þessum tímum. Við þetta bætt- ist svo að Katla fór að gjósa - hennar þrettánda gos að því að talið er - með ægilegum jarð- skjálftum og jökulhlaupi. í annál frá þessum tíma segir svo: „Jök- ulhlaupið var ægilegt yfir að líta. Flóðið breiddist á stuttum tíma yfir allan Mýrdalssand og um- kringdi Hjörleifshöfða.“ Loks segir að verðbólgan hafi vaxið geysilega á þessum tíma, þannig að erlendar og innlendar vörur voru seldar á afarverði. Ég hugsa að margir hafi orðið að láta stór- innkaup bíða betri tíma á ári þessu. En góðu fréttirnar frá þessum tíma eru þær, að þetta sama ár varð ísland fullvalda ríki og var þar langþráðu marki náð. Einnig getum við minnst þess að þann 11. nóvember lauk heims- styrjöldinni fyrri, svo við sjáum að þetta ár hefur verið fréttnæmt fyrir margra hluta sakir. En við segjum kannski eins og ungling- ur, sem eitt sinn leitaði ráða hjá mér með vandamái sín og ég sagði honum frá vandamáli ann- ars unglings sem var miklu stærra og erfiðara viðfangs en þetta til- tekna mál. Ég man að hann svar- aði mér að bragði og sagði: „Mér líður ekkert betur, þó að ein- hverjum öðrum líð verr en mér.“ í þessum orðum felst mikill sann- leikur og sannar okkur að ung- mennin í dag vita sínu viti og geta e.t.v. leyst úr þeim vandamálum sem þessi kynslóð virðist vera föst í. Ég fæ oft bréf eða kassettur frá ungu fólki og þar kemur oft fram mikill skilningur á þeim vanda- málum sem nútímamaðurinn á við að etja og margur kiknar undan. Annað er áberandi í fari unga fólksins; það er ekki orðið biturt út í lífið og tilveruna eins og margir sem eru á miðjum aldri eða eldri. Ungt fólk myndi ekki segja með neinni meiningu setn- ingar eins og einhver keisarinn sagði forðum: „Eftir því sem ég kynnist mönnunum meira því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Nei beiskjan út í náung- ann getur orðið eins og andlegt krabbamein. Fólk sem lofar beiskjunni að þrífast í huga sér, nær ekki að njóta þess góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Unga fólkið er flest sér þess meðvitað að það er ekki allt hunangseimur sem það erfir eftir þessa kynslóð. Sem dæmi má nefna allan úr- ganginn frá eiturefnaverksmiðj- unum, kjarnorkuverunum og síð- ast en ekki síst öll kjarnorku- vopnin. Eins mætti reyndar nefna hagkerfið, sem er svo viðkvæmt og flókið að okkar færustu hag- fræðingum ber ekki saman um hvernig unnt er að leysa efna- hagsvandann. En ég trúi að unga fólkið okkar sé sér þess meðvitað að við búum á brothættri plánetu, sjálf í hulstrum sem slitna, ekki síður en fötin okkar, þó misjafn- lega fljótt. Síðan bætist við að bæði risaveldin hafa eftir heims- styrjaldirnar háð gjörsamlega til- gangslausar borgarastyrjaldir, þ.e. í Víetnam og Afganistan, sem hafa skilið þau eftir með ógróin sár, yfirþyrmandi félags- leg vandamál og andlega kvilla. Mig langar að enda þessar hug- renningar mínar á orðum úr bréfi ungmennis, bréfi sem mér barst í gær: „Ég ætla að reyna að trúa aðeins hinu góða, eins og Lúther sagði: „Trúðu aðeins góðu um aðra, uns reynslan sannar þér hið gagnstæða.““

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.