Dagur - 24.02.1989, Síða 5
24. febrúar 1989 - DAGUR - 5
Glaðbeittur hópur þátttakenda og leiðbeinenda að afloknu námskeiði um konur og fyrirtækjastofnun og -rekstur. Sitjandi frá
vinstri: Laufey Einarsdóttir, Eva Ingólfsdóttir, Marta Jörgensen, Helga Haraldsdóttir, Guðbjörg Ringsted, Sigurlína Styrmis-
dóttir og Helena Dejak. Standandi frá vinstri: Birna Hermannsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, iðnráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar hf., Olga Ágústsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hulda Theódórsdóttir, Svanhildúr Friðriksdóttir, Guðbjörg Pétursdótt-
ir, leiðbeinandi og starfsmaður rekstrartæknideildar Iðntæknistofnunar, Bryndís Friðriksdóttir, Ellen Pálsson, Soffía Pálmadótt-
ir, Halldóra Ágústsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Anna Mary Björnsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Sigurður
P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. Mynd: kk
Að afloknu námskeiði Iðntæknistofnunar
og Iðnþróunarfélags Eyjaíjarðar:
Eflir sjálfstraustíð og
auðveldar fyrstu skref
- segja tveir þátttakenda, Anna Mary Björnsdóttir
og Sigríður Jónsdóttir
Tvær síðustu helgar hafa 20
eyfirskar konur sótt námskeið
á vegum Iðntæknistofnunar og
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar
hf. sem ber yfirskriftina
„Stofnun og rekstur fyrirtækja
fyrir konur.“ Leiðbeinendur á
námskeiðinu voru tveir starfs-
menn rekstrartæknideildar
Iðntæknistofnunar, Ásgeir
Páll Júlíusson og Guðbjörg
Pétursdóttir. Þá lögðu Iðn-
þróunarfélagsmenn hönd á
plóg og einnig messuðu endur-
skoðandi og lögfræðingur yfir
þátttakendum.
Samskonar námskeið hafa ver-
ið haldin á undanförnum árum
víða um land og lætur nærri að
um 200 konur hafi sótt þau.
Markmiðið með námskeiðunum
er að gera konum kleift að kynn-
ast þeim atriðum sem máli skipta
í sambandi við stofnun og rekstur
fyrirtækja. Þau eru ætluð konum
scnr reka fyrirtæki, taka þátt í
rekstri fyrirtækja, hyggjast stofna
fyrirtæki eða hafa bara áhuga á
og vilja fræðast um rekstur fyrir-
tækja.
Tengsl við aðrar konur
Hver er skýringin á því að sett er
upp sérstakt námskeið fyrir kon-
ur í stofnun og rekstri fyrirtækja?
Leiðbeinendur á námskeiðinu
svara því þannig til að með sér-
stökum kvennámskeiðum séu
mun meiri líkur á að fá konur til
að sækja kennslu í þessum
fræðum. Þeir benda á að konur
eigi auðveldra með að tjá sig inn-
an um aðrar konur en í blönduð-
um hópi og að konur leggi ríkari
áherslu á eflingu sjálfstrausts og
tengsl við aðrar konur með svip-
uð framtíðaráform. t>á er á það
bent að konur leggi aðrar áhersl-
ur á fjölskyldutengsl og börn,
sem aftur hafi áhrif á umræður.
Eins og áður segir sóttu 20
konur af Eyjafjarðarsvæðinu
námskeið Iðntæknistofnunar og
Iðnþróunarfélagsins í Galtalæk
helgarnar 10.-12. og 17.-18.
febrúar sl. Víða var komið við og
skiptist námskeiðið upp í 7 þætti.
í fyrsta lagi var hugað að fyrir-
tækjastofnandanum sjálfum og
stjórnunarþættinum. I öðru lagi
var rætt um stofnun fyrirtækisins,
stofnáætlun og stefnumótun. í
þriðja lagi bar markaðssetning á
góma. í fjórða lagi var rætt um
fjármálahliðina, kostnaðarút-
reikninga, áætlanagerð og reikn-
ingsskil. í fimmta lagi kom skipu-
lagning til umræðu, þ.e. staðsetn-
ing búnaðar, form fyrirtækisins
og lög og reglugerðir. Sjötti hluti
námskeiðsins var heimsókn fyrir-
lesara úr atvinnulífinu og síðasti
hluti þess laut að framtíðarsýn
fyrirtækis.
Til í slaginn
Dagur hafði tal af tveimur kon-
um á Akureyri, sem sóttu nám-
skeiðið, Önnu Mary Björnsdóttur
og Sigríði Jónsdóttur, og innti
þær eftir því hvaða gagn þær
teldu sig hafa haft af því. í máli
þeirra beggja kom fram að þær
hefðu ekki í hyggju að nýta sér
námskeiðið til stofnunar fyrir-
tækja, a.m.k. ekki í bráð, en þær
lögðu þó áherslu á að eftir að
hafa gengið í gegnum námskeiðið
væru þær mun betur í stakk bún-
ar en áður til að hella sér út í
fyrirtækjastofnun og rekstur.
Anna Mary sagðist ekki liafa
komið nálægt fyrirtækjarekstri
sjálf en fylgdist þó lítillega með
rekstri fyrirtækis eiginmannsins.
Hún sagðist að öllum líkindum
nýta sér þekkingu, sem hún hefði
aflað sér á námskeiðinu, til að
vinna við bókhald þess fyrirtæk-
is. „Ég er ekki í neinum vafa að
þetta námskeið eflir sjálfstraust
þeirra kvenna sem vilja hella sér
út í stofnun fyrirtækja. Það auð-
veldar þeim fyrstu skrefin og ekki
síst gefur hugmynd um hvar leita
beri eftir nauðsynlegum upplýs-
ingurn," sagði Anna Mary.
Sigríður starfar nú sem bókari
hjá Plasteinangrun hf. og er að
sögn ekki á leið í stofnun eigin
fyrirtækis. „En maður veit aldrei
hvað verður síðar meir,“ bætti
hún við. Hún sagðist vera með
próf frá Samvinnuskólanum á
Bifröst og þekkti því að nokkru
leyti leyndardóma fyrirtækja-
reksturs og markaðsfræði. Hún
sagði þó ekki hafa hugsað svo
mjög út í þá hlið sem snýr að
undirbúningi fyrirtækjastofnun-
ar, t.d. markaðssetningu. „Þetta
fannst mér mjög áhugavert og
opnaði nýja sýn í þá hluti.“
Sigríður sagðist hafa skráð sig
á þetta námskeið m.a. til þess að
afla sér ýmissa upplýsinga varð-
andi bókhald. Hún segist hafa
fengið svar við flestum spurning-
um og geti örugglega nýtt sér
fengnar upplýsingar í starfi. óþh
Nýjar yörur
á hreint ótrúlegu verði.
Peysur ★ Bolir ★ Undirfatnaður
Gallabuxur, takmarkað
magn og ekki síst
barnafatnaður
á algeru
draumaverði.
Verslunin
r
Wlog
nn
Sunnuhlíð 12, sími 22484.
- Sveitahrað-
keppni B.A.
Sjóvá/Almennar-sveitahraðkeppni Bridgefélags
Akureyrar hefst þriðjudaginn 28. febrúar.
Keppnin tekur fjögur kvöld.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn B.A.
fyrir kl. 16.00 sunnudaginn 26. febrúar en stjórn-
in aðstoðar við myndun sveita ef óskað er.
Spilafólk á Akureyri og nágrenni er hvatt til að
skrá sig.
Stjórn B.A.
A ÍíSl
'31 !9!ð i' iu#
UII^S
HÓTEL KEA
Föstudagskvöld 24. febrúar
Dansleikur
Hljómsveitin KARAKTER
leikur fyrir dansi
Eigum örfá borö laus fyrir matargesti
Laugardagskvöldið 25. febrúar
Lokað vegna einkasamkvæmis .
I______________ J
Boröapantanir í síma 22200
—
Önnumst öll verðbréfaviðskipti og veitum
hvers konar ráðgjöf á sviði fjármála
Tegund bréfs Vextir umfram verðtryggingu
Einingabréf 1,2 og 3 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða 8,5- 9,0%
Spariskírteini ríkissjóðs ... 7,0- 8,0%
Skammtímabréf 7,0- 8,0%
Hlutabréf ?
Gengi Einingabréfa 24. febrúar 1989.
Einingabréf 1 ... . 3.562,-
Einingabréf 2 ... . 1.994,-
Einingabréf 3 ... . 2.328,-
Lífeyrisbréf . 1.791,-
Skammtímabréf . 1,236
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
Veröbréf er eign
sem ber ard