Dagur - 24.02.1989, Side 6
6 - DAGUR - 24. febrúar 1989
I—
Jónas Viðar sýnir
í Gamla Lundi
Laugardaginn 25. febrúar kl. 16
opnar Jónas Viðar Sveinsson sína
fyrstu málverkasýningu í Gamla
Lundi. Jónas Viðar er Akureyr-
ingur, fæddur 1962. Hann út-
skrifaðist úr málunardeild Mynd-
listaskólans á Akureyri 1987 og
hefur síðan nær einvörðungu
fengist við að mála. Á sýningunni
verða akrylmálverk öll ný af nál-
inni.
Sem fyrr segir verður sýningin
opnuð laugardaginn 25. febrúar
kl. 16 og stendur til sunnudagsins
5. mars. Opið er alla virka daga
milli kl. 16 og 22 og frá 14 til 22
um helgar.
Leikfélag VMA:
Bresk sumarbúðastemmnmg
í Freyvangi í kvöld
Leikfélag Verkmenntaskólans
á Akureyri sýnir ærslaleikinn
Erpinghani búðirnar í Frey-
vangi í kvöld kl. 20.30. Sýning-
in er opin almenningi.
Leikritið er eftir hið þekkta
breska lcikritaskáld, Joe Orton
og gerist það í sumarbúðum frú
Erpingham. Eins og vera ber í
sumarbúðum kemur margt
skondið og skemmtilegt upp á og
éndirinn er að sjálfsögðu óvænt-
ur. Leikfélagið hefur fengið kór
skólans til liðs við sig, en hann
kemur fram á skemmtun sem
haldin er í sumarbúðunum.
Nú?
Fjölmargir leikarar koma fram
í sýningunni, en níu fara með
textahlutverk. Leikstjóri sýning-
arinnar er Pétur Eggertz íeikari
hjá Leikfélagi Akureyrar. Þetta
er annað leikverkið sem leikfélag
VMA, „Stælt og stolið“ setur
upp, en í fyrravetur setti félagið
upp verk Þórarins Eldjárns,
Ómunatíð.
Sýningin er sem áður sagði
opin almenningi og fer miðasala
fram við innganginn. mþþ
Félag íslenskra
kjötiðnaðarmanna:
Aöalíundur
Aðalfundur Félags íslenskra
kjötiðnaðarmanna verður hald-
inn laugardaginn 25. febrúar kl.
13.30 á Hótel Holliday Inn. Á
dagskrá fundarins verða venjuleg
aðalfundarstörf. Stjórnin.
Afmæliskaffi í
Alþýðubankanum
í dag eru fimm ár liðin frá því
Alþýðubankinn opnaði útibú á
Akureyri. Af því tilefni er öllum
sem vilja boðið upp á kaffi og
með því í bankanum frá kl. 9.00
til 16.00.
Útibú Alþýðubankans á Akur-
eyri er í Alþýðuhúsinu við Skipa-
götu og sem fyrr segir eru allir
velkomnir í kaffi hjá afmælis-
barninu í dag.
Hvað er að gerast
Styrktartónleikar Ólundar í kvöld:
Ham, Lost og fleiri
leika í Húsi aJdraðra
miðaverð er aðeins 500 krónur.
Ham er öllum áhugamönnum
um framsækið rokk að góðu
kunn, en sveitin er einmitt að
fara að gefa út litla plötu í Eng-
landi. Þar er m.a. um að ræða
endurútgáfu á gamla Abba slag-
aranum „Wole Wo“. Lost hefur
getið sér það orð að vera ein besta
starfandi rokksveit á landinu.
Ólund stendur nú á tímamót-
um, því þann 5. mars næstkom-
andi verða þrír mánuðir liðnir frá
því útsendingar hófust. Útvarpið
gengur vel og kannanir sýna að
Akureyringar hafa tekið þessari
nýju útvarpsstöð fagnandi. Fjár-
hagurinn er hins vegar ekki upp á
það besta, en vonir standa til að
úr því rætist með tónleikunum.
Fyrstu tónleikar Ólundar tókust
með eindæmum vel. Þeim sem
vilja styrkja Ólund er bent á gíró-
reikning í Búnaðarbankanum á
Akureyri nr. 24243.
Góða skemmtun.
í kvöld, föstudagskvöld kl.
22.00 verða haldnir aðrir tón-
leikar útvarpsstöðvarinnar
Olundar. Tónleikarnir verða í
Húsi aldraðra, (Allanum
gamla) sem er þekkt tónleika-
húsnæði frá því Baraflokkur-
inn var upp á sitt besta og spil-
aði þar gjarnan.
Húsið verður opnað kl. 21.00
og hefst dagskráin með ýmsum
uppákomum. Hljómsveitirnar
Ham frá Reykjavík og Lost frá
Akureyri taka síðan við. Ekkert
aldurstakmark er á tónleikana og
Félag áhugafólks um
Kammerhljómsveit Akureyrar:
Framhaldsstofníundur
á swinudag
Framhaldsstofnfundur „Félags
áhugafólks um Kammerhljóm-
sveit Akureyrar“ verður haldinn
sunnudaginn 26. febrúar n.k. kl.
16.00 í Verkmenntaskólanum á
Akureyri á Eyrarlandsholti.
Margir hafa þegar gerst stofnfé-
lagar, en síðustu möguleikar til
þess verða á aðalfundinum á
sunnudaginn.
Á fyrri stofnfundi, sem haldinn
var 16. október sl. var kosin
bráðabirgðastjórn, sem fékk það
verkefni að gera tillögur um lög
félagsins, markmið þess og
hlutverk, ásamt því að starfa að
undirbúningi áætlana og tónleika-
halds hljómsveitarinnar vetur-
inn 1988-1989. I þeim lagatillög-
Aðalfundur
KA í kvöld
Aðalfundur KA verður haldinn í
KA-heimilinu í kvöld. Á dagskrá
er m.a. kjör nýs formanns, en
Guðmundur Heiðreksson hefur
ákveðið að láta af því embætti.
Þá verða ný lög félagsins lögð
fram til afgreiðslu í kvöld. Félag-
ar er eindregið hvattir til að mæta
og láta til sín heyra um hugsan-
leg ánægju- eða óánægjuefni,
aðalfundur er einmitt vettvangur
til þess. Að fundi loknum verður
opið hús í KA-heimilinu og geta
fundargestir þá átt saman nota-
lega stund.
um sem lagðar verða fyrir fund-
inn á sunnudaginn er m.a. eftir-
farandi skilgreining á tilgangi
félagsins:
Að stuðla að auknu tónlist-
arlífi og menningarstarfsemi á
Norðurlandi.
- Að efla starfsemi Kammer-
hljómsveitar Akureyrar og hafa
umsjón með rekstri hennar.
- Að stuðla að þvi' að hljóm-
sveitin geti reglulega haldið tón-
leika með vönduðu og fjölbreyttu
verkefnavali.
- Að vekja áhuga á leik
hljómsveitarinnar, málefnum
hennar og félagsins.
- Að stuðla að sem nánustum
tengslum við stofnanir og önnur
félög sem vinna að svipuðum
málefnum."
Kammerhljómsveitin hefur
haldið tvenna tónleika það sem
af er starfsárinu, þá fyrri með
tónlist frá barokktímanum í
nóvember og þá síðari með verk-
um eftir Georg Gershwin í
febrúar. Sé tekið mið af aðsókn
og undirtektum þá á starf Kamm-
erhljómsveitarinnar verulegan
hljómgrunn. Á fundinum á
sunnudaginn flytur Einar S.
Bjarnason skýrslu bráðabirgða-
stjórnar og Ingólfur Ármannsson
mun fylgja tillögum að lögum úr
hlaði. Félágar úr Kammerhljóm-
sveitinni munu annast tónlistar-
flutning, og einnig verður boðið
upp á veitingar.
Snú-snú í
Gagganum
Krakkarnir í 9. bekk í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri ætla
að standa fyrir maraþon snú-snú-
keppni um helgina og safna um
leið áheitum í ferðasjóð sinn.
Markmiðið er að stunda snú-snú
í 28 tíma og þar með slá heims-
metið í þessari íþróttagrein.
Keppnin hefst á laugardag kl.
16.00 í samkomusal skólans og
taka flest allir nemendur 9.
bekkjar þátt í henni. Samkoman
verður opin og getur fólk komið
og horft á og ef það vill heitið
einhverri upphæð á krakkana.
„Aldamótakonur“
í íslenskrí myndlist
Laugardaginn 25. febrúar kl.
14.00 mun Hrafnhildur Schram,
listfræðingur, flytja fyrirlestur
um myndlist í Myndlistaskólan-
um á Ákureyri, Kaupvangsstræti
16.
í fyrirlestrinum mun Hrafn-
hildur rekja sögu fáeinna
íslenskra kvenna, sem stunduðu
myndlistarnám í Kaupmanna-
höfn um síðustu aldamót og sýna
litskyggnur af verkum þeirra.
Að fyrirlestrinum standa,
Háskólinn á Akureyri, Mennta-
skólinn á Akureyri, Myndlistar-
skólinn á Akureyri og félags-
skapurinn Delta, Kappa,
Gamma.
Öllum er heimill aðgangur.
Aðsóknarmet
í KA-húsinu
Það verður kaffihlaðborð í KA-
húsinu á sunnudaginn að vanda.
Gestafjöldi síðasta sunnudag sló
öll met þegar um 150 manns
komu í heimsókn.
Þau hörmulegu mistök voru
færð á prent hér á sama stað í síð-
ustu viku, að kræsingarnar væru
eingöngu konum að þakka.
Strákarnir í meistaraflokki KA í
handbolta lögðu nefnilega sitt
fram og komu færandi hendi á
umbeðnum tíma og margir þeirra
bökuðu sjálfir eins og þeim ein-
um er lagið. Um leið og þeir eru
beðnir velvirðingar, þakka
aðstandendur kaffihlaðborðsins
strákunum kærlega þeirra
framlag.
Tónlistarkrossgátan nr. 122
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1-150 Reykjavík
Merkt: Tónlistarkrossgátan.