Dagur - 24.02.1989, Page 8
8 - DAGUR - 24. febrúar 1989
1
spurning vikunnar
i
Eiga Islendingar að veiða
hvali eða ekki?
- spurt í Verkmenntaskólanum á Akureyri
Ellen Óskarsdóttir á upp-
eldisbraut:
Viö eigum aö hætta hvalveiö-
um. Fyrst útlendingar vilja ekki
lengur kaupa af okkur fisk og
lagmeti. Viö megum ekki viö því
aö missa þessi viðskipti.
Kristján Einarsson á við-
skiptabraut:
Ef viðskiptasamböndum okkar
er stefnt í hættu vegna veið-
anna finnst mér að við ættum
aö hugsa okkar gang. Tekjur af
hvalveiðum eru ekki þaö miklar
aö borgi sig aö fórna fiskveiðum
okkar fyrir þær. Þó þykir mér
ansi svekkjandi að láta öfga-
hópa þvinga okkur til aö hætta
veiðunum.
Axel Gunnarsson á matvæla-
braut:
Ég hef ekki myndað mér skoö-
un á því og ætla því á fund um
þetta málefni sem verður hald-
inn hér í skólanum.
Eva Eyþórsdóttir á uppeldis-
braut:
Mér finnst að viö eigum aö
hætta að veiða hvali, þetta er
bölvuð vitleysa. Mér finnst hval-
ur líka vera mjög vondur á
bragðið!
Haukur Grettisson í 2T:
Ég veit það ekki. Jú, við eigum
að hætta þessu. Við getum ekki
lengur selt vörur okkar til útlanda
út af þessu. Við megum ekki
fórna þeim hagsmunum.
Tölvufræðslan Akureyri:
Fólk á öllum aldrí
í skrifstofutækni
- námið gefur aukna atvinnumöguleika
Það er óþarfi að vera hræddur við tölvur, við stjórnum þeim en þær ekki
okkur.
Tölvufræðslan Akureyri hf. er
ungt fyrirtæki, stofnaði í des-
ember á síðasta ári. Það er í
eigu nokkurra fyrirtækja og
einstaklinga á Akureyri og
Tölvufræðslunnar í Reykjavík.
Þetta er sjálfstætt fyrirtæki og
lagði Sigurgeir H. Sigurgeirs-
son framkvæmdastjóri þess
áherslu á það að Tölvufræðsl-
an væri ekki útibú frá fyrirtæki
í Reykjavík með sama nafni.
Við ætlum að kynnast þessu
nýja fyrirtæki á Akureyri og
heyra hljóðið í nokkrum
nemendum.
Tölvufræðslan er til húsa að
Glerárgötu 34 efstu hæð þar sem
Myndlistaskólinn var áður með
starfsemi sína og „það er góður
andi í húsinu," eins og Sigurgeir
komst að orði. Ég bað liann að
fræða mig dálítið um starfsemi
Tölvufræðslunnar:
„Þetta er skóli sem er sniðinn
að þörfum atvinnuveganna. Þótt
við höfum ekki starfað nema í
einn og hálfan mánuð þá hefur
reynslan verið góð og aðsóknin
með ágætum. Við fórum af stað
9. janúar með hópa í skrifstofu-
tækni og tekur það nám 3-4 mán-
uði. Námið er skipulagt þannig
að fólk geti unnið með því og fer
kennslan fram síðdegis og á
kvöldin. Nemendur eru um 30 í
tveimur hópum og stunda flestir
námið samhliða vinu. í mars ætlum
við að fara af stað með morgun-
hóp og munu þeir nemendur út-
skrifast seinna en nemendur í
hinum hópunum. Þetta er gert til
að koma til móts við aukna eftir-
spurn og einnig til að nýta hús-
næðið betur. Ahuginn er greini-
lega mikill og ekkert nema gott
um það að segja þegar fólk vill
mennta sig.“
Nemendur hvaðanæva að
úr þjóðfélaginu
- Hvað læra þeir sem ætla að
verða skrifstofutæknar?
„Námið samanstendur af tölvu-
fögum annars vegar og bóklegum
fögum hins vegar, s.s. bókfærslu,
ís+ensku, viðskiptaensku, stjómun
og mannlegum samskiptum, svo
eitthvað sé nefnt. f tölvufögunum
er byrjað á grunnnámi í tölvu-
fræðum og byggt ofan á það með
notendaforritum þegar ofar
dregur. Síðan eru tekin próf að
loknum hverjum áfanga nám-
skeiðsins og ný fög taka við.
Sama fagið er þannig ekki kennt
út allan námstímann heldur tekur
hvert fag 2-5 vikur af námskeið-
inu. Áætlað er að fyrstu nemend-
ur útskrifist sem skrifstofutæknar
12. maí.
Þetta nám er nýjung hér í bæ
að því leyti að námstíminn er
stuttur og námið mjög hnitmið-
að. Reynslan í Reykjavík hefur
sýnt að námið er markvisst fyrir
atvinnuvegina."
- Eru nemendur í skrifstofu-
tækni yfirleitt fólk sem vinnur við
skrifstofustörf?
„Nei, nemendur koma hvaðan-
æva að úr atvinnulífinu. Þetta er
fólk sem hefur unnið við skrif-
stofustörf áður og vill afla sér
meiri þekkingar, sérstaklega í
tölvugreinum. Hér er líka fólk
sem hefur enga reynslu eða þekk-
ingu í skrifstofustörfum og vill
breyta til og opna fleiri mögu-
leika. Það er gert ráð fyrir því að
fólk geti komið hingað án þess að
hafa nokkra grunnþekkingu.
Hana öðlast nemendur hér og
síðan er byggt ofan á.“
- Þannig að húsmæður og
framkvæmdastjórar sitja hér
saman á skólabekk, svo dæmi sé
tekið.
„Já, það er einmitt mjög
skemmtilegt að sjá þessa blöndun
Tölvufræðsla í fullum gangi. Á myndinni eru Hákon Hákonarson, Bjarni Áskelsson, Magnús Antonsson, Sigríður
Sigurðardóttir og Ásdís Steinarsdóttir.