Dagur - 24.02.1989, Side 9
24. febrúar 1989 - DAGUR - 9
Sigurgeir H. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tölvufræðslunnar, þurfti oft að svara fyrirspurnum meðan á viðtal-
inu stóð, enda áhugi fólks mikill. Myndir: ss
Elísabet Gunnarsdóttir, Magnús Antonsson og Sigurlína Kristjánsdóttir
spjalla saman í kaffistofunni.
Bóklegar greinar skipa líka veglegan sess í skrifstofutækni.
á nemendum. Hér eru jafnt hús-
mæður sem framkvæmdastjórar,
unglingar og eldra fólk og
nemendum semur afskaplega vel.
Hér er ekki hægt að tala um neitt
kynslóðabil.“
„Tölvur eru bara
verkfæri mannanna“
Sigurgeir sagði að áhersla hefði
verið lögð á að fá hæfa kennara
við Tölvufræðsluna. Kennararnir
eru ýmist úr kennarastéttinni eða
atvinnulífinu og miðla þeir
nemendum af reynslu sinni og
þekkingu.
„Með þessu reynum við að
gera námið eins praktískt og
hægt er. Nemendur eru í tengsl-
um við fólk úr atvinnulífinu sem
vinnur við viðlíka störf dags dag-
lega og námið nýtist því betur en
ella.
Við njótum góðs af reynslu
Tölvufræðslunnar í Reykjavík,
en það fyrirtæki hefur þróað
þetta nám í gegnum árin og gefið
út mjög góðar kennslubækur á
íslensku, sem ekki eru bara not-
aðar hjá okkur heldur víða í
framhaldsskólum. “
- Er Tölvufræðslan með fleiri
námskeið en skrifstofutæknina?
„Já, við erum líka með smærri
námskeið, 12-16 klukkustunda
kvöldnámskeið sem standa yfir í
viku til hálfan mánuð. Þau nám-
skeið eru í einstökum tölvufög-
um og það er sama sagan þar,
fólk kemur hvaðanæva að úr
þjóðfélaginu. Þessi námskeið
hafa gefist mjög vel.“
- Er fólk ennþá hrætt við tölv-
ur og nýja tækni?
„Tölvuhræðslan virðist enn
vera til staðar, ekki síst hjá eldra
fólki. Þegar fólk er hins vegar
komið á námskeið hjá okkur sér
það fljótt að tölvur eru bara verk-
færi mannanna. Það má líkja
þessu við að læra á bíl. Langflest-
ir geta lært að aka bíl og lang-
flestir geta einnig lært að stjórna
tölvum og hagnýta sér möguleika
þeirra í atvinnulífinu.
Víða virðist það vera svo að
fólk vill komast í skrifstofustörf
eða störf hjá þjónustufyrirtækj-
um en oft er sá hængur á að menn
koma að lokuðum dyrum því þá
vantar tölvuþekkingu. Með
auknu námi í skrifstofustörfum
aukast þar af leiðandi möguleikar
á atvinnu.“
„Námið nýtist mér
vel í starfi“
Nemendur Tölvufræðslunnar
virtust á sama máli og Sigurgeir
hvað aukna atvinnumöguleika
varðar. Elísabet Gunnarsdóttir
vinnur í banka en hún fór á nám-
skeiðið í skrifstofutækni til að
læra á tölvur og til þess að vera
gjaldgengari á hinum almenna
skrifstofumarkaði. Magnús
Antonsson hyggst einnig afla sér
menntunar með betri atvinnu-
möguleika í huga.
„Til þess að komast úr frysti-
húsinu,“ svaraði Sigurlíná~'Krist-
jánsdóttir er hún var spurð um
ástæðuna fyrir þessu námi.
„Eitthvað verður maður að læra
til þess að verða gjaldgeng á
vinnumarkaðinum. Þetta er mjög
skemmtilegt og kennararnir
góðir,“ sagði hún.
Gunnar Berg er einnig að
nema skrifstofutækni og lét hann
vel að náminu. „Þetta er rosalega
gaman,“ sagði hann og í sama
streng tók skólabróðir hans úr
gagnfræðaskóla, Jón Árnason,
en þeir munu vera aldursforset-
arnir í hópnum.
Bjarni Áskelsson er hins vegar
í yngri kantinum og hann hefur
lokið námi á viðskiptabraut við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Hvað segir hann um skrifstofu-
tæknina:
„Ég hef not fyrir þetta nám,
enda margt gleymt síðan í
skólanum og ég hef ekki unnið
við tölvur. Nú vinn ég við tölvur
hjá Vör hf. og þarf stundum að
gera bréf, fara inn í Multiplan
o.fl. þannig að námið nýtist mér
vel í starfi. Hér kynnist maður
öllu sem maður þarf að nota og
ég tel námið því mjög hentugt,
enda fara ntenn ekki beint inn í
skrifstofustörf án þess að hafa
kynnst tölvum og skrifstofu-
tækni. Það er líka mjög gaman
hérna, góður andi í hópnum, en
auðvitað er þetta mikið nám.
Þótt ég hafi tekið ýmsa þætti þess
í skólanum þá læri ég margt nýtt
sem þegar er farið að nýtast mér
í starfinu,“ sagði Bjarni.
Nemendur fóru nú að streyma
inn í kennslustofurnar og látum
við þessari stuttu heimsókn
lokið. Þess má að lokum geta að
Tölvufræðslan verður með opið
hús á morgun, laugardaginn 25.
febrúar, frá kl. 14. Þar getur fólk
kynnt sér starfsemina og gætt sér
á kaffi og kökum. SS
Loðdýrabændur
og aðrir áhugamenn
Skinnasýning verður á Hótel KEA sunnudaginn
26. febrúar kl. 14.00-17.00.
Allir velkomnir.
Loðdýraræktarfélag Eyjafjarðar.
Vélsleðamenn!
Mikiö úrval af vélsleóabunaði svo sem:
Gallar, hjálmar, reimar, yfirbreiðslur og
margt fleira.
VébdeiU
Oseyri 2 • Sími 22997 og 21400.
Akureyringar!
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráð-
herra verður til viðtals í Hafnarstræti 90,
laugardaginn 25. febrúar n.k. milli kl.
10.00 og 12.00.
Allir velkomnir.
Húsvíkingar!
Guðmundar Bjarnason heilbrigðisráð-
herra verðurtil viðtals í Garðari, Húsavík,
sunnudaginn 26. febrúar n.k. milli kl.
10.00 og 12.00.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin.
Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni iokar á laugardögum kl. 14:45.
8. LEIKVIKA- 25, FEBRUAR 1989 111 m m
Leikur 1 Aston Villa - Charlton
Leikur 2 Derby - Everton
Leikur 3 Millwalt - Coventry
Leikur 4 Norwich • Man. Utd.
Leikur 5 Southampton - Tottenham
Leikur 6 Wimbledon - Shefí. Wed.
Leikur 7 Bournemouth - Portsmouth
Leikur 8 Barnsley - Blackburn
Leikur 9 Brighton - Watford,
Leikur 10 Oxford - Ipswich
Leikur 11 Stoke - Leicester
Leikur 12 Sunderland - Hull
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Sprengipotturinn aekk ekki út, svo nú er pofturinn : -ekki bara tvöfaldur!