Dagur - 28.02.1989, Page 5
28. febrúar 1989 - DAGUR - 5
Lífshættulegar slysa-
gildrur fyrir böm
- Bréf frá starfsfólki Síðuskóla
I tilefni af blaðaskrifum um öryggismál í Síðuskóla viljum við
koma eftirfarandi á framfæri. Við teljum að bæði snjóskriða af
þaki ofan í gryfjur, þar sem börn eru oft að leik svo og ófullnægj-
andi stigahandrið við stigauppgang séu lífshættulegar slysagildrur
fyrir börnin. Því teljum við undirritaðir starfsmenn við skólann
brýna nauðsyn á úrbótum áður en alvarleg slys hljótast af. Hjá-
lagt er afrit af umræddri blaðagrein.
Akureyri 22. febrúar 1989.
Valdís Jónsdóttir
Guðrún J>. Níelsdóttir
Indíana Jóhannsdóttir
Þorgerður J. Guðlaugsdóttir
Hjördís Gunnarsdóttir
Þorbjörg G. Sigurðardóttir
Hrefna Frímann
Kristín E. ívarsdóttir
Arnfríður Jóhannsdóttir
Hólmfríður Einarsdóttir
Þuríður Óttarsdóttir
Fuglavinur hringdi
og vildi benda húseigendum á að
fylgjast vel með því hvort smá-
fuglar leituðu niður í reykháfa
Vei bjómum!
„Vei þeim sem hneykslunum
valda!
Allir þeir, sem stóðu að því að
áfengur bjór verður seldur hér á
landi þann 1. mars nk., mega fara
að taka höndum saman og kyss-
ast Júdasarkossi. Þeir eiga eftir
að kynnast afleiðingum gjörða
sinna.
Vei þeim sem hneykslunum
valda, vei þeim!“
Kona að norðan.
Magnús Jónatansson
Sólveig Baldursdóttir
Arnhildur Valgarðsdóttir
Elísabet Kristinsdóttir
Sigrún Ásmundsdóíþr
Valgeir Bl. Magnússon
Jóhann Baldvinsson
Kristín Haraldsdóttir
Alma Oddgeirsdóttir
Sigríður Garðarsdóttir.
húsa.
„í þessu tíðarfari leita blessað-
ir smáfuglarnir sér skjóls, hvar
sem það er að finna. I mörgum
húsum hagar því þannig til að ef
fuglarnir fara niður í reykháfinn,
lokast þeir þar inni. Eg heyrði
eitthvert tfst inni í þvottahúsi hjá
mér fyrir skemmstu og þegar ég
fór að kanna málið var lítill fugl
fastur í strompinum. Ég hleypti
greyinu út og hann var svo sann-
arlega frelsinu feginn.
Ég vil beina því til fólks að það
fylgist vel með þessu hjá sér.
Éinnig hvet ég fólk til að gefa
smáfuglunum, því í þessu veðri
eiga þeir mjög erfitt með að ná
sér í æti eftir venjulegum leið-
um.“
ÞaJkkir til
krakkanna
ÍVMA
Mig langar til að þakka krökkun-
um í Verkmenntaskólanum sem
standa að sýningu Erpingham-
búðanna í Freyvangi fyrir þetta
framtak þeirra. Ég fór á sýningu
þeirra á miðvikudagskvöld og
hafði mjög gaman af.
Ég hvet því alla til að koma á
sýningar þeirra meðan þær
standa yfir því að það er greini-
legt að krakkarnir hafa lagt mikla
vinnu í þetta verk.
Ingvar Ragnars.
Mokið fyrir
blaðberana
„Það gleymist stundum að hugsa
um þá sem annast þjónustustörf-
in hér í bænum. Það er ekkert
grín að standa í því að bera út
blöð eða póst eins og færðin er og
afar erfitt fyrir börn að ösla snjó-
inn upp undir hendur til að koma
blöðunum til lesenda.
Ég vil beina þeim tilmælum til
húseigenda að þeir hugsi nú hlý-
lega til blaðberanna og moki vel
frá húsi sínu, ekki bara frá dyrun-
um heldur einnig af gagnstéttinni'
heim að húsinu.“
Blaðberi.
Hugið að
smáfuglunum
Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrennis
verður laugardaginn 4. mars að Hótel KEA.
Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefnd.
AÐAL-
FUNDUR
Aðalfundnr Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1989
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
föstudaginn 17. mars 1989 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta
bankans.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa
3. Tillaga um breytingu á samþykktum bankans
vegna breytinga á skattlagningu veðdeilda
4. önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum,
Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. mars nk.
Reikningar bankans fyrir árið 1988, ásamt tillögum þeim
sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega
í síðasta lagi 9. mars nk.
Reykjavík 15. febrúar 1989
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.
©
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.