Dagur - 28.02.1989, Síða 7

Dagur - 28.02.1989, Síða 7
886 r 'seö'ídsí .OS •• fíUD/'O -3 28. febrúar 1989 - DAGUR - 7 Heimsmeistarakeppnin í handknattleik: ísland sigraði í B-keppnirmi íslendingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Pólverja 29:26 í úr- slitaleik B-heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, eins og meirihluti þjóðarinnar fylgdist með í sjónvarpi í beinni útsendingu á sunnudag- inn. Sigur íslendinga var fyllilega verðskuldaður og þrátt fyrir að leika einum leikmanni færri í næstum tuttugu mínútur tókst Pólverjum aldrei að ná foryst- unni í leiknum. íslendingar náðu strax undir- tökunum í leiknum, en það fór þó um flesta Frónbúa er bæði Einar Porvarðarson og Guð- mundur Guðmundsson þurftu að fara af leikvelli meiddir. En maður kemur í manns stað og Jakob Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson komu inn á völlinn. Það tók Guðmund að vísu nokk- urn tíma að komast í gang en undir lok leiksins varði hann nokkrum sinnum snilldarlega og innsiglaði þar með sigur íslend- inga. Pað er varla hægt að hrósa einum leikmanna liðsins öðrum fremur. Liðið barðist eins og einn maður og var baráttan alveg ofboðsleg í bæði vörn og sókn. Vert er þó að minnast á stórleik Kristjáns Arasonar sem sýndi þarna og sannaði að hann er einn Alfreð Gíslason. B-keppnin: Alfreð bestur Alfreð Gíslason var kosinn besti leikmaður B-heims- meistarakeppninnar í hófi sem haldið var eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. Alfreð átti mjög góða leiki í keppninni og þá sérstaklega í leikjunum gegn V-Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Mörg lið eru nú á höttunum eftir Alfreð, m.a. hans gamla félag Essen í V-Þýskalandi. Alfreð hefur lýsti því yfir að hann ætli að athuga sinn gang en það þurfi að vera mjög gott tilboð til þess að hann flytji út aftur. besti handknattleiksmaður heims. Einnig átti Alfreð Gísla- son stórleik og er alltaf gaman að sjá þennan sterka leikmann keyra inn í stóra varnarmenn og skora síðan er hann er snúinn niður. Fögnuður íslensku leikmann- anna og hinna fjögur hundruð íslensku áhorfenda var ólýsanleg- ur og er óhætt að segja að þetta sé besti árangur íslendinga í hóp- íþróttum frá upphafi. Danir unnu V-Þjóðverja mjög 1 óvænt í leik um 7.-8. sætið og það þýðir að Þjóðverjar detta niður í C-keppnina í handknattleik, sem haldin verður í Finnlandi um leið og íslendingar leika í A-keppn- inni í Tékkóslóvakíu að ári. Rúmenar lentu í þriðja sæti í keppninni og unnu Spánverja í þeim leik, Frakkar unnu Sviss- lendinga í keppni um 5. og 6. sæt- ið en allar þessar þjóðir komast í A-keppnina í Tékkóslóvakíu á næsta ári. íslenska liðið er væntanlegt heim aftur í dag og má búast við þvf að múgur og margmenni komi að taka á móti strákunum í Keflvík. En landsliðsmennirnir fá ekki langt frí því 1. deildar- keppnin hefst í þessari viku. Reyndar er fyrsti leikurinn annað kvöld, viðureign Gróttu og Breiðabliks, en þar er einungis einn landsliðsmaður Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Blik- anna. Fyrsti leikur KA er við Fram næsta sunnudag. - lagði Pólland 29:26 í úrslitaleiknum Kristján Arason átti stórleik gegn Pólverjum. Guðrún íþróttamaður Norðurlands 1988 - Lilja María, Erlingur, Guðlaugur og Þorvaldur næst í röðinni Guðrún H. Kristjánsdóttir skíðakona var útnefnd íþrótta- maður Norðurlands 1988 í hófi sem Dagur stóð fyrir á Hótel KEA á laugardaginn. Þetta er í fjórða skiptið sem blaðið stendur fyrir þessu kjöri og er Guðrún fyrsta konan sem verður þessa heiðurs aðnjót- andi. í öðru sæti varð sundkonan Lilja María Snorradóttir frá Frá verðlaunaafhendingunni: Harpa Örlygsdóttir fyrir Þorvald Örlygsson, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Valgerður Jónsdóttir fyrir Erling Kristjánsson og Guðlaugur Halldórsson. Lilja María Snorradóttir komst ekki vegna ófærðar. Sauðárkróki sem vann hug og hjörtu landsmanna með glæsileg- um árangri á Heimsleikum fatl- aðra í Kóreu síðasta haust. Vegna ófærðar komst hún ekki til Akureyrar og verða henni afhent verðlaunin fyrir annað sætið síðar. í þriðja sæti varð knattspyrnu- og handknattleiksmaðurinn Erl- ingur Kristjánsson úr KA. Hann var í keppnisferð í Reykjavík og tók Valgerður móðir hans við verðlaununum fyrir hans hönd. í fjórða sæti var Guðlaugur Halldórsson júdómaður úr KA. Þrátt fyrir ungan aldur er hann þegar orðinn einn snjallasti júdómaður landsins. í fimmta sæti varð síðan knatt- spyrnumaðurinn knái Þorvaldur Örlygsson úr KA. Hann leikur nú með V-þýska liðinu Pader- born og tók systir hans, Harpa, við verðlaununum fyrir hans hönd. Þetta eru góð úrslit fyrir KA- menn sem áttu fjóra af fimm efstu mönnum, en í heild fengu um sjötíu íþróttamenn tilnefn- ingu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.