Dagur - 28.02.1989, Síða 9

Dagur - 28.02.1989, Síða 9
28. febrúar 1989 - DAGUR - 9 Of seint í rassinn gripið hjá Tottenham Slæm vallarskilyrði og veður settu nokkuð mark sitt á leiki helgarinnar í Englandi. Eftir mikla úrkomu að undanförnu hafa vellirnir breyst í drullu- svað og heppni ræður nú miklu um úrslit leikja. Það eru þó ýmiss lið sem hagnast á þessum aðstæðum og því uppskerutími þeirra að hefjast. Mörgum leikjum varð að fresta í 3. og 4. deild, en leik Liverpool gegn Nottingham For. var frestað vegna undanúrslitaleiks Forest í Deildabikarnum á sunnudag. Norwich lék frábæra knatt- spyrnu í fyrri hálfleik gegn Man. Utd. og hinir dýru leikmenn Utd. komu varla við boltann. Allir leikmenn Norwich léku mjög vel og náðu forystu á 18. mín. Ian Culverhouse tók aukaspyrnu sem Robert Rosario skallaði til Mal- colm Allen sem renndi út á Ian Butterworth sem skoraði með föstu skoti að stuttu færi. Þegar 5 mín. voru til hlés varði Jim Leigh- ton markvörður Utd. hörkuskot Trevor Putney, hann hélt þó ekki boltanum og Allen skoraði annað mark Norwich. Mörk Norwich hefðu getað orðið fleiri í fyrri hálfleik, en í þeim síðari slakaði liðið á og Utd. fór að sækja. Norwich tókst þó að verjast þar til á 81. mín. að Paul McGrath minnkaði muninn fyrir Utd. eftir undirbúning Gordon Strachan. Það munaði litlu að Lee Martin tækist að jafna fyrir Utd. á síð- ustu mín., en skalli hans fór hár- fínt yfir. Sigur Norwich var þó sanngjarn og liðið fylgir enn Arsenal eftir, en þetta var fysta tap Man. Utd. í langan tíma. Það var farið að fara um leik- menn Arsenal um miðjan síðari hálfleik gegn Luton. Þrátt fyrir mikla yfirburði misnotaði liðið Úrslit 1. dcild. Arsenal-Luton 2:0 Aston Villa-Charlton 1:2 Derby-Everton 3:2 Liverpool-Nottingham For. frestað Millwall-Coventry 1:0 Norwich-Manchester Utd. 2:1 Southampton-Tottenham 0:2 West Ham-Q.P.R. 0:0 Wimbledon-Sheffield Wed. 1:0 Middlesbrough-Newcastle 1:1 2. deild. Barnsley-Blackbum 0:1 Boumemouth-Portsmouth 1:0 Brighton-Watford 1:0 Chelsea-Oldham 2:2 Crystal Palace-Bradford 2:0 Leeds Utd.-Swindon 0:0 Manchester City-Plymouth 2:0 Oxford-Ipswich 1:1 Stoke City-Leicester 2:2 Sunderland-Hull City 2:0 Walsall-Shrewsbury 1:1 W.B.A.-Birmingham 0:0 Deildarbikarinn undanúrslit síðari leikur. Bristol City-Nottingham For. 0:1 Úrslit í vikunni: 1. deild. Coventry-Arsenal 1:0 Millwali-Middlesbrough 2:0 Tottenham-Norwich 2:1 2. deild. Blackburn-Oxford 3:1 Ipswich-Barnsley 2:0 FA-bikarinn 5. umferð endurt. jafnteflisleikur. Man. Utd.-Boumemouth 1:0 Arsenal og Norwich sigruðu - Man. City efst í 2. deild Norðmaðurinn Erik Thorstvedt lok- aði marki Tottenham gegn South- ampton. hvert tækifærið á eftir öðru. Þá tók Brian Marwood hornspyrnu, Alan Smith skallaði áfram til Perry Groves sem sneri baki í markið, en sneri sér eldsnöggt með boltann og sendi í netið. Smith skoraði stðara mark Arsenal undir lokin, hans 20. mark í vetur. Groves mátti ekki seinni vera með markið, því Paul Merson var að hita upp á hliðar- línunni og átti að koma inná í hans stað. Leikmenn Luton sem eru vanir að leika á gervigrasi kunnu illa við sig í svaðinu á Highbury, en Arsenal hefur enn 4 stiga forskot í 1. deild. Millwall komst í þriðja sæti deildarinnar með sigri gegn Coventry, sem hafði sigrað Arsenal í vikunni. Aðstæður voru mjög slæmar og leikurinn í samræmi við það. Fátt um rnark- tækifæri, þó varði Steve Ogriz- ovic mjög vel skalla frá David Thompson leikmanni Millwall. Á 85. mín. kom eina mark leiksins, Tony Cascarino skoraði fyrir Millwall eftir fyrirgjöf sem vörn Coventrv mistókst að hreinsa frá. Wimbledon er eitt þeirra liða sem kunna vel við sig í leðjunni og þeir léku við hvern sinn fingur gegn Sheffield Wed. í fyrri hálf- leik valtaði liðið hreinlega yfir Sheffield og skoraði sigurmark sitt. John Fashanu skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Dennis Wise besta manns Wimbledon í leiknum. Wise skaut síðan annarri aukaspyrnu í stöng og Chris Brian Clough framkvæmdastjóri Nottinghani Forest mun leiða lið sitt út á Wembley í úrslitaleik Deilda- bikarsins. Turner í marki Sheffield varði vel frá Fashanu og Carlton Fairweat- her. Nýi leikmaðurinn Carlton Palmer sem Sheffield keypti í vikunni frá W.B.A. átti góðan leik fyrir liðið. Tottenham er nú loks komið í gang, sigraði Norwich í vikunni og lagði síðan Southampton á útivelli á laugardag. Chris Waddle var frábær á þungum vellinum fyrir Tottenham og hann skoraði fyrra mark liðsins á 34. mín. Mark Robson renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu og Waddle vippaði yfir markvörð Southampton af um 20 metra færi. Þegar 4 mín. voru til leiks- loka braut Russell Osman á Waddle eftir mikinn einleik og Marokkobúinn Ali Amar skoraði úr aukaspyrnunni með góðu skoti. Southampton fékk ágæt færi, en Erik Thorstvedt í marki Tottenham átti mjög góðan leik og kom í veg fyrir að liðinu tækist að skora mark. Lundúnaliðin West Ham og Q.P.R. gerðu markalaust jafn- tefli í leik sem ekki bauð upp á marktækifæri. Vörn Q.P.R. sterk og Phil Parkes í marki West Ham mjög góður. Mark Dennis í Q.P.R. bókaður og síðan skipt útaf, en staða West Ham að Gamla kempan Graham Roberts skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Chelsea í 2. deild. verða alvarleg. Leik Derby og Everton var sjónvarpað hér heima og því hægt að fara hratt yfir sögu. Dean Saunders skoraði fyrst fyrir Derby, Graeme Sharp jafnaði fyrir Everton rétt fyrir hlé. í síð- ari hálfleik skoraði Paul Goddard tvívegis fyrir Derby, en milli marka hans kom eitt frá Wayne Clark fyrir Everton og Derby sigraði 3:2. Charlton kom á óvart með sigri á útivelli gegn Aston Villa 2:1. Tommy Caton kom Charlton yf- ir, Gordon Cowans jafnaði fyrir Villa, en Carl Leaburn skoraði sigurmark Charlton. 2. deild • Man. City komst á topp 2. deildar með sigri gegn Plymouth. Neil McNab tók tvær vítaspyrnur fyrir liðið í fyrri hálfleik, en tókst aðeins að nýta aðra þeirra. Síð- ara mark liðsins skoraði Wayne Biggins og City hefur nú sigrað í 6 deildaleikjum í röð. • Chelsea missti efsta sætið eftir jafntefli heima gegn Oldham. Graham Roberts skoraði tvö mörk, annað úr víti í fyrri hálf- leik fyrir Chelsea, en í þeim síð- ari jöfnuðu þeir Andy Ritchie og Roger Palmer fyrir Oldham. • Baráttan um næstu 4 sæti í deildinni sem gefa rétt til úrslita- keppni í vor er hörð. Tvö þeirra liða, W.B.A. og Leeds Utd. fóru illa að ráði sínu og gerðu marka- laus jafntefli í heimaleikjum sínum. • Verra var það þó hjá Watford sem tapaði gegn Brighton á úti- velli, Kevin Bremner skoraði mark Brighton. • Simon Garner skoraði mark Blackburn gegn Barnsley og Blackburn er komið í 3- sætið. • Portsmouth er að falla úr bar- áttunni, tapaði gegn Bourne- mouth þar sem Mark Newson skoraði markið. • Crystal Palace vann góðan sig- ur gegn Bradford, Mark Bright skoraði bæði mörk Palace. • Richard Hill kom Oxford yfir gegn Ipswich, en David Linighan jafnaði fyrir Ipswich í síðari hálf- leik. • Peter Beagrie og Dave Bamb- er skoruðu mörk Stoke City gegn Forest leikur á Wembley - sigraði Bristol City í framlengingu Á sunnudag léku 3. deildarlið Bristol City og Nottingham For. síðari leik sinn í undan- úrslitum Deildabikarsins. Fyrri leik liðanna á heimavelli For- est lauk með jafntefli 1:1 og það þurfti framlengingu í leiknum á sunnudag til að fá úrslit. Þrátt fyrir úrhellis rigningu og mjög slæman völl var leikurinn vel leikinn og ekkert gefið eftir. Leikmenn Bristol City gáfu ekk- ert eftir, Joe Jordan fram- kvæmdastjóri liðsins lét 5 leik- menn leika á miðjunni og það tókst vel. Keith Waugh í marki City átti stórleik og á síðustu mín. venjulegs leiktíma fékk Alan Walsh færi á að vinna leik- inn fyrir Bristol City, en skot hans fór í stöng. í framlenging- unni fór reynsla og hæfni leik- manna Forest að segja til sín og liðið náði tökum á leiknum. Þeg- ar 9 mín. voru liðnar af síðari hluta framlengingarinnar kom eina mark leiksins. Eftir góða sókn upp hægri kantinn skoraði Gary Parker sigurmark Forest og liðið mætir því í úrslitaleikinn á Wembley í vor. Mótherji liðsins þar verður að öllum líkindum lið Luton sem er handhafi Deilda- bikarsins, en liðið hefur þriggja marka forskot yfir West Ham eft- ir fyrri leik liðanna í undanúrslit- um og síðari leikurinn er á heimavelli Luton. • Einn leikur fór fram í 1. deild á sunnudaginn, Middlesbrough og Newcastle gerðu jafntefli á heimavelli Boro. Liam O’Brian sem Newcastle keypti frá Man. Utd. náði forystu fyrir lið sitt á 31. mín. með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Bernie Slaven aðal markaskorari Middlesbrough jafnaði fyrir lið sitt um miðjan síðari hálfleik, hans 12. mark í vetur. Newcastle er því enn í fall- sæti í 1. deild, en aðeins 2 stig eru nú í næsta lið sem er Sheffield Wed. Þ.L.A. Leicester þar sem Paul Reid og Steve Walsh sáu um mörkin fyrir Leicester. • Wolves er efst í 3. deild með 61 stig, Port Vale 43, Bury 50 og Sheffield Utd. 49. • í 4. deild er Crewe efst með 55 stig, Scunthorpe 51, Scarborough 49 og Rotherham og Tranmere 48. A botninum er Colchester með 23 stig. Þ.L.A. Paul Goddard skoraöi tvö af mörk- uni Derby gegn Everton. Staðan 1. deild Arsenal 26 16- 6- 4 52:25 54 Norwich 26 14- 8- 4 39:28 50 Millwall 25 12- 6- 7 38:30 42 Coventry 26 11- 7- 8 34:26 40 Man.Utd. 25 10- 9- 6 35:21 39 Nott. Forest 24 9-11- 4 34:26 38 Dcrby 24 11- 5- 8 29:20 38 Liverpool 23 9- 9- 5 30:20 36 Wimbledon 24 10- 5- 9 28:30 35 Everton 25 8- 9- 8 31:29 33 Tottenham 26 8- 9- 9 38:37 33 Middlesbro 26 8- 7-11 31:39 31 Aston Villa 25 7-10- 8 35:40 30 Luton 25 7- 8-10 27:3129 Southampton 26 6-11-10 37:49 28 Charlton 25 6- 9-10 28:36 27 Q.P.R. 25 6- 8-1124:24 26 Sheff. Wed. 24 5- 8-11 18:34 23 Newcastle 25 5- 7-13 22:44 22 West Ham 24 4- 6-14 20:4118 2. deild Man. City 30 17- 8- 5 47:24 59 Chelsea 30 16-10- 4 62:31 58 Blackburn 30 16- 6- 8 50:41 54 Watford 29 14- 6- 9 42:30 48 W.B.A. 30 12-11- 7 46:29 47 Bournemouth 29 14- 4-11 32:32 46 C. Palacc 28 12- 9- 7 45:35 45 Leeds Utd. 30 11-12- 7 36:27 45 Ipswich 30 13- 5-12 45:40 44 Sunderland 30 11-10- 9 39:36 43 Barnsley 3011- 9-10 39:40 42 Stoke 2911- 9- 9 36:46 42 Swindon 29 10-11- 8 42:36 41 Portsnmuth 30 10- 9-1138:37 39 Leicester 30 9-11-10 37:42 38 Hull 29 10- 8-11 39:41 38 Plymouth 30 10- 7-13 36:43 37 Bradford 30 8-11-1130:36 35 Oxford 30 9- 7-14 44:47 34 Brighton 30 9- 6-15 41:48 33 Oldham 30 7-11-12 46:49 32 Shrewsbury 29 4-12-13 23:44 24 Birmingham 30 4- 8-18 19:53 20 Walsall 30 3-10-17 26:53 19

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.