Dagur - 28.02.1989, Page 11

Dagur - 28.02.1989, Page 11
hér & þar Hvað eiga þau að gera í stöðunni? Skilja, finna sér eitthvað annað, þjást í hljóði eða vona að úr rætist? Hvað eiga Karl og Díana að gera? Hvað eiga Karl og Díana að gera, þjáist þau í hjónabandinu? Jú, sögðu 37% lesenda; þau eiga að skilja umsvifalaust. Aftur á móti tölu 16% aðspurðra að þau ættu bara að „þjást í hljóði“ rétt eins og allir hinir. Svo voru það 9% sem töldu réttast í stöðunni að hjónin fyndu sér nýja elsk- huga eða ástmeyjar, en fyrir sakir ætternis og hefða í konungsfjölskyldunni og allt það ættu þau að hanga saman. Rómantíkin á sína málsvara enn; 34% sögðu konungsparinu best að taka upp eina flösku af Chianti og vona það besta. Svo voru aftur nokkrir sem tóku ekki afstöðu til spurn- ingarinnar, en við vörpum henni áfram til ykkar, lesendur góðir? Hvað finnst ykkur? Hin ómótstæðilega Cher er rétt á eftir Meryl Streep þegar spurt var hvaða leikkona væri í mestu uppáhaldi. Gengur betur næst! Cher næst- vinsælasta leikkonan Hver er uppáhalds kvikmyndastjarnan þín af kvenkyni? Þannig spurði bandaríska blaðið People les- endur sína, en á ári hverju leggur blaðið spurningar fyrir lesendurna og er litið svo á að um sé að ræða ýmsar þær spurningar sem halda vöku fyrir þjóðinni. En svo þjóðin fái svefninn sinn birtir blaðið niðurstöður könnunar sinnar á helstu þjóðþrifamálunum. Ein spurningin var þessi: Hver er uppáhalds kvik- myndastjarnan þín af kven- kyni? Svar: Meryl Streep, sögðu langlang flestir og ekki í fyrsta sinn. I öðru sæti lenti Cher hin ómótstæðilega og munaði afar litlu að hún hreppti þann eftirsótta titil að vera uppáhalds kvenkvik- myndaleikkonan í Bandaríkj- unum. Gengur bara betur næst, Cher! Af karlkvik- myndaleikurum sögðust flest- ir dá gamala brýnið Clint Eastwood meira en aðra. Af hverju veit enginn. Hins veg- ar var Tom Selleck í öðru sæti og næstur á eftir honum var Robert Redford. 28. febrúar 1989 - DAGUR - 11 15 daga rútuferð frá Húsavík 1.-16. júní n.k. Færeyjar - Danmörk - Þýskaland - Noregur Fyrirhuguð hópferð frá Húsavík til Evrópu með rútu heiman og heim Áhugasamir hafi samband í síma 96-42100 FERÐASKRIFSTOFA HÚSAVÍKUR Simi 96-42100 Bjöm Sigurðsson sími 96-42200. Styrkir til Rannsókna í kvennafræðum (fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var einnar miljón- ar eitt hundrað og fjörutíu þúsunda króna - kr. 1.140.000 - fjárveiting færð til Háskóla íslands til rannsókna í kvennafræðum. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir auglýsir hér með, í umboði Háskólans, eftir um- sóknum um styrki til rannsókna í kvennafræðum, en til kvennafræða teljast allar þær rannsóknir sem á einhvern hátt varða konur, eru unnar á forsendum kvenna og frá þeirra sjónarhóli. Veittir verða launastyrkir fyrir rannsóknir í minnst þrjá mánuði og skulu þeir miðast við byrjunarlaun lektors. Þó getur nefndin veitt styrki til skemmri tíma ef sérstaklega stendur á. Ekki verða veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar sinnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem svarar til meistaraprófs eða kandidatsprófs og/ eða sýnt fram á hæfni sína til rannsóknastarfa með öðru móti. í umsókn skal greina ítarlega frá þeim rannsókn- um sem sótt er um styrk til og fjáröflun til þeirra frá öðrum. Við lok styrktímabils skal styrkþegi senda úthlutunarnefnd framvinduskýrslu. Áhugahópurinn vill vekja athygli á því að hægt er fyrir fólk á ólíkum fræðasviðum að sameinast um rannsóknarverkefni og vill hvetja til samstarfs sem gæti orðið upphaf að röð rita um líf og stöðu íslenskra kvenna frá sjónarhóli mismunandi fræðigreina. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n. k. Umsóknir sendist til: Áhugahóps um íslenskar kvennarannsóknir b.t. Guðrúnar Ólafsdóttur, dósents Jarðfræðahús Háskóli íslands 101 Reykjavík

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.