Dagur - 28.02.1989, Side 15

Dagur - 28.02.1989, Side 15
28. febrúar 1989 - DAGUR - 15 „Vissulega kemur fyrir að einhver hikar þegar hann kemst að því að bankastjórinn er kona, en það jafnar sig um leið,“ segir Kristín Jónsdóttir útibússtjóri Alþýðubankans. Mynd: tlv Alþýðubankinn á Akureyri 5 ára: - segir Á föstudaginn voru liðin 5 ár frá opnun útibús Alþýðubank- ans á Akureyri og í tilefni dagsins var gestum og gang- andi boðið upp á kaffí og kök- ur allan daginn. Alþýðubank- inn er starfræktur í vistlegu húsnæði við Skipagötu 14 og hefur starfsemin verið þar frá því í júlí 1985 að hann ttutti frá Ráðhústorgi 5 þar sem hann hóf starfsemi sína á Akureyri. Þá voru starfsmenn fjórir, í dag eru þeir tíu talsins. Kristín Jónsdóttir útibústjóri hefur unnið hjá Alþýðubankan- um frá árinu 1977 og starfaði hún sem afgreiðslustjóri og aðalfé- hirðir í aðalbankanum í Reykja- vík áður en hún kom norður. Hún segir aðdragandann að stofnun útibúsins á Akureyri hafa verið erfiðan. Fyrst var sótt um leyfi fyrir útibúinu 1974 og síðan liðu tíu. ár þar til leyfi var veitt, 22. febrúar 1984. A þeim tíma var veiting slíkra leyfa pólitísk ákvörðun en það breyttist með nýjum lögum um viðskipta- banka. „Það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er hversu vel okkur var svo tekið hér eftir þetta allt saman, í raun miklu betur en við áttum von á,“ segir Kristín. „Viðskiptin hafa aukist jafnt og þétt þótt við séum auðvit- að aldrei alveg ánægð og viljum alltaf meira.“ Aðspurð um sam- keppnina milli bankanna, sagði Kristín að hún væri af hinu góða. „Það varð bylting í bankakerfinu 1985 þegar vextir voru gefnir frjálsir, en áður voru vextir ákveðnir af Seðlabankanum. Þá skiptu menn við bankana af hefð eða hugsjón sem í sjálfu sér hefur ekki breyst mikið í dag því ég held að íslendingar séu dálítið íhaldssamir.“ Venjulegu fólki þykir það hálf- gerður frumskógur að fylgjast með mismunandi tilboðum um ávöxtun fjár í dag og flestir kann- ast við auglýsingaflóðið frá bönkunum. Alþýðubankinn sker sig nokkuð úr fyrir að auglýsa lít- ið og er í raun þekktur fyrir að Kristín Jónsdóttir útibússtjóri I Tíu manns vinna nú í Alþýðubankanum sem er starfræktur í vistlegu hús- I næði VÍð Skipagötu. Mynd: TLV Viðskiptavinum bankans var boðið upp á kaffi og með því í tilefni dagsins. Mynd: TLV auglýsa minnst af viðskipta- bönkunum. „Við höfum fengið töluverð viðskipti út á þetta því mörgu fólki ofbýður allar auglýs- ingarnar.“ Á Akureyri eru yfirmenn fjögurra bankastofnanna konur, tvær eru sparisjóðsstjórar og tvær útibússtjórar. Við spurðum Krist- ínu hvort hún fyndi á einhvern hátt fyrir því að vera kona í þessu starfi. „Nei, alls ekki. Vissulega kemur fyrir að einhver hikar þeg- ar hann kemst að því að banka- stjórinn er kona, en það jafnar sig um leið.“ - Telur þú að bjart sé fram- undan? „Já, ég vona bara að við höld- um áfram að stækka, mér líður injög vel hér á Akureyri, hef alltaf haft mjög gott starfsfólk og ég er ánægð með mína viðskipta- vini.“ VG — Skemmtilegast hvað okkur var vel tekið Tölvupappir Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Tölvupappír Dagsprent hf. Strandgötu 31 • ‘S' 24222 • Akureyri Eiginmaður minn og faðir, ANTON KRISTJÁNSSON, Brekkugötu 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laugardaginn 25. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda. Hanna Stefánsdóttir, Kristján Antonsson. Sonur minn, faðir okkar og stjúpfaðir, MAGNÚS HALLDÓRSSON, sjómaður, Gránufélagsgötu 16, Akureyri, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 13.30 e.h. Helga Ásgrímsdóttir, Sóiey Magnúsdóttir, Halldór Magnússon, Ása Huldrún Magnúsdóttir, Ottó Hörður Guðmundsson og aðrir vandamenn. Jarðarför föður okkar og tengdaföður, JÓHANNS FRÍMANNSSONAR, Oddeyrargötu 14, Akureyri, sem lést 18. febrúar er frestað til miðvikudagsins 1. mars vegna veðurs og ófærðar. Börn og tengdabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORSTEINN STEFÁNSSON fyrrverandi bæjarritari Munkaþverárstræti 30, Akureyri andaðist í Kristnesspítala 11. febrúar. Útförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti færum við starfsfólki Kristnesspítala fyrir mjög góða umönnun. Steingerður Eiðsdóttir, Svava Þorsteinsdóttir, Eiður Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Lára Þorsteinsdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.