Dagur - 28.02.1989, Qupperneq 16
MflOK
Akureyri, þriðjudagur 28. febrúar 1989
Öll þjónusta fyrir
háþrýstislöngur
tengi og barka
í bílinn, skipið eða vinnuvélina
Pressum tengin á • Vönduð vinna
þÓRSNAMAR HF.
Viö Tryggvabraut • Akureyri ■ Sími 22700
Helgin á Norðausturlandi:
Flestir vegir ófærir
- Handknattleiksfólk veðurteppt
Guðrún H. Kristjánsdóttir með hinn glæsiiega verðlaunabikar. Mynd: kk
Guðrún H. Kristjánsdóttir
fþróttamaður Norðuriands
Vonskuveður var á Norðaust-
ur- og Austurlandi um helgina.
Flestir vegir urðu ófærir og
einnig götur í bæjum og þétt-
býliskjörnum. Að sögn lög-
rcglumanna var þó ekki vitað
um nein óhöpp eða alvarleg
vandræði í umferðinni. Lög-
gæslumenn aðstoðuðu fólk
víða við að komast leiðar
sinnar, t.d. starfsfólk við
heilsugæslu.
Lögreglan á Egilsstöðum sagði
að gjörófært væri um allt í gær en
jeppar og vel búnir bílar kæmust
eftir götum í bænum, með varúð
því skyggni væri slæmt. Helgin
hefði gengið mjög rólega fyrir
sig, lögreglan hefði aðeins þurft
að aðstoða einn bíl á sunnudags-
kvöld sem lent hefði í vandræð-
um í nágrenni Egilsstaða. Lög-
reglan á Húsavík sagði að allt
hefði gengið vandræðalítið um
helgina en mikil ófærð væri á veg-
um í nágrenni bæjarins. Um 70
manns gistu í Félagsheimili
Húsavíkur aðfaranótt mánudags,
það voru stúlkur sem kepptu á
handboltamóti um helgina og
urðu veðurtepptar á sunnudags-
Akureyri:
Innbrot og
búðarhnupl
kvöld. í gærmorgun lögðu um 50
þeirra af stað á tveim rútum
áleiðis til Akureyrar en þegar
hætt var við mokstur á leiðinni
var haldið heim að Stórutjarnar-
skóla þar sem hópurinn gisti í
nótt. Hópur handknattleiksfólks
frá Húsavík er aftur á móti
veðurtepptur í Reykjavík.
Þorrablóti á Kópaskeri, sem
vera átti um helgina, var frestað
vegna veðurs og færðar. í síðustu
viku snjóaði mikið á Raufarhöfn
og þurfti tvisvar að kalla út björg-
unarsveitarmenn til að moka snjó
af bílskúrsþökum, svo þau
sliguðust ekki undan snjóþung-
anum. Ekki bætti á snjóinn um
helgina og var helgin róleg að
sögn lögreglu. Fínasta færð var
um þorpið þó gríðarlega mikið
hefði snjóað, en ruðningar eru
orðnir háir og erfitt að losna við
snjóinn úr bænum með þeim
tækjum sem tiltæk eru á staðn-
um. Á föstudagskvöld landaði
Albert GK 800 tonnum af loðnu
til bræðslu á Raufarhöfn. Einn
bátur hefur lagt þorskanet og
smábátaeigendur eru að gera sig
klára fyrir grásleppuveiðarnar.
Lögreglan á Raufarhöfn sagði að
þar væri lítið hugsað um hvað til
stæði 1. mars, mannlíf væri rólegt
og gott og vonandi freistuðust
menn ekki til að keyra bíla sína
eftir að hafa bragðað á bjórnum.
IM
Guðriin H. Kristjánsdóttir var
valinn íþróttamaður Norður-
lands 1988. Úrslitin voru til-
kynnt í hófi sem Dagur hélt á
Hótel KEA á laugardaginn.
Fimm íþróttamenn voru heiðr-
aðir og er þetta í fjórða skiptið
sem blaðið stendur fyrir þessu
kjöri.
í öðru sæti varð sundkonan
Lilja María Snorradóttir frá
Sauðárkróki, í þriðja sæti hand-
knattleiks- og knattspyrnumað-
urinn Erlingur Kristjánsson, í
fjórða sæti Guðlaugur Halldórs-
son júdómaður og í fimmta sæti
varð Þorvaldur Örlygsson knatt-
spyrnumaður. Sjá nánar á
íþróttasíðu.
Vetur konungur leikur
ferðalanga grátt:
Um 1100
manns bíða
eftir flugi
„Þetta gengur stirt,“ sagði
Kristinn Stefánsson, vaktstjóri
á Reykjavíkurflugvelli, síðdeg-
is í gær um innanlandsflug
Flugleiða. Ekkert hefur verið
flogið milli Akureyrar og
Reykjavíkur síðan á föstudag
og biðu um 350 manns í gær-
kvöldi á hvorum stað eftir
flugi. Svipaða sögu er að segja
um Egilsstaði en í Reykjavík
biðu ríflega 300 manns í gær
eftir að flugfært yrði austur.
Flugleiðum tókst að fljúga eina
ferð til Sauðárkróks í gærmorgun
og seinni partinn í gær opnaðist
Aðaldalsvöllur. Kristinn var hins
vegar svartsýnn á flug til Akur-
eyrar og átti ekki von á að þang-
að yrði fært fyrr en í dag.
Hjá Arnarflugi var ekkert flog-
ið á laugardaginn en á sunnudag-
inn féllu niður ferðir til Blöndu-
óss og Siglufjarðar. Hins vegar
tókst að fljúga á þessa staði í
gærmorgun.
Um 200 manns biðu þess í gær-
kvöldi að flug gæti hafist hjá
Flugfélagi Norðurlands, flestir
biðu þess að komast frá Akureyri
til áætlunarstaða félagsins.
Reyna átti síðdegis að fljúga til
Vopnafjarðar og Egilsstaða en
öðru flugi var frestað þangað til í
dag. JÓH
Síðastliðinn fimmtudag voru
tvær konur kærðar til rann-
sóknarlögreglunnar á Akur-
eyri fyrir búðarþjófnað. Starfs-
fólk Hagkaupa hafði tekið eftir
því er önnur kvennanna stakk
inn á sig fatnaði og var athæfið
samstundis kært. Andvirði
fatnaðarins mun vera um 10
þúsund krónur.
Aðfaranótt föstudags voru tveir
unglingspiltar á 16. ári gripnir
glóðvolgir í Video Evu í Verslun-
armiðstöðinni Sunnuhlíð. Að
sögn Daníels Snorrasonar rann-
sóknarlögreglumanns játuðu
drengirnir við fyrstu yfirheyrslu
að hafa brotist inn í myndbanda-
leiguna auk þess sem þeir játuðu
á sig fleiri innbrot.
Drengirnir viðurkenndu að
hafa framið fjögur innbrot í
Sunnuhlíð fyrr í vetur, flest í
brauðbúðina. SS
Hugmyndir um sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda:
,Menn eru opnir fyrir breytmgum
sem gerðar verði til bóta“
- segir Hjörtur E. Pórarinsson í setningarræðu á Búnaðarþingi í gær
Um 30 mál koma til umfjöllun-
ar á Búnaðarþingi sem hófst í
gær. Stærstu mál þingsins eru
skipan leiðbeiningaþjónust-
unnar, bókhaldsmál bænda,
gróðurverndarmál, lausaganga
búfjár og vanefndir ríkissjóðs á
lögbundnum greiðslum sam-
kvæmt jarðræktar- og búfjár-
ræktarlögum. Á þinginu verða
einnig tekin til umfjöllunar
mál er varða landbúnaðinn og'
Iiggja nú fyrir Alþingi.
Hjörtur E. Þórarinsson, for-
maður Búnaðarfélags ísland, vék
í setningarræðu sinni að þeirri
umræðu sem uppi hefur verið
i varðandi endurskipulagningu
félagskerfis landbúnaðarins, t.d.
sameiningu Búnaðarfélags ís-
lands og Stéttarsambands bænda.
Hann sagði að að því þyrfti að
hyggja hvernig hinum 200
hreppabúnaðarfélögum og 15
búnaðarsamböndum í landinu
reiddi af við slíka endurskipu-
lagningu. Hjörtur sagði sum bún-
aðarfélögin eiga í miklum tilvist-
arvandræðum um þessar mundir,
sum finni ekki verkefni við hæfi
og önnur vanti fjármuni til að
starfseminnar.
„Öll er þessi sjálfsskoðun eðli-
99
Vélsmiðja Akureyrar stofnuð af fyrrverandi starfsmönnum Atla hf.:
Við erum bjartsýnir á framtíðina“
- segir Halldór Brynjarsson framkvæmdastjóri
Sex fyrrverandi starfsmenn
Vélsmiðjunnar Atla hf. á
Akureyri stofnuðu fyrir
skömmu nýtt fyrirtæki, Vél-
smiðju Akureyrar hf. Fyrir-
tækið er í eigu ellefu hlut-
hafa; starfsmannanna sex og
fimm annarra aðila, einstakl-
inga og fyrirtækja á Akur-
eyri.
Halldór Brynjarsson, fram-
kvæmdastjóri hins nýja fyrir-
tækis, sagði að kveikjan að
stofnun þess hefði verið sú
staðreynd að takmarkað atvinnu-
framboð er fyrir málmiðnaðar-
menn í bænum um þessar
mundir. Starfsmennirnir sex
hefðu því ákveðið að stofna
nýtt fyrirtæki á grunni þess
gamla en Atli hf. hætti allri
starfsemi 1. febrúar. Vélsmiðja
Akureyrar keypti allar vélar og
tæki Atla hf. og er með stóran
hluta húsnæðisins á leigu.
Starfsmenn Vélsmiðju Akur-
eyrar eru bjartsýnir á að rekst-
urinn standi undir sér, fyrirtæk-
ið sé ekki of stórt en veiti fjöl-
breytta þjónustu m.a. er sér-
staða þess sú að eitt fullkomn-
asta renniverkstæði bæjarins er
þar til húsa. Þá hefur Vélsmiðja
Akureyrar „erft” flesta ef ekki
aila stærstu viðskipavini Atla
hf.
„Það er kannski ekki mjög
bjart yfir málmiðnaði í bænum í
augnablikinu en við erum með
sérstöðu hvað renniverkstæðið
snertir, þar erum við í nokkru
forystuhlutverki. Við vildum
nýta vélarnar og reynslu starfs-
mannanna gegnum árin. Þetta
lofar góðu það sem af er,” sagði
Halldór Brynjarsson, en auk
hans starfa þeir Stefán Karlsson,
Jón Óskar Ferdinandsson, Þórð-
ur Stefánsson, Hörður Guðm-
undsson og Jón Gunnar Snorra-
son hjá fyrirtækinu.
Þegar Atli hf. hætti starfsemi
misstu fimm járniðnaðarmenn
vinnuna og hafa þeir verið
atvinnulausir síðan. Af þeim
voru tveir eldri en 67 ára. EHB
leg og þakkarverð og að mestum
hluta sprottin af ósk um að gera
búnaðarfélagsskapinn ódýrari en
þó um leið kröftugri. Menn eru
opnir fyrir breytingum sem gerð-
ar verði til bóta en ekki breyting-
anna vegna,“ sagði Hjörtur.
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, ávarpaði þing-
ið og kynnti hann fundarmönn-
um nokkur þau mál sem nú eru
til athugunar í ráðuneytinu og
koma til með að hljóta umsögn á
þinginu. Meðal þeirra er frum-
varp um hagstofnun landbúnað-
arins sem hafi það hlutverk að
vinna úr búreikningum og talna-
legum gögnum í landbúnaði
þannig að útreikningar á helstu
hagstærðum landbúnaðarins
verði með líku sniði og það er í
öðrum greinum.
Steingrímur sagði niður-
greiðslustigið í landbúnaði nú
með því hærra sem verið hafi um
árabil. Með þessari niðurgreiðslu
hafi tekist að halda búvöruverði
nær óbreyttu frá síðasta vori sem
leitt hafi til sterkari markaðs-
stöðu búvara en ella hafi orðið.
Steingrímur vék að matarskattin-
um og minnti á að stór hluti
niðurgreiðslna sé eingöngu end-
urgreiðsla á söluskatti á matvæli.
JÓH