Dagur - 15.03.1989, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
barna- og unglingavikan
Vinna barna og unglinga
samhliða skólagöngu hefur
aukist mjög á undanförnum
árum og vilja menn kenna um
aukinni ásókn í lífsgæði, lífs-
gæði sem að sjálfsögðu kosta
peninga. Eftir sem áður eru
uppgrip skólafólks aðallega á
sumrin, en þær tekjur virðast
ekki nægja öllum. Dagur
ræddi við Björn Snæbjörns-
son, varaformann Einingar, og
Jónu Steinbergsdóttur, for-
mann Félags verslunar- og
skrifstofufólks, um atvinnumál
unglinga á Akureyri.
Björn Snæbjörnsson og Jóna Steinbergsdóttir. Mynd: ss
Böm og unglingar
Vikan sem nú stendur yfir er tileinkuð börnum og
unglingum. Það eru stéttarfélögin í landinu sem
hafa umsjón með framkvæmdinni og hafa þau séð
um að skipuleggja fundi og ýmsar samkomur
aðrar, þar sem sérstaklega er fjallað um málefni
barna og unglinga og samskipti þeirra við okkur,
sem fullorðin erum.
Það er svo sannarlega vel til fundið að beina
athygli þjóðarinnar að málefnum barna og ungl-
inga, viðhorfum þeirra og þörfum, því sannast
sagna hefur þessi hópur verið mjög afskiptur í
þjóðfélagsumræðunni. Allt of algengt er að dauf-
heyrst sé við kröfum barna og unglinga um bætta
aðstöðu til náms og tómstundastarfs og óskir
þeirra eru oftast neðarlega eða neðst á fram-
kvæmdalista ríkis og sveitarfélaga. Á það hefur
verið bent að þetta skeytingarleysi hins opinbera
geti stafað af því að börn og unglingar eru ekki
„atkvæði", þ.e. þau hafa ekki kosningarétt og geta
því ekki tjáð sig við kjörborðið á kosningadegi.
Eflaust gerði hið opinbera meira fyrir börn og ungl-
inga ef sú væri ekki raunin.
Ef til vill hefur þörfin á því að ræða málefni barna
og unglinga aldrei verið meiri en nú því segja má
að stökkbreyting hafi átt sér stað á nánasta
umhverfi þeirra, heimilinu, á fáum árum. Heima-
vinnandi húsmæður heyra nú að mestu sögunni til,
því algengast er að bæði foreldri vinni úti. Vinnan
utan heimilisins tekur sífellt lengri tíma og því
minni tími aflögu til uppeldisstarfa. Uppeldið er að
mestu látið í hendur hinna ýmsu stofnana. Fyrst er
það dagheimilið, svo skólinn og skóladagheimilið.
Neyslan og lífsgæðakapphlaupið tekur sífellt meiri
tíma frá börnunum. Ef til vill er besta dæmið um
þessar stórfelldu breytingar dagskráin sem gekk
undir nafninu „Verum viðbúin" og nú er nýlokið.
Hún snerist fyrst og fremst um það að kenna börn-
um að vera sjálfbjarga í fjarveru foreldranna, að
bregðast rétt við í einverunni. Þessi dagskrá var í
sjálfu sér ágæt en óhugsandi hefði verið að bjóða
upp á leiðbeiningar af þessu tagi fyrir fáum árum.
Þá hefðu fæstir haft þörf fyrir þær.
„Ungur nemur, gamall temur," segir máltækið.
Ljóst er að börnin og unglingarnir læra það sem
fyrir þeim er haft. Þau hella sér af alefli út í neysl-
una á sama hátt og fullorðna fólkið. Nýleg könnun
á högum framhaldsskólanema sýnir að þeir eru á
fullu í þessu sama lífsgæðakapphlaupi. Meirihluti
þeirra vinnur með náminu og bílafloti þeirra er
metinn á rúmlega einn milljarð króna.
Vonandi tekst okkur fullorðna fólkinu að færð-
ast betur um heim þeirra sem yngri eru, þá daga
sem barna- og unglingavikan stendur yfir. Aukinn
skilningur á óskum og þörfum barna og unglinga
mun vafalaust koma að góðum notum við að búa
þeim betri heim í framtíðinni. En það þurfum við
tvímælalaust að gera. BB.
Atvinnumál
bama og unglinga
- rætt við Björn Snæbjörnsson og
Jónu Steinbergsdóttur
Jóna: „Það er ekki mikið um
börn og unglinga í vinnu í okkar
félagi. f»ó má nefna börnin sem
setja vörur í poka í verslununum
og einnig er eitthvað af ungling-
um á bensínstöðvum og í
sjoppum, bæði á sumrin og með
skólanum. Það er samið fyrir
þessi börn og er einn taxti í gildi
fyrir börn yngri en 14 ára. Ég hef
ekki orðið vör við annað en börn-
unum sé greitt eftir þessum taxta,
en fyrir tveimur til þremur árum
bar nokkuð á því að börn fengu
greitt samkvæmt dagvinnutaxta á
eftirvinnutíma en ég gekk í það
að fá þetta leiðrétt. En ég fékk
frekar slæmar viðtökur hjá for-
eldrum vegna þessa. Þeir sögðu
að það væri meira atriði að börn-
in hefðu vinnu en að þau fengju
greidda þá yfirvinnu sem þeim
bæri.
Við náðum fram miklu rétt-
lætismáli í samningum þegar
samþykkt var að taxtar barnanna
miðuðust við almanaksárið en
ekki fæðingardag eins og áður.
Þá voru bekkjarfélagar t.d. ekki
á sama kaupi þótt þeir væru í
sama starfi því sumir áttu
kannski afmæli síðar á árinu.
Sem betur fer var þessu breytt,
en annað atriði er ég ekki ánægð
með. Mér finnst óréttlæti að taka
skatta af þessum börnum.“
„Algengustu brotin
í Iandbúnadi“
Jóna sagði að samkvæmt lögum
Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks skuli þeir sem vinna við
þessi störf vera í félaginu. Starfs-
menn verða sjálfkrafa fullgildir
félagar eftir að hafa greitt til
félagsins í 6 mánuði og detta
sjálfkrafa út sex mánuðum eftir
að greiðslur hætta að berast.
Björn: „Hjá Einingu þurfa
menn að ganga sérstaklega í
félagið og þeir verða að hafa náð
16 ára aldri. Hins vegar segja
samningarnir til um að kaup
unglinga, 13, 14 og 15 ára, skuli
vera ákveðin prósenta af kaupi
fullorðinna. í fréttabréfum er t.d.
alltaf getið um kaup unglingsins í
almennri vinnu og þar eru líka
ákvæði um að ef 14 og 15 ára
unglingar vinna ákveðin störf þá
skuli þeir fá kaup fullorðinna.
Það er óheimilt að semja um
lægra kaup en þarna er gefið upp
og við höfum ekki fengið margar
kvartanir vegna þessa.
Verkamannasamband íslands
hefur samið fyrir unglinga sem
vinna í sveit og þar er helst kvart-
að yfir því að kauptaxtar séu ekki
virtir. Það er sérstök ástæða til að
benda mönnum á að ganga frá
samningi áður en unglingurinn
hefur störf og á það ekki síst við
í landbúnaði.
Við fórum út í það að semja
sérstaklega við kartöflubændur í
Eyjafirði vegna kartöfluupptöku
á haustin. Þar hafði verið mikil
óánægja og hefur ástandið lagast,
ekki þó nóg verð ég að segja.
Margir láta krakkana ekki fá
launaseðla, heldur bara ávísun
og kvitta síðan undir eitthvað
sem skýrir ekki á nokkurn hátt
hvað þeir eru að borga fyrir. Ég
vil því hvetja unglinga og for-
eldra að hugsa sinn gang áður en
unglingarnir eru ráðnir í vinnu,
en algengustu brotin eru einmitt í
landbúnaði."
Hvers vegna
vinna krakkar með námi?
- Svo við víkjum nánar að vinnu
barna og unglinga samhliða
skóla, hvers vegna eru þessir
krakkar að vinna með náminu?
Jóna: „Ætli það sé ekki fyrst
og fremst til að afla sér vasapen-
inga því heimilin eru misjafnlega
í stakk búin til að láta þá af hendi
rakna.“
Björn: „Þegar þrengir að hjá
heimilunum þá minnkar það sem
foreldrarnir geta látið krakkana
hafa í vasapeninga og þá reyna
þeir að afla sér peninga sjálfir.
Ég held að þetta sé ein af aðal-
orsökunum."
Jóna: „Kröfur barnanna sjálfra
hafa aukist og má líta á bílaeign
framhaldsskólanema í þessu
sambandi. Kennarar hafa talað
um að þeir verði að ganga í skól-
ann því þeir komi bílunum sínum
hvergi fyrir.“
Björn: „Þótt krakkarnir vinni
eitthvað yfir sumarið þá dugar
það ekki til þess að halda sér uppi
og eiga og reka bíl. Þá neyðast
þeir til að vinna með náminu og
það hlýtur að koma niður á því.“
Við ræddum um atvinnuhorfur
unglinga næsta sumar og voru
Björn og Jóna sammála um að
útlitið væri verulega slæmt. Björn
tók dæmi af vinnustað þar sem 80
höfðu sótt um 6-8 störf sem stæðu
til boða og Jóna sagði að t.d. hjá
KEA væru 100 manns um hver 10
störf. Þau sögðu að bæjaryfirvöld
yrðu að hugleiða þessi mál í fullri
alvöru því svo gæti farið að ungl-
ingar sem eru of gamlir til að fara
í Vinnuskólann hefðu ekki að
neinu að hverfa í sumar.
Hófleg vinna hoil
fyrir börn og unglinga
- Hafa börn og unglingar gott af
því að vinna?
Jóna: „Ég held að það sé mjög
hollt fyrir þau að vinna. Þá á ég
við vinnu við þeirra hæfi og að
vinnuálagið sé ekki of mikið. Það
getur verið skaðlegt ef álagið er
mikið, en hæfileg vinna er holl
fyrir alla.“
Björn: „Ég tek undir það að
unglingar hafa ekkert nema gott
af því að vinna hóflega. í vinnu-
verndarlögum eru ákvæði um
hámarksvinnutíma unglinga til
að koma í veg fyrir of mikið álag.
'Ég tel það jákvætt að unglingar
byrji að vinna 14-15 ára og reynd-
ar held ég að þeir sem byrja
seinna að vinna eigi jafnvel erfið-
ara uppdráttar. Það hvílir ákveð-
in ábyrgð á vinnandi fólki, það
skilur betur hringrás atvinnulífs-
ins og er meira í tengslum við
uppbyggingu þjóðfélagsins, og ég
tel það nauðsynlegt að unglingar
kynnist þessu snemma."
Jóna: „Börn sem byrja að
vinna 13-15 ára eru mjög áhuga-
söm og jafnvel áhugasamari en
þau sem koma ekki út á vinnu-
markaðinn fyrr en 17-19 ára.“
Hér sláum við botninn í þetta
spjall, sem birtist í tengslum við
Barna- og unglingavikuna, en
þau Björn Snæbjörnsson og Jóna
Steinbergsdóttir vildu koma því
á framfæri við unglingana að
þeir geymdu ávallt launaseðla
sína og leituðu réttar síns í þeim
málum sem upp kynnu að koma.
Björn hvatti unglinga til að leita
til stéttarfélaga og kynna sér rétt
sinn, jafnvel þótt þeir væru ekki í
neinu stéttarfélagi. Um þá gilda
hins vegar almennt sömu reglur
og um fullorðna á vinnumarkað-
inum. SS