Dagur - 11.04.1989, Qupperneq 1
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Haldið af stað frá rásmarki í stórsvigi. Mynd: 'I’LV
Gjaldþrot Sigló hf dregur dilk á eftir sér:
Emstaklingar í bullandi
ábyrgðum fyrir félagið
Egilsstaðir:
Ógnaði
lögreglu
með hnífi
- eftir bílþjófnaði,
ofsaakstur og árekstra
„Þetta var meira en ofsahraði,
þetta var vitfirringslegur
hraði,“ sagði sjónarvottur að
aksturslagi ölvaðs ökumanns á
Egilsstöðum um helgina í sam-
tali við Dag. Ölvaður síbrota-
maður stal tveimur bílum á
Egilsstöðum aðfaranótt laug-
ardags, og eftir mikinn hrað-
akstur og eltingarleik lögregl-
unnar við hann, ók ölvaði
maðurinn á Iögreglubílinn og
eyðilagði hinn stolna bíl. Öku-
maðurinn hljóp síðan út úr
bílnum á ferð í íbúðagötu,
skömmu eftir áreksturinn, og
er tilraun var gerð til handtöku
dró hann upp hníf og bjóst til
varnar. Maðurinn var afvopn-
aður án þess að nokkurn sak-
aði.
Lögreglan á Egilsstöðum stað-
festi í samtali við Dag að hafa átt
í miklum eltingarleik við drukkinn
ökumann, sem hefði stolið tveim-
ur bílum um nóttina og eyðilagt
þann síðari í árekstri við lög-
reglubíllinn. Litlar skemmdir
urðu á lögreglubílnum. Atburðir
þessir áttu sér stað milli kl. 2:30
og 3 aðfaranótt laugardags. Sem
fyrr segir sakaði engan í eltingar-
leik lögreglunnar og hins
drukkna ökumanns og ekki held-
ur við nokkra árekstra ökutækj-
anna eða er hinn drukkni greip til
hnífsins. Eftir að maðurinn hafði
verið handtekinn þurfti lögreglan
að aka með hann til Eskifjarðar,
50 km. leið, til að koma honum í
fangageymslu, þar sem fanga-
geymslur eru ekki til staðar á
Egilsstöðum. IM/KK
í gær voru opnuð tilboð í bygg-
ingu stúdentagarða á vegum
Félagsstofnunar stúdenta við
Skarðshlíð á Akureyri. Tilboð
bárust frá Aðalgeiri Finnssyni
hf. á Akureyri, Istaki í Reykja-
vík og þá gerðu akureysku
fyrirtækin SS Byggir sf. og Möl
og sandur sameiginlegt tilboð í
þennan fyrsta hluta stúdenta-
garðanna.
Tilboð Aðalgeirs Finnsonar hf.
hljóðar upp á 66.548 milljónir
króna, tilboð ístaks hf. er nokkru
hærra eða 89 milljónir króna. SS
Byggir sf. og Möl og sandur hf.
sendu inn fjórar tillögur og þar-
Lokakaflinn í sögu niðursuðu-
verksmiðjunnar Sigló hf var
ritaður á fimmtudag í síðustu
viku þegar fyrirtækið var
úrskurðað gjaldþrota. Erlingur
Óskarsson, bæjarfógeti og
skiptaráðandi á Siglufirði,
úrskurðaði Sigló gjaldþrota en
leigði nýju félagi, Siglunesi hf,
reksturinn sama dag. Leigu-
samningurinn er til sjö mán-
aða. Ljóst er að hluthafar í
Sigló hf munu tapa stórum
með fjögur tilboð. Fyrsta tilboðið
hljóðar upp á 65.912 milljónir,
annað 62.948 milljónir, þriðja
67.749 milljónir og fjórða 63.698
milljónir króna.
Að sögn Péturs Torfasonar,
hjá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar
Thoroddsen hf, verður á næstu
dögum farið í saumana á þessum
tilboðum og þau borin saman.
Hann segir að hér sé um að ræða
hráar tilboðstölur, en ekki liggi
fyrir um kostnað á fermeter.
í útboðinu voru gefnar upp í
stórum dráttum hugmyndir verk-
kaupa um livað ætti að vera á
hverri hæð hússins, t.d. um fjölda
einstaklingsherbergja, paraíbúða
upphæðum á gjaldþrotinu þar
sem ýmsir einstaklingar geng-
ust í persónulegar ábyrgðir fyr-
ir félagið. Sömu eigendur eru
að mestu að Sigló og Siglunesi.
Aðstandendur Sigluness hf
funda nú um reksturinn og er
Guðmundur Skarphéðinsson,
framkvæmdastjóri og meðeig-
andi, í Reykjavík að ræða málin
við aðra eigendur. Líklegt er talið
að kröfuhafar muni tapa allmiklu
af kröfum sínum, ríkissjóður á
svo og fyrirkomulag sameiginlegs
rýmis.
Bygginganefnd stúdentagarð-
anna mun á morgun fjalla um til-
boðin og grófan útreikning frá
VST á þeim, t.d. samanburðar-
kostnað á verði á fermeter.
Stjórn Félagsstofnunar mun síð-
an taka endanlega afstöðu til til-
boðanna á fundi sem væntanlega
verður nk. föstudag.
Það er ljóst að reynt verður að
keyra þetta mál áfram í miklum
flýti því ekki veitir af því að nýta
tímann vel. Áætlanir gera ráð
fyrir að fyrsti áfangi stúdenta-
garðanna verði tekinn í notkun á
haustdögum. óþh
t.d. 140 milljóna króna veðskuld
hjá þrotabúinu, en bókfært verö
eigna liggur á bilinu 80 til 90
milljónir króna. Bæjarsjóður
Siglufjarðar og Rafveita Siglu-
fjarðar eru stærstu kröfuhafar í
þrotabúið, fyrir utan ríkissjóð.
Skuldir Sigló hf eru háar, um
300 milljónir króna fyrir utan
skuldir vegna afurðalána. Eigin-
fjárstaða félagsins var neikvæð
um 160 milljónir króna 1. janúar
s.l. Tíu einstaklingar og félög
keyptu Sigló hf fyrir fimm árum
af ríkissjóði. Guðmundur Arn-
aldsson, stjórnarformaður Siglu-
ness og einn af eigendum Mar-
bakka hf í Kópavogi, sagði að
lögfræðingur fyrirtækisins efaðist
um veðrétt ríkissjóðs í niður-
suðuverksmiðjunni þar sem
ákvæði um hann væru óskýr.
Kæmi til meðferðar málsins fyrir
dómstólum gæti þurft að
úrskurða um réttmæti veðsins.
Guðmundur sagði ennfremur
að fulltrúar Byggðastofnunar
hefðu farið fram á að Sigló yrði
ekki tekið til gjaldþrotaskipta
heldur yrði leitað viðbragða
stjórnvalda. í margra mánaða til-
raunum til nauðarsamninga hefði
aldrei borist neitt svar frá ríkinu
varðandi þessi mál og ekki hefði
verið hægt að bíða lengur með
aðgerðir vegna annarra kröfu-
hafa. Banabiti fyrirtækisins hefði
verið tugmilljóna króna tap á
gaffalbitalínu fyrirtækisins, sem
eigendur Sigló hefðu neyðst til að
reka þrátt fyrir tapið, vegna
samnings við ríkissjóð, og gífur-
legur fjármagnskostnaður, sem
hefði á síðasta ári numið 72 millj-
ónum króna. EHB
Hráefhisskortur
á Þórshöfn
- loðnuvertíðinni þar lokið
Fiskvinnslufólk í Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar hefur lítið haft
að gera frá áramótum og að
mestu haldið sig heima. Eftir
að ísfisktogarinn Súlnafell var
seldur hefur mun minna borist
af fiski til vinnslu hjá Hrað-
frystistöðinni og í ofanálag hef-
ur afli bátanna verið tregur. Þó
er útlit fyrir betri afla um þess-
ar mundir og bjartari tíð.
„Okkur vantar alltaf fisk. Það
er aðallega einn netabátur sem
veiðir fyrir okkur, Geir, og hann
hefur komið með 7-8 tonn á
hverjum degi, en það er hvorki
fugl né fiskur. Það var alveg
plága að missa skipið," sagði
Gísli Óskarsson, skrifstofustjóri
hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar.
Hann sagði að tveir bátar
hefðu verið á dragnót en afli
þeirra tregur. Þrjá fyrstu mánuði
ársins hefur svo til ekkert verið
að gera fyrir fiskvinnslufólkið en
Gísli bjóst við að horfur í
atvinnumálum væru að glæðast.
Grásleppukarlar cru farnir á
stjá og sl. mánudag voru komnar
einar 60 uppsaltaðar tunnur á
Þórshöfn og veiðarnar gengu
alveg þokkalega.
Loðnuvertíðinni er lokið á
Þórshöfn. Síðasti loðnubáturinn
kom þangað 31. mars og bræðslu
var lokið 5. apríl. Alls komu 35
þúsund tonn til bræðslu og sagði
Gísli aö það væri svipað magn og
á síðustu vertíð. SS
Akureyri:
Innbrot
og „útbrot“
Aðfaranótt laugardags var
brotist inn í útibú KEA við
Byggðaveg. Vegfarandi sem
leið átti hjá lét lögregluna vita
um grunsamlegar mannaferðir
og þegar komið var á vettvang
voru mennirnir á bak og burt
en létu eftir sig nokkra halda-
poka fulla af sælgæti og sígar-
ettum. Skömmu síðar voru
tveir menn handteknir og ját-
uðu þeir daginn eftir að hafa
átt sök á innbrotinu ásamt
þriðja manni. Sömu nótt var
brotist inn á Uppann við Ráð-
hústorg, litlu sem engu var
stolið en málið er óupplýst.
Þá fékk lögreglan á Akureyri
óvenjulegt mál til meðferðar á
laugardagskvöld þegar tilkynnt
var um rúðbrot í húsinu númer
20 við Glerárgötu. Skömmu síðar
var maður handtekinn, blóðugur
á hendi sem viðurkenndi að hafa
brotist „út“ úr húsinu. Fyrr um
daginn mun hann hafa átt leið um
götuna, þá drukkinn og þurfti á
salerni. Fór hann inn í húsið,
fann salerni og sofnaði þar. Þegar
hann vaknaði var búið að læsa
öllu það rammlega að hann þurfti
að brjóta sér leið út úr húsinu.
VG
Fjórir verktakar vilja
byggja stúdentagarðana
- Stjóm Félagsstofnunar stúdenta
ftindar um tilboðin nk. fóstud.