Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGÚR - l>ri6judágur í i. aprít 1989
Verkfall kennara í HIK:
Skólarnir opnir en nem-
endur latir að mæta
- margir freistast
í gær, á þriðja virka degi verk-
falls var heldur dauflegt um að
litast innan veggja framhalds-
skólanna á Akureyri. Báðir
skólarnir eru vitaskuld opnir
eins og venjulega og þangað
geta nemendur komið og nýtt
sér Iesaðstöður; bókasöfn og
fleira að vild. I Verkmennta-
skólanum á Akureyri er um
11% kennsla hjá kennurum í
KI og iðnaðarmönnum í
stundakennslu og í Mennta-
skólanum á Akureyri er sömu-
Ieiðis kennsla hjá kennurum
sem ekki eru í HIK.
Baldvin Bjarnason skólameist-
ari VMA segir að nemendur hafi
fram til þessa verið frekar latir að
mæta í skólann og vinna
sjálfstætt. Þá segir hann sömu-
leiðis frekar slælega mætingu í
tímana sem kennt er þar sem
margir utanbæjarnemendur hafi
haldið til síns heima og aðrir hafi
freistast til þess að bæta fjárhag-
inn með því að ná sér í vinnu,
margir í frystihúsum eða bygg-
til að fá sér vinnu
ingariðnaði.
Jóhann Sigurjónsson skóla-
meistari MA sagði að í gær hafi
utanbæjarnemendur sem héldu
heim fyrir helgi farið að tínast í
bæinn aftur. Hann sagði að nú
væri farið að síga í sömu veru og
í verkfalli kennara 1987, þ.e.
ýmislegt virðist fylgja svipuðu
mynstri og þá. Sem dæmi má
nefna að sumir bekkir hafa tekið
sig saman um að mæta á tiltekn-
um tíma til þess að reyna að
halda saman áætlun og er allt frá
30-60% mæting í slíka tíma.
Aðspurður um hvort hann óttað-
ist að nemendur hættu námi ef
verkfallið dregst á langinn sagði
hann hættuna fyrst og fremst
meðal 1. bekkinga. í janúar sl.
hafi prófin hjá þeim hins vegar
gengið mun betur en hjá ár-
ganginum í síðasta verkfalli og
nemendur sem nú sitja í 1. bekk
því sterkari en áður. Þeir ættu
því að hafa meiri möguleika á að
þrauka þ.e. ef verkfallið verður
ekki þeim mun lengra.
Norðurland eystra:
Kennarar átelja seina-
gang í samningaviðræðum
Sex ættliðir í kvenlegg hittast!
S.I. fimmtudag héldu kennarar
á Norðurland eystra tvo fundi
um samningamálin, annan í
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
hinn í Barnaskóla Húsavíkur.
Báðir fundir sendu frá sér
ályktun þar sem „seinagangur
samninganefndar ríkisins í við-
ræðum við kennara og aðra
opinbera starfsmenn“ er átal-
inn.
í ályktun fundarins í Gaggan-
um segir m.a.:
„Fundurinn harmar að loks
þegar bráðabirgðaólögum fyrr-
verandi ríkisstjórnar léttir þá
virðast stjórnvöld draga viðræður
markvisst á langinn og neyða
þannig stéttarfélög út í aðgerðir
til að knýja fram viðræður. Fund-
urinn krefst þess að samninga-
nefnd ríkisins hefji nú þegar
alvarlegar viðræður við Kennara-
samband íslands með það að
leiðarljósi að bæta kjör kennara
verulega og tryggja kaupmátt
launa.
Fundurinn krefst þess að ríkis-
valdið bæti launafólki þá miklu
kjaraskerðingu sem orðið hefur
undanfarna mánuði, m.a. með
því að setja lög um lágmarkslaun
sem nægi til framfærslu, verð-
Björgúlfur EA-312 frá Dalvík
seldi 184.6 tonn í Bremerhav-
en í V-þýskalandi sl. fimmtu-
dag. Aflaverðmæti var rúmar
11 milljónir króna, meðalverð
59.58 krónur. Bróðurpartur
aflans var karfi.
Björgvin EA-311 landaði 150
tonnum á Dalvík í gær eftir 10
daga veiðitúr. Þá landaði Dal-
borg EA-317 rúmum 22 tonnum
af rækju í gær, en þetta er annar
rækjutúr hennar á þessu ári. í
tryggja laun og hækka skatt-
leysismörk."
í ályktun Húsavíkurfundarins
segir m.a.:
„Kennarar, ásamt öðrum
launamönnum, hafa mátt þola
nýafstaðin bráðabirgðalög,
gengissig, gengisfellingar, verð-
hækkanir og auknar skattaálögur
og er nú svo komið að laun þeirra
eru langt fyrir neðan framfærslu-
þörf.
Kennarar krefjast þess að
stjórnvöld gangi af alvöru til
samningaviðræðna við opinbera
starfsmenn og stuðli að því að
launafólk í landinu fái laun sem
nægja til lífsviðurværis, laun sem
verða verðtryggð að fullu.“
í dag hefjast á Selfossi viðræð-
ur fulltrúa 22 starfsmannafé-
Dalvík
fyrsta túrnum náði Dalborgin
32.7 tonnum af góðri rækju, sern
er unnin hjá Söltunarfélagi Dal-
víkur.
Fjórði Dalvíkurtogarinn,
Baldur EA-108, kemur væntan-
lega inn til löndunar í dag. Hann
var komin með fullfermi, um 100
tonn af góðum þorski, þegar til
hans spurðist fyrripartinn í gær.
Þessum góða afla hefur Baldur
náð á þremur dögum fyrir suð-
austan land. óþh
Nýlega hittust sex ættliðir í kven-
legg og við það tækifæri var þessi
mynd tekin. Elst er Sigurjóna
Jakobsdóttir, 97 ára en hún er
ekkja Þorsteins M. Jónssonar
fyrrum skólastjóra Gagnfræða-
skóla Akureyrar og bókaútgef-
anda, er lést fyrir 13 árum. Sig-
laga sveitar- og bæjarfélaga og
launanefndar sveitarfélaga um
nýjan kjarasamning. Fastlega
má gera ráð fyrir að nýgerður
kjarasamningur milli ríkisins
og BSRB verði lagður til
grundvallar við gerð nýs kjara-
samnings sveitarfélaga og
starfsmanna þeirra.
Sem fyrr verður samflot 22
félaga bæjar- og sveitarfélags-
starfsmanna við kjarasamninga-
gerð. Einu félögin sem ekki eru í
samflotinu eru Starfsmannafélag
Akraness og Starfsmannafélag
Reykjavíkur. Þá hefur Starfs-
mannafélag Siglufjarðar ekki
samið í hópi annarra starfs-
mannafélaga en að sögn Hreins
Júlíussonar, formanns þess, gæti
svo farið að þetta árið fylgi Sigl-
firðingar öðrum félögum að
málum. í gær hafði hann ekki
fengið orðsendingu frá bæjaryfir-
völdum á Siglufirði um hvort
áhugi væri á að ganga frá samn-
urjóna er búsett í Reykjavík en
hinar fimm búa á Akureyri.
Sigurjóna situr t.v. á myndinni
og hjá henni situr dóttir hennar
Jónborg Þorsteinsdóttir 79 ára. í
aftari röð t.v. stendur Edda
Magnúsdóttir 59 ára, dóttir Jón-
borgar, þá Ragnheiður Baldurs-
ingum við bæjarstarfsmenn á
heimavelli. Hreinn bjóst þó við
að ákvörðun af hendi bæjaryfir-
valda myndi liggja fyrir fyrir fund
Starfsmannafélags Siglufjarðar
sem boðaður hefur verið í kvöld.
Ef það verður ofan á að Siglu-
fjarðarbær vísi gerð kjarasamn-
ings til launanefndar sveitarfé-
laga munu verða fulltrúar sex
félaga af Norðurlandi við samn-
ingaborðið á Selfossi. Auk Sigl-
firðinga er um að ræða Starfs-
mannafélag Húsavíkurkaupstað-
ar, Starfsmannafélag Akureyrar-
bæjar, Starfsmannafélag Dalvík-
urbæjar, Starfsmannafélag Ólafs-
fjarðar og Starfsmannafélag
Sauðárkróks.
Samkvæmt uppgefnum tölum
frá Bandalagi starfsmanna ríkis
og bæja frá ársbyrjun 1988 má
ætla að samið verði um kaup og
kjör um 3500 bæjarstarfsmanna á
Selfossi næstu daga. Þar af er
Starfsmannafélag Akureyrarbæj-
dóttir 22 ára með 6 vikna dóttur
sína, óskírða Sigfúsdóttur og síð-
an Vilborg Gautadóttir 40 ára,
móðir Ragnheiðar.
Sigurjóna er því langalanga-
langamma litlu stúlkunnar og
hlýtur það að teljast afar sjald-
gæft að 1. og 6. ættiiður hittist.
ar fjölmennast. í febrúar sl. voru
662 skráðir þar.
Hulda Harðardóttir, formaður
Starfsmannafélags Akureyrar-
bæjar, segist búast við stuttri
samningalotu á Selfossi. Hún tel-
ur það liggja á borðinu að við
kjarasamningagerð verði tekið
mið af nýundirrituðum BSRB-
samningi.
Hulda segist líta jákvætt á
þann samning miðað við þjóðfé-
lagsástandið og því sé skynsam-
legt að fylgja honum við gerð
kjarasamninga við bæjarstarfs-
menn. í sama streng tekur Guð-
björn Arngrímsson, formaður
Starfsmannafélags Ólafsfjarðar.
Hreinn Júlíusson, formaður
Starfsmannafélags Siglufjarðar,
segist hins vegar ekki vera hrifinn
af BSRB-samningnum og telur
að til þurfi að koma meiri krónu-
töluhækkanir en þar er gert ráð
fyrir. óþh
Björgúlfur seldi í Bremerhaven:
Landburður af
flski á
Samningaviðræður bæjarstarfsmanna og launanefiidar sveitarfélaga heíjast í dag:
Karpað um kaup og kjör félaga í
22 starfsmannafélögum á Selfossi
- óvíst hvort Starfsmannafélag Sigluijarðar semur beint við SigluQarðarbæ