Dagur - 11.04.1989, Síða 3
Þriðjudagur 11. apríl 1989 - DAGUR - 3
Útboðið í frágang miðálmu VMA:
SJS verktakar lægstir með 33,4 milljónir
Tilboði verktakafyrirtækisins
S.J.S.-verktaka í frágang mið-
álmu Verkmenntaskólans á
Akureyri, A og B hluta, hefur
verið tekið þar sem þeir reynd-
ust iægstir í útboði. Fyrirtækið
á að skila miðálmunni í tveim-
ur áföngum, B hlutanum 15.
ágúst á þessu ári en A hlutan-
um 1. ágúst 1990.
Magnús Garðarsson, fulltrúi
skólanefndar, sagði að sex tilboð
hefðu borist í miðálniu VMA.
Híbýli hf bauð kr. 38.866.065,
Raflagnaverkstæði Tómasar kr.
36.463.274, Vör hf kr.
34.595.127, Fjölnismenn kr.
34.159.822, Aðalgeir Finnsson hf
kr. 33.512.196 og S.J.S.-verktak-
ar voru lægstir, tilboð þeirra
hljóðaði upp á 33.439.156 kr. eða
107,2 prósent af kostnaðaráætl-
un. Samkvæmt kostnaðaráætlun
átti verkið að kosta 31.206.590
kr.
í miðálmu VMA verða m.a.
prófsalur, kaffitería og bókasafn
skólans. Frá upphafi hefur verið
ljóst að vegna eðlis þess hluta
byggingarinnar, sem er e.k. mið-
punktur skólans, verður kostnað-
ur nokkuð hærri en við aðra
byggingarhluta. Verkið, sem um
er að ræða, er niúrverk í miðálm-
unni, tréverk, inálaravinna, frá-
rennslislagnir, neysluvatnslagnir,
hitalagnir, loftræstilagnir og raf-
lagnir. Verkkaupi leggur til hell-
ur í múrverkið, lampa, og við-
vörunarkerfi vegna eldsvoða. Þá
er ekki reiknaður með kostnaður
við málaravinnu við svonefnda
blælist, en hún verður notuð á
allflesta steypta veggi í miðálm-
unni.
Þeir, sem gerðu ofangreind
tilboð, studdust við tilboð frá
Netabátar í hnapp
við norðausturhornið:
Sá guli gerir
nú vart við sig
á Þistilfirði
- gáfust upp á tregðunni við Grímsey
Allir stærri netabátar frá
Ólafsfirði, Dalvík, Húsavík,
Siglufirði, Ólafsfirði, Grímsey
og Arskógsströnd eru nú að
veiðum á Þistilfirði. Þeir fóru í
sína fyrstu veiðiferð á þetta
svæði í síðustu viku og öfluðu
vel þokkalega, 10-15 tonn á 3-4
dögum. I gær var hins vegar
ekki eins gott hljóðið í sjó-
mönnum þarna eystra og sagði
Björgvin Gunnlaugsson, skip-
stjóri á Otri EA-162 frá
Dalvík, að það væri nákvæm-
lega ekkert að hafa. „Við
erum búnir að draga fjórar
trossur en það er enginn
fiskur. Þetta er steindautt eins
og er,“ segir Björgvin.
Skýringin á því að netabátarnir
færðu sig austur á bóginn frá
hefðbundnum miðum við Gríms-
ey er einfaldlega sú að þar hefur
ekkert verið að hafa. Bátarnir
hafa róið á Grímseyjarmiðin frá
byrjun netavertíðar án þess að sá
guli hafi gert vart við sig. Þolin-
mæði sjómanna var á þrotum og
því reyndu þeir fyrir sér eystra.
Björgvin segir að ætlunin sé að
róa á Þistilfirði og við Svínalækj-
artanga á meðan einhvern fisk
verði þar að finna. Hann segir að
ef sá guli geri vart við sig í mikl-
um mæli sé vissulega til í dæminu
að landa aflanum fyrir austan, á
Raufarhöfn eða Þórshöfn og
keyra hann þaðan til Dalvíkur.
Þannig væri unnt að spara drjúg-
an tíma, en frá Dalvík austur í
Þistilfjörð er um 10 tíma stím.
Tveir netabátar frá Dalvík,
Sænes og Hafsteinn, og netabátar
GBen. á L-Árskógssandi, Arn-
þór og Sæþór, hafa farið nokkra
túra austur að Hvalncsi og mok-
að þeim gula upp. Þeir neyddust
til að taka upp netin þar fyrir
helgina vegna mikilla strauma og
færðu sig norður á bóginn. í gær
voru þessir fjórir bátar á svipuð-
um slóðum og Otur, eða við
Langanesið. óþh
Þrátt fyrir verkfall:
Allt í fullum gangi
í Háskólanum
á Akureyri
- bókasafnið þó lokað
„Hér er allt í fullum gangi,“
sagði Ólafur Búi Gunnlaugs-
son, skrifstofustjóri Háskólans
á Akureyri, þcgar hann var
inntur eftir því hvort yfirstand-
andi verkfall nokkurra aðildar-
félaga BHMR hefði áhrif á
starfsemi skólans.
„Verkfallið hefur ekki haft
áhrif á okkar starf að öðru leyti
en því að bókasafnið er lokað þar
sem starfandi bókasafnsfræðing-
ur er í verkfalli,“ sagði Ólafur
Búi.
Hann kvað stéttarfélagsmál
starfsmanna við skólann vera að
nokkru leyti ófrágengin sem
kæmi til af því hve ung stofnun
Háskólinn væri. „Þess er að
vænta að á næstu einu-tveimur
árum komi í ljós hvernig starfs-
menn hér flokkast niður í stéttar-
félög,“ sagði Ólafur Búi. óþh
tveimur undirverktökum varð-
andi ofna og vinnu við uppsetn-
ingu þeirra. Annað tilboðið var
frá Ofnasmiðju Norðurlands og
hljóðaði upp á röskar 1,7 milljón-
ir króna. Hitt tilboðið kom frá
fyrirtæki í Keflavík og hljóðaði
það upp á 900 þús. kr., þar af átti
vinna við uppsetningu að kosta
200 þúsund. Um er að ræða sér-
staka ofna sem settir eru upp við
glugga sem ná alveg að gólfi.
S.J.S.-verktakar studdust við
ofnatilboðið frá aðilanum í
Keflavík, einnig Vör hf, Raf-
lagnaverkstæði Tómasar og Hí-
býli hf. EHB
Halharstræti 97, Akureyri
Ý
. gag
I lijarta bæjaiins
Til sölu vcrslumir- og skrifstofuhúsnæði
að Hafiiarstræti 97, Akureyri.
_4 . j- r
Grunnmynd I. hæðar.
!L' n; n
n . '~dkr
Grunnmynd II. hæðar.
Stórglsesilegt nýtt tiiisneedi
á besta stað \ið Göngugötuna
Nánari upplýsingar gefnar í símum 25778 og 21525.
Byggingafélagið Iviiid li/f