Dagur - 11.04.1989, Síða 16

Dagur - 11.04.1989, Síða 16
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF Akureyri, þriðjudagur 11. aprfl 1989 Ökumenn á Húsavík allsgáðir eftir 1. mars Lögreglu á Norðaustur- og Austurlandi gekk vel að halda uppi lögum og reglu um helg- ina, og virðist hún hafa verið óhappalaus og tíðindalítil, ef undan er skilinn eltingarleikur Egilsstaðalögreglu við drukk- inn ökumann sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Nokkrir ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur af Góður aíli smábáta á Eyjafirði: Dagskairantur á línu 4-500 kg Afli smábáta á Eyjafirði síð- ustu daga hefur verið góður. Afli eftir daginn hefur verið á bilinu 4-500 kíló, sem verður að teljast gott. Fiskurinn, sem er að mestu leyti þorskur, er stór og fallegur og innanum má sjá hreinræktaða golþorska. Línuveiðibanni á Eyjafirði var aflétt á miðnætti sl. fimmtudag, en það hefur verið í gildi frá miðjum janúar. Línuveiðibátar héldu þann dag til veiða og urðu strax varir við þann gula. Af línu- bátum frá Akureyri má nefna Svan Þór, Hafbjörgu, ívar og Dröfn. Eins og kom fram í Degi sl. laugardag hefur orðið vart við mikið af loðnu í Pollinum að undanförnu. Ekki er ósennilegt að þorskurinn elti hana inn fjörðinn. Sjómenn njóta góðs af og fá þann gula á línu eða í net, en afli netabátanna hefur einnig verið ágætur síðustu daga. Dæmi er um trillusjómenn hafi náð tonni í netin yfir daginn. óþh FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR rFlÁRFESTINGARFÉLAGP Ráðhústorgi 3, Akureyri Húsavíkurlögreglu, eftir að færð- in skánaði í sólskininu og blíð- unni. Húsavíkurlögreglan hefur ekki tekið neinn ökumann sem grunaður hefur verið um ölvun við akstur frá og með bjórdegi 1. mars, mun það frekar vera að kenna ódrukknum ökumönnum en ódugnaði lögreglunnar. Gellu- gleði var haldin á Húsavík á laug- ardagskvöldið og samkvæmt heimildum lögreglunnar mun hún hafa farið ágætlega fram. A Egilsstöðum voru tveir öku- menn grunaðir um ölvun teknir um helgina. Á laugardagskvöld var haldinn dansleikur og fór hann mjög vel fram, að sögn lög- reglu. IM ÍSLAHDS AMIFUNOUII 1989 Kaupmenn virtust almennt ánægðir með fyrirhugaðar breytingar á skiptingu kostnaðar af greiðslukortaviðskiptum, sem viðskiptaráðherra boðaði á aðalfundi Kaupmannasamtakanna um helgina. Mynd: bb Viðskiptaráðherra boðar breytingar á greiðslukortaviðskiptum í haust: Korthafar berí hluta kostnaðar- íns vegna viðskiptanna sjálflr - Smásöluverslunin greiddi 590 milljónir í þóknun og kostnað vegna greiðslukortaviðskipta á síðasta ári mannasamtakanna, sem haldinn Notendur greiðslukorta geta átt von á því í haust að þurfa að greiða hærra vöruverð en þeir sem staðgreiða. Nefnd á vegum viðskiptaráðuneytisins er með í smíðum frumvarp sem fjallar um greiðslukortavið- skipti og er þar gert ráð fyrir því að skipta kostnaði vegna greiðslukortaviðskipta milli korthafa annars vegar og greiðsluviðtakenda hins vegar. Þetta kom fram í máli Jóns Sig- urðssonar, viðskiptaráðherra, er hann ávarpaði aðalfund Kaup- var á Hótel KEA á Akureyri á laugardaginn. Ekki er um neina smápeninga að ræða því áætluð velta smásöluverslana með greiðslukort nam 17 milljörðum króna á síðasta ári, eða 25-30 af hundraði af heildarveltunni. Verslunin greiðir þóknun til kortafyrirtækjanna allt frá einum af hundraði upp í þrjá af hundr- aði. Matvöruverslunin greiðir yfirleitt um 1-1,25% en önnur verslun um 3%. Samkvæmt upp- lýsingum frá Kaupmannasam- Reyklaus dagur á morgun: Frítt í sund og á skíði - mikil áróðursherferð allan daginn A morgun 12. mars er Reyk- lausi dagurinn sem nú er orð- inn árviss viðburður. Þá er ætl- ast til þess að reykingamenn leggi frá sér tóbakið, helst til frambúðar en a.m.k. í einn dag. Daginn geta þeir notað til þess að íhuga skaðsemi reyk- inga og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá í tilcfni dagsins. Akureyri: Sykurmolarnir með tónleika í Skemmunni síðasta vetrardag Hin heimsfræga íslenska popp- hljómsveit Sykurmolarnir, mun halda stórtónleika í íþróttaskemmunni á Akureyri síðasta vetrardag, 19. apríl næstkomandi. Það er knattspyrnudeild Þórs sem stendur fyrir tónleikunum og víst er að norðlenskir popptónlist- arunnendur munu ekki láta þenn- an stórviðburð fram hjá sér fara. Sykurmolarnir, með Björku Guðmundsdóttur og Einar Örn Benediktsson í broddi fylkingar, njóta gífurlegra vinsælda bæði hér heima og erlendis og hafa sennilega náð lengra á erlendum vettvangi en nokkur önnur ís- lensk popphljómsveit fyrr og síðar. -KK Á Akureyri verður af nógu að taka og hefst dagurinn á því að sem flestir skella sér í sund því allir fá ókeypis aðgang að Sund- laug Akureyrar frá kl. 07.00- 08.15 í fyrramálið. Þar verður væntanlega glatt á hjalla, bæjar- stjórinn á Akureyri, Sigfús Jóns- son ætlar að dýfa sér í laugina um kl. 07.30 og hyggst hann hafa með sér fleiri frammámenn bæjarins. Þeir sem ekki komast í sund, ættu að fara á skíði annað kvöld því ef veður leyfi verður frítt í allar lyfturnar í Hlíðarfjalli frá kl. 17.00-20.00. Ljósvakamiðlar hafa tekið sig saman um regluleg- ar útsendingar efnis um reyking- ar, allan daginn á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri og á skrif- stofu Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis verður hægt að ganga að ýmsum fræðslu- bæklingum og ráðgjöf og þess er vænst að tóbak verði ekki til sölu í verslunum. Svo er það bara að taka ákvörðun og vera með. VG tökunum má ætla að heildar- þóknunin sem smásöluverslunin greiddi til kortafyrirtækjanna hafi verið um 300 milljónir króna árið 1988. Til viðbótar koma svo vextir af lánastarfsemi verslunar- innar vegna greiðslukorta sem ætla má að hafi numið álíka hárri fjárhæð, eða 290 milljónum króna. Kostnaður verslunarinnar vegna greiðslukortaviðskipta er því verulegur og fram til þessa hafa korthafar ekki þurft að taka þátt í að greiða hann umfram aðra viðskiptavini. „Það er engum blöðum um það að fletta að greiðslukortavið- skiptin hafa vaxandi þýðingu fyr- ir smásöluverslunina. Greiðslu- kortin eru fyrirbæri sem menn verða að horfast í augu við. Þau eru á margan hátt bæði fyrirtækj- um og almenningi til hagsbóta. En með þeim er hins vegar brotin sú meginregla í viðskiptum að sá sem nýtur greiðslufrests beri í meginatriðum kostnað af l.onum, þ.e.a.s. vexti og annan lánskostn- að. En vegna stöðu sinnar á markaðnum geta greiðslukorta- fyrirtækin ein ákveðið hvað kort- hafinn fær langan greiðslufrest og hvenær þau gera upp við viðtak- endur greiðslna vegna viðskipt- anna. Það er að mínu áliti mjög mikilvægt að sanngjarnar og öruggar leikreglur verði settar um þetta vaxandi svið viðskipta og þetta frumvarp er á vissan hátt liður í þeirri áætlun, sem ég vinn að, að koma á samræmdum, sanngjörnum en frjálslegum regl- um um öll viðskipti á fjármagns- markaðnum, jafnt utan bank- anna sem innan þeirra,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, m.a. í ávarpi sínu. Hann sagðist vonast til að nefndin lyki störfum á næstu dög- um og að þingmál af þessu tagi komi til afgreiðslu á Alþingi strax í haust. Á fundinum kom fram að kaupmenn vilja helst að korthaf- ar beri allan kostnað af notkun greiðslukortanna, en að honum verði ekki skipt með einhverjum hætti milli korthafa og viðtak- enda greiðslnanna, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögun- um. BB. Skafti SK-3: Enn með fullferaii Skafti SK-3 kom til Sauðár- krókshafnar sl. sunnudag með nær fullfermi, um 140 tonn. Aflinn var aðallega þorskur, en einnig var eitthvað um grá- lúðu, karfa og ýsu. Skafti hefur nú að undanförnu átt mjög góða veiðitúra, varla farið nið- ur fyrir 140 tonnin. Það ætti að vera nóg að gera í frystihúsun- um næstu daga, því á fimmtu- dag er áætlað að Skagfirðingur SK-4 komi til heimahafnar. Hinir togararnir, Drangey SK- 1 og Hegranes SK-2, eru nú að veiða afla til sölu erlendis. Hegranes á að selja í Bremerhav- en í Þýskalandi á morgun, mið- vikudag, og Drangey selur á sölu- dag pantaðan 27. apríl nk. á sama stað. í inaí nk. verða svo allir togar- arnir fjórir farnir að veiða í frysti- húsin og söluferðir á erlenda markaði búnar í bili. Ekki er ákveðið hvort einhverjir togar- anna sigla í júní, en eftir það verður ekkert um slíkar ferðir fyrr en í haust. -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.