Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 18. apríi 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjávík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gjaldþrot Sigló h.f. Sú ákvörðun skiptaráðanda þrotabús Sigló h.f. í Siglufirði, að leigja fyrri eigendum reksturinn að nýju svo til fyrirvaralaust, er vægast sagt vafa- söm og hefur valdið miklum deilum meðal Sigl- firðinga. Þegar Sigló h.f. var lýst gjaldþrota fyrir skemmstu námu heildarskuldir fyrirtækisins um 300 milljónum króna. Talið er að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir í Siglufirði tapi 40-50 millj- ónum króna á þessu gjaldþroti og þarf ekki reikniglöggan mann til að sjá hvílíkt reiðarslag það er fyrir ekki stærra bæjarfélag. Sigló h.f. hét á árum áður lagmetisiðjan Sigló- síld. Það fyrirtæki lenti á sölulista yfir ríkisfyrir- tæki í fjármálaráðherratíð Alberts Guðmunds- sonar og var selt einkaaðilum. Þótt það væri yfir- lýst stefna þáverandi ríkisstjórnar að ríkisfyrir- tæki yrðu ekki seld nema gegn a.m.k. 20% út- borgun fór það svo að gengið var til samninga við kaupendurna um útborgunarlaus kjör og var öðrum ekki gefinn kostur á að gera tilboð. Þor- steinn Pálsson veitti svo kaupendunum enn frekari greiðslufrest þegar hann varð fjármála- ráðherra árið 1986, eða allt til ársins 1991! Þeir sem keyptu Siglósíld árið 1984 borguðu því aldrei svo mikið sem krónu kaupverðsins og nam skuldin við ríkissjóð um 60 milljónum króna þegar Sigló h.f. var lýst gjaldþrota í byrjun þessa mánaðar. Það sem Siglfirðingum svíður sárast er að gengið skuli til samninga við fyrri eigendur í snarhasti og þeim afhent fyrirtækið að nýju, en þeir eru flestallir utanbæjarmenn. Heimamenn, undir forystu bæjarráðs, voru tilbúnir til að hefja viðræður um stofnun nýs félags um rækju- vinnslu í bænum með það fyrir augum að taka yfir reksturinn á Sigló h.f. Traustur rekstur þess- arar stærstu rækjuverksmiðju landsins hefur auðvitað gífurlega mikla þýðingu fyrir bæjarfé- lagið í heild og því eðlilegt að heimamenn eigi stærstan hlut í fyrirtækinu. En skiptaráðandi virti óskir heimamanna að vettugi og leigði fyrri eigendum fyrirtækið til sjö mánaða - og það á augabragði. Fyrri eigendur gerðu einfaldlega það sem tíðkað er um þessar mundir um land allt: Lýstu fyrirtæki sitt gjaldþrota, stofnuðu nýtt hlutafélag og yfirtóku rekstur gamla fyrir- tækisins. Fjölmargir aðilar sitja eftir með sárt ennið og tapa milljónum og jafnvel milljónatug- um. Sigló-málið er eitt nýjasta og gleggsta dæmið um það hve íslenskt viðskiptasiðferði er á lágu plani. Menn geta stofnað hlutafélög, sett þau á hausinn, stofnað ný og haldið áfram sama rekstri eins og ekkert hafi í skorist. Slíkt er jafn löglegt og það er siðlaust. Er ekki tími til kominn fyrir löggjafarvaldið að taka í taumana? BB. Málmfríður Sigurðardóttir: Endurbætur í tryggmgamálum Við íslendingar teljum okkur búa í velferðarþjóðfélagi, státum okkur af löggjöf sem tryggi hag þeirra sem minnst mega sín - sjúkra, aldraðra og öryrkja. Víst er það að reginmunur er á aðstöðu þeirra frá því sem var, áður en almannatryggingum var komið á fót, en lengi má gera betur en vel. Sífellt koma í ljós göt í „kerfinu" og jafnvel mis- munun. Þingkonur Kvennalistans hafa á undanförnum árum lagt fram fjölmörg mál til endurbóta á tryggingalöggjöfinni. Má þar nefna frv. til laga um lífeyrisrétt- indi handa heimavinnandi hús- mæðrum og frumvarp þess efnis að gleraugu verði greidd af trygg- ingunum á svipaðan hátt og önn- ur hjálpartæki, t.d. heyrnartæki. Við höfum lagt fram frv. um fæðingarorlof og um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúklinga og fylgdarmenn þeirra, svo og greiðslu sjúkradagpeninga, ef samlagsmaður verður að leggja niður vinnu langtímum saman vegna veikinda barns, maka eða foreldra. Þessi upptalning er aðeins sýn- ishorn af því hvar við höfum vilj- að leggja áherslur. Fjarri fer því að þessar tillögur okkar til úrbóta í tryggingakerfinu hafi verið sam- þykktar. Ýmist hefur þeim verið vísað til ríkisstjórnarinnar eða þær hafa lokast inni í nefnd. í umræðum hefur þeim yfirleitt verið vel tekið og þá vísað til þess að nú starfi nefnd að endurskoð- un á almannatryggingalögum og sé þessum máluni best fyrir kom- ið í þeirri endurskoðun. En þessi títt nefnda endurskoðun hefur staðið yfir á annan áratug og ger- ast ýmsir nú langeygir eftir verka- lokum nefndarinnar ekki síst þeir sem hafa bundið vonir við að fá leiðréttingu eða urbætur á kjör- um sínum í kjölfar nefndarstarfs- ins. Nýlega lögðu Kvennalistakon- ur fram frv. sem miðar að því að tryggja hag þeirra sem annast aldraða eða öryrkja í heimahús- um. Lög um almannatryggingar, sem nú eru í gildi, kveða svo á að greiða megi maka elli- og örorku- lífeyrisþega makabætur allt að 80% af grunnlífeyri og tekju- tryggingu ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Umönnunarbætur Nú er það svo að fleiri en makar kunna að hafa tekið að sér Málmfríður Sigurðardóttir. umönnun elli- eða örorkulífeyris- þega, t.d. börn, tengdabörn, skyldmenni eða jafnvel vanda- lausir sem eru á sama heimili og sá sem umönnunarinnar nýtur. Kvennalistakonur telja eðlilegt að sá sem annast elli- eða örorku- lífeyrisþega og getur ekki af þeim sökum stundað vinnu sér til fram- færis hljóti einhverjar bætur vegna þess. Við kjósum að nefna þær „umönnunarbætur". Sú stefna hefur að undanförnu rutt sér til rúms að rétt sé að elli- og örorkulífeyrisþegar njóti aðhlynningar í heimahúsum svo lengi sem þeir óska og fært telst. Flestir una sér best og líður best á eigin heimili og í því umhverfi sem þeir hafa vanist. Gat í kerfinu Örorka fólks er af mismunandi orsökum og aðstaða þeirra sem annast þá mjög breytileg. Dæmi er um móður sem er bundin við gæslu á þrítugum geðsjúkum syni. Hann er ekki „nógu veikur“ til að fá inni á stofnun en þarf þó stöðuga gæslu. Hann hefur fullar örorkubætur og á þeim verða þau bæði að lifa því hún getur ekki stundað vinnu, er algerlega bundin við að gæta hans. Flestir ættu að geta skilið hvílík kjör þessu fólki eru búin, og alls stað- ar er komið að luktum dyrum hjá því opinbera, ef leitað er eftir stuðningi. „Kerfið“ nær ekki til þessa fólks og fleiri dæmi eru um slíkt. Mikill kostnaður fyrir ríkissjóð fylgir vistun einstaklinga á elli- heimilum og sjúkrastofnunum. Daggjaid fyrir einstakling á elli- heimilum var 1. janúar 1989 1.593 kr. Daggjald á hjúkrunar- stofnunum var þá 2.799 kr. þar sem það var lægst og 6.353 kr. þar sem það var hæst. 1. janúar 1989 voru 80% af grunnlífeyri og tekjutryggingu 22.030 kr. á mán- uði eða um 735 kr. á dag. Af þessum tölum má sjá að þótt almannatryggingar greiddu að- standendum slíka upphæð vegna umsjár einstaklings, sem annars yrði að vera á stofnun, þá sparað- ist ríkinu samt sem áður mikið fé. Oft og tíðum leggur fólk hart að sér við að hafa ellihruma eða far- lama ættingja í heimahúsum og við teljum sanngirnismál að hið opinbera komi til móts við þá. Því höfum við lagt fram á Al- þingi frumvarp um að 13. gr. al- mannatryggingalaganna orðist svo: „Maki eða annar heimilisfastur einstaklingur, sem annast elli- eða örorkulífeyrisþega og getur af þeim sökum ekki stundað vinnu utan heimilis, á rétt á umönnunarbótum er nemi allt að 80% af grunnlífeyri og tekju- tryggingu. Sá sem annast hefur elli- eða örorkulífeyrisþega í a.m.k. fimm ár samfleytt getur við lát hans eða lok umönnunar öðlast rétt til lífeyris hliðstæðum ekkjulífeyri njóti hann ekki greiðslna frá líf- eyrissjóði eða Tryggingastofnun ríkisins ög sé af einhverjum ástæðum ekki fær um að stunda vinnu utan heimilis. Hafi einstaklingur ekki getað stundað vinnu vegna umönnunar elli- eða örorkulífeyrisþega sam- fleytt undanfarin fimm ár á hann rétt á styrk til starfs- eða endur- menntunar, samkvæmt mati tryggingaráðs, í því skyni að fá atvinnu á ný til að framfleyta sér þegar umönnunarstarfi lýkur.“ „Foreldraekkjur“ nefna Norð- menn uppkomið fólk sem hefur búið heima og hugsað um sjúka eða fatlaða foreldra eða foreldri sem ekki getur komist af án hjálpar. Yfirleitt eru þetta konur. Við lát foreldris eða umönnunar- lok af öðrum ástæðum, svo sem vistunar á sjúkrastofnun, er þetta fólk oft á tíðum mjög illa sett í lífsbaráttunni. Algengt er til sveita að þessar „foreldraekkjur" sitji á jörð sem hefur lítinn sem engan fullvirðisrétt og er því verðlítil eða verðlaus eign. Yfir- leitt eru þetta fullorðnar konur og ógiftar og ekki færar um að reka búskap án aðstoðar. Þær hafa oftar en ekki einangrast inni á heimilinu við einhæf störf og treysta sér ekki út á almennan vinnumarkað vegna ókunnug- leika við launuð störf en eru ekki komnar á ellilífeyrisaldur. Sjaldnast geta þær talist öryrkjar en lenda milli stafs og hurðar í kerfinu þrátt fyrir að þær með umönnunarstörfum sínum hafi án efa sparað ríkinu stórfé. Þessu frumvarpi er ætlað að rétta hlut þessara einstaklinga og veita störfum þeirra viðurkenningu. Ákvæðin um styrki til starfs- eða endurmenntunar handa þeim sem langtímum hafa verið bundnir innan heimilis við umönnun sjúkra, aldraðra eða öryrkja eru til að auðvelda þeim að framfleyta sér af eigin ramm- leik. Við samningu þessa frum- varps hefur verið stuðst við norsk tryggingalög og tekið mið af því hvernig þar er staðið að bótum til þeirra sem þessu frumvarpi er ætlað að ná til. Málmfríður Sigurðardóttir. (Höfundur er alþingismaður fyrir Kvenna- listann.) Nýlega lögðu Kvennalistakonur fram l'rumvarp sem miöar aö því að tryggja hag þeirra sem annast aldraða eða öryrkja í heimahúsum, segir Málmfríður m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.