Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 18.04.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 18. apríl 1989 Til sölu skrifstofuhúsgögn frá Kristjáni Siggeirssyni Tvö skrifborö, fundarborð, þrír skápar, stólar, peninga- skápur og Ijósritunarvél. Upplýsingar í síma 24700. S.Á.Á.IM. Stuðningsnámskeið fyrir aðstandendur alkó- hólista hefjast þriðjudaginn 2. maí 1989. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu S.Á.Á.N. og í síma 27611 milli kl. 09 og 17. v______________________________y Nuddnámskeið Danska nuddkonan Lone Svargo er komin aftur til íslands eftir nám í Indlandi. Hún mun halda helgarnámskeið á Akureyri 22. og 23. apríl og mun meðal annars kenna nudd, austræna heilun og hugleiðingu. Námskeiösgjald er kr. 4.200,- Upplýsingar í síma 91-18128. Innritun í síma 96-24283 milli kl. 18.00 og 19.00. Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn Innritun er hafin. Flokkaskipting sumarið 1989: 1. flokkur 1,- 8. júní 7-11 ára. 2. flokkur 10.-20. júní 8-11 ára. 3. flokkur 22.-29. júní 7-11 ára. 4. flokkur 3.-10. júlí 11-13ára. 5. flokkur 12.-19. júlí 7-11 ára. 6. flokkur 21.-27. júlí 7-11 ára STÚLKUR. Einnig eru flokkar fyrir aldraða. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 96- 24873 frá kl. 17.00 til 19.00 virka daga. Óskum að ráða smið eða laghentan mann til afgreiðslu- og framleiðslustarfa. Framtíöarstarf. Þyrfti aö geta byrjað sem fyrst. Uppl. gefur verslunarstjóri, ekki í síma. ^JiJnorðurfell hf. L / Glerárgötu 32 ■ 602 Akureyri ■ Simi 23565 kvikmyndorýni Umsjón: Jón Hjaltason Carrie Fisher stumrar yfir myrtum araba og má engu muna að það kosti hana lífið. Og það varst þú! Borgarbíó sýnir: Stefnumót við dauðann (Appointment with Death), hyggða á sögu eftir Agöthu Christie. Leikstjóri: Michael VVinner. Helstu leikcndur: Peter Ustinov og Carrie Fisher. Peter Ustinov leikur Hercule Poirot. Ef ég man rétt þá er Ustinov einstætt eintak af Homo Sapiens, getinn í einhverju lýð- velda Sovétríkjarina en fæddur í London. En sem mesti glæpa- mannahrellir allra alda hefur hann útlitið heldur á móti sér. Að vísu skal ég viðurkenna, áður en lengra cr haldið, að fíkniefna- neytandinn í Bakarastræti veitir Poirot ákaflega harða samkeppni um þennan meistaratitil glæpa- fangara. Að auki er ekki meira en svo að Ustinov nái að sálgreina Belg- ann sinn rctt. Pað er af og frá að Poirot sé neitt annað en skap- dcildarmaður. Honum er allt vel gefið það sem er manni sjálfrátt, það harkar aldrei um kurteisi hans, og hið ósjálfráða í fari Belgans getur aldrei orðið rang- hverfan af vitunarvilja hans. Þetta yfirsést Ustinov á köflum. Hann á erfitt með að þola sam- ferðamenn sína, sérstaklega einn þeirra, móðgast, skreytir andlit sitt með mæðusvip og er jafnvel ókurteis. Petta er einfaldlega ekki Poirot, heldur Peter Ustinov í þykjustuleik. Poirot er heiðurs- maður fram í fingurgóma og læt- ur ekki bera á vanþóknun sinni, sérstaklega ekki ef kvenfólk á í hlut. Víkjum nú um stund að sögu- þræðinum í Stefnumóti við dauð- ann. Ríkur fjölskyldufaðir deyr. Með smáhjálp frá lögfræðingi fjölskyldunnar erfir ekkjan allt góssið eftir eiginmanninn sáluga og börn hans (sem eru aðeins stjúpbörn hennar) fá ekki neitt. Parna er hún kornin rétt einu sinni vonda stjúpa ævintýranna sem af eintómum andhælisskap níðist á varnarlausum börnum, í þessu tilviki fégráðugum stálpuð- um börnum. Hópurinn fer í sigl- ingu og endar í þáverandi Palest- ínu, núverandi ísrael. Stjúpan drottnar yfir börnunum sem snú- ast í kringum hana eins og dverg- arnir forðum í kringum Mjall- hvíti þegar eplið stóð fast í hálsi hennar. Munurinn er aðeins sá að ekkert hindrar eðlilegan andardrátt stjúpunnar en ferða- félagar hennar íhuga allir að reka ofan í hana stórt rautt epli, eða eitthvað þvíumlíkt, ef það mætti verða til þess að stytta henni aldur. Að lokum deyr vonda stjúpan, allir liggja undir grun og Hercule Poirot, sem fyrir einskæra tilvilj- un ferðast með sömu ferðaskrif- stofu og sú látna, tekur að sér að finna morðingjann og fær til þess 48 klukkustundir. Þrátt fyrir naumt skammtaðan tíma tekst honum að opinbera sökudólginn en mikið skelfilega er málatilbún- aður hans þunnur allur sarnan og ekki frítt við að niðurstaðan sé sniðin að löngunum bíófarans sem situr úti í sal, étandi popp eða eitthvað þaðan af óhollara. Stefnumót við dauðann undir- strikar betur en flestar aðrar Agöthu Christie-bíómyndir sem ég hef séð hvað allur aðdragandi morða hennar er skelfilega gervi- legur, fólkið óraunverulegt og lausnirnar fráleitar. Það er alls ekki hægt að segja um söguna að hún skrifi sig sjálf, þvert á móti er hún barin saman með harðri hcndi, hortittir reknir í hana á samskeytum og dugir þó ekki til. VANNSTU NÚNA? TIL HAMINGJU! Þetta eru tölurnar sem upp komu 15. apríl 1989. Heildarvinníngsupphæö var kr. 5.031.401.- 1. vinningur var kr. 2.316.966.- Einn þátttakandi var með 5 tölur réttar,- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 402.272,- Skiptist á 4 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 100.568.- Fjórar tölur réttar, kr. 693.812,- skíptast á 142 vinningshafa, kr. 4.886.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.618.351,- skiptast á 4919 vinningshafa, kr. 329.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 mín. fyrir útdrátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.