Dagur


Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 2

Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989 Rafeindafyrirtækið DNG: Tæpar 2 milljónir í hagnað á árinu 1988 Rafeindafyrirtækið DNG skil- aði tæplega 2ja milljóna króna hagnaði eftir arð og skatta á árinu 1988. „Þetta er þolanleg niðurstaða þegar haft er í huga að staða í efnahagslífinu var erfið á síðasta ári. Samdráttur frá fyrra ári varð umtalsverð- ur,“ sagði Kristján Eldjárn Jóhannesson, framkvæmda- stjóri DNG. „Það varð almennur samdráttur í þjóðfé- laginu í fyrra og við urðum fyr- ir því eins og allir aðrir.“ Samdráttur í veltu milli ára nam 20%. Starfsmenn voru að meðaltali 22 á síðasta ári en eru nú 17. Launakostnaður árið 1988 var 33 milljónir króna. Framleiðsla á færavindunni nafntoguðu nam um 85% af heildarframleiðslu fyrirtækisins. Hin 15 prósentin deildust á ýmis verkefni. Fram kom hjá Kristjáni að eigið fé DNG væri um 62%. Þetta er hátt hlutfall og kom fyrirtækinu vel á síðasta ári. Ef eigið fé hefði verið um 25%, sem ekki er óalgengt hjá íslenskum fyrirtækjum, hefði DNG, að sögn Kristjáns, verið rekið með tapi á síðasta ári. Kristján segist sjá fyrir að 1989 verði erfitt ár fyrir rekstur DNG. Samdráttur á innanlandsmarkaði haldi áfram og því þurfi að leggja frekari áherslu á útflutning. Á undanförnum árum hefur verið unnið mjög markvisst markaðs- starf erlendis og segir Kristján að það sé nú að skila sér. „Það er rétt að okkar vara þykir dýr erlendis en þrátt fyrir það stend- ur hún mjög vel að vígi í sam- keppni,“ segir Kristján. Útflutn- ingur á færavindum DNG er um 15% af veltu fyrirtækisins. Þær hafa farið til nágrannalandanna, þar sem sjávarútvegurinn stendur traustum fótum. Að meðaltali eru framleiddar 3 færavindur hjá fyrirtækinu á dag. Hver vinda kostar 139 þúsund krónur. óþh Glerárprestakall auglýst laust til umsóknar - nokkrir prestar hafa þegar spurst fyrir um embættið Sóknarnefnd Glerárprestakalls hefur ákveðid að auglýsa sókn- arprestsembættið laust til umsóknar. Halldór Jónsson, sóknarnefndarmaður, segir að auglýsingin muni birtast opin- berlega á næstu dögum og verði umsóknarfrestur einn mánuður. Þar sem sóknarnefndin hefur ákveðið að auglýsa embættið verður gangur mála sá að umsækjendur senda biskups- embættinu umsóknir sínar. Biskup mun gefa hverjum og ein- um umsækjenda ákveðna umsögn um hæfni til starfans o.s.frv. Þegar umsóknarfrestur rennur út sendir biskup umsókn- irnar með umsögnunum til sókn- arnefndarinnar, sem hefur það hlutverk að velja og hafna. Sókn- arnefnd er ekki bundin af umsögnum biskups og getur jafn- vel hafnað öllum umsækjendum, ef enginn þykir koma til greina. Halldór taldi líklegt að sóknar- nefndin fengi væntanlegar umsóknir aftur frá biskupi um eða fyrir miðjan júní og ætti ekki að dragast Iengi að velja nýjan sóknarprest úr því. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en þetta Fiskverkun Jóhannesar og Helga Dalvík: Kaupir skreiðarhús í landi Ytra-Holts Fiskverkun Jóhannesar og Helga á Dalvík hefur fest kaup á 360 fermetra húsi í landi Ytra-Holts í Svarfaðardal af loðdýrabúinu Pólarpels. Að sögn Helga Jakobssonar hefur ekki verið formlega gengið frá öllum samningum varðandi kaup á húsinu en það hefur samt sem áður verið afhent nýjum eiganda. Að sögn Helga er ætlunin að nýta húsið fyrst og fremst til pökkunar og geymslu á skreið. Hann segir að tilfinnanlega hafi vantað slíkt húsnæði og nefnt hús í landi Ytra-Holts sé mjög hent- ugt fyrir skreiðina. Fiskverkun Jóhannesar og Helga hengdi upp um 250 tonn í Ítalíuskreið á þessu vori og er nú þeirri verkun lokið að sinni. Skreiðarhjallarnir eru einnig í landi Ytra-Holts, norðan Holtsár. Staðsetning geymslu- hússins, sem Fiskverkun Jóhann- esar og Helga hefur nú fest kaup á, getur því ekki verið hentugri. óþh prestakall sé áhugavert, það er tiltölulega stórt og mikið að gera en þarna hefur líka farið fram mikil uppbygging. Þar er mikið af ungu fólki sem fer fjölgandi,“ sagði Halldór, og benti á að hann teldi af þessum ástæðum og fleir- um, t.d. varðandi áframhaldandi uppbyggingu Glerárkirkju, að sóknarprestsembættið myndi ekki síst höfða til yngri presta sem væru tilbúnir að takast á við þessi verkefni og móta framhald- ið. Nokkrir prestar hafa haft sam- band við sóknarnefndina og spurst fyrir um brauðið. Halldór vildi þó eðlilega ekki gefa upplýs- ingar um hverjir það væru. Á förnum vegi hafa þó nokkur nöfn verið nefnd um hugsanlega umsækjendur; t.d. sr. Jón Aðal- stein Baldvinsson, sendiráðsprest- ur í London, og Sr. Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur í Reykjavík. Sr. Jón Bjarmann sagðist ekki hafa hugleitt hvort hann sækti um á Akureyri, „en það er aldrei að vita hvort ég geri það“ eins og hann komst að orði. EHB Frá afhendingu sjálfvirka blóðþrýstingsmælisins á Sjúkrahúsi Húsavíkur. F.v. Ingimar Hjáimarsson læknir, Ólafur Erlendsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins og Lionsmennirnir Jóhann Hauksson og Aðalgeir Jónasson. Mynd: IM Sjúkrahús Húsavíkur: Vegleg gjöf frá Iions- klúbbnum Náttfara Lionsklúbburinn Náttfari færöi Sjúkrahúsi Húsavíkur myndarlega gjöf nýlega. Gjöf- in er sjálfvirkur blóðþrýsti- ingsmælir, ásamt fylgihlutum og kostaði hann 330 þúsund krónur m/söluskatti. Jóhann Hauksson og Aðalgeir Jónasson afhentu gjöfina fyrir hönd klúbbsins. Klúbbfélagar eru 17, til heimilis í Aðaldal og Reykjadal. Sagði Jóhann í ávarpi að líklega yrði þetta síðasta veg- lega gjöfin sem sjúkrahúsinu bærist frá klúbbnum, því tíu félaganna mundu hætta störfum í vor fyrir aldurs sakir og erfitt hefði reynst að afla nýrra félaga. Ólafur Erlendsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins þakkaði gjöfina og sagði að hún kæmi sér vel, hér væri um nýtt og fullkomið tæki að ræða. Ólafur sagði að sjúkrahúsið hefði hlotið margar góðar gjafir frá líknar- félögum og hvað tækjakaup af þessu tagi varðaði lifði það að mestu leyti á gjafafé. Sagði hann leitt að heyra að Náttfari gæti ekki haldið uppi eðlilegri starf- semi vegna fólksfæðar. Aðspurður um notagildi blóð- þrýstingsmælisins sagði Ingimar Hjálmarsson læknir hann vera mjög til hagræðis til að fylgjast með sjúklingum í bráðavakt. IM 18 milljónir til starfslauna listamanna: 67 lístamenn hlutu starfslaun í fjárlögum 1988 eru til umráða 18 millj. kr. til starfslauna lista- manna. 153 umsóknir bárust að þessu sinni. 67 listamenn hlutu starfslaun, 3 til 12 mánaða, 3 til 9 mánaða, 15 til 6 mánaða, 18 til 4 mánaða og 28 til 3 mánaða. 12 mánaða starfslaun: Ása Ólafsdóttir, myndlistarmað- ur; Karólína Eiríksdóttir, tónskáld; Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, myndlistarmað- ur. 9 mánaða starfslaun: Ásgeir Smári Einarsson, mynd- listarmaður; Jón Axel Björnsson, myndlistarmaður; Kjartan Óla- son, myndlistarmaður. 6 mánaða starfslaun: Andrés Sigurvinsson, leikari; Auður Bjarnadóttir, listdansari; Árni Ingólfsson, myndlistarmað- ur; Bryndís Jónsdóttir, myndlist- armaður; Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður; Guðrún Auð- unsdóttir, myndlistarmaður; Halldór Ásgeirsson, myndlistar- maður; Húbert Nói Jóhannsson, myndlistarmaður; Ingibjörg Styr- gerður Haraldsdóttir, myndlist- armaður; Ingileif Thorlacius, myndlistarmaður; Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður; Níels Hafstein Steinþórsson, myndlistarmaður; Stefán Axel Valdimarsson, myndlistarmaður; Valgerður Bergsdóttir, myndlist- armaður; Örn Þorsteinsson, myndlistarmaður. 4 mánaða starfslaun: Áskell Másson, tónskáld; Edda Erlendsdóttir, tónlistarmaður; Helga Egilsdóttir, myndlistar- maður; Ingólfur Arnarsson, myndlistarmaður; Jón Reykdal, myndlistarmaður, Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður; Kristbergur Ó. Pétursson, mynd- listarmaður; Lárus H. Grímsson, tónskáld; Matthea Jónsdóttir, myndlistarmaður; Pétur Jónas- son, tónlistarmaður; Rut Ingólfs- dóttir, tónlistarmaður; Sigurður Eyþórsson, myndlistarmaður; Sigurður Örlygsson, myndlistar- maður; Steinunn Marteinsdóttir, myndlistarmaður; Steinunn Þór- arinsdóttir, myndlistarmaður; Tryggvi M. Baldvinsson, tónskáld; Tumi Magnússon, myndlistarmaður; Þórður Hall, myndlistarmaður. 3 mánaða starfslaun: Arngunnur Ýr Gylfadóttir, myndlistarmaður; Áshildur Har- aldsdóttir, tónlistarmaður; Erla B. Skúladóttir, leikari; Erla Þór- arinsdóttir, myndlistarmaður; Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld; Guðbergur Auðuns- son, myndlistarmaður; Guðlaug María Bjarnadóttir, leikari; Guðmundur L. Friðfinnsson, rit- höfundur; Guðmundur Halldórs- son frá Bergsstöðum, rithöfund- ur; Guðríður S. Sigurðardóttir, tónlistarmaður; Guðrún Marinósdóttir, myndlistarmaður; Gunnar Björnsson, tónlistarmað- ur; Hafdís Ólafsdóttir, myndlist- armaður; Jón frá Pálmholti, rit- höfundur; Margrét Þ. Jóelsdótt- ir, myndlistarmaður; Margrét Jónsdóttir, myndlistarmaður Ólafur Ormsson, rithöfundur Páll Eyjólfsson, tónlistarmaður Pétur Magnússon, myndlistar maður; Ríkharður Örn Pálsson, tónskáld; Rúna Gísladóttir, myndlistarmaður; Sigrún Eldjárn, myndlistarmaður; Sigurður Bragason, söngvari; Sólveig Aðalsteinsdóttir, mynd- listarmaður; Stefán S. Stefáns- son, tónlistarmaður; Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður; Val- gerður Hauksdóttir, myndlistar- maður; Örn Ingi, myndlistar- maður. í úthlutunarnefnd áttu sæti: Arnór Benónýsson, Magnús Þórðarson og Árni Gunnarsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.