Dagur


Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 4

Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRl'MANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skoðanakarnianir og stundarf}TÍrbrigði Ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblað- ið og birt var um helgina, hefur Sjálfstæðisflokk- urinn bætt við sig verulegu fylgi frá síðustu al- þingiskosningum og fengi tæplega 42% atkvæða ef kosið yrði nú. Framsóknarflokkurinn, einn stjórnarflokka, bætir við sig fylgi en bæði Al- þýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa talsvert minna fylgi en í síðustu kosningum. Borgara- flokkurinn virðist varla til lengur í hugum kjós- enda en Kvennalistinn bætir örlitlu við sig frá því í kosningum en heldur áfram að missa það fylgi sem fyrri skoðanakannanir höfðu fært honum. Þessar niðurstöður endurspegla vel það ástand sem hér ríkir í efnahags- og atvinnumál- um. Þeir óánægðu halla sér að stærsta stjórnar- andstöðuflokknum, þótt sá vandi sem að steðjar sé langt í frá heimatilbúinn í núverandi ríkis- stjórn. Hún tók við mjög erfiðu búi eftir að ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hafði sprungið á limminu. Sannast sagna var viðskilnaður þeirrar stjórnar hrikalegur og meiri en svo að rétt yrði úr kútnum á nokkrum mánuðum. Undirstöðuat- vinnugreinarnar voru að þroti komnar og afleið- ingar fáránlegrar efnahagsstjórnar undir forystu Þorsteins eru enn að koma í ljós. Sjálfstæðis- menn stóðu uppi ráðþrota gagnvart vandanum og ríkisstjórnin dó drottni sínum. En kjósendur eru fljótir að gleyma. Það sýna niðurstöður þess- arar nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar. Ríkisstjórnin tapar fylgi en sá flokkur, sem á mesta sök á vandanum, eykur fylgi sitt. Það er gömul saga og ný að auðveldara er um að tala en í að komast. Eftir að sjálfstæðismenn lentu í stjórnarandstöðu virtust þeir skyndilega hafa ráð undir rifi hverju og hafa verið iðnir við að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum. Þeir hafa keppst við að lýsa vanþóknun sinni á ýmsum þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur gripið til, til bjargar fram- leiðslufyrirtækjum landsins. Nú vita þeir allt bet- ur en aðrir og kunna ráð við hverjum vanda. Spurningin er sú, hversu mikið mark kjósendur taka á stjórnmálamönnum - þegar til lengri tíma er litið — sem veigra sér við að bera ábyrgð þegar þeir hafa til þess tækifæri en eru síðan ósparir á að gagnrýna þá sem þora að takast á við hin raunverulegu vandamál. Ljóst er að sú mikla fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins, sem fram kemur í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar nú, er ekkert til að byggja á. Hún er stundarfyrirbrigði eins og fylgisaukn- ing Kvennalistans í öðrum skoðanakönnunum nokkrum mánuðum fyrr. BB. lesendahornið Hvet alla til að sjá Gretti Ég var að lesa leikdóminn í Degi um söngleikinn Gretti sem Leik- félag Menntaskólans á Akureyri er að sýna þessa dagana. Ég er honum sammála um flest, þetta er kraftmikil og skemmtileg sýning. En það er eitt sem ég er ekki alveg sátt við og það er að leik- dómarinn segir tvisvar að sýning- in muni aðallega höfða til unga fólksins. Ég held að fólk á öllum aldri geti haft gaman af að horfa á þennan fjöruga leik. Ég er komin á ellilaun og brá mér í leikhúsið með vinkonu minni, sem er á svipuðum aldri, við skemmtum okkur konunglega. Það var ekki aðeins að okkur þætti gaman heldur er líka ýmis- legt í textanum sem vekur til umhugsunar og bendir manni á hvað margt er skoplegt í nútím- anum, t.d. fjölmiðlafárið. Bréfritari telur að fóik á öllum aldri geti haft gaman af söngleiknum Gretti. Ég vil hvetja alla til að sjá söngleikinn Gretti hjá hinum hressu menntskælingum. Leikhúsunnandi Engin árskort seld í HlíðarfjaJli ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skíðastaða, hafði samband vegna lesenda- bréfs frá Bryndísi og sagði að greinilega væri um misskilning hjá henni að ræða. Hún talar um fjölda manns sem keypt hafi árskort í Fjallið, en árskort eru ekki seld í Hlíðarfjalli. Þar eru hins vegar seld vetrarkort sem gilda frá nóvember til maí og eru því runnin úr gildi núna. ívar vildi jafnfram taka það fram, að vissulega væri reiknað með tekj- um af sölu vetrarkorta, en hann nefndi aðeins fjölda seldra korta í umræddri frétt til þess að undir- strika hve aðsóknin er lítil. Á venjulegum degi seljast að jafn- aði mun fleiri dagkort. - svar til Bryndísar 1 „Fjallinu“ eru seld vetrarkort sem gilda frá nóvember til maí, en ekki árskort að sögn ívars. Vegna lesendabréfs um „Willow“: Furðuleg gagnrýni Vegna lesendabréfs í Degi 3. maí si. um kvikmyndina „Willow" sem sýnd var í Borgarbíó, óska forráðamenn bíósins eftir að koma eftirfarandi á framfæri: Stúlkan segir að í afgreiðslu hafi hún fengið þær upplýsingar, að myndin væri smellin gaman- mynd, sem hún telur síðan að ekki hafi verið. Með vísan í auglýsingu kvik- myndahúsa í Reykjavík sem sýna myndina segir um hana: „Willow ævintýramyndin rnikla, er nú frumsýnd á íslandi. Þessi mynd slær öllu við í tæknibrellum, fjöri, spennu og gríni. Það eru þeir kappar George Lucas og Ron Howard sem gera þessa stórkostlegu ævintýramynd. Hún er nú frumsýnd víðs vegar um Evrópu um jólin.“ Þessu til við- bótar má bæta við, að myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir tækni- brellur, var jólamynd í Bíóborg- inni þar sem um 23 þúsund manns sáu hana og um 1500 á Akureyri. Þá hefur enginn kvart- að undan myndinni til þessa og þeir sem rætt hefur verið við eru sammála um að hún hafi verið virkilega góð. Úrklippa úr lesendabréfi Astu Sveins sem birtist í blaðinu 3. maí sl. Orðum Ástu Sveins. mótmælt: „Willow“ hin besta skemmtun Ásgeir Ingólfsson hringdi. Ég vil mótmæla því sem Ásta Sveins. í Innbænum sagði í les- endahorni Dags 3. maí sl. varð- andt kvíkmyndina „Willow“. Þessi mynd er bæði fyndin og spennandi og alveg peninganna virði. Ég myndi segja að þessi mynd sé í hópi þeirra betri sem ég hef séð.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.