Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. maí 1989 - DAGUR - 5 Stjórn Kaupfélags Þingeyinga: Egill endurkjörmn formaður - Helga Valborg og Brynjar náðu kjöri Breytingar urðu á stjórn Kaup- félags Þingeyinga á aðalfundi félagsins sl. fimmtudag. Egill Olgeirsson, stórnarformaður hafði lokið kjörtíma sínum en var endurkjörinn. Jónas Egils- son og Aðalbjörg Gunnlaugs- dóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og í stað þeirra voru kjörin þau Helga Valborg Pétursdóttir, sem í þrjú ár hef- ur verið varamaður í stjórn- inni, og Brynjar Sigtryggsson. Við fyrstu atkvæðagreiðslu um þrjá aðalfulltrúa voru Egill og Helga Valborg kjörin í stjórnina. Brynjar, sem var með þriðju hæstu atkvæðatölu, náði ekki meirihluta atkvæða, svo kjósa þurfti nrilli hans og fjórða atkvæðahæsta manns, Arnar Jóhannssonar. Náði Brynjar kjöri með miklum mun á atkvæðatölu. í kjöri um tvo varafulltrúa var Halldóra Jónsdóttir endurkjörin við fyrstu atkvæðagreiðslu en kjósa þurfti í annað sinn milli tveggja næstu ma tna, Skarphéð- ins Sigurðssonar og Arnar Jóhannssonar, náði Skarphéðinn kjöri með miklum mun. Aðrir í stjórn Kaupfélags Þing- eyinga eru: Ari Teitsson, Baldvin Baldursson, Böðvar Jónsson og Egill Gústafsson. Á aðalfundi Starfsmannafélags KÞ, sem hald- inn var nýlega, var Þorkell Björnsson kjörinn fulltrúi starfsmanna í stjórn KÞ. IM Sjálfsbjörg á Akureyri: Vemdaði viimustaðurinn á í erfiðleikum Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, verður haldinn síðar í þessum mánuði. Fundinum hefur tvívegis verið frestað en Snjæbjörn Þórðarson, formað- ur félagsins, segir að ástæðan Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarstjórn hefur sam- þykkt samkomulag um breyt- ingar á gildandi kjarasamningi milli Launanefndar sveitarfé- laga og starfsmannafélaga bæjarstarfsmanna, þar á rneðal STAK. Samkomulagið var undirritað í Hveragerði 13. apríl sl. og gildir til 31. des- ember 1989. ■ Bæjarráð hefur lagt til að yfirverkfræðingi verði heimil- að að panta götusóp af gerð- inni Faun Ak 435 Lw en áætl- að kaupverð er kr. 6.000.000.-. ■ Bæjarráð hefur einnig lagt til að umhverfisstjóra verði heimilað að panta bifreið til afnota fyrir jarðeignir og dýra- eftirlit. Áætlaö kaupverð er kr. 1.000.000.-. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Kraftlyftingafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 50.000.-, vegna keppnis- ferðar til Noregs 25. maí næst- komandi. ■ Atvinnumálanefnd Akur- eyrar skorar eindregið á stjórn Húsnæðistofnunar ríkisins að koma á fót þjónustuskrifstofu á Akureyri hið allra fyrsta og eigi síðar en í lok þessa árs. Æskilegt er að slík skrifstofa annist móttöku lánsbeiðna, veiti upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar og sinni almennri ráðgjöf til húsbyggj- enda og kaupenda íbúðar- húsnæðis. ■ Á fundi öldrunarráðs nýlega færði Kventelagið Framtíöin að gjöf kr. 700.000,- til kaupa á 7 sjúkra- rúmum á nýju hjúkrunardeild Hlíðar. Þá gaf Rauði Krossinn kr. 300.000.-, einnig til kaupa á sjúkrarúmum. sé meðal annars sú að skýrari línur verði að fást varðandi framtíðarhorfur verndaða vinnustaðarins og Ako-plasts. í máli Snæbjarnar kom fram að rekstur endurhæfingarstöðvar- innar kom tiltölulega betur út í fyrra en árið þar áður. Varðandi aðra starfsemi segist hann ekki sjá fram á annað en að umtals- verð opinber aðstoð verði að koma til vegna erfileika í rekstri verndaða vinnustaðarins. Þá séu fyrirsjáanlegir erfiðleikar vegna reksturs Ako-pokans, samkeppni hefði aukist á því sviði. Bæjarráð Akureyrar mun taka viðskipti bæjarins við Ako-plast til umfjöllunar 18. þ.m. en bærinn hefur sem kunnugt er keypt plastpoka undir sorp frá fyrirtæki Sjálfsbjargar um árabil. Að sögn Snæbjarnar getur vel farið svo að Ako - plast verði gert að vernduðum vinnustað, a.m.k. getur vel farið svo að það mál verði rætt, jafnvel á næstunni. „Fyrirtækið var keypt á góðum kjörum á sínum tíma og við höf- um trú á framtíð þess. Það hefur hingað til verið rekið samhliða öðrum rekstri hérna en vandinn er sá að fjárhagsáætlanir hafa ekki staðist, fyrst og fremst vegna Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra hefur skipað Pétur Reimarsson framkvæmda- stjóra Sæplasts á Dalvík, for- mann stjórnar Iðntæknistofn- unar íslands til næstu tveggja ára. Ný stjórn stofnunarinnar var skipuð fyrir nokkru og eru fulltrúar allra tilnefningaraðila nýir. Þetta kemur fram í Púlsinuin, nýjasta fréttabréfi Iðntæknistofn- unar. I viðtali við Púlsinn, segir Pétur m.a. að stjórnin hefði á fundum sínum að undanförnu verið að fjalla um starfs- og fjár- hagsáætlun stofnunarinnar árið 1990 og hefði sérstakan áhuga á að koma á laggirnar nýju verk- efni sem tengi saman sjávarútveg og iðnað. Markmið þessa verk- efnis sem ætlað er að standi í tvö opinberra aðgerða. Við stöndum á ákveðnum tímamótum nú,“ sagði hann. EHB Skoðun á smjör- og smjörvasýnum: Öll sýnin reyndust fyrsta flokks - hjá þremur norð- lenskum samlögum Rannsóknarstofa Osta- og smjörsölunnar skoðaði 1367 smjör- og smjörvasýni á árinu 1988 og taldi um 95% þeirra fyrsta flokks. Er það heldur betri árangur en náðist árið áður. Þetta kemur fram í Mjólkur- fréttum, fréttafréfi Osta- og smjörsölunnar og Samtaka afurða- stöðva í mjóluriðnaði. Hjá þremur samlögum reynd- ust öll aðsend sýni fyrsta flokks, hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík og Mjólkursamlagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. ár, er að efla nýsköpun í iðnaði og auka framleiðni í sjávar- útvegi. Ætlunin er að verkefnið snúi einkum að aukinni sjálf- virkni og vinnuhagræðingu á til- teknum sviðum fiskvinnslu. Þá segir Pétur það einnig vera sérstakt áhugamál sitt að auka þjónustu Iðntæknistofnunar á landsbyggðinni og gera fyrirtækj- um auðveldara að leita til stofn- unarinnar bæði fjárhagslega og á annan hátt. Aðrir í stjórn stofnunarinnar eru: Davíð Lúðvíksson tilnefnd- ur af Félagi ísl. iðnrekenda, Elías Gunnarsson tilnefndur af Lands- sambandi iðnaðarmanna, Hall- dór Grönvold tilnefndur af Landssambandi iðnverkafólks og Örn Friðriksson tilnefndur af Alþýðusambandi íslands. Ný stjórn Iðntækistofnunar íslands: Pétur Reimarsson skipaður formaður Videoleiga í fullum rekstri til sölu Upplýsingar í síma 22150 eftir kl. 16.00. >+ .i' T -J vl/ Til sölu er grunnur að þessu húsi við Aðalstræti á Akureyri. Upplýsingar í síma 22006 á kvöldin. AHar vörur seldar á 50% afslætti Aðeins þessa viku Verslunin ★ Fatnaður. ■^ ★ Skartgripir. SrfÞUtTOg ★ Snyrtivörur. Sunnuhlíð 12, sími 22484. -----------------------------------------------------------------------\ AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 11. maí 1989 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Áslaug Einarsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir til viötals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæö. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Skrifstofa Alþingis Staða forstöðumanns tölvumála Alþingis er laus til umsóknar Starfssvið: Umsjón með tölvukerfi Alþingis, þróun tölvuvæðingar og þjónustu viö notendur. Tæki: Wang VS-7010 tölva (4 MB minni, 900 MB diskrými) ásamt um 50 einmenningstölvum (Wang og Macintosh), sem veriö er aö raðtengja. Verkefni: Helstu verkefnin eru ritvinnsla, útgáfa (WP+ ritvinnsla, prentsmiöjusamskipti og einka- útgáfa) og vinnsla gagna starfsemi Alþingis (PACE gagnagrunnur). Umsóknarfresturinn ertil 15. maí n.k. og er æskilegt aö umsækjandi gæti hafiö störf sem allra fyrst. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþingis, sími 11560.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.