Dagur - 09.05.1989, Síða 6

Dagur - 09.05.1989, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989 Akureyri: Kaupfélagsstjórahjónin kvödd Sl. föstudagskvöld komu fulltrúar á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga og stjórn félagsins saman á Hótel KEA. Tilefnið var að kveðja formlega Val Arnþórsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra og Sigríði Ólafs- dóttur konu hans, en eins og kunnugt er hefur Valur látið af starfi kaupfélagsstjóra KEA og tekið við starfi bankastjóra Landsbanka íslands. Fjölskyldan er því að flytja búferlum suður yfir heiðar eftir um aldarfjórðungsstarf að samvinnumálum í eyfirskri byggð. Tæplega 300 manns voru saman komnir á Hótel KEA á föstudagskvöldið til að kveðja Val og Sigríði. Mörg ávörp voru flutt, m.a. flutti Hjörtur Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal, fyrrverandi stjórnarformaður KEA, ræðu þar sem hann rakti kynni sín af þeim hjónum í löngu samstarfi í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Hjörturfór mörgum fögrum orð- um um kynni sín af þeim hjónum og þakkaði þeim afar farsæl störf í þágu Kaupfélags Eyfirðinga og eyfirskra byggða. Jóhannes Sigvaldason, núverandi stjórnarformaður KEA, var veislustjóri í kveðju- hófinu. Hann færði Vali og Sigríði málverk að gjöf frá Kaupfélaginu, en málverk þetta prýddi veggi skrifstofu Vals til margra ára. Félagar úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri fluttu ljóð um Akureyri og Eyjafjörð eftir ýmis valinkunn skáld og þeir Hörður Kristinsson, nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri og Waclaw Lazarz, kennari hans, léku nokkur lög á harmoníku. Fengu bæði þessi atriði afar góðar viðtökur gesta. Undir lok samkomunnar flutti Valur Arnþórsson ræðu þar sem hann þakkaði fyrir sig og konu sína og leit um öxl yfir farinn veg í starfi sínu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og Samvinnuhreyfingunni. Tæplega 300 manns voru saman komnir á Hótel KEA á föstudagskvöld til aö kveðja Val Arnþórsson og Sigríði Ólafsdóttur. /“/or ©r ekkert hrafnajping... ...en hins vegar erum við fús að veita ÞÉR góða þjónustu Við bjóðum: Tölvuprentun Blaðaprentun Tímaritaprentun Bókaprentun Bókband Dagsprent Strandgötu 3I • Akureyri ■ @ 96-24222 Jóhannes Sigvaldason, stjórnarformaður KEA afhenti þeim hjónum málverk að gjöf frá Kaupfélaginu. HOTLL Félagar í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri fluttu stórskemmtilega Ijóða- dagskrá, sem sérstaklega var æfð af þessu tilefni. Fyrrverandi og núverandi kaupfélagsstjórahjón. Sigríður Ólafsdóttir, Valur Arnþórsson, Hrefna G. Torfadóttir og Magnús Gauti Gautason. Svo sem sjá má var salurinn þétt setinn. Fremst á myndinn má m.a. sjá Þór- arin Halldórsson, Gylfa Guðmarsson, Arnheiði Eyþórsdóttur og Jón Helga- son. Myndir: BB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.