Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989
Sundnámskeið
fyrir 6 ára börn og eldri hefjast í Sundlaug Akureyrar
29. maí og 19. júní n.k.
Innritun í síma 23260
Sumarbúðir kirkjunnar
við Vestmannsvatn, Aðaldai
bjóða unga sem gamla velkomna
til dvalar f sumar.
Fallegt umhverfi. Fjölbreytt dagskrá.
Vant starfsfólk.
Innritun og upplýsingar veittar í síma 96-24873
alla virka daga frá kl. 17.00-19.00.
AliÍngi
íslendinga
Frá Alþingi
íbúð fræðimanns í húsi
Jóns Sigurðssonar
íbúö fræöimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn er laus til afnota tímabiliö 1. september
1989 til 31. ágúst 1990. Fræðimenn sem hyggjast
stunda rannsóknir eöa vinna aö verkefnum í Kaup-
mannahöfn geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í
íbúöinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauö-
synlegasti heimilisbúnaður. Flún er látin í té endur-
gjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera
skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuöir, en
venjulega hefur henni veriö ráðstafað til þriggja
mánaöa í senn.
Umsóknir um íbúöina skulu hafa borist til skrifstofu
Alþingis eigi síöar en 30. júní n.k.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með
dvöi sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og
fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi
óskaö er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð
umsækjanda. Tekið skal fram aö hússtjórn ætlast til
aö dvalargestir nýti úthlutaöan tíma sinn aö fullu viö
störf í Kaupmannahöfn.
Sérstök eyöublöð er hægt aö fá á skrifstofu Alþingis
í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráöinu í
Kaupmannahöfn.
Völd kvenna
Við konur þurfum meir en
nokkru sinni stuðning hver frá
annarri. Um leið geta einmitt
tengslin við vinkonuna hindrað
okkur. Vinskapur miili kvenna
er öðru vísi en milli karla.
Stundum eru tengslin við bestu
vinkonuna mikilvægari en
sambandið við makann.
Kona 9. áratugarins hefur
meira valfrelsi en nokkru sinni
áður. En þetta valfrelsi getur líka
verið harðstjóri. Við erum að
leita að jafnrétti og sjálfstæði en
það liggur ekkert í augum uppi
hvernig við eigum að ná þeim
markmiðum. Meir en nokkru
sinni áður þurfum við stuðning
annarra kvenna - en samtímis
geta einmitt tengslin við vinkon-
ur okkar verið hindrun í vegi
okkar.
Konur mynda sterk tengsl sín í
milli. Stundum eru tengslin við
bestu vinkonuna mikilvægari en
sambandið við makann. Konur
hafa oft náin samskipti sín í milli
og sterka þörf fyrir nærveru og
væntumþykju í sambandinu við
vinkonurnar. Að skilja við góða
vinkonu getur verið jafn sárs-
aukafullt og aðskilnaður frá karl-
manni.
Þörfin fyrir náin tengsl og trún-
að hefur ekki bara áhrif á okkur í
einkalífinu heldur líka í atvinnu-
lífinu. Kona í stjórnunarstarfi
gerir aðrar kröfur en karlmaður í
sama starfi, bæði til sjálfrar sín
og starfsmanna sinna.
Hæfileikar kvenna til skilnings
og samkenndar eru ekki alltaf af
hinu góða. Þessir hæfileikar gefa
líka færi á að notfæra sér veikar
hliðar annarra.
Freud sagði eitt sinn að vanda-
málið í samskiptum kvenna væri
afleiðing af örðugleikunum í
samskiptum móður og dóttur.
í bók sinni um vináttu kvenna
og vald þeirra hver yfir annarri
(Kvinnors makt över kvinnor)
leggur höfundurinn Eva Margo-
lies út frá þessari staðhæfingu
Freuds. Hún vinnur áfram með
þessa kenningu með því að beina
hugsuninni að aðskilnaði drengja
frá mæðrum sínum, sem er öðru-
vísi en aðskilnaður dætra frá
mæðrum sínum - að það sé ástæð-
an fyrir því að vináttutengsl eru
ólík hjá konum og körlum. Þörf
okkar fyrir vináttu birtist einfald-
lega í mismunandi myndum.
Vegna þess að við konur erum
bundnar mæðrum okkar snúum
við okkur oft til kvenna til að fá
viðurkenningu - og það getur
þýtt endalok tilverunnar að vera
hafnað af bestu vinkonunni!
Pað að konur eiga svo erfitt
með að ná árangri stafar fyrst og
fremst af óleystri innri baráttu
sem hefur með samskiptin við
móðurina að gera - en ekki
vegna þess að karlar leggi hindr-
anir í leið kvenna, skrifar Eva
Margolies. Pað er að einfalda
málið um of að skella skuldinni á
karlmennina.
Togstreitan verður til á þann
hátt að um leið og við þurfum að
yfirgefa mæður okkar, þ.e. að
rjúfa móðurbindinguna sem
myndast milli nýfædds barns og
móður, verðum við að líkjast
móðurinni til að geta talist
„kvenlegar“.
Öll börn tengjast móður sinni
sterkum böndum í upphafi en
fyrr eða síðar rofna þau bönd.
Fyrir strákum er það ljóst frá
upphafi að þeir eru ólíkir mæðr-
um sínum. Strákurinn fær annað
viðmót en systur hans og hann
sér, ekki síst á eigin líkama, að
hann er af öðrum toga. Og jafn-
vel þótt það geti verið sárt að
rjúfa tengslin við móðurina, þá er
það bara um stundarsakir - þegar
hann verður stór og giftir sig fær
hann staðgengil fyrir móðurina.
Fyrir stelpur er þessu öfugt
farið. Um leið og ætlast er til að
þær losi sig frá mæðrum sínum
eiga þær að líkjast þeim. Það sem
oft gerir þessar aðstæður flóknar
er sú staðreynd að margar mæður
eiga erfitt með að sleppa takinu
af dætrum sínum. Hversu ná-
■tengd sem móðirin er syninum,
gerir líffræðilegi mismunurinn
það að verkum að hann er frá
upphafi fjarlægari henni en dótt-
irin. Dóttirin er hennar eigin
eftirmynd.
Af þessu leiðir að þegar dóttir-
in vill slíta sig frá móðurinni lítur
það oft út sem höfnun. Öll merki
um að dóttirin vilji vera öðruvísi
en móðirin má túlka þannig: „Ef
þú ferð frá mér hlýtur það að
þýða að þú vilt ekki líkjast mér
og hvernig gæti þér þá þótt vænt
um mig?“ Pað er hræðslan við að
verða hafnað, að missa ást barns-
ins síns sem gerir það að verkum
að margar mæður, meðvitað eða
ómeðvitað, reyna að hindra dæt-
ur sínar í því að verða sjálfstæðir
einstaklingar.
Dóttirin hefur að sínu leyti
þörf fyrir náið samband við móð-
ur sína, en vill um leið sleppa
henni. Hún vill vera óháð henni
en þarf samtímis að eiga ást
hennar vísa.
Pað er þessi togstreita sem iðu-
lega er á kreiki í samskiptum
okkar við aðrar konur.
Strákar eru venjulega farnir að
losa sig frá mæðrum sínum við 9-
10 ára aldur en stelpa á þeim
aldri er félagslega jafn bundin
móður sinni og hún var á öðru
aldursári.
Fyrstu árin í skólanum er
mikilvægast af öllu fyrir flestar
litlar stelpur að eiga vinkonu. Sá
litli heimur sem byggist upp í
kringum vináttu tveggja stelpna á
þessum aldri er sterkur og gerir
tilveruna fyrir utan óþarfa, ekki
síst heim hinna fullorðnu. Skipst
er á leyndarmálum og ALLT á að
vera sameiginlegt.
Petta samband er eftirlíking af
móðurbindingunni, að vera
algerlega háð, að renna saman
við aðra manneskju - en hættu-
TÖLURNAR ÞÍNAR? ÞAR KOM AÐ ÞVÍ!
Þetta eru tölurnar sem upp komu 6. maí 1989.
Heildarvinningsupphæö var kr. 9.215.180,-
1. vinningur var kr. 5.470.648.-
Tveir þátttakendur voru með fimm tölur réttar og fær hvor þeirra kr. 2.735.324,-
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 555.690,-
Skiptist á 5 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 111.138,-
Fjórar tölur réttar, kr. 958.392,- skiptast á 204 vinningshafa, kr. 4.698,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 2.230.450,- skiptast á 7.195 vinningshafa, kr. 310,- á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánud. til laugard. og er lokað 15 min. fyrir útdrátt.
Sími6851 11. Upplýsingasímsvari 681511.
lausari.
Það er á þessum árum sem
stelpur fara að byggja upp hæfi-
Ieika til að mynda félagsleg tengsl
og lifa sig inn í tilfinningar ann-
arra. Það eru góðir eiginleikar -
en ekki bara góðir. Hæfileikinn
til innlifunar og skilnings gefur
líka færi á að finna og skaða við-
kvæmustu tilfinningar annarrar
manneskju.
Stelpur sækjast eftir að eiga
„bestu vinkonu“ en eru samtímis
hræddar við einmitt bindinguna
og of náin tengsl, þess vegna geta
tilraunir þeirra til að afla sér vin-
áttu, trúnaðar og öryggis oft end-
að með harðri baráttu þar sem sú
sterkasta sigrar. Að yfirgefa
bestu vinkonuna vegna annarrar,
að hafna vináttu annarrar stelpu
getur verið vörn gegn bindingu
sem virðist ógnandi. Kannski er
hægt að sjá sama munstur hjá
fullorðnum konum.
Það er oft sagt að strákar eigi
auðveldara með að keppa hver
við annan en stelpur, og að það
sé vegna félagslegrar þjálfunar og
hugsanlega líffræðilegs mismun-
ar. En, segir Eva Morgolies, rök
sem mæla gegn því eru þau að
kannanir hafa sýnt að stelpur
eiga mun auðveldara með að
keppa á móti strákum en hver
gegn annarri.
Ástæðan fyrir því að stelpur
eiga erfitt með að fá útrás fyrir
keppnisandann í íþróttum er
m.a. sú að ef stelpa reiðist við aðra
stelpu upplifir hún á táknrænan
hátt að hún beini reiði sinni að
móður sinni og sjálfri sér um leið.
í þessari flækju felst að hluta til
skýringin á þvf hve konur eiga
erfitt með að vera í samkeppni
við aðrar konur.
Það er sameiginlegt með mörg-
um konum sem hafa átt vel-
gengni að fagna í atvinnulífinu að
þær hafa átt föður sem hefur stutt
þær og orðið fyrirmynd þeirra og
móður sem hefur leyft það.
Á táningaaldrinum gerist
tvennt. Stelpur fara að hópa sig
saman og og þær fara að vera
með strákum. Enn eru vinkonu-
tengslin sterk. Á þessum árum
getur kærasti ekki keppt við vin-
konu um trúnað og ást. Kvensál-
fræðingur nokkur hefur orðað
þetta þannig að stelpur séu í leyni-
makki - eins konar þykjustuleik
sem heitir „strákar skipta mestu
máli“. Það að eiga kærasta á
þessum aldri er nefnilega líka
aðferð til að afla sér aðdáunar og
vinsælda hjá öðrum stelpum . . .
Þörfin fyrir náin tengsl ásamt
hræðslunni við að verða hafnað
er ástæðan fyrir því að álit ann-
arra kvenna á okkur skiptir okk-
ur miklu máli alla ævi. Eva
Margolies fullyrðir að konur geri
sig fallegar að lang mestu leyti
hver fyrir aðra, miklu fremur en
fyrir karlmenn! Allar kannanir
varðandi fegrun sýna að karl-
menn eru lítt hrifnir af máluðum
konum. Við málum okkur þess
vegna til þess að hljóta aðdáun
annarra kvenna.
Eva Morgolies segir að það sé
mikilvægt að við Iærum að viður-
kenna okkar sterku tilfinninga-
legu bindingu við aðrar stelpur
og megum ekki afneita því að
þau geti verið jafnsterk eða
sterkari en tilfinningaleg sam-
bönd okkar við karlmenn.
Togstreitan milli þarfarinnar
fyrir móðurlega umhyggju, vin-
áttu annarra kvenna og löngunar-
innar til að vera óháður einstakl-
ingur kemur kannski greinilegast
fram í atvinnulífinu. Karlmenn
einbeita sér fyrst og fremst að
vandamálum sem tengjast sjálfu
starfinu. Konur hafa þar fyrir
utan áhyggjur af vandamálum
eins og: Hollustu gegn faglegum
stjónarmiðum, öfund, hlutverka-