Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. maí 1989 - DAGUR - 5 Fulltruar Rótarýhreyfingarinnar á íslandi í boði forsetans á Bessastöðum. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ólafur E. Stefánsson, Einar S. Einarsson, Eiríkur Sigurðsson, forsetinn frú Vigdís Finnbogadóttir, Jón Arnþórsson, Arn- björn Kristinsson, Stefán Júlíusson og Sigurður Ólafsson. Húsnæði óskast! Óskum eftir 3-4ra herbergja íbúð sem allra allra r fyrst. /y imsstudíojjj "'alice JJr Upplýsingar í síma 25590. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Utskriftarnemar VMA Stuttur fundur vegna verkfallsins veröur laugar- daginn 13. maí kl. 13.00 á Eyrarlandsholti. Verkmenntaskólinn á Akureyri. litið er til baka er Paul Harris stofnaði fyrsta rótarýklúbbinn í Chicago þann 27. febrúar 1905, ásamt þremur vinum sínum. Hann var oft spurður síðar hvort hann hefði órað fyrir því þá, að þetta væri upphaf voldugrar alheimshreyfingar. Besta svar Paul er ef til vill að finna í síðasta ávarpinu sem hann sendi á rótarýhátíð stuttu fyrir andlát sitt, 27. janúar 1947: „Nei, nei, ég sá ekki fyrir mér víðfeðma alheiroshreyfingu árið 1905. Pegar plantað er veikburða græðlingi að vori, erum við þá viðbúnir að sjá fyrir okkur vold- ugt tré? Þurfum við ekki að reikna með regni og stormi og brosmildi forsjónarinnar? Pegar fyrsti brumhnappurinn birtist - ja, þá getum við fyrst farið að láta okkur dreyma um skuggsæld trésins.“ Nú starfar Rótarý í 164 lönd- um og landssvæðum í nær 24 þús- und klúbbum með yfir eina milljón félaga. Síðustu landvinningarnir voru á Aruba í Karabíska hafinu og á Álandseyjum. Paul Harris hafði oft látið í ljósi áhuga á að hreyfingin kæmi á fót sjóði til styrktar námsfólki vítt og breitt um heimsbyggðina. I minningu þessa óeigingjarna og framsýna leiðtoga skipulagði Rótarýsjóðurinn sérstakt náms- styrkjakerfi, sem nú er orðið það umfangsmesta í veröldinni sem rekið er af einkaaðilum á alþjóð- legum grunni. Á síðasta ári nutu tæp 1400 nemenda þessa en nær 20.000 nemendur hafa stundað nám' með tilstyrk sjóðsins. PolioPlus-söfnunin er annað glæsilegt átaksverkefni til útrým- ingar lömunarveiki meðal barna. Safnast liafa 270 milljónir doll- ara. Nú þegar hafa 135 milljón börn verið bólusett en 454 millj- ónir verða bólusett á næstu árum. Jarðarbúar eru nú um 5 milljarð- ar og hér er því um að ræða 12% þeirra. Slík risaverkefni ásamt fjölda annarra leysast ekki nema allir rótarýmenn taki höndum saman. Bjórsala í mars: Sanitas með yfír- burði á markaðmun - daufasti bjórinn lækkar í verði og breytingar á umbúðum á döfinni Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR um sölu áfengis fyrstu þrjá mánuöi ársins, hefur Sanitas náö rúmlega helmingi bjórmarkaðarins á móti rúm- lega 12% hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. „Við erum ekkert óánægðir með mark- aðshlutdeildina,“ sagði Ragn- ar Birgisson forstjóri Sanitas en bætti jafnframt við að heild- arsala fyrsta bjórmánuðinn hafi ekki verið meiri að magni til en þeir hafí búist við í upp- hafí. Ragnar segir, að þeir hafi reiknað með að heildarmarkað- urinn væri stærri, en að t.d. í sumar komi hann til með að stækka þegar fólk fer að taka með sér bjór í ferðalög, veiði- ferðir og grillveislur svo eitthvað sé nefnt. Þá sé bjórinn dýr og að margar bjórkrár hafi ekki verið tilbúnar 1. mars en séu nú að opna hver af annari. Ef litið er nánar á hlutdeild hverrar bjórtegundar á markaðn- um, er Lövenbrau vinsælastur með 39,7% sölu, þá kemur Tuborg með 16,8%, Egils Gull 11,9%, Kaiser 10,6%, Budweiser 9,6%, Sanitas Lager 8,4%, Sanitas Pilsner 2,7% og Pólar 0,3%. Ragnar segist telja ólíklegt að Sanitas komi til með að halda þessari stóru markaðshlutdeild. „Pað eiga eftir að koma inn fleiri tegundir sem keppa við okkur, en ég sé þó fyrir mér að í framtíð- inni verði mesta samkeppnin milli Lövenbrau og Tuborg. Nýlega ákvað Sanitas í sam- vinnu við ÁTVR að lækka verð á Sanitas Pilsner, sem er veikasta öltegundin með 4,6% alkahól- innihald. Markmiðið er að reyna að auka hlutdeild þessarar teg- undar og koma íslendingum í skilning um að hér sé á ferðinni bjór sem svipar mjög til vinsælla danskra bjóra, eða Hof og Grön. Á döfinni er einnig að breyta umbúðum utan um Sanitas Pilsner og Lager. Útlit umbúðanna munu gjörbreytast og vonast er til að bjór í nýju umbúðunum líti dagsins ljós í haust. VG Til heiðurs Paul Harris var stofnað til Paul Harris orðunnar, en sú fjáröflun sem því tengist hefir orðið drýgsti bakhjarlinn í mannúðarátaki Rótarýhreyfing- arinnar. Á íslandi er nú framundan umdæmisþing á Akureyri í júní n.k. og enn er gróður á dagskrá. Motto þess verður „Gætum að gróðri jarðar“. En það er einmitt þessi óeigingjarna framtíðartrú að sá og gróðursetja, ekki til að uppskera sjálfir heldur að fjár- festa í framtíðinni, sem er aðall Rótarýs. Okkur er ljóst kæri forseti, frú Vigdís, að þar eigum við samleið með yður. fslensk Rótarýhreyfing óskar að fá að heiðra yður og afhcnda Paul Harris orðuna, ásamt heið- ursskjali undirrituðu af forsetum Rótarýsjóðsins og hinnar alþjóð- legu Rótarýhreyfingar, þar sem þakkað er sérstaklega mikilvægt starf að því að efla og bæta skiln- ing og vináttu þjóða heimsins.“ Háskólinn á iVlmrcyri Opinber fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri laugardaginn 12. maí ld. 14.00. Efiii: Hávamál og fornar hugmyndir. Fyrirlesari: Dr. Hermann Pálsson prófessor í Edin- borg. Staður: Ilúsnœði Iiáskólans við Þórunnarstrœti (Iðnskólahúsið). Stofa 24. Allir velkoiiiiiir meðan húsrúm íryíir. Háskólinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.