Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 16
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eöa Stefán í síma 21818.
Gísli Viggósson útskýrir líkan af Ólafsfjarðarhöfn fyrir sendinefnd frá Ólafsfirði, í húsi Hafnamálastofnunar í Kópa-
vogi í gær. Mynd: JÓH
Sendinefnd frá Ólafsfirði skoðaði tillögu Hafnamálastofnunar
um endurbætur á Ólafsijarðarhöfn í gær:
„Eruin ákaflega hressir með
vmnubrögð Haftiamálastoftiunar“
- segir formaður hafnarnefndar Ólafsijarðarbæjar
Verkfall BHMR:
Fiskeldisstöðvar á
Norðurlandi eiga
enn nóg af fóðri
Eftir því sem Dagur kemst
næst eiga velilestar flskeld-
isstöövar á Norðurlandi
nægilegt eldisfóður fram að
næstu mánaðamótum og því
hefur yflrstandandi verkfall
BHMR, og þarmcð vcrkfall
Félags íslenskra náttúru-
fræðinga, enn sem komið er
ekki komið mjög Ula við
þeirra starfsemi.
Skorts á fóðri, einkum fyrir
seiðaeldi, er tekið að gæta hjá
nokkrum eldisstöðvum á suð-
vesturhorninu og ef verkfall
leysist ekki á næstu dögum
stefnir í hrun í seiðaeldi nokk-
urra stöðva. Landssamband
fiskeldis og hafbeitarstöðva
hefur lýst þungum áhyggjum
sínum vegna þess ástands sem
þegar hefur skapast og óttast
að afleiðingar verkfallsins, ef
það dregst á langinn, kunni að
veröa hrun þessarar ungu bú-
greinar.
Reynir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Miklalaxi
hf. í Fljótum, kvaðst eiga fóð-
urbirgðir til næstu mánaða-
móta. Hann sagðist hafa birgt
sig upp af fóðri áður en verk-
fall byrjaði, enda hafi hann
búist við langvinnu verkfalli.
Hjá Árlaxi hf. í Kelduhverfi
fengust þær upplýsingar aö
fóður væri nægilegt næstu
þrjár vikur og áhrifa yfirstand-
andi verkfalls gætti því ekki í
augnabiikinu. óþh
Sala á eignum
þrotabús Sæbliks hf.:
Reikna með að
skrifa undir á
næstu dögum
- segir Örlygur
Hnefíll Jónsson
„Ég reikna með að á næstu
dögum verði skrifað undir
samninga við Geflu hf. um
sölu eigna þrotabús Sæbliks
hf. á Kópaskeri,“ sagði
Örlygur Hneflll Jónsson,
bústjóri þrotabúsins í sam-
tali við Dag.
Á fundi forsvarsmanna
Geflu hf, með bústjóra sl.
þriðjudag var farið í saumana
á framkomnu tilboði Geflu hf.
í eignir þrotabúsins á Kópa-
skeri, rækjuvinnslu og verbúð.
Örlygur segir að ekkert nýtt
hafi komið fram á þeim fundi
en í framhaldi af honum verði
haft samband við viðkomandi
fjóra veðhafa og þeirra sé að
gefa grænt ljós á sölu eigna
þrotabúsins. Að því fengnu sé
ekkert til fyrirstöðu að undir-
rita samninga. óþh
Hafnarnefnd Ólafsfjarðarbæj-
ar, bæjarstjóri, hafnarverðir
og tveir skipstjórar skoðuðu í
gær líkan af Ölafsfjarðarhöfn
sem byggt hefur verið í módel-
húsi Hafnamálastofnunar í
Kópavogi. Tilraunir þær sem
gerðar hafa verið á módelinu í
vetur hafa miðað að því að
minnka sandburð inn í höfn-
ina, skapa meiri kyrrð í Yest-
urhöfninni, bæta kyrrð í Aust-
urhöfn einkum við loðnukant
og að finna lausn á uppbygg-
ingu Austurhafnar þannig að 4
togarar geti legið þar í öllum
veðrum. I heild virðist tækni-
lega vera komin góð lausn á
vandamálum í Öiafsfjarðar-
höfn og var álit gestanna í
Hafnamálastofnun í gær að sú
tillaga sem gerð er verði að
teljast framar vonum.
„Maður trúir þessum aðstæð-
Samdráttur vegna sumarorlofs
á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri verður ívið meiri í ár
en á síðasta ári, að sögn Hall-
dórs Jónssonar framkvæmda-
stjóra spítalans. Hann segir
það m.a. vera af sparnaðar-
ástæðum að nú verður heilli
deild lokað alfarið, en það eitt
að fækka rúmum á deildum
hafl tiltölulega lítið að segja í
sparnaði. Á FSA sé hins vegar
erfltt að loka deildum alveg
þegar aðeins er um að ræða
eina deild af hverri tegund.
Nógu erfltt verði að manna
starfscmina eins og sumarlok-
anirnar eru settar upp, þó ekki
sé verið að horfa á peninga-
hliðina líka.
um sem hér er búið að setja upp
og miðað við það þá er hér komin
virkilega góð lausn. Hún er betri
en ég átti von á,“ sagði Porbjörn
Sigurðsson, skipstjóri á togaran-
um Sólbergi, er hann hafði skoð-
að tillögur Hafnamálastofnunar í
gær. „Við getum mun auðveldar
athafnað okkur á togurunum í
þessari höfn og þar fyrir utan er
þessi lausn ódýrari en menn
almennt bjuggust við.“
Fram kom í gær að sú lausn
sem Hafnamálastofnun telur sig
hafa fundið er í mörgum verk-
þáttum og miðað er við að hún
verði framkvæmd á löngu tíma-
bili.
„Við erum ákaflega ánægðir
með þessi vinnubrögð þeirra hjá
Hafnamálastofnun. Við erum
búnir að bíða talsvert eftir að fá
þessa módelprófun og allar
hræringar í átt til framkvæmda
hafa í raun og veru strandað á
Starfsemi legudeildanna
almennt mun dragast nokkuð
saman á tímabilinu frá 1. júni til
loka september. Prófað verður
að skipta lyflækningadeild
þannig, að hefðbundna deildin
verður rekin með 12-15 sjúkling-
um að hámarki og 10 rúma einingu
sem rekin verður 5 daga vikunnar
frá mánudegi til föstudags.
Barnadeild verður eingöngu rek-
in á bráðaþjónustu, Sel verður
með fullum afköstum auk þess
sem þangað verða fluttir nokkrir
sjúklingar af B-deild sem verður
alveg lokuð og sjúklingar þaðan
fluttir á aðrar deildir.
Handlækningadeild er stefnt
að því að reka fyrir 12-15 sjúkl-
inga að hámarki, en þar er enn
fræðilegum spursmálum. Enda
hefur það komið á daginn í þessu
módeli að búið er að velta upp
möguleikum sem bæði við og þeir
lögðu til auk þess sem komið
hafa upp nýir og óvæntir mögu-
leikar. Slíkt er ómetanlegt,"
sagði Óskar Þór Sigurbjörnsson,
formaður hafnarnefndar Ólafs-
fjarðarbæjar í samtali við Dag.
Óskar lagði mikla áherslu á að
í ljós hafi komið í þessum tilraun-
um að til séu ódýrari og einfald-
ari leiðir sem geri að verkum að
kostnaðartölur lækki um tugi
milljóna. „Pað er verið að finna
betri lausnir fyrir minni pening.
Eftir að hafa séð þetta hér mun-
um við ræða þessar tillögur
heima fyrir, þeir gera sína skýrslu
hjá Hafnamálastofnun og í sam-
einingu samræmum við röðun
verkþátta og tökum þá hagkvæm-
ustu fyrst.“ JÓH
óljóst með starfsmannahald vegna
sumarfría. Bæklunardeild verður
rekin fyrir 10-11 sjúklinga og á
Fæðinga- og kvensjúkdómadeild
verður fæðingahlutanum að sjálf-
sögðu sinnt, en á kvensjúkdóma-
deild verður aðeins sinnt bráða-
tilfellum. Háls-, nef- og eyrna-
deild og augndeild verða reknar
með skerta þjónustu yfir sumar-
tímann sem stafar m.a. af skurð-
stofumöguleikum og afleysing-
um. Á FSA starfar aðeins einn
háls- nef- og eyrnalæknir og eng-
inn til að leysa hann af svo um
einhverja lokun verður að ræða á
þeirri deild.
Pann 1. júní til 15. september
er reiknað með að á geðdeild
verði að hámarki 7-8 sjúklingar
Stjórn veitu-
stofnana á Akureyri
samþykkir:
Hitaveita
lögð í
Gerðahverfi II
ísumar
Stjórn veitustofnana hefur
samþykkt að ráðist verði í að
leggja dreifíkerfl hitaveitu í
Gerðahverfi II á Akureyri í
sumar. í Gerðahverfí II eru
182 íbúðir, 115 í raðhúsum en
67 einbýlishús. Verkið mun
kosta um 20 milljónir króna og
er reiknað með að í haust geti
allir íbúar hverfísins sem það
vilja tengt hús sín við Hitaveitu
Akureyrar. Um þriðjungur
húsa í hverfínu eru með vatns-
ofnakerfum og þarf aðeins að
setja upp mælagrind í þeim
þegar þau verða tengd.
Bæjarráð Akureyrar fjallaði
um bókun stjórnar veitustofnana
í gær en lokaákvörðunin verður
tekin á fundi bæjarstjórnar n.k.
þriðjudag. Sigurður J. Sigurðs-
son, formaður stjórnar veitu-
stofnana, segir að ekkert eigi að
vera því til fyrirstöðu að fram-
kvæmdir hefjist fljótlega. Tiltölu-
Iega einfalt sé fyrir eigendur húsa
með vatnshitakerfi að tengja hús
sín veitunni en hagstæð lán standi
til boða eigendum íbúða sem
kynntar eru með rafmagnsþilofn-
um. Ekki verður staðið á móti
því að fólk taki einungis inn heitt
neysluvatn í húsin þótt rafmagns-
þilofnar verði áfram notaðir um
sinn.
í tillögum veitustjórnar er gert
ráð fyrir að heimtaugagjöld verði
í samræmi við gjaldskrá eins og
hún er á hverjum tíma en aðilar
fá þó afslátt. Þeir sem eru með
vatnsofnakerfi fá 35 prósent
afslátt af orkuverði næstu tvö
árin, þ.e. til ársins 1992, en þeir
sem eru með þilofnahitun fá
sama afslátt til 1995. Þeir síðar-
nefndu greiða aðeins hálf tengi-
gjöld.
Sjá nánar á bls. 7.
en langlegudeild verður lokað frá
2. júlí til 12. ágúst og sjúklingar
sem þar dvelja verða vistaðir á
hinni deildinni á meðan. Eins og
fyrr sagði, verður B-deild lokað
alveg 4. júní.
Á skurðstofu og svæfingadeild
verður verulegur samdráttur í
sumar. Mun færri skurðstofur
verða til reiðu að jafnaði, allt
niður í eina um nokkurn tíma. í
öðrum þjónustueiningum verður
um samdrátt að ræða vegna lítilla
sem engra afleysinga, en þær ein-
ingar eru t.d. þvottahús, eldhús,
rannsóknar- og röntgendeildir.
Þá lokar speglunardeild 4. júní til
18. júlí og á göngudeild verður
sömuleiðís um skerta starfsemi
að ræða. VG
Sumarlokanir hjá FSA:
ívið meM samdráttur en á síðasta ári