Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 15
íþróftir Föstudagur 12. maí 1989 - DAGUR - 15 íþróttir helgarinnar: Badminton og flmleikar - golf og margir æfingaleikir í knattspyrnu Það sem hæst ber á íþrótta- sviðinu eru Akureyrarmót í badminton og fimleikum. Badmintonmótið hefst í kvöld í íþróttahöllinni og fimleika- mótið er einnig í kvöld í Gler- árskóla. Þess má einnig geta að Ijölmargir æfingleikir fara fram í knattspyrnunni um helg- ina. Akureyrarmót í badminton verður haldið í íþróttahöllinni á föstudag og laugardag. Keppt verður í fullorðinsflokkum á föstudagskvöldið og í unglinga- flokkum á laugardag. Keppnin hefst í dag föstudag, kl. 18.00 og verður keppt í A, B, og Öðlingaflokki (40 ára og eldri). Á laugardaginn hefja unglingaflokkarnir keppni kl. 10.00. Akureyrarmót í fimleikum hefst í íþróttahúsi Glerárskóla í kvöld föstudag kl. 18.30. Keppt verður í 4. stigi og koma tveir dómarar sérstaklega frá Reykja- vík til þess að dæma á þessu móti. Golfmenn halda áfram að slá kúluna á Melgerðismelum þessa helgina og það verða haldin þrjú opin golfmót þar nú yfir Hvíta- sunnuna. Fyrsta mótið hefst á laugardag kl. 10.00 og fer skrán- ing fram í Golfskálanum að Jaðri. Búið er að stækka völlinn úr sex í níu holur og eru þessi mót opin öllum kylfingum norð- an heiða. Fjölmargir æfingaleikir fara fram í knattspyrnunni og er íþróttasíðunni kunnugt um eftir- talda leiki; Þórsarar leika tvo leiki við ÍK á laugardag og hefst fyrri leikurinn kl. 10.30 og sá síðari kl. 12.00. Leikirnir fara að öllum líkindum fram á Þórsvellinum, en ef ekki þá fara þeir fram á Sana-vellinum. Á Sauðárkróki er mikið um að vera. KS kemur og keppir við heimamenn í kvöld, föstudag, kl. 19.30. KA fer síðan ,i Sauðár- krók og keppir 2. flokkur félags- ins fyrst við Tindastól á laugar- dag og síðan á hvítasunnudag mætast meistaraflokkar félag- anna og hefst sá leikur kl. 15.00. Malarvöllurinn á Króknum kom vel undan vetri og er líklegast einn sá besti á Norðurlandi um þessar mundir. Dalvík keppir við UMSE-b á Sana-vellinum kl. 10.30 á laugar- dag og Reynir keppir við TBA á sama velli kl. 14.30. á laugardag. Bræðurnir Ginar ug Karl Karlssynir keppa á Akureyrarmótinu í badminton. Hér sést Einar munda spaðann á móti fyrir nokkru. Knattspyrna: Verður Ormarr sóttur? Sigurði O. Sigurðssyni og Erni Arnarsyni er boðið í æfingabúðir í Englandi. Golf: Sigurði og Erni boðið til Englands - í æfmgabúðir Tveimur ungum og efnilegum kylfingum, Sigurði Oddi Sig- urðssyni og Erni Arnarsyni, úr Golfldúbbi Akureyrar hefur verið boðið til Englands í æfingabúðir. Þeir munu dvelja á Sunridge Park rétt fyrir utan London í 10 daga og fara út 21. maí. Boðið er á vegum Jóhanns Sig- urðssonar og GSÍ og fara í allt 10 íslenskir golfunglingar í þessar æfingabúðir. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Topparnir mœtast Skúli Jónasson þurfti ekki lengi að hafa áhyggjur af því að vera í getraunaleiknum fram á sumar því Jón Sigurðarson forstjóri sá til þess að Skúli fær aö hvíla sig í sumarfríinu. Jón hefur nú skorað á Aöalstein Helgason aðstoðarforstjóra Álafoss sem er af landsfrægri íþróttaætt úr Þingeyjarsýslu. Jón segir að Aðal- steinn hafi numið enska knattspyrnu í 35 ár og nú ætli hann að kanna hve vel sá lærdómur hafi skilað sér. Aðalstein setti hljóðan er hann heyrði hvað Jón hafði sagt, hugsaði sig um í nokkurn tíma en sagði svo: „Spyrjum að leiks- lokum," og nú sjáum við til á laugardaginn er mætast stálin stinn hjá toppunum í fyrirtækinu. Jón Arsenal-Derby 1 Aston Villa-Coventry 2 Everton-West Ham 1 Luton-Norwich 2 Man.Utd.-Newcastle 1 Millwall-Southampton 1 Nott.For.-Charlton 1 QPR-Tottenham x Sheff.Wed.-Middlebro 1 Wimbledon-Liverpool 2 Ipswich-Blackburn 1 Oxford-Watford 2 Aðalsteinn: Arsenal-Derby 1 Aston Villa-Coventry x Everton-West Ham 2 Luton-Norwich 2 Man.Utd.-Newcastle 1 Millwall-Southampton 1 Nott.For.-Charlton 1 QPR-Tottenham x Sheff.Wed.-Middlebro 1 Wimbledon-Liverpool 2 Ipswich-Blackburn 1 Oxford-Watford x 1X21X21X21X21X2 1X2 1X21X21X2 - „inni í myndinni“ segir Stefán Gunnlaugsson formaður Eins og flestum er kunnugt um dvelur nú knattspyrnumaður- inn góðkunni Ormarr Örlygs- son við nám í V.-Þýskalandi og er ekki væntanlegur til lands- ins fyrr en um mánaðamótin júní-júlí. Nú eru uppi hug- myndir meðal KA-manna að ná í drenginn í einhverja leiki fyrir þann tíma. Stefán Gunnlaugsson formað- ur knattspyrnudeildar KA stað- festi í samtali við Dag að þessi hugmynd hefði komið upp á yfir- borðið en ekkert væri ákveðið í þeim efnum. „Við erum með góðan hóp eins og sigurinn í Tactic-mótinu sýndi. Ormarr er öflugur leikmaður en þetta veltur mikið á því, hvernig þeir leik- menn sem við höfum koma út í sambandi við meiðsli og leik- bönn, hvort farið verður út í það að ná í hann til Þýskalands,“ sagði formaðurinn. Ekki náðist í Ormarr í Þýska- landi þrátt fyrir miklar símhring- ingar en Stefán sagði að þetta hefði verið rætt við Ormarr og væri hann ekki afhuga þessari ráðagerð. „Reyndar æfir hann nú eingöngu á grasi þannig að ekki Esso-mót hjáKA - fyrir 5. flokk Hið árlega Esso-knattspyrnu- mót KA fyrir 5. flokk karla verður haldið dagana 30.6.- 2.7. Keppt verður í flokki a og b liða og má búast við þátttöku rúmlega 20 liða. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1., 2. og 3. sætið og einnig verður haldið innanhúss- mót í „bandí“ með útsláttarfyr- irkomulagi. Frítt verður í sund fyrir þátt- takendur á mótinu alla dagana og einnig verður aðstaða til ýmissa leikja, t.a.m. hestaleiga, minigolf o.fl. Þátttökutilkynningar skulu berast KA fyrir 1. júní og skal þá greiða þáttökugjald, 5000 kr., fyrir lið og er það óendurkræft. Hægt er að hafa samband við Gunnar Kárason í síma 21866 eða 22052, Magnús Magnússon í síma 22543 eða 26260 eða Svein Brynjólfsson í síma 25606 eða 25885. væri mikið vit í því að ná í hann í malarleiki, en einhverja grasleiki er alveg inni í myndinni,“ sagði Stefán. Erlingur Kristjánsson verður í leikbanni í fyrsta leik KA gegn FH á útivelli sunnudaginn 21. maí. Ekki er ólíklegt að Jón bróðir hans taki stöðuna í vörn- inni, en Jón stóð sig mjög vel á Tactic-mótinu fyrr í þessum mán- uði. Annars eru allir heilir í liðinu, nema hvað Þorvaldur Örlygsson hefur átt við minniháttar meiðsli að stríða en ætti að vera orðinn góður fyrir mótið. Nú er einungis rúm vika þar til fyrsta umferðin í 1. deildinni fer fram. Þá mætast Þór og Víkingur á Akureyri, FH og KA í Hafnar- firði, ÍBK og Valur í Keflavík, KR og ÍA í Reykjavík og Fram og Fylkir í Laugardalnum. Margir eru farnir að spá og spekúlera unt úrslit íslandsmótsins og virðast menn yfirleitt vera sammála um það að baráttan um íslandsmeistaratitilinn standi á milli Framara og Valsmanna og e.t.v. KR-inga. Síðan virðast rnenn hafa trú á því að KA og ÍA muni fylgja í humátt á eftir þess- um liðunt. Eins og ævinlega þá eru knatt- sp'yrnuáhugamenn varkárari í sambandi við fallið. Margir virð- ast telja að Þórsarar muni ekki ná að jafna sig eftir að hafa misst þetta marga menn en þeir bölsýn- ismenn eru nú flestir sunnan heiða. Keflvíkingar eru óskrifað blað en eiga trúlega í erfiðleikum í ár. Nýju liðin FH og Fylkir munu berjast hart fyrir sætum sínum og ættu a.nt.k. FH-ingar að geta spjarað sig því þeir eru með svip- aðan mannskap og var í 1. deild- inni fyrir tveimur árum síðan. Laugardagur kl. 13:45 19. LEIKVIKA- 13. MA11989 Leikur 1 Arsenal - Derby Leikur 2 Aston Villa - Coventry Leikur 3 Everton - West Ham Leikur 4 Luton Norwich Leikur 5 Man. Utd. - Newcastle Leikur 6 Millwall - Southampton Leikur 7 Nott. For. Charlton Leikur 8 Q.P.R. Tottenham Leikur 9 She«. Wed. - Middlesbro Leikur 10 Wimbledon - Liverpool LeikurH Ipswich Blackburn Leikur 12 Oxford Watford Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.