Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. maí 1989 - DAGUR - 9 „Það þótti sjálfsagt að halda lífi í mjólkurkúnni svo lengi sem hægt var í harðindum . . . Nú eru það framleiðsluatvinnuvegir þjóðarinn- ar sem allt veltur á að haldi velli . . .“ kjósendur og kjörfylgi er svo mögnuð, að þeir snúa afstöðu sinni í marga hringi eftir því hvort þeir styðja ríkisstjórn eða eru í stjórnarandstöðu. Þegar þeir eru í flokki stjórnarinnar reyna þeir eftir bestu getu að vinna að framfaramálum, en eru þó svo bundnir af heimtufrekju almennings, að árangurinn renn- ur oftast út í sandinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera líka allt sem þeir geta til að spilla fyrir árangri hjá ríkisstjórninni og það er býsna mikið sem þeir geta. Árangurinn af þessu verður sá, að ríkisstjórnin fellur og flokkar úr stjórnarandstöðu taka völdin. Þar með snúast hlutverkin við. Þá eru það fyrrverandi stjórnar- flokkar sem reyna að æsa almenning upp móti ríkisstjórn- inni. Sjónvarpsþættir frá alþingi minna mann oft á 'smástráka, sem hafa orðið ósáttir í leik og hugsa um það eitt að gera hvor öðrum allt það til ills og bölvunar, sem þeim er frekast unnt, og hirða ekkert um þótt þeir verði sjálfir fyrir áföllum í þeim leik, bara ef þeim tekst að klekkja ögn á and- stæðingnum. Stjórnmálamenn teygja sann- leikann oft með sannfæringar- krafti út á ystu nöf og stundum hefur maður séð hann hrökkva fram af nöfinni. Það er eins og það geri ekkert til, því oftast trúir fólk því, að þeirra flokksmenn segi allt satt en hinir ljúgi öllu. Meðan svona ástand ríkir í söl- um alþingis er ekki mikil von til þess að ráðin verði bót á efna- hagsvanda þjóðarinnar. Fyrst (háttvirtir) alþingismenn skilja það ekki, eða vilja ekki skilja unarfræðing við skólana? Katrín varð fyrst fyrir svörum: „Nei, þvert á móti. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hve umfangsmikið starf okk- ar er. Fyrir utan hina almennu skólahjúkrun, t.d. bólusetningar og læknisskoðanir, er á okkar það, því þetta eru bráðgreindir menn, að íslenskt þjóðfélag á að vera ein heild, er ekki von að aðrir skilji það. Oþarfir öfgamenn Öðru hvoru veljast háværir öfga- menn til forustu í stéttarfélögum vegna þess að þeir hrópa hæst, kunna flest slagorðin og láta mest á sér bera. Þeir einblína venju- lega á fáein atriði og allt annað er utan þeirra sjóndeildarhrings. Þeir eru best fallnir til að etja einni stétt móti annarri og eru bæði leiðinlegir og þjóðfélaginu óþarfir. Örn Arnarson lýsti þessum mönnum vel í eftirfarandi vísu: Hávært tal er heimskra rök, hæst í tómu bylur, oft er viss í sinni sök, sá er ekkert skilur. Hinir hyggnari og hógværari menn komast hvergi að með sína skoðun og þó að þeim heppnist það stöku sinnum, er þeim bara brugðið um óstéttvísi og litnir hornauga. Verkföll Verföll standa nú yfir hér á landi. Þau eru ekkert nýnæmi og eru mjög algeng í flestum þjóðfélög- um. Verkfallsrétturinn er nauð- synlegur, en hann er vandmeð- farinn, eins og margir aðrir góðir hlutir. Ég held því fram, að þess- um rétti hafi oftar verið beitt af hörku en skynsemi, samanber vísuna hér að ofan. Fyrst ég er farinn að tala um verkföll er ekki úr vegi að ég varpi frarri þeirri spurningu: Hverjir græ6a á verkföllum? Ekki græða atvinnurekendur. Launþegar græða stundum, en oftast verður það skammvinnur gróði. í það eina sinn, sem ég var í verkfalli, vannst ekki meira á en það, að gróði varð enginn og ég geld þessa verkfalls enn í eftir- launum mínum. Samninganefnd okkar taldi þetta þó góða samn- inga. Mér blandaðist ekki hugur um, að meira hefði áunnist, ef kröfunum hefði upphaflega verið stillt betur í hóf og minna slegið af á eftir. Vinnuveitendur hefðu þá a.m.k. orðið ljúfari til við- ræðna í upphafi verkfallsins og trúlega hefðu jafngóðir samning- ar tekist á mikið skemmri tíma. Svo er það þriðji aðilinn, sjálft íslenska þjóðfélagið, sem ævin- lega tapar á verkföllum og oftast verður það stórt tjón, sem snertir mikinn hluta þjóðarinnar, þótt einungis fáir menn séu í verkfalli. Setjum svo að mjólkurfræðingar færu í verkfall, þá verður lítið að gera fyrir annað starfsfólk mjólk- herðum mikið fræðslu- og upp- lýsingastarf í samstarfi við kennara og sálfræðideildir skól- anna. Síðan leita krakkarnir mjög mikið til okkar fyrir utan þessa venjulegu tíma. Ég get t.d. tekið þann skóla sem ég starfa við, Gagnfræðaskóla Akureyrar, urbúanna, en samt verður það áfram á sínum launum. í öðru lagi verða bændur að hella niður mjólkinni, sem auðvitað verður mikið tekjutap fyrir þá. í þriðja lagi verður almenningur að vera án mjólkur svo lengi sem verk- fallið stendur, sem vitanlega skapar flestum landsmönnum óþægindi. Þetta dæmi er ekki tekið til að ófrægja mjólkurfræðinga, heldur til að sýna hversu mikið tjón allt þjóðfélagið getur beðið af verk- falli fárra manna. Ég vík nú aftur að því sem áður var komið, að ég tel verk- fallsréttinn nauðsynlegan, en verkföll ónauðsynleg í flestum tilvikum. Vandinn er bara að setja ekki fram óaðgengilegar kröfur í upphafi og svo verða báðir aðilar að reyna að skilja aðstöðu hvor annars, en viðleitni til þess hefur svo til alveg skort í kjarasamningum til þessa dags. Síðasta verkfallið, sem skollið hefur yfir þjóðina, verkfall B.H.M.R., er að vísu ekki leyst þegar þetta er skrifað, en von- andi verður það leyst þegar greinin kemur fyrir almennings- sjónir. Þá verður séð hverjir töp- uðu á því og hve gróði verk- fallsmanna varð mikill. Ég tel að unga fólkið tapi mestu, því horf- ur eru á að mörgum seinki um eitt ár í námi. Hvers á þetta unga fólk að gjalda? Hefur það nokkuð til saka unnið? Ef svo er ekki, ber þá ekki einhverjum að bæta því skaðann? Stendur það ekki í stjórnarskrá okkar, að hver sem veldur öðrum tjóni, sé skyldugur að bæta það? Eitthvað er bogið við þetta, ekki síður en að þjóðin sé að verða gjaldþrota í góðæri. Blaðaskrif Flest blaðaskrif um þjóðmál hvetja til sundurlyndis. Þau eru yfirleitt ádeilur, en minna um ábendingar. Þau eru flest skrifuð í pólitískum tilgangi og ganga því mest út á að ófrægja náungann og sundra þjóðarheildinni. Það væri nær að gera þjöðinni það skiljan- legt, að öll róum við á sama báti og róðurinn gengur þá best ef all- ir taka á árinni og eru samtaka. Ég enda þessa grein á einu erindi úr lengra ljóði. Ég held að fólk mætti læra það utanbókar og hafa sér til fyrirmyndar. Margur hyggur auð í annars garði og öfundsverðan telur næsta mann, þótt skili þeir báðir svo til sama arði, svona er að þekkja ekki náungann. Sjáið þið ekki, systur eða bræður, að saman þjóðin hverjum vanda ræður? með um 450 nemendur, sem dæmi en þar leita að meðaltali um 400 krakkar til mín í hverjum mánuði með ýmis vandamál, allt frá hælsæri til bollalegginga vegna kynferðismála,“ sagði Katrín. En niðurskurður til heilbrigðis- mála kemur nokkuð hart niður á skólahjúkrun og í haust er í ráði að skera niður stöðugildi til skólahjúkrunar. Eins og gefur að skilja eru hjúkrunarfræðingarnir ekki mjög ánægðir með þá þróun mála. „Okkur finnst það skjóta skökku við að þegar mikið er rætt um fyrirbyggjandi aðgerðir á heilbrigðissviðinu að þá þurfi að skera niður í skólahjúkrun sem einmitt er fyrirbyggjandi starf- semi,“ sagði Guðfinna. „Það hafa orðið miklar þjóðfélagslegar breytingar hér á landi undan- farna áratugi og ekki síst þá í við- horfum til heilbrigðis- og félags- mála. Okkur finnst það því ekki í takt við tímann að skerða stöðu- gildi og þar af leiðandi viðveru okkar í skólunum,“ bætti Guð- finna við. AP Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hafbjörg EA-23, Hauganesi, þingl. eigandi Auðbjörg s.f., föstud. 19. maí '89, kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Kjalarsíöa 14b, Akureyri, talinn eig- andi Garðar S. Gunnarsson, föstud. 19. maí ’89, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Knarrarberg Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, talinn eigandi Gísli Sigur- geirsson, föstud. 19. maí ’89, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Fjárheimtan hf. og Veðdeild Lands- banka (slands. Móasíða 2c, Akureyri, þingl. eigandi Helgi Stefánsson, föstud. 19. maí '89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Múlasíða 5h, Akureyri, talinn eig- andi Jóhann Jóhannsson, föstud. 19. maí '89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Sigurmar Albertsson hdl. Skarðshlíð 14e, Akureyri, þingl. eig- andi Jónína Hallgrímsdóttir, föstud. 19. mai '89, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Jón Egilsson hdl., og Gunnar Sól- nes hrl. Sólheimar v/Höfðahlíð Akureyri, þingl. eigandi Regína Pétursdóttir, föstud. 19. maí '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóöur Akureyrar. Sæból, Dalvik, þingl. eigandi Hauk- ur Tryggvason, föstud. 19. maí '89, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl. og Ævar Guðmundsson hdl. Tjarnarlundur 19g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Steinsson, föstud. 19. maí '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Jón Ingólfsson hdl. Tjarnarlundur 3b, Akureyri, þingl. eigandi Rakel Bragadóttir, föstud. 19. maí '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sól- nes hrl. Vanabyggð 3 e.h. Akureyri, talinn eigandi Einar Haraldsson, föstud. 19. maí ’89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólne hrl., Björn Jósef Arn- viðarson hdl., Ingvar Björnsson hdl., Gísli Gíslason hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Víðilundur 4b, Akureyri, talinn eig- andi Ásrún Alfreösdóttir, föstud. 19. maí '89, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl. og Gunnar Sólnes hrl. Ytri Brennihóll, Glæsibæjarhreppi, þingl. eigandi Birna Jóhannesdóttir, föstud. 19. maí '89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Guðjón Ármann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hafnarstræti 33, Akureyri, talinn eigandi Helga Dóra Gunnarsdóttir, föstud. 19. maí '89, k. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Akureyrar og Ólafur Birgir Árnason hdl. Hafnarstræti 88 e.h. að norðan, Akureyri, þingl. eigandi Stefán Sig- urðsson, föstud. 19. maí ’89, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Brunabótafélag íslands, Bæjarsjóð- ur Akureyrar og Gunnar Sólnes hrl. Sunnuhlíð 12, Þ og I hluti, Akureyri, þingl. eigandi Skúli Torfason, föstud. 19. maí '89, kl. 15.30. Uppobðsbeiðendur eru: Ingvar Björnsson hdl., Þorsteinn Einarsson hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. --------------------=----'ír- Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Glerárgata 32, hluti, Akureyri, þingl. eigandi Norðurfell hf. o.fl., miðvikud. 17. maí ’89, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, innheimtumaður ríkissjóðs, Brunabótafélag íslands, Kristján -Ólafsson hdl., Ólafur Gústafsson hrl., Símon Ólafsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Hamarstígur 37, n.h., Akureyri, þingl. eigandi Rósa Vilhjálmsdóttir, miövikud. 17. maí ’89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Móasíða 4f, Akureyri, þingl. eigandi Elspa Elísdóttir, miðvikud. 17. maí '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Benedikt Ólafsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Spítalavegur 1, viðbót og s-hl. aðalhl., þingl. eigandi Þórarinn Níelsson ofl., en talin eign Gunnars Friðjónssonar, miðvikud. 17. maí '89, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður Akureyrar og Ásgeir Thoroddsen hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn I Eyjafjaröarsýslu. Angantýr H. Hjálmarsson „Margir gera sér ekki grein fyrir því hve umfangsmikið starf okkar er.“ Katrín Friðriksdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir, skólahjúkrunarfræðingar. Mynd: AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.