Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. maí 1989 - DAGUR - 7
55
Skagafjörður átti sterkari
ítök í mér en ég hugði“
- segir sr. Hjálmar Jónsson
„Við erum sátt við ákvörðun-
ina og ég held að við eigum
ekki eftir að sjá eftir henni. En
enginn verður þó eins glaður
eins og Reynir, sonur minn.
Hann þverneitaði að fara allan
tímann. „Hér er skólinn minn
og vinirnir mínir. Ég hef ekk-
ert að gera suður,“ segir
hann,“ sagði sr. Hjálmar
Jónsson, sóknarprestur og
prófastur á Sauðárkróki, í
samtali við Dag, eftir að hafa
tilkynnt að hann hafi dregið
umsókn sína til baka um stöðu
Dómkirkjuprests í Reykjavík.
Um ákvörðun sína hafði sr.
Hjálmar þetta að segja: „Menn
mega ekki horfa framhjá því, að
landsbyggðin hefur marga góða
kosti. Aberandi er að fram-
kvæmdastjórar, fulltrúar og
ýmsir, sem veljast til ábyrgðar-
starfa, hafa einatt stutta viðdvöl á
leiðinni til starfa í Reykjavík.
Það þykir leið til meiri frama og
vissulega er gott að vita til þess.
Hitt er aftur annað mál, að
prestsstarf á Sauðárkróki og
prófastur í Skagafirði er ekki
stökkpallur til eins eða neins.
Prestur tengist samfélaginu sterk-
um böndum, kynnist högum og
kjörum, á samskipti við fólk við
margbreyttar aðstæður."
Sr. Hjálmar hélt áfram: „Ég
hafði sömu áætlanir og margur
annar. Fór í prestsskap með það
fyrir augum að byrja á lands-
byggðinni en fara suður ef færi
gæfist eftir 10-15 ár. Brautin mín
hefur verið bein til þessa. Ég hef
ekki beinlínis sóst eftir embætt-
um, þetta hefur komið af sjálfu
sér. Éf til vill gat ég haldið áfram
ferðinni, ég veit það ekki, en hitt
get ég fullyrt að Skagafjörður átti
Flugleiðir munu í sumar fljúga
42 ferðir í viku á milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur. Þá verða
vikulega farnar 10 ferðir milli
Sauðárkróks og Reykjavíkur
og 11 ferðir milli Húsavíkur og
Reykjavíkur. Sumaráætlun
sterkari ítök í mér en ég hugði.
Ég lít ekki á það sem neina
upphefð, að fara til prestsstarfa í
Reykjavík. Það er annar starfs-
vettvangur, en sama eðlis.
Höfuðborgar- og landsbyggðar-
fólk þarf að taka höndum saman
og eyða tortryggni og hætta
sífelldum metingi sín á milli.
Margir telja að það hljóti að
vera keppikefli allra presta að
komast til Reykjavíkur. Prests-
starfið er jafn mikilvægt á lands-
byggðinni, það hefur bæði
félagsins tekur gildi 15. maí
n.k. en sú meginbreyting verð-
ur þá á fluginu að tekin verður
upp ný fargjaldaskipan sem að
sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa félagsins, miðar
að því að veita þeim farþegum
sem borga fullt fargjald ákveð-
inn forgang á álagstímum en á
móti veita meiri afslátt á far-
gjaldi á öðrum tímum.
Á flugleiðinni frá Akureyri til
Reykjavíkur verður boðið upp á
möguleika á 40% afslætti í 15
jákvæðar og neikvæðar hliðar,
eins og í Reykjavík. Þjóðarsálin
þarf að átta sig á því, að það er
ekkert sjálfsagt, að allar leiðir
liggi til Reykjavíkur. Mér finnst
höfuðborgin ágæt, og þar get ég
vel hugsað mér að starfa. Þar
vinnur gott fóik að safnaðarmál-
um, eins og hér. En hvað sem því
líður er ég ekki tilbúinn til að
skipta um starfsvettvang. Ég met
mikils þann stuðning og viður-
kenningu sem felst í áskorunum
um að fara ekki héðan. Hitt ræð-
ferðum af 42 vikulegum ferðum í
sumar en 20% afslátt í 12 ferðum
af42. Svipaðir afsláttarmöguleik-
ar eru á öðrum flugleiðum auk
þess sem hoppfargjald verður
mögulegt í öllum ferðum og áfram
verður boðið upp á fjölskyldu-
afslátt. Blaðafulltrúi Flugleiða
segir að með þessum breytingum
sé ætlunin að jafna álag og um
leið að nýta vélakostinn betur.
Innanlandsflug er mikið notað-
ur ferðamáti ef marka má tölur
um farþega Flugleiða á síðasta
Sr. Hjálmar Jónsson.
ur þó úrslitum að ég er ekki til-
búinn að fara," sagði Hjálmar að
lokum í samtali við Dag. -bjb
ári þar sem 260.000 manns ferð-
uöust með félaginu. Vikulegar
ferðir í sumar verða 122 frá
Reykjavík og sætaframboðið í
sumar verður 160.000. Einar seg-
ir að frá því í febrúar hafi verið
reynt það kerfi að auka tíðni í
ferðum til og frá Húsavík, Sauð-
árkróki og Patreksfirði með því
móti að fljúga á fleiri en einn stað
í sömu ferð. Þetta var gert sam-
kvæmt niðurstöðum úr skoðana-
könnun á þessum stöðum og
verður gert áfram í sumaráætlun-
inni. JÓH
Áfengisvarnaráð:
Áfengissala hefiu* aukist
- Misskilningur leiðréttur
Sumaráætlun Flugleiða:
Farþegar á Mu í'argjaldi í forgangi og
auknir afsláttarmöguleikar utan álagstíma
„Vegna villandi fyrirsagna í ýms-
um fjölmiðlum og yfirborðslegrar
umfjöllunar vill Áfengisvarnaráð
benda á:
1) Alkóhól í bjór er nákvæm-
lega sama efnið og alkóhól í víni
og sterkum drykkjum. Því er það
jafnan talið með þegar gerð er
grein fyrir áfengisneyslu. Svo er
t.a.m. í alþjóðlegum skýrslum.
2) Úr áfengisneyslu dró á
árinu 1988. Áfengissala jókst
hins vegar verulega á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs af þeim sökum að
bjórinn bættist við í mars.
3) Samkvæmt upplýsingum
ÁTVR voru seldir 229.413 lítrar
af hreinu áfengi á þessum þremur
mánuðum en 182.958 lítrar sömu
mánuði í fyrra. Aukningin er
25.4%.
4) Hitt er svo annað mál, að
hin eiginlegu áhrif á neysluna
koma fyrst fram eftir árið og'allar
afleiðingarnar löngu seinna.“
Áfengisvarnaráð
Hitaveita Akureyrar:
Gerdahverfi II tengist væntanlega í sumar
Stjórn veitustofnana á Akur-
eyri hefur samþykkt að dreifi-
kerfí hitaveitu verði lagt í
Gerðahverfi II í sumar.
Sigurður J. Sigurðsson segir
það skoðun sína að eðlilegast sé
Sameiginlegur fundur ÖBÍ og Þroskahjálpar:
Skorað á stjóravöld að gera úr-
bætur í húsnæðismáhun fatlaðra
Fulltrúar Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalags Islands héldu fund á
Selfossi 6. maí sl. og voru sam-
þykktar ályktanir um ýmis
hagsmunamál fatlaðra á fund-
inum, m.a. er skorað á ríkis-
stjórnina að gera hið fyrsta
ráðstafanir varðandi húsnæðis-
mál fatlaðra.
í ályktuninni um húsnæðismál-
in segir á þessa leið: „Samtök
fatlaðra hafa aflað upplýsinga frá
öllum svæðisstjórnum málefna
fatlaðra sem staðfesta, svo að
ekki verður dregið í efa, að
a.m.k. 100 mikið fatlaðir ein-
staklingar eru nú í brýnni þörf
fyrir þjónustuíbúðir. Fjöldi
þeirra býr við alls ófullnægjandi
aðstæður og þrátt fyrir þau sam-
býli sem reist hafa verið á undan-
förnum árum hrannast upp bið-
listar hjá svæðisstjórnum, sveit-
arfélögum og Hússjóði Öryrkja-
bandalags íslands. Sums staðar
ráða fjölskyldur ekki við að veita
fjölfötluðum einstaklingum
nauðsynlega aðhlynningu og því
hefur skapast neyðarástand á
mörgum heimilum.
Fundurinn bendir á að fatlaðir
einstaklingar eigi rétt á
mannsæmandi húsnæði sem mið-
ast við nútímakröfur og telur
sinnuleysi stjórnvalda í þessum
efnum ámælisvert.
Fundurinn beinir því til stjórn-
valda að þau beiti sér nú þegar
fyrir gerð neyðaráætlunar í sam-
ráði við samtök fatlaðra með það
markmið í huga að útrýma þeim
neyðarlistum sem nú eru fyrir
hendi hjá svæðisstjórnum. Full-
nægjandi húsnæði er meðal frum-
þarfa hvers einstaklings og ein-
ungis með því að leysa þessar
brýnustu frumþarfir verður hægt
að vinna markvisst að heildar-
áætlun um framkvæmdir í þágu
fatlaðra.
Fundurinn skorar einnig á
stjórnvöld að vinda að því bráð-
an bug að stórefla heimaþjónustu
við fatlaða og gera þeim þannig
kleift að lifa sjálfstæðu lífi á eigin
heimili. Fundurinn telur mjög
brýnt að lagalegur réttur fatlaðra
til heimaþjónustu sé tryggður og
að nauðsynlegu fjármagni sé veitt
til þjónustunnar um allt Iand.“
EHB
að verkið verði boðið út sem einn
framkvæmdaáfangi. Nákvæm
tímasetning hefur ekki verið
ákveðin ennþá en miðað er við
verklok næsta haust. „Um þetta
mál hafa verið skiptar skoðanir
gegnum tíðina. Þó hefur enginn
viljað kveða upp úr með að þarna
kæmi aldrei hitaveita heldur var
ákveðið þegar markaðsátakið var
gert að fresta ákvörðun um
Gerðahverfið en reyna að beina
kröftunum að öðrum bæjarhverf-
um. Árangurinn af markaðs-
átakinu annars staðar er mjög
góður og sú reynsla fullvissar
okkur um að stærstur hluti íbúa í
Gerðahverfi mun tengja hús sín
hitaveitu á næstu árum.
Það er engin sérstök kvöð á
mönnum að tengjast hitaveitunni
þrátt fyrir þetta umfram það sem
áður hafði verið ákveðið
almennt. Breyting verður á sölu-
fyrirkomulagi raforku frá Lands-
virkjun árið 1991 sem leiðir að
óbreyttu til þess að ætli Rafveita
Akureyrar að hafa sömu tekjur
af raforkusölu verða rafhitunar-
taxtar að hækka. Þá verður ekki
eins hagstætt fyrir R.A. að selja
orku til húshitunar eins og verið
hefur. Við vitum ekki hvaða
taxta við getum boðið til húshit-
unar með raforku eftir 1991 en
þó er eitt víst, raforka verður
ekki niðurgreidd til þeirra nota á
Akureyri.
Það sem við horfum fyrst og
fremst á er að til lengri tíma litið
eigi þessi breyting að koma öllum
bæjarbúum til góða. Ekki var
rökrétt að draga íbúa hverfisins
öllu lengur á því hvað gera ætti í
þessum málum, rétt væri að
hrinda málinu í framkvæmd svo
fólk gæti aðlagað sig að breyting-
unum. Einnig er vitað um all-
marga íbúa í hverfinu sem nú
nota rafmagnsþilofna og sem
sýna því áhuga að tengjast hita-
veitu," sagði Sigurður. EHB
Garðyrkjustöðin á Grísará
Sími
96-31129.
Blómstrandi Dahlíur, flauelsblóm, bláhnoða
og fleiri pottablóm - Garðrósir og bóndarósir
Einnig mold í sekkjum og 3ja lítra pokum. Áburður í fjölbreyttu úrvali.
Opið frá kl. 1-6 alla daga. ★ Lokað hvítasunnudag.