Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 26. maí 1989 Stærstu verkemi Landgræöslunnar verða í Pingevjarsýslum - fyrirhugað að þúsundir hektara umhverfis Reykjahlíð í Mývatnssveit verði girtir og friðaðir í ráði er að í sumar verði hafíst handa við að girða og friða nokkur þúsund hektara svæði Fundur á Hótel KEA: Halldór og Kristján koma Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, og Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna, verða á fundi Útvegs- mannafélags Norðurlands nk. mánudag kl. 16 á Hótel KEA. Öruggt má telja að fundurinn verði fjörlegur enda eru málefni sjávarútvegsins nú mjög í brenni- depli. Nægir þar að nefna fréttir undanfarna daga um að kvóti sé nú þegar víða um land á þrotum. Þá mun úreJdingu fiskiskipa ef- laust bera á góma og fjölmörg önn- ur mál tengd sjávarútveginum. Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að mæta á þennan fund með frammámönnum í ís- lenskum sjávarútvegi og taka þátt í líflegum umræðum. óþh umhverfís Rcykjahlíð í Mývatnssveit. Ætlunin er að þegar girðingarvinnunni verði lokið hefjist margháttaðar landgræðsluframkvæmdir á svæðinu. Þessa dagana er ver- ið að ganga frá samningum uni þetta mál en að þessu standa fjölmargir aðilar s.s. Land- græðsla ríkisins, landeigendur, sveitarstjórn og Kísiliðjan. Hugsanlegt er að Flugmála- stjórn og Kröfluvirkjun komi einnig inn í þessar fram- kvæmdir. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, segir þetta eitt af stórum verkefnum sem unnin verði á Mývatnssvæðinu í sumar. „Þetta er gott mál og það munu margir njóta góðs af þessari framkvæmd enda er hér um að ræða svæði í nánasta unthverfi við þéttbýlið í Reykjahlíð," segir Sveinn. Stærstu verkefni Landgræðsl- unnar á komandi sumri eru í Þingeyjarsýslunum. A síðasta sumri var unnin áætlun í sam- vinnu við heimaaðila í Mývatns- sveit um þau verkefni sem brýn- ust væru á sviði friðunaraðgerða, uppgræðslu og beitarstjórnunar. Fyrir liggur að girða og friða eitt af verstu sandfokssvæðunum á þessu svæði, þ.e. við Grænulág sem er á norðanverðum Austur- afrétti. Ætlunin er að í framhald- inu verði sáð melfræi í þetta svæði. í sumar verður einnig unn- ið áfram að landgræðsluverkefni í Krákárbotnum þar sem Land- græðslan er í samvinnu við fleiri aðila. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af gróöri á Hólsfjöllum en í sumar eru ekki aðgerðir á döfinni. Astandið er einnig slæmt í norðanverðum Bárðdælaafrétti þar sem við fyrirhugum litla land- græðslugirðingu en þar er gríðar- stórt landssvæði sem þyrfti að stöðva uppblástur á,“ segir Sveinn Runólfsson um verkefni Landgræðslu ríkisins á norðan- verðu Norðurlandi í sumar. Sveinn segir ekki stefna í að snjóalög tefji störf á þessu svæði og áburöarflug verði hafið í byrj- un júlímánaðar. JÖH hl aupið 19 89 I.augardaginn ‘27. maí ef'nir l.andsbanki fslands til árlegs Landsbankahlaups í samvinnu við FrjálsíþrúUasamband fslands. Hlaupið er ætlað krökkum sem fæddir eru 1976—1979. Skráning fer frain í öllum útibúum p % | og afgreiðslum og þar fásl einnig nánari upplýsingar. Lúörasveit Akureyrar leikur frá kl. 10.00. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Nýjar tröppur við Akureyrarkirkju Nokkur röskun kann að verða á athöfnum í Akureyrarkirkju næstu vikurnar, þar sem utan við kirkjuna er nú unnið að nýjum tröppum. Hafa fram- kvæmdirnar valdið nokkru jarðraski en vonast er til að þeim Ijúki fyrir kirkjukóramót Eyjafjarðarprófastdæmis sem verður 10. júní nk. Það er Teiknistofa Hauks Har- alssonar sem haft hefur umsjón með hönnun og framkvæmdum við nýju tröppurnar. Þær verða nokkuð umsvifameiri en þær gömlu, með snjóbræðslukerfi og aðgengi fyrir fatlaða. í fréttatil- kynnngu frá Akureyrarkirkju segir að lengi hafi verið vilji fyrir að búa í haginn fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir eða bundnir í hjólastól. Hér sé því um vanda- samt verk að ræða eins og við margar aðrar eldri byggingar. VG Aðalfundur Skáksambands íslands: Alþjóðlegt mót á Akureyri A aðalfundi Skáksambands íslands kom fram að stefnt er að því að halda aiþjóðlegt skákmót á Akureyri að loknu Reykjavíkurskákmótinu á næsta ári. Alþjóðlega mótið verður haldið í tilefni af því að Ari Guðmundsson frá Þúfna- völlum hefði orðið 100 ára árið 1990. Ari Guðmundsson var framá- maður í skáklífi þjóðarinnar. Hann var fyrsti formaður Skák- félags Akureyrar og einnig fyrsti formaður Skáksambands Islands og þykir viðeigandi að heiðra minningu hans með alþjóðlegu skákmóti. Á aðalfundinum var ákveðið að deildakeppnin í skák, 1. og 2. deild og Nórðurlandsriðill í 3. deild, fari fram á Akureyri í haust. Akureyringar eiga nú tvö lið í 1. deild því B-sveit Skákfé- lags Akureyrar tryggði sér sæti í deildinni á síðasta keppnistíma- bili. Þá má geta þess að sveit Gagn- fræðaskóla Akureyrar keppir á íslandsmóti grunnskólasveita í Reykjavík um helgina. Sveit skólans hefur ávallt komist í verðlaunasæti og náði hún 3. sæti á síðasta móti. Sveitina skipa þeir Þórleifur Karlsson, Örvar Arn- grímsson, Smári Teitsson, Júlíus Björnsson og Ragnar Þorvarðar- son. SS Félagsdómur kveður upp sinn dóm: STAK-möimuin ber skylda til að viima yfirvimm - vísað til 31. greinarlaga nr. 38/1954 Nýlega kvað Félagsdómur upp dóm um skyldu starfsmanna Starfsmannfélags Akureyrar- bæjar (STAK) til að vinna yfír- vinnu. STAK birti Akureyrar- bæ stefnu dagsetta 1. mars sl. þar sem þess var krafíst að viðurkennt yrði með dómi Fé- lagsdóms að félagsmenn STAK hefðu ekki yfírvinnu- skyldu hvorki skv. kjarasamn- ingi né skv. grunnrcglu 31. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Akureyrarbær gerði á móti þá kröfu að hann yrði sýknaður af þessari kröfu og að Félagsdómur staðfesti að til staðar væri skylda til yfirvinnu hjá starfsmönnum. Niðurstaða Félagsdóms var á þá leið að starfsmönnum STAK bæri skylda til að vinna yfirvinnu og var í því sambandi vísað til 31. greinar laga nr. 38/1954, um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, sem er svohljóðandi „Skylt er starfsmönnum að vinna yfir- vinnu sem yfirboðarar telja nauð- synlega. Þó er engum starfs- manni, nema þeim, er gegnir lög- reglustörfum eða annarri öryggis- þjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku en nemur þriðj- ungi af vikulegum vinnutíma." Einn af fimm dómurum Fé- lagsdóms vildi fallast á kröfur STAK á grundvelli þess að í kjarasamningum fælist ekki slík yfirvinnuskylda og þar sem að í gildi væru sérstakar reglur hjá Akureyrarbæ um réttindi og skyldur sem ekki hefðu að geyma yfirvinnuskyldu ættu reglur laga nr. 38/1954 ekki við um félags- menn STAK. Niðurstöðu Félagsdóms verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.