Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. maí 1989 - DAGUR - 15
i
íþróttir
i
íþróttir helgarinnar:
Knattspyma og aftur knattspyma
- knattspyrnuveisla á KA-svæðinu
- Landsbankahlaupið á morgun
Það er knattspyrna og aftur
knattspyrna sem ber hæst á
íþróttasviðinu þessa helgina.
KA leikur við Fram í 1. deild-
inni í kvöld föstudag kl. 20.45.
KA-húsið verður opið fyrir
alla sem vilja og þannig geta
bæði Akureyringar og utan-
bæjarmenn komið fyrr og
horft á beina útsendingu frá
leik Liverpool og Arsenal án
þess að missa af KA-leiknum.
Þórsarar leika gegn Fylki í
Árbænum kl. 14.00 á laugar-
dag. Bæði lið Þórs og KA í
kvennaknattspyrnunni leika
um helgina og svo eru leikir í
2., 3. og 4. deildinni um helg-
ina. Skemmtiskokk verður í
Mývatnssveit og Landsbanka-
hlaupið verður á laugardaginn.
Það verður mikið um að vera á
KA-vellinum í kvöld. íslands-
meistarar Fram mæta í heimsókn
og er búið að fresta leiknum um
tæpan klukkutíma vegna beinnar
útscndingar frá leik Arsenal og
Liverpool. Áætlað er að leikur
KA og Fram hefjist kl. 20.45.
KA-menn bjóða upp á góða
aðstöðu til þess að horfa á beina
útsendingu þannig að utanbæjar-
menn þurfa ekki að missa af öðr-
um leiknum. Áhorfendum er
bent á að aðalhlið KA-vallar
verður ekki opið en næg bíla-
stæði eru hjá Flrísalundi og
Lundarskóla og verða hliðin þar
opin.
Keppnin í 1. deild kvenna
hefst nú um helgina. KA leikur
gegn Stjörnunni á KA-velli
kl. 14.00 á laugardag og Þór spilar
við Breiðablik á sunnudag kl.
14.00 á Þórsvellinum.
Þórsarar halda suður um heiðar
og leika gegn nýliðum Fylkis í I.
deildinni í knattspyrnu. Þór vann
góðan sigur á Víkingum í fyrsta
leik. Nýliðarnir sýndu hins vegar
íslandsmeisturum Fram tennurn-
ar en töpuðu naumlega og má því
búast við hörkuleik í Árbænum á
laugardag.
I 2. deildinni fer einn leikur
fram á Norðurlandi. Völsungar
taka á móti Selfyssingum á Húsa-
vík á laugardag kl. 14.00, en hin
norðanliðin leika fyrir sunnan á
sama tíma. Leiftursmenn í Kópa-
vogi, Tindastóll í Garðabænum
og Einherji við ÍR í Laugardaln-
um. Síðan leika Víðir og ÍBV í
Garðinum.
í 3. deildinni er stórleikur á
Dalvíkurvelli er heimamenn taka
á móti KS á laugardaginn kl.
14.00. Á Grenivík mæta heima-
menn Austra frá Eskifirði á sama
tíma. Einnig leika Þróttur N. og
Valur Rf. um helgina.
Leikmenn 4. deildar fara einn-
ig að sparka um þessa helgi. Hið
nýja lið TBA á Akureyri leikur
sinn fyrsta leik gegn Hvöt á Þórs-
vellinum kl. 14.00 á laugardag. Á
undan þeim leik mætast lið SM
og UMSE-b á sama velli kl. 12.00
því heimavöllur SM í Hörgárdal
er ekki tilbúinn. HSÞ-b og Neisti
frá Hofsósi mætast á Krossmúla-
velli kl. 14.00 á laugardag, en leik
Æskunnar og Eflingar hefur ver-
ið frestað vegna lélegra vallar-
skilyrða.
Landsbankahlaupið fer fram á
laugardag og má búast við að
fjöldi barna á aldrinum 9-12 ára
taki þátt í hlaupinu.
í Mývatnssveit fer fram
skemmtiskokk á vegum Umf.
Mývetnings og er hægt aö velja
sér vegalengd til þess að hlaupa.
KA-ntenn ætla að innrita þátt-
takcndur í 7., 6., og 5. flokk á
mánudaginn og eru þeir sem vilja
vera með beðnir að mæta í KÁ-
heimilið; 5. flokkur kl. 10.00, 6.
flokkurkl. 11.00og7. flokkurkl.
13.00.
Knattspyrna:
Axel með þrennu
- í 4:2 sigri Þórs á KA í 2. flokki
- KA vann Þór 5:1 í kvennaflokki
Þór vann KA 4:2 í 2. flokki
karla í knattspyrnu á miðviku-
dagskvöldið. Leikurinn fór
Lyftingar:
Kraftlyftingamenn
keppa í Noregi
- í bæjakeppni við Stavanger
Sex kraftlyftingamenn frá
Akureyri eru nú í Stavanger í
Noregi til að etja kappi við
þarlenda kraftajötna í bæja-
keppni Akureyrar og Stavang-
er. Það er Freyr Aðalsteinsson
kraftlyftingamaður, sem nú
býr í Stavanger, sem á hug-
myndinni að þessari keppni en
hann þjálfar lyftingamenn í
Stavanger.
Þeir Akureyringar sem keppa
á þessu móti eru; Flosi Jónssson,
Gunnar Magnússon, Rúnar Frið-
riksson, Kjartan Helgason, Kári
Elíson og Víkingur Traustason.
Þeir flugu til Noregs í morgun og
keppnin sjálf fer síðan fram á
laugardaginn.
Kraftlyftingamennirnir hafa
fengið styrk frá bæjarsjóði Akur-
eyrar og Þjóðahátíðarsjóði
Norðmanna til þess að standa
straum af kostnaði við þessa
bæjakeppni. Stefnt er að því að
keppnin verði að árlegum við-
burði og á næsta ári komi Norð-
mennirnir til Akureyrar og keppa
í kraftlyftingum í íþróttahöllinni.
Hér sést hópurinn tilbúinn í slaginn; Kjartan Helgason, Rúnar Friðriksson,
Flosi Jónsson, Gunnar Magnússon, Víkingur Traustason og Kári Elíson.
fram á KA-vellinum og var lið-
ur í Akureyrarmótinu. Þetta
var fyrsti leikurinn í því móti á
árinu.
Axel Vatnsdal var í miklum
ham í leiknum og skoraði
þrennu. Páll Gíslason skoraði
síðan fjórða markið úr víta-
spyrnu. Fyrir KA setti Björn
Pálmason bæði mörkin. Var
síðara mark hans, með koll-
spyrnu, sérstaklega glæsilegt.
Leikurinn lofar góðu um
árangur þessara liða á komandi
íslandsmóti en fyrsti leikur Þórs-
ara er á sunnudaginn gegn
Stjörnunni fyrir sunnan. KA-
menn leika liins vegar á mánu-
dagskvöldið gegn Víkingum á
KA-vellinum.
Stúlkurnar í KA og Þór mætt-
ust á þriðjudagskvöld og sigruðu
KA-stelpurnar 5:1 í hörðum leik.
Mörk KA gerðu Arndís Ólafs-
dóttir 2, Linda Hersteinsdóttir og
íris Thorleifsdóttir eitt hvor. Síð-
an sáu bæði liðin um að skora eitt
sjálfsmark og leiknum lauk því
með sanngjörnum sigri KA 5:1.
Siglufjörður:
Snerpan og
Eik keppa
- í Boccia
íþróttafélagið Snerpa á Siglu-
firði ætlar að standa fyrir
Boccia-móti á Siglufirði á laug-
ardaginn. íþróttafélaginu Eik
á Akureyri hefur verið boðið
að taka þátt í mótinu og búast
má við rúmlega 40 þátttakend-
um á þetta mót.
Keppnin fer fram í nýja
íþróttahúsinu og hefst kl. 10.00 á
laugardagsmorguninn. í ráði er
að þetta mót verði að árlegum
viðburði en þetta er fyrsta mótið
sem íþróttafélagið Snerpa skipu-
leggur.
Anthony Karl Gregory í baráttu við varnarmenn Fram í lcik liðanna í fyrra.
Það verðnr eflaust liart barist í kvöld. Mynci: TLV
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Magnús Gauti með met
Jón Sigurðarson var með 6 rétta í getraunaleiknum í síðustu
viku og það hefur venjulega dugað til þess að komast áfram. En
hann mætti Magnúsi Gauta Gautasyni kaupfélagsstjóra og
Magnús setti met í getraunaleiknum, hann var með 8 rétta sem
er frábær árangur á einfalda röð. Jón dettur því út en Magnús
hefur skorað á Jón Stefánsson í bókhaldinu hjá KEA og þeir
KEA-félagar fá að glíma við alíslenskan getraunaseðil. Þar eru
m.a. leikir KA og Þórs og verður gaman að sjá hvernig keþp-
endum gengur að glíma viö fyrsta íslenska getraunaseöilinn.
Magnús Gauti
KA-Fram 1
Víkingur-KR 2
Fylkir-Þór 2
Völsungur-Selfoss 1
Stjarnan-Tindastóll 1
ÍR-Einherji 1
Breiðablik-Leiftur 2
Víðir-ÍBV x
Grindavík-ÍK x
Grótta-Afturelding x
Reynir S.-B.í. 1
Dalvík-KS 2
Jón
KA-Fram 1
Víkingur-KR 2
Fylkir-Þór X
Völsungur-Selfoss 1
Stjarnan-Tindastóll X
ÍR-Einherji 2
Breiðablik-Leiftur 1
Víðir-ÍBV
Grindavík-ÍK
Grótta-Afturelding
Reynir S.-B.l.
Dalvík-KS
2
x
1
1
2
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
-ekkl
bara nepp*1'
Föstudagur kl. 19:55
21. LEIKVIKA- 26. MA11989 1 m
Leikur 1 K.A. - FRAM "
Leikur 2 VÍKINGUR - K.R.
Leikur 3 FYLKIR - ÞÓR
Leikur 4 VOLSUNGUR - SELFOSS
Leikur 5 STJARNAN - TINDASTÓLL
Leikur 6 Ir! - EINHERJI *>
Leikur 7 BREIÐABLIK - LEIFTUR c’
Leikur 8 VÍÐIR . Í.B.V. Z)
Leikur 9 GRINDAVÍK - Í.K. 3)
Leikur 10 GRÓTTA - AFTURELDING J
Leikur 11 REYNIR S. - B. ÍSAFJ. a)
Leikur 12 DALVÍK - K.S. J)
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir
kl. 16:15 er 91-84590 og -84464.
Ath.j GfETR/ breyttan lokunartíma I UJNIR ÍALLTSUMAR 11