Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 11
hér & þor
Hinn hlóðþyrsti Tachibana leiddur
til aftöku.
Sherrod starfaði hjá Time-Life
og hann fór til Kyrrahafseyja
skömmu eftir árásina á Pearl
Harbour. Hann staðhæfir að 8
bandarískir hermenn hafi verið
teknir til fanga á Chichi Jima,
pyntaðir, drepnir með bambus-
stöngum eða hálshöggnir, og
fjórir þeirra voru étnir!
„Japönsku yfirmennirnir sem
tengdust mannátinu trúðu því að
mcð því að éta óvin sinn öðluðust
þeir mátt hans,“ sagði Sherrod.
En Tachibana þurfti ekki að
brjóta heilann yfir matseðlinum
ölíu lengur eftir þetta. Að sögn
Sherrods var hann, ásamt fjórum
öðrum herforingjum, dæmdur
fyrir stríðsglæpi og tekinn af lífi á
Guam 24. september 1947.
Þannig er sagan af forsetanum
sem var næstum étinn í stríðinu.
Skyldi hann flíka þessari lífs-
reynslu á sama hátt og Reagan
gortaði af hetjudáðum sínum?
Ef mannætur hefðu snætt George
Bush þá væri hann ekki forseti
Bandaríkjanna í dag, það er
næsta víst! Þótt þetta hljómi sem
hin mesta fjarstæða er sannleiks-
vottur í þessari speki og alls ekki
fáránlegt að tala um Bush og
mannætur í sömu andrá.
George Bush komst í hroða-
lega klípu í seinni heimsstyrjöld-
inni og litlu munaði að hann lenti
sem aðalréttur á kvöldverðar-
borði japanskra herforingja sem
stunduðu mannát.
„Ef Bush hefði lent í klónum á
Yoshio Tachibana hershöfðingja
og hans mönnum þá hefðu þeir
pyntað hann, drepið og loks étið
hann í samræmi við átakanlega
hefð sem þeir héldu í heiðri,“
segir heimildarmaðurinn Robert
Sherrod.
„Hefði Bandaríski flotinn ekki
komið Bush til bjargar þegar
sprengjuflugvél hans hrapaði í
George Bush, tvítugur liðsforingi,
var kominn á matseðil mannætu.
Kyrrahafið þá hefði hann eflaust
verið ofarlega á matseðli Tachi-
banas," fullyrðir Sherrod.
Flugvélin sem Bush flaug með
var skotin niður í september 1944
er henni var ætlað að varpa
sprengjum á japanska loftskeyta-
stöð á Kyrrahafseyjunni Chichi
Jima sem Tachibana hafði lagt
undir sig. Tveir félagar hins verð-
andi forseta fórust en Bush, þá
tvítugur liðsforingi, henti sér út í
fallhlíf og lenti í Kyrrahafinu.
„Sveitir undir stjórn blóð-
þyrsta hershöfðingjans komu
auga á Bush þar sem hann klauf
öldurnar í gulum björgunarbáti
og gerður var út leiðangur til að
koma höndum yfir hann. En
Bush slapp frá hroðalegum dauð-
daga þegar flugmaður á annarri
vél í árásarferðinni hélt sveitun-
um í skefjum uns herskipið Fin-
back birtist og bjargaði Bush,“
segir Sherrod.
George Bush slapp
naumlega frá mannætum!
Menntamálaráðuneytið:
Ráðsteftia
um háskóla-
stigið
Menntamálaráðuneytið gengst
fyrir ráðstefnu um háskólastigið
föstudaginn 26. maí 1989 kl. 13-
18 í Borgartúni 6, Reykjavík.
Að undanförnu hefur farið
fram mikil umræða um hvað sé
háskóli og hvernig skilgreina
skuli háskólastigið. Nýir skólar
og aukið námsframboð að loknu
framhaldsskólanámi kallar á nýj-
ar skilgreiningar og jafnvel á
breytt skipulag. Þessi umræða fer
ekki aðeins fram hér á landi held-
ur einnig í flestum nágranna-
löndum okkar.
Markmið ráðstefnunnar er að
efna til umræðu um þessi mál.
Því var leitað til nokkurra ein-
staklinga, bæði skólamanna og
fólks úr öðrum geirum atvinnu-
lífsins, til þess að reifa hugmynd-
ir sínar í þessum efnum. Voru
þau m.a. beðin að svara ákveðn-
um spurningum um háskólastigið
og fjalla um hugmyndir sínar
um inntökuskilyrði, útskrift,
rannsóknir, staðsetningu mennta-
stofnana, þarfir atvinnulífs, þörf
fyrir samræmda löggjöf o.fl.
Dagskrá ráðstefnunnar er
eftirfarandi:
Dagskrá: Kl. 13.00. Svavar
Gestsson, menntamálaráðherra
setur ráðstefnuna. Gerður G.
Óskarsdóttir, ráðunautur, reifar
viðfangsefni ráðstefnunnar og
almennar upplýsingar um háskóla-
stigið.
Kl. 13.30. Guðmundur Hernes,
rannsóknastjóri, flytur erindi um
háskólastigið, m.a. með hliðsjón
af þróun í Noregi.
Kl. 14.15. Frosti Bergsson,
framkvæmdastjóri; Guðrún Hall-
grímsdóttir, matvælaverkfræð-
ingur; Jón Sigurðsson, skóla-
stjóri; Sveinbjörn Björnsson,
prófessor; Tómas Ingi Olrich,
menntaskólakennari og Þuríður
Kristjánsdóttir, prófessor ræða
spurningar um háskólastigið.
Kl. 15.45. Kaffihlé.
Kl. 16.15. Umræður og saman-
tekt.
Kl. 18.00. Ráðstefnuslit.
GARÐVERKFÆRI
Garðhúsgögn, garðáburður, mosa-
eyðir, orf, Eylands-ljáir, handsláttu-
vélar, hrífur, skóflur, kantskerar,
gafflar, garðslönguhjól, garð-
slöngur, úðarar, smágarðáhöld,
runnaklippur, bílkústar, slöngu-
tengi, hjólbörur, kústar, laufhrífur,
greinaklippur, rósaskæri, rafhlöðu-
grasklippur, rafhlöðurunnaklippur,
sláttuorf, jarðvegsdúkur, stigar,
tröppur, útiblómaker, malarskóflur,
HONDA-rafstöðvar, HONDA-vatns-
dælur o.fl. o.fl. o.fl.
AKURVIK
(S HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233
Komið og skoðið í
Iþróttahöllinni um helgina