Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Pösíudágur 26. máí 1989 lesendahornið ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 800 milljóna króna víti til að varast Flugstöð Leifs Eiríkssonar er eflaust dýrasta bygg- ing íslandssögunnar til þessa, miðað við fermetra- fjölda. Engin bygging á vegum hins opinbera hefur sprengt svo rosalega utan af sér allar kostnaðar- áætlanir sem flugstöðin og það þótt framkvæmdum við hana sé ekki enn að fullu lokið. Byggingarsaga flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er saga margra mis- taka og stórra, sem vonandi eiga aldrei eftir að endurtaka sig. Umfram allt er þó flugstöðvar- hneykslið gleggsta dæmið hingað til um það hvern- ig hægt er að gera stórfelld mistök í starfi hjá hinu opinbera, án þess að þurfa að bera minnstu ábyrgð á þeim. Allir, sem fyrir það fengu greitt að hanna og hafa eftirlit með byggingu flugstöðvarinnar, ypptu öxlum yfir 800 milljóna króna umframkostnaði og þar með var það mál úr sögunni af þeirra hálfu. Skattgreiðendur þessa lands hafa þurft að borga brúsann, en ekki svo mikið sem einn maður missti vinnuna eða þurfti að svara til saka vegna hneyksl- isins. Þetta er lýsandi dæmi um það pólitíska sið- leysi sem hér ríkir. Verkfræðingar héldu ráðstefnu á miðvikudaginn þar sem rætt var um hvaða lærdóm mætti draga af byggingarsögu flugstöðvarinnar. Þar var rifjað upp að í lok framkvæmdanna við Leifsstöð kom í ljós að framkvæmdir höfðu farið um 800 milljónum króna fram úr áætlun. Þessi umframkostnaður er hreint ótrúlega mikill. Fyrir 3/4 hluta þessarar upphæðar væri t.d. hægt að borga jarðgangagerðina í Ólafs- fjarðarmúla út í hönd. 800 milljónir er hærri fjárhæð en veitt er til allra skólabygginga í landinu á þessu ári og ámóta upphæð og öll bygging Þjóðarbókhlöð- unnar hefur kostað til þessa. Á ráðstefnu verk- fræðinganna kom fram hörð gagnrýni á verkskipu- lag og fjárhagslegt eftirlit byggingaraðila og ábyrgðarmanna vegna framkvæmda við Flugstöð- ina. Þar kom einnig fram að byggingarframkvæmdir voru settar á fulla ferð á sínum tíma, þótt mestallri hönnunarvinnu vegna byggingarinnar væri ólokið. Þá sérkennilegu ákvörðun tók þáverandi utanríkis- ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, enda var sjálfstæðismönnum mikið í mun að vígja flugstöðina fyrir kosningar vorið 1987. Það gekk upp með ærnum tilkostnaði, enda gerðu sjálf- stæðismenn Flugstöðina að kosningamáli vorið 1987. Það var áður en bakreikningurinn risavaxni kom fram, enda hefði Flugstöðin ekki reynst sjálf- stæðismönnum skrautfjöður í hattinn að öðrum kosti. Þessi 800 milljóna króna reikningur er eflaust hæsti kosningavíxill íslandssögunnar til þessa. Vonandi reynist flugstöðvarævintýrið mönnum víti til varnaðar í framtíðinni. Þjóðin hefur ekki efni á fleiri bakreikningum af þessari stærðargráðu. Hún hefur reyndar ekki efni á pólitísku siðleysi yfirleitt, ef út í það er farið. BB. Léleg myndgæði Stöðvar 2 á Grenivík Jóhannes Gíslason á Grenivík hringdi. Eg leyfi mér aö kvarta undan lélegum myndgæðum hér á Grenivík á útsendingu Stöðvar 2. Fólk er búið að borga hér fyrir myndlykla og mánaðargjald og sér svo ekki myndina nema með höppum og glöppum. Þá dettur myndin út í tíma og ótíma. Ég er ekki með myndlykil sjálfur en hef íhugað að fá mér einn slíkan, þó því aðeins að þessu verði kippt í lag. Mér er kunnugt um að undan þessu hefur verið kvartað oftar en einu sinni hjá Eyfirska sjónvarps- félaginu en fólk fær alltaf það svar hjá starfsmönnum þar að það kannist ekki við að undan þessu hafi verið kvartað. Það er látið gott heita og ekkert gert til að reyna að koma lagi á útsend- inguna. Það er oft talað um ökur Ríkis- útvarpsins vegna hárra afnota- gjalda. En ég veit ekki hvað á þá að kalla það annað en okur hjá Stöð 2 að láta fólk borga fyrir handónýta útsendingu. Sem dæmi um þætti sem ekki hefur verið hægt að horfa á að undan- förnu er Santa Barbara þriðju- daginn 16. og Fegurðarsam- keppni íslands á annan í hvíta- sunnu. Fegurðardísirnar voru all- ar í röndum. Lítil fegurð í því! Ef ekkert verður að gert er !jóst að Stöð 2 fær ekki fleiri áskrifendur hér á Grenivík og fólk segir í stórum stíl upp áskriftum að Stöð 2. Bjarni Hafþór Helgason hjá Eyfirska sjónvarpsfélaginu svarar: Um síðustu áramót voru gerð- ar úrbætur á sendibúnaði okkar í Hrísey sem bætti útsendingarstyrk til Dalvíkur. Reynslan virðist sýna að þessar úrbætur hafi kom- ið niður á myndgæðum á Greni- vík. Við erum nú búnir að festa kaup á sjónvarpssendi sem við munum setja upp á Grenivík. Þessi sendir mun magna upp merki frá Hrísey og vonandi tryggja fyrsta flokks myndgæði á Grenivík. Sendirinn er á leiðinni og verður settur upp um leið og hann kemur til landsins. Ég vil ekki lofa upp á dag hvenær hann kemur hingað en það ætti að verða einhvern næstu daga. Betlað af gömlum manní á Akureyri Lcsandi hringdi: „Ég get ekki orða bundist vegna atviks sem ég varð nýlega vitni að. Á Akureyri hefur maður nokkur verið viðloðandi miðbæ- inn o.fl. staði, en þessi uinræddi maður hefur sannanlega stundað að betla peninga af gömlu fólki undanfarin ár. Hefur þetta færst í vöxt, eftir því sem ég heyri. Um daginn var maður hátt á níræðisaldri að rölta sér til hress- ingar nálægt versluninni Garðs- horni hér í bæ. Gamli maðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið fyrr en umræddur „betlari“ Bíleigandi á Akureyri: Óánægður með Ingvar Helgason hf. vék sér að honum og bað hann að ganga með sér afsíðis út í almenningsgarðinn sem þarna er. Hann kynnti sig og kvað aðstæð- ur sínar erfiðar, kona og börn væru matarlaus og allslaus heima og allt hið ömurlegasta. Frásögn- in var helber uppspuni, eins og títt er hjá drykkjusjúku fólki sem er að snapa sér peninga hér og þar. „Betlarinn" hætti ekki mála- leitan sinni um peninga fyrr en gamli maðurinn lét hann Itafa þúsund krónur. Hvarf þá sá fyrr- nefndi á braut eftir að hafa lofað að koma peningunum til skila eft- ir hádegi sama dag, en fékk áður heimilisfang gamla mannsins. Akureyringur hringdi: „Ég keypti mér nýjan Subaru skutbíl í fyrra hjá Bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimarssonar, söluumboði Ingvars Helgasonar á Akureyri. Ég greiddi fullt verð fyrir þann bíl, eins og eölilegt er. í vor ætlaöi ég að selja þennan bíl og kaupa mér eins bíl af nýrri árgerð. Þá brá svo við að ég gat ekki selt gamla bílinn og á bíla- sölum var ntér sagt að menn vildu ekki kaupa eins árs gamla Subaru skutbíla því að Ingvar Helgason hf hefði íeyft innflutning og sölu á ónotuðum Subaru bílum frá því í fyrra. Ég fór að kanna málið og þetta reyndist rétt. Ég vil korna óánægju minni á framfæri með að Ingvar Helgason hf. skuli bregð- ast viðskiptavinum sínum á þcnn- an hátt og ég mun aldrei framar versla við það fyrirtæki eða um- boðsaðila þess.“ Sigurður Valdimarsson svarar: „Mér þykir mjög miður að heyra þessa frásögn. Það eina sem ég vil segja á þessu stigi málsins er að ég er að vinna að því að atvik sem þessi muni ekki endurtaka sig.“ Dýravmur hringdi: Vegna aðgerða gegn villikött- Garnli maðurinn hefur áður látið þvinga sig til að afhenda fé til þessa sama manns. Ég vil vara eldra fólk og reyndar alla við að gefa sig á tal við þennan mann og aðra ámóta. Réttast væri af yfir- völdum að grípa inn í þennan Ijóta leik, því sumt gamalt fólk þorir ekki annað en að láta und- an betlinu. um á Akureyri á vegum umhverf- isdeildar Akureyrarbæjar dagana 19.-31. maí vil ég koma eftirfar- Aðgerðir gegn villiköttum: Vandamál með tímasetningu Kennaraverkfallið: andi á framfæri: Hver er framtíð námsfólks? Móðir tilvonandi stúdents hringdi. Mig langar að leggja nokkur orð í belg í lesendahornið. Það er mikil ábyrgð að vera kennari. Þið eruð með framtíð barnanna okk- ar í höndunum. En hvernig eruð þið búnir að fara með margra ára vinnu þeirra og okkur foreldr- ana? Ég er ekki á nióti því að kenn- arar hafi gott kaup því þetta er krefjandi og mikið starf. En verkfall í sex vikur eyðileggur og kemur niður á þeim sem síst skyldi. Svo á að fara að skella á þau prófum, svona einn, tveir og þrír. Þið getið ekki notað krakk- ana svona í ykkar þágu. Hvernig er framtíðin fyrir námsfólk? Þau verða aldrei örugg, né foreldr- arnir. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa ykkur vel um, næst þegar þið farið í verkfall! Ég tek fram að mér finnst sjálf- sagt að útrýma villiköttum í bæn- um en mig langar að koma með þá athugasemd við þessa aðgerð að mér finnst vera heldur leiðin- lega að þessu farið. Þetta er lang- ur tími og heimiliskettir eru nú einu sinni þannig að þeir vilja vera úti hluta úr hverjunt degi. Ég skil ekki af hverju ekki er hægt að standa í þessari herferð um helgar. Þá daga er fólk heima og getur litið eftir sínum heimilis- köttum, þegar þeir eru úti. Þá hefði mér fundist vel koma til greina að starfsmenn bæjarins stæðu í þessu á fyrirfram ákveðn- um tíma virka daga, þegar mest- ar líkur eru á að fólk sé heima.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.