Dagur - 27.05.1989, Side 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 27. maí 1989
98. tölublað
TEKJUBREF
KJARABRÉF
FJARMAL PtN
SÉRGREI N OKKAR
TjARFESTlNGARFELAGIÐ,
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Ilundur réð-
ist á mann
Síðastliðið fímmtudagskvöld
réðist hundur á mann á Akur-
eyri og beit hann. Maðurinn
kærði atburðinn til lögreglunn-
ar. Hann mun hafa hlotið ein-
hverja áverka, en málið var
ekki fullkannað þegar við
höfðum samband við lögregl-
una í gær.
Á fimmtudag og aðfaranótt
föstudags urðu nokkur umferðar-
óhöpp á Akureyri og nágrenni,
árekstrar og ein bílvelta, en eng-
in slys urðu á fólki í þessum
óhöppum.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri voru nokkrir ökumenn tekn-
ir fyrir of hraðan akstur og einn
var stöðvaður grunaður um ölvun
við akstur. Þá hafa kærur borist
vegna óleyfilegrar hámarks-
þyngdar bíla, en þungatamarkan-
ir gilda nú víða á vegum. SS
Hundalíf! Sjá nánar bls. 5.
Mynd: KL
Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík:
Dreifir kyraiingarbæklingi
á Bella Center 6.-10. júní
Fiskmiðlun Norðurlands hf. á
Dalvík vinnur nú að gerð
kynningarbæklings um fyrir-
tækið og segir Hilmar Daníels-
son að tilgangur með honum sé
að kynna Fiskmiðlunina hf. og
reka áróður fyrir norðlenskri
framleiðslu. I bæklingnum
verða nöfn og heimilisföng
þeirra 24 fyrirtækja sem Fisk-
miðlunin vinnur fyrir. Bækl-
ingnum verður m.a. dreift á
sjávarútvegssýningu í Bella
Center í Kaupmannahöfn dag-
ana 6.-10. júní nk. „Síðan höf-
um við hugsað okkur að senda
bæklinginn t.d. í sendiráðin úti
og á staði þar sem menn eru á
ferðinni,“ segir Hilmar.
Hilmar segir að í bæklingnum
verði ekki aðeins rekinn áróður
fyrir norðlenskri skreið, vörur
eins og ferskur og reyktur lax,
rækja og lagmeti verði einnig
kynntar. „Þetta er fyrsta skrefið í
því sem við ætlum okkur að gera
í framtíðinni, þ.e. að stunda
öflugan útflutning milliliðalaust
frá Norðurlandi," segir Hilmar.
Eins og fram hefur komið í
fjölmiðlum hefur Fiskmiðlun
Norðurlands hf. gert samning við
20 skreiðarframleiðendur frá
Skagaströnd til Bakkafjarðar um
sölu á skreiðarframleiðslu þeirra.
Fiskmiðlunin er búin að ganga
frá samningum um sölu Ítalíu- og
Nígeríuskreiðar og segist Hilmar
vænta þess að í júnímánuði fari
fyrsta skreiðarsendingin til Níg-
eríu. Síðar sendir Fiskmiðlunin
skreið til Ítalíu í gegnum ítalska
umboðsfyrirtækið Alimport
SRL. óþh
Frjósemi í
Bárðardalnum:
Ein flórlembd
og níu ær
þrflembdar
„Sauöburður gengur hér vel og
ég hef ekki heyrt annað en að
hann hafí almennt gengið vel á
þessu svæði,“ sagði Héðinn
Höskuldsson, bóndi á Bólstað
í Bárðardal í saintali við Dag.
Hann sagði að sauðburöi lyki
almennt um mánaðamótin.
Á Bólstað eru nálægt 290 ær og
gemlingar sem bera. Frjósemi
hefur verið mikil, á bilinu 80-
90% ánna tvílembdar. Þá hafa 9
ær borið þrcmur lömbum og ein
var fjórlembd. Héðinn sagði
þetta heldur óalgengt og ekki
hefði áður komið fyrir í hans
búskap að ær bæri fjórum
lömbum. Hann sagðist hafa tekið
tvö lömb frá fjórlembunni og
vanið undir einlembur. Að sögn
Héðins gekk mjög vel að venja
undir. „Þetta lærist eins og
annað,“ bætti hann við.“ óþh
Menntaskólinn á Akureyri:
Kappkostað að ljúka
áföngran á skólaárinu
- með prófum og fullgildu námsmati
I Menntaskólanum á Akureyri
hefur verið ákveðið hvernig
nemendur skuli Ijúka náms-
áföngum og var próftafla birt
sl. fímmtudag. Niðurstöðurnar
eru í megindráttum hliðstæðar
þeim áætlunum sem skóla-
meistari setti fram skömmu
áður en samningar tókust í
kjaradeiidu háskólamanna og
ríkisins, en í einhverjum tilvik-
um mun námsmat koma í stað
prófa.
„Nemendum er gefinn kostur á
að ljúka öllum áföngum í vor, og
þó nokkrir ætla að gera það, en
að öðrum kosti taka þeir próf í
lok september. I flestum tilfellum
verður þessu lokið með venju-
legu annarprófi en í nokkrum
áföngum verður hægt að gefa
nemendum mat á grundvelli
verkefna og þeirrar vinnu sem fer
fram núna. í nokkrum fögum
voru tekin stöðupróf í vikunni
eftir páska og verða þau látin
gilda fyrir þann hluta áfangans en
seinni hlutanum verður lokið
með prófi núna,“ sagði Jóhann
Sigurjónsson skólameistari.
Hann sagði að í þeim fögum
sem lokið yrði með mati fengju
nemendur fullgildar matseink-
unnir, ekki einhverja uppáskrift
um það að þeir hefðu staðist við-
komandi áfanga. Hann sagði
ennfremur að það væru ekki að-
eins tilvonandi stúdentar sem
kappkostuðu að ljúka áföngum
fyrir 17. júní heldur nemendur í
neðri bekkjum einnig, en þó
vildu sumir geyma einstaka fög til
haustsins.
„Við höfum rýmri tíma en aðr-
ir skólar og nemendur fá nú
hálfsmánaðarkennslu á öidungar-
deildarhraða, enda er verið að
kenna fram á rauða nótt í sumum
áföngum. Kennarar leggja sig
alla fram til að láta þá klára sem
það geta og það er einnig fullur
vilji hjá nemendum að gera sem
best úr málunum. Hér hefur ekki
verið nein uppsteyt, eins og víða
hefur verið,“ sagði Jóhann. SS