Dagur - 27.05.1989, Síða 3

Dagur - 27.05.1989, Síða 3
Nám í sérkennslufræðum að heflast á Norðurlandi í dag verður formlega sett nám í sérkennslufræðum í Stóru- tjarnaskóla en kennsla í þeim fer fram á Norðurlandi næstu tvö árin. Námið er framhalds- nám fyrir starfandi kennara á vegum Kennaraháskóla Is- lands í samvinnu við fræðslu- skrifstofurnar á Norðurlandi. Undanfarin 10 ár hefur átt sér stað þróun í sérkennslu á Norðurlandi, ekki síst í viðhorf- um gagnvart börnum með sér- þarfir. Skortur á sérkennurum hefur þó komið í veg fyrir að hægt hafi verið að mæta þörfum ein- stakra nemenda með sérkennslu- þarfir eins og nauðsynlegt er. Kennarar á Norðurlandi hafa sýnt mikinn áhuga á aukinni menntun í sérkennslufræðunt og telja hana undirstöðu breytinga í sérkennslu skólanna. Þeir liafa komið á framfæri óskum sínum unt aðgengilegt námstilboð í heimabyggð. Nántið sem nú er að hefjast mun samsvara fyrsta áfanga sérkennaranáms til B.A. prófs eða 30 námseiningum á háskólastigi. Framhaldsskólinn á Húsavík: Fyrsta stúdentsútskriftin Fyrsta stúdentsútskrifin frá Framhaldsskólanum á Húsavík verður nú um helgina, við skólaslit sem fara fram í Húsa- víkurkirkju á laugardag kl. 16. Svava Viggósdóttir mun út- skrifast sem stúdent frá skólanum og vera fyrsti nemandi sem lýkur stúdentsprófi frá skóla á Húsa- vík, og segja má að þar með sé brotið blað í sögu skólamála á staðnum. Framhaldsskólinn hef- ur aðeins starfað í tvö ár svo stú- dentsútskriftina ber bráðar að en horfur voru á í fyrstu. Um líkt leyti og skólinn var stofnaður flutti Svava til Húsavíkur og hafði þá þegar lokið hluta af námi sínu til stúdentsprófs. IM Austurland: Skemmdarverk á lögregluM Skemmdarverk var unnið á Iögreglubíl frá Egilsstöðum um kvöldmatarleytið á miðviku- dag, er bfllinn stóð á veginum um Kambaskriður meðan lög- reglan vann að vettvangsrann- sókn á slysstað. Á miðvikudag varð alvarlegt bílslys á Kambanesi, milli Stöðv- arfjarðar og Breiðdalsvíkur. Bifreið með tveim ungum mönn- unnin á slysstað um fór út af veginum og niður skriður og var á annað hundrað metra niður í fjöru þar sem bíll- inn stöðvaðist, gjörónýtur. Pilt- arnir slösuðust og voru báðir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Lögregla frá Egilsstöðum kom á slysstað til að rannsaka vett- vang og var lögreglubíllinn skil- inn eftir á veginum um skriðurn- ar á meðan. Einhver vegfaranda vann skemmdarverk á lögreglu- bílnum með því að sparka í hann og við það dældaðist hægri fram- hurð töluvert. Getur þessi verkn- aður talist gjörsamlega óút- skýranlegt athæfi, ekki síst þegar tekið er mið af erindi lögreglunn- ar á staðinn. Sparkarinn hefur ekki gefið sig fram eða útskýrt til- gang sinn og er málið óupplýst. IM Laugardagur 27. maí 1989 - DAGUR - 3 /------------------------------> „Sýning ársins" 'SSLbílar í íþróttahöllinni á Akureyri sýna helstu bílaumboð landsins besta úrval nýrra bíla laugardaginn 27. maí kl. 1 3.00-18.00 og sunnudaginn 28. maí kl. 13.00-17.00. Bílasýning Og sumarvörusýning Ýmis fyrirtæki á Akureyri sýna einstakar vörur s.s. Reiðhjól af öllum stærðum og gerðum. Úrval af húsgögnum í garðinn, borðstofusett og sófasett. Garðyrkjuáhöld og blóm. Hlutavelta meÖ 2.000 vinningum. Foreldrafélag KA er með veitingasölu báða dagana. Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur kl. 13.15 á sunnudag, Harmonikufélagið kl. 14.00 á laugardag og sunnudag. Lúðrasveit Akureyrar leikur kl. 15.15 báða dagana. Knattspyrnufélag Akureyrar. v_________________I____________/ fU] HONDA iiaaii 1 g |p--g| ppcsBa llll hel i iiffTrmii aiB IIIBMIlb1—uii.ii.iial _______________________________________ 1 lllfmffllllllliwlllllllilltWfffTTTTTIHTnlmllUllMIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIMfllllll KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST - HONDA ER BETRIBÍLL Bílasýning í íþróttahöllinni. Laugardag 27/5 og sunnudag 28/5. HONDA ACCORD árgerð '89, 4 d. EXS. Sjálfskiptur með öllu. Verð kr. 1.263.000,00. 0] BÍLAR SEM VEKJA ATHYGLI! CIIIV1IC HONDA CIVIC SHUTTLE árgerð '89. 4WD. 116 Din hestöfl. Verð aðeins kr. 1.030.000,00. HONDA CIVIC SPORT árgerð '89. 75/90/130 hestöfl. Verð frá kr. 715.000,00 (H) GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐ ALLRA HÆFI. Þórshamar h/f. Akureyri — Honda á Íslandí, Reykjavík. Sími 689900 - m , ^...

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.