Dagur


Dagur - 27.05.1989, Qupperneq 4

Dagur - 27.05.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - táílöárdágur 27. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Áhyggjur vegna slæmrar kvótastöðu Útgerðarmenn eru þegar farnir að hafa áhyggj- ur af því að þeir verði uppiskroppa með þorsk- kvóta þegar kemur fram á haustið. Þær áhyggj- ur eru ekki ástæðulausar. Fyrstu fjóra mánuði ársins veiddust tæplega 162 þúsund tonn af þorski á landinu öllu en heildarþorskkvóti ársins er aðeins 285 þúsund tonn. Á ársþriðjungi hafa því tæp 56% þorskkvótans verið nýtt og er það verulegt áhyggjuefni. Ástæður þessa eru fyrst og fremst tvær, annars vegar góð aflabrögð það sem af er árinu og hins vegar minni kvóti en í fyrra en eins og kunnugt er var þorskkvótinn skertur um 10% milli ára í verndunarskyni. Vart er hægt að búast við því að þorskkvótinn verði aukinn að nýju á þessu ári. Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, lét í ljósi áhyggjur vegna þessa í Degi nú í vikunni. „Það verður ekki annað sagt en að útlitið sé hörmulegt fyrir fyrirtæki eins og Útgerðarfélag Akureyringa, sem miðar við að halda uppi útgerð og vinnu í landi út allt árið,“ sagði Vilhelm m.a. Hann benti á að útgerðarfyrirtæki, sem ekki hafa jafnframt vinnslu á sinni hendi, ættu hægar um vik með að fiska upp í sinn kvóta á skömmum tíma á sem hagkvæmastan hátt og leggja síðan skipunum það sem eftir lifði ársins. Slíkt væri með öllu úti- lokað hjá fyrirtæki eins og Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Allt frá því kvótakerfi í sjávarútvegi tók gildi, hafa mörg helstu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki á Norðurlandi haldið rekstrinum gangandi með kvótakaupum annars staðar frá síðustu mánuði ársins. Sú staða sem upp er komin nú er því enn alvarlegri í ljósi þess að væntanlega verður mjög erfitt að fá kvóta keyptan þegar líða tekur á þetta ár. Haft var eftir Sverri Leóssyni, formanni Útvegsmannafélags Norðurlands, í Degi á miðvikudag að hann sæi ekki nokkurn möguleika á því að hægt yrði að að kaupa kvóta sem nokkru næmi í ár. Skýringin væri sú, að þau svæði, sem til þessa hafa haft kvóta aflögu, séu vegna mjög góðrar vetrarvertíðar langt komin eða búin með kvótann. Fyrirtæki, sem hafa bæði útgerð og fisk- vinnslu á sínum snærum, standa frammi fyrir stórkostlegu vandamáli innan tíðar. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi, því ef ekki tekst að finna viðunandi lausn, blasir við stórfellt atvinnuleysi í sjávarútvegi þegar kemur fram á haustið. Ljóst er að stjórnvöld verða að láta þetta mál til sín taka, því það er stærra en svo að það verði leyst innan viðkomandi fyrirtækja. BB. úr hugskotinu „Það kom í Ijós að hin ameríska afskiptasemi var freklegt brot á varnarsamningnum . . .“ Veðrahrigði og samnmgar Það tóku að blása suðlægir vindar, og hitinn að stíga, nán- ast um leið og veðurfræðingarn- ir ásamt öllu hinu BHMR-liðinu voru búnir að semja af sér, líkt og raunar var fyrirsjáanlegt að gerast myndi, jafnvel áður en lagt var út í þetta verkfall sem að endingu varaði í heilar sex vikur. Og að vanda eru allir fegnir yfir því að þessu skuli lokið, ekki síst verkfalls- mennirnir sjálfir, sem margir hafa án efa verið orðnir þreyttir á iðjuleysinu, jafnvel þó þeir hafi fengið það bætt að hluta, nokkuð sem eflaust á eftir að létta undir þegar greiða þarf plastkortareikningana, en á sér enga hliðstæðu aðra, og vaknar því sú spurning hvort ekki sé nú búið að skapa fyrir því fordæmi að atvinnurekendur greiöi mönnum laun í verkföllum, að minnsta kosti að hluta. Harðindi En þó svo að háskólamenn hafi þannig fengið borgað fyrir það úr vösum skattborgaranna að vera í verkfalli, þá sömdu þcir engu að síður af sér, einfaldlega vegna þess að það er hreinlega ekki Ienska á Islandi að standa við gerða kjarasamninga. Gott dæmi urn þetta er einmitt bara nýgerður samningur launþega og atvinnurekenda, sem ógiltur var þegjandi og hljóðalaust með gömlu, góðu aðferðinni, það er að segja gengisfellingu, sem rnanni reiknast til að hafi rýrt krónuna nákvæmlega jafnmikið að verðgildi og þeirri hækkun nam sem um var samið. A mannamáli þýðir þetta bara að fólk fær nákvæmlega jafnmarg- ar raunkrónur og áður, jafnvel færri, þar sem verðlag mun hækka umfram gengisfellinguna á næstu vikum og mánuðum. Ein af ástæðunum fyrir þessu eru vitaskuld þau harðindi sem gengið hafa yfir landið á liðnum vetri, og það sem af er vorinu. Forsmekkinn fáum við að sjá nú þegar í snjómokstursskattinum sem leggja á ofan á bensínverð- ið. Við þessarri skattheimtu er í sjálfu sér ekkert að segja, það er þó illskárra að skattleggja bensínið sem knýr þau farar- tæki er kalla á snjómokstur, heldur en t.d. að skattleggja fæturna á fólki sem orðið hefur að vaða skaflana. En allar líkur eru á því, að þetta sé bara fyrsti skatturinn sem lagður verði á vegna harðindanna. Landbún- aðurinn mun þurfa mikið fjár- Reynir Antonsson skrifar magn á komandi hausti. Og það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að ráðamenn verði svo frumlegir, að þeir fari að skatt- leggja gróða olíufélaganna, tryggingasalanna eða annarra milliliða, sem stöðugt berast fréttir af, þannig að harðindin munu lenda á almenningi með einu eða öðru móti, og geta þar að auki orðið hið prýðilegasta tilefni til að slá striki yfir samn- ingana við háskólamenn. Þessar staðreyndir hljóta þau nú að hafa vitað þau Páll, stúlkan með útlendingslega nafnið og félag- Amerísk afskiptasemi Þessi árátta okkar, að gera alls- kyns samninga, ekki síst á sviði kjaramála, en einnig stundum líka á sviði verslunar og við- skipta, án þess að við ætlumst til að þeir verði haldnir, þýðir ekki endilega það að við geruni milli- ríkjasamninga sem við næstum ætlumst til þess að mótaðilinn líti á sem einhverjar markleys- ur, þó svo við laumumst að vísu til að gera slíkt sjálf ef við telj- um það okkur henta. Þannig urðu jafnvel hinir einlægustu NATO-vinir talsvert vandræða- legir á dögunum þegar amerísk- ur herforingi sem var að láta hér af störfum gagnrýndi, ja, meðal annars þá fyrir að hafa ekki staðið í stykkinu, um leið og hann kvartaði yfir vondri stjórn á íslandi, jafnvel gaf í skyn samningsbrot. Það kom í Ijós að hin ameríska afskiptasemi var freklegt brot á varnarsamningi þeim sem í gildi er milli íslands og Bandaríkj- anna. Þar er hermönnum nefni- lega harðlega bannað að hafa hin minnstu afskipti af íslensk- um stjórnmálum, enda er það herlið sem skiptir sér af stjórn- málum eður öðrum innanlands- málum lands sem það dvelur í öðru en heimalandi ekki lengur kallað varnarlið, jafnvel ekki setulið heldur hernámslið, og hlutverk Kanans hér er ekki hernám landsins heldur varnir þess gegn utanaðkomandi árás- um, og mun herinn strangt til tekið jafnvel vera skyldugur að verja landið fyrir innrás, jafnvel frá hendi annarra NATO-ríkja. Það er hugsanlega hægt að afsaka hin umdeildu orð herfor- ingjans með því hversu opnir og allt að því barnalegir Banda- ríkjamenn séu stundum, eða þá bara með því einfaldlega að hann hafi verið kominn á þetta fjórða eða fimmta glas, en hitt er öllu fáránlegra ef hann hefur af slíkum ástæðum náð að móðga íslensk stjórnvöld, ekki síst ef satt er, það sem að minnsta kosti einnn ábyrgur fjölmiðill hélt fram, að hann hefði farið af landi brott með sjálfa fálkaorðu hins íslenska lýðveldis á brjóstinu. Hafi slíkt átt sér stað ber orðunefnd þegar í stað að segja af sér sem heild, og í öllu falli finnst manni nú ekki veita af því að starfsemi þessarar nefndar verði tekin til rannsóknar, því manni finnst nú oft eins og orðuveitingar séu meiri og minni tilviljunum háðar, og að það þurfi stundum ekki annað til að næla sér jafn- vel í eitt stykki Stórriddara- kross, en það að stunda blómleg viðskipti við sjálfan sig. Til góðs En þó svo að ræða hins ameríska dátaforingja hafi að sjálfsögðu verið hin herfilegasta móðgun sem allir eru sammála um að mótmæla harðlega, þá hefur hún að sumu leyti orðið til góðs. Hún er ef til vill fyrirboði og aðvörun til okkar um að viss veðrabrigði séu í nánd varðandi samskipti okkar við Kanann og Varnarsamninginn yfirleitt. Hún er ef til vill áminning til okkar um það að við verðum að fara að standa fastar á landsrétt- indum okkar en fyrr, og ber í því sambandi að fagna því, að Jón Baldvin skuli loks vera far- inn að þora að reyna að blaka eitthvað við hinum heilögu Aðalverktökum, og afhenda þetta dollaragrín þjóðinni sem er þess eini réttmæti eigandi, en ekki þessar ættir og einstakling- ar í Reykjavík sem stjórnað hafa Suðurnesjum, já og raunar landinu öllu sem hjálendu. Og eiginlega finnst manni að það eigi að nota hermangsgróðann fyrst og fremst til þess að búa svo um hnútana, að við getum losað okkur við herinn í fyllingu tímans, án þess að það valdi efnahagslegum vandræðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.