Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. junf 1989
Var Austurvöllur
útivistarsvæði fyrir
fanga eða fiskmarkaður?
- spennandi Einvígi milli Júlíusar
Kristjánssonar og Kristínar Jónsdóttur
Hér birtist önnur umferð í átta
manna úrslitum Einvígisins. Að
þessu sinni leiða saman hesta
sína þau Kristín Jónsdóttir, úti-
bússtjóri Alþýðubankans á
Akureyri, og Júlíus Kristjánsson,
skólastjóri og forstjóri Netagerð-
ar Dalvíkur.
Fyrstu spurningunni svöruðu
báðir keppendurnir rétt. „Ég segi
glímu,“ sagði Kristín. Júlíus:
„Hann var margfaldur glímu-
kóngur íslands, einum sjö eða
átta sinnum held ég, hann var á
toppnum um 1960,“ sagði Júlíus.
Spurningin um Austurvöll var
röng hjá þáðum. Júlíus hugsaði
sig um en sagði síðan: „Var þetta
ekki útivistarsvæði fyrir fanga?“
„Ég las eitthvað eftir Árna Óla
hér áður, en ég fór aldrei með
honum í sögurölt um Reykjavík
þó það hafi alltaf verið ætlunin.
Var ekki bara tún þarna eða var
þetta kannski fiskmarkaður?"
sagði Kristín.
Ár embættistöku og kosningar
dr. Kristjáns Eldjárns vöfðust
ekki fyrir keppendum. „Þetta var
mjög eftirminnilegt ár, 1968,“
sagði Kristín strax. „Bíddu við,
nú verð ég að fara að reikna,"
sagði Júlíus. „Jú, það hlýtur að
hafa verið árið 1968,“ sagði
hann.
„Ríkisstjórn Emils Jónssonar
fór niðurfærsluleiðina . ..“
Næst var spurt um ráðuneyti
Emils Jónssonar árið 1958. Júlíus
taldi þau öll upp nokkurn veginn
reiprennandi: „Emil var forsæt-
is-, sjávarútvegs- og samgöngu-
ráðherra, Guðmundur f var ut-
anríkis- og fjármálaráðherra,
Friðjón Skarphéðinsson fór með
dóms-, landþúnaðar og félags-
mál, og gott ef hann var ekki líka
heilbrigðis- og félagsmálaráð-
herra, Gylfi P. fór með mennta-
og viðskiptamálin. Ég man mjög
vel eftir tjessari ríkisstjórn, næst-
um því eins og þetta hafi verið í
gær. Hún naut hlutleysis Sjálf-
stæðisflokksins og var talin góð
stjórn, hún fór niðurfærsluleið-
ina,“ sagði Júlíus.
Kristín: „Já, Emil var forsætis-
ráðherra, Guðmundur í. var
utanríkisráðherra, Gylfi P. var
auðvitað menntamála- og við-
skiptaráðherra, en ég man ekki
eftir fleirum..."
„Stafholtstungur eru í Mýra-
sýslu,“ svaraði Kristín strax.
„Eru þær ekki í Árnessýslu, eða
er það Rangárvallasýsla?" sagði
Júlíus og fékk ekkert stig fyrir
það svar.
„Var það ekki Einar Ben?“
sagði Júlíus, og fékk rétt fyrir
það svar. Kristín gat upp á
Hannesi Hafstein. „Eg er alveg
úti að aka í þessu,“ sagði hún.
„Miðgarðakirkja," sagði Júlíus
um kirkjuheiti þeirra Grímsey-
inga. „Petta er staður sem ég hef
aldrei komið til, ég veit þetta
ekki,“ sagði Kristín.
Spurningin um bensínmótora
var rétt hjá báðum keppendum.
„Þeir ganga fyrir bensíni, lofti og
rafmagni," sagði Kristín.
Undirrituðum til mikillar furðu
vissu báðir keppendur hversu
gamall Bjarni Benediktsson var
þegar hann lést, alveg upp á ár.
„Hann var á sjötugsaldri, 61 eða
62 ára. Verð ég að hafa þetta
alveg upp á ár? Þetta er verulega
erfið spurning, það eru 19 ár síð-
an þetta gerðist, en ég segi að
Bjarni hafi verið orðinn 62 ára
þegar hann lést,“ sagði Kristín.
Spurt var um merkingu nafn-
orðsins fláki í síðustu spurning-
unni, en samkvæmt orðabók
Menningarsjóðs er fláki notað
um slétt landsvæði, stundum hall-
andi og oftast óræktað land.
„Fláki? sagði Kristín, „ég sé
þetta fyrir mér sem óræktað en
slétt landsvæði," sagði hún, og
það var rétt. „Fláki er afmarkað
landsvæði, t.d. mýrlendi, flatt
land,“ sagði Júlíus.
Júlíus Kristjánsson hafði betur
í þessari skemmtilegu viðureign
og heldur hann því áfram í úrslita-
umferð keppninnar. EHB
1.
Hvaða íþrótt varð Ármann J. Lárusson þjóðfrægur fyrir á sínum tíma? (1)
Glímu. Glímu. íslenska glímu.
2. Hvaða hlutverki gegndi Austurvöllur í Rcykjavík í gamla daga? (1)
Fiskmarkaður-tún. Útivistarsvæði fyrir fanga.
3.
Hvaða ár varð dr. Kristján Eldjárn forseti íslenska lýðveldisins? (1)
Árið 1968. Árið 1968.
Fyrstu sorphaugar
Reykjavíkur.
Árið 1968.
4.
Árið 1958 myndaði Emil Jónsson minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. í þessari stjórn voru auk
Emils þrír ráðherrar. Nefnið þá og greinið frá skiptingu ráðuneyta. (6)
Guðmundur í. utanríkis-, for-
sætis- og sjávarútvegsráðherra.
Gylfi Þ. menntamála- og við-
skiptaráðherra
Guðmundur í. utanríkis- og fjár-
málaráðherra. Friðjón Skarphéð-
insson dóms-, landþúnaðar-,
heilbrigðis- og félagsmálaráð-
herra. Gylfi F>. menntamála- og
og viðskiptaráðherra.
Emil Jónsson, samgöngu-
og raforkumálaráðherra.
Guðmundurí. Guðmunds-
son utanríkis- og fjármála-
ráðherra. Friðjón Skarp-
héðinsson dómsmála-,
landbúnaðar- heilbrigðis-
og félagsmálaráðherra.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
mála-, viðskipta- og
iðnaðarráðherra.
5. I hvaða sýslu eru Stafholtstungur? (1)
Mýrasýslu. Árnessýslu.
6. Hvaða þjóðskáld orti kvæðið Einræður Starkaðar? (1)
Hannes Hafstein. Einar Benediktsson.
7. Hvað heitir kirkjan í Grímsey? (1)
Veitekki. Miðgarðakirkja.
8. Fyrir hverju ganga bensínmótorar? (3)
Loft, bensín og rafmagn. Loft, bensín og rafmagn.
Mýrasýslu.
Einar Benediktsson.
Miðgarðakirkja.
Lofti, bensíni og háspennt-
um rafneista.
9. Hvað var Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra, gamall er hann lést af slysförum árið
1970? (1)
62ára. 62ára.
10. Hvað merkir nafnorðið fláki? (1)
Slétt landsvæði. Slétt landsvæði.
Kristín 13 stig Júlíus 15 stig
62 ára. Bjarni var fæddur
30. apríl 1908.
Slétt, stundum hallandi
landsvæði.
Stig alls 17
~í
heilsupósturinn
Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
Hávaðamengun og þorstí
Dráttarvélar
Nú þegar sumarið fer að koma í
öllu sínu veldi, fer líf að færast í
sveitina. Par hossast bændur
fram og til baka á dráttarvélum
með hin ýmsu tæki og tól í eftir-
dragi. Bændur þurfa stundum að
eyða mörgum klukkustundum á
dag á dráttarvélinni. Það er
nokkuð sama hvers konar tæki
þeir hafa í eftirdragi, alltaf þurfa
þeir að líta um öxl til þess að hafa
auga með því sem tækið er að
gera. Með því að snúa höfði sínu
til hægri, snýr vinstra eyra þeirra
að vélinni. Þetta hefur í för með
sér mikinn heymarskort á vinstra
eyra og samkvæmt rannsókn sem
James Lankford við Norður-
Illinois háskólann gerði, missa
menn að jafnaði 47% heyrnar á
vinstra eyra af þessum völdum. Á
Iandbúnaðarsýningu sem haldin
var í Illinois notaði hann tækifær-
ið og kannaði heyrn 508 bænda
sem sót.tu sýninguna. Hann
spurði þá hvað væri mesti
hávaðavaldurinn á bóndabænum
og mældi síðan seinna hávaðann í
tækjunum og vélunum. Algeng-
ustu hávaðavaldarnir voru drátt-
arvélarnar, og þar á eftir komu
ýmsar smávélar og tæki.
Bændur sem hafa misst heyrn
af þessum völdum heyra ekki allt
sem sagt er í venjulegum sam-
ræðutón. Þetta getur haft áhrif á
samskipti þeirra við fjölskyldu og
vini. Ennfremur segir Lankford.
„Þeir vilja ekki horfa upp á
heyrnarleysið og þess vegna ein-
angra þeir sig ómeðvitað. Þeir
leggja meira og meira á herðar
eiginkvenna sinna og stofna því
ekki til kynna við fólk sem er
þeim nauðsynlegt til að halda
viðskiptunum gangandi." Líkam-
leg einkenni vegna lífsstíls sem
einkennist af bældum ótta, eru
hraðari hjartsláttur og tauga-
spenna. Það er erfitt að fá bænd-
ur til þess að vernda sjálfa sig.
„Þá er verið að fást við karlremb-
ur í öilu sínu veldi,“ segir
Lankford. „Bóndinn segir, ég er
svo harður að hávaði skaðar mig
ekkert. Heyrnartapið tekurhvort
eð er mörg ár og þá fæ ég mér
bara heyrnartæki.“
Það eina sem er við þessu að
gera er að nota eyrnahlífar, eða
fara reglulega í heyrnarkönnun,
segir Lankford. Einnig að sjá til
þess að það sé hvergi gat á hljóð-
kút dráttarvélarinnar. íslending-
ar þurfa ekki að hafa eins miklar
áhyggjur af þessu eins og áður,
þar sem sífellt algengara er að
dráttarvélar séu með húsi, og auk
þess það góðum vélum að lítið
heyrist í þeim. Samt sem áður
Þorstatilfinningin er ekki alltaf
nákvæmur mælir á vökvaþörfina.
eru enn í notkun þessar gömlu og
góðu, og eiga eftir að vera það
lengi. Þess vegna ættu menn að
nota eyrnahlífar þegar hossast er
á svoleiðis tryllitækjum. Það er
ekkert karlmannlegt við að vera
hálf heyrnarlaus vegna vanhugs-
unar.
Þorsti og vökvaþörf
Það er viðeigandi að hugsa til
þess hversu mikinn vökva menn
þurfa einmitt þegar farið er að
hitna í veðri og einhverjar líkur á
að við fáum að sjá sumar hér á
klakanum. Á sumrin má reikna
með meiri þörf fyrir vökva vegna
meiri athafnasemi og hita. Það er
ekki alltaf hægt að reikna með
því að þegar þorstatilfinningunni
er fullnægt að þar með sé vökva-
þörf líkamans fullnægt. Þess
vegna er mælt með því að eftir
æfingar eða álíka erfiði, sé
drukkið nægilegt magn til þess að
slökkva þorstann og síðan aðeins
meira. Þetta gildir ekki einungis
þegar mikið er erfiðað heldur
líka almennt í leik og starfi.
Rannsókn leiddi í ljós að þorsta-
tilfinningin er ekki alltaf
nákvæmur mælir á vökvaþörfina
vegna þess að líkaminn getur
misst 2% af vökvamagni sínu
áður en þorstatilfinningin fer að
segja til sín. Þegar heitt er í veðri
er eðlilegt að þörfin sé meiri.
Drekktu því alltaf eitthvað á
meðan þú ert að æfa og á eftir.
Það má ekki gleymast að vatn er
eitt mikilvægasta efni líkamans.
Þetta skyldi haft í huga ekki síst
þegar farið er til sólarlanda.