Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 3

Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 3
fréttir Sjúkrahús Húsavíkur: Fékk lyftustól að gjöf - til mikilla þæginda fyrir sjúklinga og starfsfólk Sjúkrahúsinu á Húsavík var formlega afhentur lyftustóll að gjöf sl. þriðjudag. Gefendur stólins eru: Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, Kvenfélag Húsa- víkur og Sjúkrasjóður Verka- Iýðsfélags Húsavíkur. Lyftustólinn er hannaður til að ílytja sjúklinga úr rúmi í stól og úr stól í rúm og er starfsfólki til mikilla þæginda þegar um þunga og afllitla sjúklinga er að ræða. Stólinn er þegar kominn í notkun og nýtist bæði á öldrunardeild og almennri deild sjúkrahússins. Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunar- forstjóri sagði að ólíkt þægilegra og minna rask væri fyrir sjúkling- ana að vera fluttir á milli með aðstoð stólsins og einnig átaka- minna og betra fyrir starfsfólkið að geta notað þetta hjálpartæki. Aldís sagðist reikna með að stól- inn fækkaði veikindadögum vegna bakverkja starfsfólks veru- ■ega- Ólafur Erlendsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins þakkaði gefendum lyftustólsins og gat þess að þeir hefðu allir fært sjúkrahúsinu gjafir áður og þær kæmu sér vel þar sem fjár- veitingar til tækjakaupa væru af skornum skammti. Lyftustóllinn kostar 270 þúsund krónur, þó söluskattur hafi verið endur- greiddur. IM Frá afhendingu lyftustólsins á Húsavík. Mynd: IM Þrír gámar af Akva-vatni til kynningar í Bandaríkjunum: Kanar dreypa á uppsprettuvatni - kynningarbæklingi dreift vestra Verður íslcnskt lindarvatn á hvers manns vörum í Banda- ríkjunum innan fárra ára? Það er ekki með öllu útilokað. Aðili þar vestra vinnur nú að því að markaðssetja vatn frá fyrirtækinu Akva á Akureyri, tappað á 0,2 lítra fernur í Mjólkursamlagi KEA. í febrúar og apríl fóru þrír fullir j gámar af vatnsfernum, tveir 20 feta og éinn 40 feta, vestur um | haf til kynningar á markaði í j New York og nágrenni. Of snemmt er að segja til um ■ árangur af þessari kynningu og má ætla að árið líði áður en hægt : verður að segja til um hvort . útflutningur á norðlensku vatni á framtíð fyrir sér. Júlíus Kristjánsson hjá Akva t segir að til þessa hafi menn ein- ungis litið til Bandaríkjamarkað- . ar en aðilar frá öðrum löndum i hafi einnig spurst fyrir um 1 íslenska vatnið. Hann segir að fyrir rúmu ári síðan hafi mögu- leiki á útflutningi á vatni til Bandaríkjanna verið fyrst rædd- ur en það hafi ekki verið fyrr en síðari hluta vetrar sem fyrstu 'fernurnar voru sendar út til kynn- ingar. Liður í markaðssetningu vör- unnar í Bandaríkjunum er dreif- ing kynningarbæklings. Nýlokið er við að prenta hann og fer hann vestur um haf á næstu dögum. Pá voru nýlega send til Bandaríkj- anna auglýsingaspjöld sem sett verða upp í smærri verslunum og stórmörkuðum. Að sögn Júlíusar eru umbúðir og flutningurinn tveir stærstu kostnaðarliðirnir við framleiðslu Akva-vatnsins. „Á meðan útflutningurinn er ekki í meira mæli er flutningskostnaður hár. Hins vegar ef hann eykst verður væntanlega hægt að ná þessum lið niður í verði,“ segir Júlíus. Hann segir að miðað við gengi dollars sé verð á fernunum í Bandaríkjunum um 9 íslenskar krónur og er miðað við að það verð standi undir breytilegum kostnaði og sömuleiðis náist upp í fastan kostnað. „Það vona allir að þetta dæmi gangi upp. Við hþfum að. minnstp kosti nóg af þessari áuðlind. Við bindum vonir við að í framtíðinni verði aukin ásókn í hreint og tært vatn út í hinum stóra heimi,“ seg- ir Júlíus Kristjánsson. óþh Sólhúsgögn í úrvali Til dæmis: Stólar, borð, bekkir. Einnig nýkomið: Kælibox, vindsængur, dýnur, gervigras, tjöld 3ja-5 manna. Gott verð. Opið laugardaga frá kl. 9.00-12.00. WEYFJÖBÐ m Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 i -r— ‘GÍ7 Viö flytjum .v.e' avV'’ .< Kynningarbæklingur Akva á íslcnska vatninu. úr miöbænum — og munum sameinast Brunabótafélagi íslands innan skamms, en starfsemin verður komin á Glerárgötu 24, eftir helgi. Kveöja 0% 2V Starfsmenn Vátryggingadeildar KEA/Samvinnutryggingar g.t. Laugardagur 3. júní 1989 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.