Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 4

Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 4
"-m*OA-? ln£»! Z •’UBBbisDií'. : 4 - DAGUR - Laugardagur 3. júní 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hátíð sjómanna Á morgun, sunnudaginn 4. júní, er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í öll- um íslenskum sjávarplássum. Eftir að fisk- veiðistjórnuninni var breytt og fyrsti sunnudagur í júní ár hvert lögfestur sem almennur frídagur sjómanna, þykir sjálf- sagt mál að allir sjómenn séu í landi á sjómannadaginn. Á því sáu menn ýmis tor- merki fyrir fáum árum. Þessi breyting er tvímælalaust til batnaðar, því sjómanna- dagurinn er jú sameiningartákn sjómanna- stéttarinnar. Hann er sérstakur vegna þess að þann dag getum við öll sýnt sam- hug með málefnum sjómannastéttarinnar og framförum í sjávarútvegi almennt. Þann dag minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem hafa drukknað eða týnt lífi við störf á sjó, en hafið hefur löngum krafist mikilla fórna. Okkur er hollt að leiða hugann að því að föðurland vort hálft er hafið. íslenskt nútímaþjóðfélag fær ekki staðist án sjó- sóknar. Áratugum saman hefur verið um það rætt að þjóðin sé of háð þeim auðlind- um sem sjómenn sækja í hafið og að nauð- synlegt sé að renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Vissulega væri það kostur ef við gætum byggt afkomu okkar á fleiri veigamiklum atvinnugreinum og þar með dregið úr þeim gríðarlegu efnahags- sveiflum sem löngum hafa einkennt hag- kerfi okkar. Þetta hefur þó ekki tekist, þrátt fyrir viðleitni í þá átt. Sjávarafurðir eru enn um það bil 75 af hundraði heildarútflutn- ings landsmanna og því augljóst að sjávar- útvegurinn er eftir sem áður fjöregg þjóð- arinnar, gullkistan sem íslenskt velferðar- þjóðfélag byggir á. Þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við sjómennina. Þeir dvelja langdvölum fjarri heimili og ástvinum við mikilvæg störf sín, oft við erfiðari og háskalegri aðstæður en aðrar starfsstéttir. Og þótt mikið hafi áunnist í baráttu sjómanna fyrir aukinni velferð og bættu öryggi má margt betur fara í þeim efnum. Dagur árnar sjómönnum um land allt og fjölskyldum þeirra allra heilla. Megi fram- tíðin færa þeim aukið öryggi við störf á hafi úti og góðan afla. BB. kvikmyndorýni Umsjón: Jón Hjaltason " * Wyatt Earp (James Garner) leggur kvikmyndaleikaranum Tom Mix (Bruce Willis) lífsreglurnar. Gáskafullir grallarar? Borgarbíó sýnir: Gáskafulla grallara (Sunset). Lcikstjóri: Blake Kdwards. Helstu leikendur: James Garner, Bruce Willis, Malcolm MacDowell og Mariel Hemingway. Tri-Star Pictures 1988. Maður á ekki að kasta grjóti úr glerhúsi. Ég get þó ekki á mér setið að hnippa svolítið í þýðand- ann sem snaraði Sunset þannig yfir á íslensku að úr varð Gáska- fullir grallarar. Grallararnir eru James Garner í hlutverki Wyatt Earps og Bruce Willis sem kvik- myndaleikarinn Tom Mix. Sam- kvæmt orðanna hljóðan bjóst ég við að þessir tveir myndu sýna á sér nýjar hliðar í fjörugri gaman- mynd. Svo varð þó ekki. Gáska- fullir grallarar er nefnilega ekki nein gamanmynd. Brandarar fljóta að vísu með en þeir eru fáir. Með öðrum orðum, gáska- fullu grallararnir eru ekki ýkja gáskafullir og heldur ekki mjög fyndnir. Raunar er ég svolítið spældur. Ég hefði haft gaman af því að sjá hetjurnar James Garn- er og Bruce Willis ærslast svolít- ið. Sjónarsviðið er Hollywood um 1930. Framleiðandanum Alfie Alperin (Malcolm McDowell) kemur í hug að gera kvikmynd um lífshlaup hins þekkta lög- reglumanns í villta vestrinu Wyatts Earps. Hann fær stór- stjörnuna Tom Mix til að taka að sér hlutverkið og ræður Wyatt Earp sjálfan sem sérlegan ráð- gjafa við gerð myndarinnar. Earp kemur í bæinn og góð kynni tak- ast með honum og stórstirninu sem á að leika hann. Einnig kem- ur á daginn að Earp er ekki með öllu ókunnur eiginkonu Alper- ins. Fyrir sakir fornra ásta leitar hún ásjár lögregluforingjans og biður hann að hjálpa syni sínum sem ratað hefur í mikil vandræði. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir að berja á kvenmanni sem síðar breytist í morðákæru. Það tekur Earp hálfa mínútu eða svo að sjá í gegnum lygavefinn og sýkna soninn en lögreglan er á öðru máli. Því þarf að finna hinn seka. Það eru ákaflega hreinar línur í þessari mynd Blake Edwards, góðu mennirnir eru flekklausir en þeir vondu svartir af synd. Og áhorfendur velkjast aldrei í nein- um vafa um hvorn stimpilinn persónurnar fá. Allra verstur er kvikmyndaframleiðandinn Alfie Alperin en persóna hans er um leið nær eini ljósi punktur mynd- arinnar sem er eingöngu breska leikaranum Malcolm McDowell að þakka. Mörg munum við sjálf- sagt eftir McDowell í myndunum A Clockwork Orange (1973) og O LuckyMan! (1975). Því miður hefur þessi breski leikari ekki náð þeim vinsældum sem hann á skilið og þrátt fyrir góða frammi- stöðu hans í Gáskafullum gröll- urum er ólíklegt að sól hans hækki nokkuð vegna hennar. Bruce Willis er hins vegar á rangri hillu sem Tom Mix. Hann hefur ekki til að bera hinn létta, meðfædda gáska sem nauðsyn- legur er þegar gera á létta og fyndna glæpamynd. James Garn- er kemst betur frá sínu hlutverki enda er margt líkt með Wyatt Earp og Maverick (sjónvarps- stjörnunni sem Garner gerði fræga í Bandaríkjunum hér á árum áður). Hann nálgast þó aldrei að verða gáskafullur grall- ari. Verksmiðjan Vífilfell: Dreifíngarfyrirtæki stoftiað á Akureyri í þessu húsi verður Vífilfell með sölu- og dreifingarstöð sína. Mynd: kl Verksmiðjan Vífilfell hefur keypt húsnæði af Álafossi hf. á Akureyri, nánar tiltekið hús þar sem Þórshamar var forð- um með starfsemi sína. Þar mun Vífilfell verða með sölu- og dreifingarstöð og hefur Pét- ur Ringsted verið ráðinn sölu- og dreifingarstjóri, en hann mun síðan ráða 2-3 starfsmenn sér til fulltingis. Þetta nýja fyrirtæki mun ann- ast sölu og dreifingu á gosdrykkj- um, sælgæti og öðrum vörum Vífilfells á Akureyri, en fram til þessa hefur Dreki hf. verið umboðsaðili verksmiðjunnar og verður það áfram uns nýja fyrir- tækið tekur til starfa í byrjun júlí. Húsnæðið er um 350 fermetrar að grunnfleti og verður júnímán- uður notaður til breytinga á því. Bæring Ólafsson, markaðs- stjóri Vífilfells, sagði í samtali við Dag að þetta nýja sölu- og dreifingarfyrirtæki væri liður í endurskipulagningu á sölu- og dreifingarkerfi Vífilfells um land allt, sem miðaði að því að bæta þjónustu við neytendur og ná fram hagkvæmari dreifingu. Dreifingarstöðin á Akureyri mun þjóna öllu Eyjafjarðarsvæðinu. „Við erum að fækka umboðs- mönnum og breyta flutningun- um. Við flytjum meira með skip- um til að gera flutningana ódýrari og til að geta boðið svipað verð á vörunum um land allt. Með þess- um breytingum ætlum við að gera reksturinn hagkvæmari og stöðu okkar sterkari á markaðinum,“ sagði Bæring. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.