Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 7
H
carmina
F
Laugardagur 3. júní 1989 - DAGUR - 7
c inur.r - —— tnrifrr - -
Tryggvi, ég er svo
afskaplega ástfanginn!
Hann lenti aðeins einu sinni á „beininu“ og var þar
að auki beittur rangri sök. Hann skemmdi aldrei
mannvirki og lærði að fara í Sjallann. Hann varð yfir
sig ástfanginn, lék í kvikmynd og samdi lög. Allt
þetta og meira til á þremur árum, árum sem hann
eyddi í Menntaskólanum á Akureyri. Og hann sér
ekki eftir neinu þeirra, segir reyndar að þetta hafi
verið mjög skemmtileg ár. Við spjöllum við Bjarna
Hafþór Helgason sjónvarpsstjóra á Akureyri í
Carmínuviðtali í dag.
„Ég var nú ekkert sérstaklega
ákveðinn í að fara menntaveginn
á þeim tíma, vann í Fiskiðjuver-
inu á Húsavík og líkaði það ágæt-
lega. En foreldrar mínir voru
mjög áfram um að koma sínum
börnum til mennta og þeim tókst
að mennta okkur öll. Ég var því
nánast rekinn til náms og sé ekki
eftir því í dag þó maður hafi ekki
haft neinn sérstakan skilning á
því á þeim tíma,“ sagði Hafþór
þegar hann var beðinn um að
rifja upp aðdraganda skólagöngu
sinnar. Þrátt fyrir að hafa verið
otað í námið, segir hann það ekki
hafa komið niður á námsárangri.
„Árangurinn batnaði eftir því
sem lengra leið á nám og áfram
upp í Háskóla. Það getur verið
að með árunum hafi maður ekki
bara lært það sem sett var fyrir,
heldur líka lært að læra í sjálfu
ser.
Einu sinni „á beinið“
„Ég kynntist konunni minni
þarna, bjó heima hjá henni síð-
asta árið í skólanum og þá fædd-
ist okkur sonur. í tilhugalífinu
upplifði ég það að lenda „á bein-
inu“ í fyrsta og eina skiptið. Það
var mjög ströng mætingaskylda,
en menn máttu ekki skrópa í
meira en 30 tímum á önn. Ég
hafði aldrei verið fjarverandi í
meira en 4-5 stundir á önn í gegn-
um árin, en.lenti í því fyrst eftir
að við konan mín kynntumst að
vera stundum dálítið syfjaður á
morgnanna. Ég var kominn í 28
stundir í fjarveru og við þær bætt-
ust 5 tímar vegna fótboltaferðar
til ísafjarðar á vegum skólans.
Það gleymdist hins vegar að geta
þess að þetta hefðu verið lögleg
forföll og því lenti ég hjá Tryggva
Gíslasyni skólameistara. Hann
spurði mig beint út: „Bjarni
Hafþór, hvað er að þér orðið?
Þegar ég lít yfir mætingaferil þinn
er hann framúrskarandi framan-
af, en nú hefur skyndilega orðið
breyting á.“ Ég var svo varnar-
laus á beininu að ég svaraði:
„Tryggvi, ég er svo óskaplega
ástfanginn," og það varð mjög
undarleg þögn inni á skrifstof-
unni á eftir. Hann lofaði að
skoða málið varðandi fjarvistirn-
ar, en var greinilega forviða á
þessu svari.
Gálgahúmor í fyrirrúmi
Textann um Hafþór í Carmínu
sömdu þeir Jón Steindór Valdi-
marsson nú lögfræðingur og
Friðjón Árnason veitingamaður.
Þar segir að hann hafi brátt gerst
hrókur alls fagnaðar og „ómiss-
andi til daglegs hláturs.“ Var
svona gaman í skólanum?
„Ég lenti inn í Akureyrarbekk
sem í voru eintómir strákar og
það var ekki að sökum að spyrja
að þegar við vorum samankomn-
ir tuttugu gaurar í einum bekk,
snerist þetta heilmikið um alls
kyns fíflalæti og sprell við hvert
tækifæri sem gafst. Auðvitað var
það allt saklaust, við skemmdum
t.d. engin mannvirki. Þetta fólst
aðallega í hvers konar gálgahúm-
or og bröndurum sem okkur
sjálfum þóttu fyndnir, en utanað-
komandi aðilum hefur eflaust
ekki þótt þeir eins sniðugir."
- Hvernig tóku kennararnir
þessum sprelligosum?
„Ég held þeir hafi bara kunnað
þokkalega vel við okkur. Við
vorum ekki til neinna teljandi
vandræða; vorum bara hressir
enda heilsa þessir kennarar okk-
ur í dag og senda manni alls ekki
illt augnaráð. Við vorum líka
ekkert vondir námsmenn. Það
kom best í ljós fyrir ári síðan,
þegar við áttum tíu ára stúdents-
afmæli að nemendur í bekknum
okkar eru vel menntaðir í dag.
Við erum hreyknir af því.“
Yar aldrei hótað
brottrekstri af vist!
Fyrstu tvo veturna bjó Hafþór á
heimavist og þar voru Húsvíking-
ar í fríðum flokki. Tryggvi skóla-
meistari þurfti stundum að koma
og biðja þá að lækka sig aðeins.
„Við gerðum nokkuð af því að
semja lög og texta um þá sem
framhjá fóru, sérstaklega við
Arnar Björnsson núverandi
íþróttafréttamaður hjá Ríkisút-
varpinu. Okkur var þó aldrei hót-
að brottrekstri af vist, við vorum
ekki það slæmir þó við lærðum
fljótt að fara í Sjallann.“
Leikfélag MA setti upp leikrit-
ið „Hlaupvídd 6“ á menntaskóla-
árum Hafþórs. Hörður Torfason
leikstýrði verkinu, en Hafþór
samdi tónlistina og lék undir. í
carmínutextanum segir að síðast
hafi sést til hans við píanó á veg-
um leikfélagsins „bak við spýtu í
samkomuhúsinu.“ Um hvað er
verið að tala?
„Ég hafði svo lítið álit á mér
sem undirleikara, að ég krafðist
þess að fleki yrði settur fyrir
undirleikaragryfjuna. Þetta þótti
vinum mínum mjög fyndið, en
þeir þóttust þekkja á mér aðrar
hliðar en að sitja á bakvið fleka.“
Fyrsta lagið bannað
- í textanum er líka talað um
frægð þína í kringum símanúm-
„Við vorum ekki til neinna teljandi vandræða; vorum bara hressir enda
heilsa þessir kennarar okkur í dag og senda manni alls ekki illt augnaráð.“
Mynd: KL
erið: 12-6-12. Hvað er átt við
með því?
„Ég samdi lag fyrir 1. des. há-
tíð sem heitir: „Þeir sem verða
blankir hringi í 12-6-12" og var
þar flutt af hljómsveitinni
„Hver“. Lagið kom síðar út á
plötu "með hljómsveitinni
„Chaplin“ og var strax bannað t'
útvarpinu. Fyrsta lagið mitt á
hljómplötu var sem sagt bannað
og ástæðan fyrir því var sú, að
einhver kona reyndist eiga þetta
símanúmer og varð hún fyrir
nokkru ónæði vegna þess eftir að
platan kom út.“
Raddir segja að Hafþór hafi
leikið í kvikmynd á þessum
árum. Hann neitar því ekki og
segir að Hermann nokkur Ara-
son, nú auglýsingafrömuður í
Reykjavík, hafi verið haldinn
ólæknandi kvikmyndadellu og
fengið sig til liðs við sig við gerð
einnar myndar. „Myndin var um
lag og texta Magnúsar Eiríksson-
ar „Eg er á leiðinni." Ég var eina
persónan í myndinni og lék allan
textann. Við snérum útúr honum
öllum og sem dæmi þá er í text-
anum setningin: „með skellum
við skundum á braut.“ Þá kem ég
inn í myndina og skell skundandi
Úr Carmínu;
Bjarni Hafþór Helgason
Út úr kyrrðinni má greina óma frá gömlu pfanói ættuðu aust-
an af Héraði. Ef nánar er aðgætt má sjá skyrhvíta álúta veru
fara höndum um þá hnappa er ætlaðir eru til ástuðnings.
Góðir hálsar, þetta er nú Hafþór. Hafþór þessi kom hér fullur
af þingeysku lofti, síðhært skrípi og vildi inn. Þrátt fyrir þrálát
mótmæli kvenfélagsins fékk hann stól. Hann hefur setið
síðan. Þó má alls ekki ætla að hann hafi ekki staðið í fætur
sína annað veifið. Gerðist hann nú brátt hrókur alls fagnaðar
og ómissandi til daglegs hláturs.
Er hér er komið sögu þykur rétt og skylt að geta um stóra
galla á þeirri gjöf Njarðar er víðfræg er orðin. Fram að hverj-
um jólum hefur Hafþór lyktað af undirstöðuatvinnuvegi
íslendinga, en fæðingarhátíð frelsarans virðist eyða lykt.
Mæla þó illar tungur að Hafþór baðist á þessum tíma. Annað
er og öllu verra, Hafþór leggur stund á leðurpungaspark og
þykir göfugt.
Líður nú og bíður og kemur þar að hann misstígur sig á
vegi dyggðarinnar og í væng Sillu. Og þar við situr, nema nú
þrengist á þingi.
Dútlað hefur hann við prósasmíð og lagagerð með hinum
og þessum árangri, en þó aðallega þessum. Varð hann frægur
að endemum 1. des., er hann hringdi í 12612.
Síðast sást hann við píanóið, á vegum L.M.A., bak við
spýtu í Samkomuhúsinu.
i
s 9
á „Broyt" skurðgröfu. Þetta gekk
út á gálgahúmor. Myndin var
sýnd á sínum tíma á mennta-
skólahátíð og mér skilst að henni
hafi brugðið fyrir oftar. Ég man
nú ekki eftir að hafa verið til-
nefndur til alþjóðlegra verðlauna
fyrir leik minn í þessari mynd, en
það er aldrei að vita; ég lifi í von-
inni.“
Skólablað MA fór ekki var-
hluta af nærveru Hafþórs í skól-
anum. Þar skrifaði hann undir
dulnefnum og var stefnan sú að
sem fæstir skildu boðskap rit-
verkanna. Þótti félögum Hafþórs
sem skrifuðu cinnig í blaðið sú
stefna mjög sniðug. Þetta var ein-
hverskonar „da-da-ismi“, að
sögn Hafþórs.
Handtekinn í Þór
En hann gerði meira en að semja
lög og skrifa í skólablaðið því
„leðurpungaspark" mun hafa
tekið nokkuð af hans tíma. Hann
hafði áður leikið með Völsungum
og í Þór gekk hann ekki fyrr en
árið eftir stúdentspróf. „Ég fór
að kenna í Oddeyrarskólanum
einn vetur á meðan ég beið eftir
að konan mín lyki prófi, en hún
var ári á eftir mér. Dag einn þeg-
ar komið var undir vor renndi
lögreglubíll í hlað við skólann og
tveir lögregluþjónar stigu út. Þar
voru komnir Steini P. og Daníel
Snorrason og þeir leiddu mig
milli sín út úr skólanum og inn í
lögreglubílinn í frímínútunum
fyrir framan öll börnin. Það var
ógleymanleg skelfing sem greip
um sig hjá mér þegar þetta átti
sér stað, því ég minntist þess ekki
að hafa brotið landslög með af-
gerandi hætti. í kringum bílinn
safnaðist vitaskuld her barna sem
sá þarna á eftir kennaranum sín-
um inn í bílinn. Það kom svo í
Ijós, að þessir menn voru í for-
svari fyrir knattspyrnudeild Þórs
svo ég var ekki í neinni aðstöðu
til að neita því að ganga til liðs
við þá, auk þess sem mér var í
mun að ljúka þessum fundi sem
fyrst. Ég var semsagt handtekinn
í Þór.“
Nánar verður ekki farið út í
menntaskólaár Bjarna Hafþórs
hér þó greinilega hefði verið hægt
að halda áfram lengi enn. Þessi
ærslabelgur er nú okkar virðulegi
sjónvarpsstjóri Eyfirska Sjón-
varpsfélagsins en hann er ekki
hættur að semja lög. Ferill hans á
því sviði er væntanlega aðeins
rétt að byrja eins og nýliðin
Landslagskeppni bar með sér, en
þar átti hann tvö lög af tíu sem
komust í úrslit. VG