Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 10
ÍÓ - ÖHSÖfí -
Sj ómaraiadagurinn
á liðnum árum
Sjómannadagurinn er á
morgun, sunnudaginn 4. júní.
A Akureyri markar þessi dag-
ur viss tímamót því nú eru 50
ár liðin frá því sjómannadagur-
inn var fyrst haldinn hátíðlegur
á Akureyri, eða árið 1939. Síð-
an þá hefur dagsins verið
minnst með svipuðum hætti í
hálfa öld.
Hátíðarhöld á sjómannadag-
inn hafa verið í nokkuð föstum
skorðum á Akureyri þessa hálfu
öld og má þar nefna kappróðra á
Pollinum, sundkeppni og sjó-
mannaguðsþjónustu. Til gamans
og fróðleiks ætlum við að fletta í
gömlum Degi og sjá hvernig
hann greinir frá sjómannadegin-
um hér áður fyrr. Fyrst er hér
Dagur frá miðvikudeginum 11.
júní 1952.
Yfirskrift baksíðufréttar blaðs-
ins er: Fjölbreytt hátíðahöld
sjómanna hér á Akureyri sl.
sunnudag. Síðan segir:
„Sjómenn hér í bæ héldu hátíð-
legan sjómannadaginn á sunnu-
daginn og fóru þau hátíðahöld
vel og skipulega fram í hvívetna
og voru fjölsótt enda þótt veður
væri nú sem oft áður harla óhag-
stætt og kalt.
Kappróðrar
Á laugardagskvöld fóru fram
kappróðrar. Reru fyrst 4 sveitir
frá Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju, yngri og eldri sveitir. Sig-
urvegarar urðu eldri sveit nr. 4 og
yngri sveit nr. 1. Stýrimenn Jó-
hann Sigurðsson og Helgi Hannes-
son. Þá fór fram kappróður
kvenna, 400 m vegalengd. Sigr-
aði sveit netaverkstæðis Kald-
baks á 2.21.0 mín., í 500 metra
kappróðri karla kepptu 8 sveitir
og varð fyrst sveit bv. Jörundar á
2.29.7 mín. Margir horfðu á
róðurinn. Veðbanki var starf-
ræktur.
Sunnudagurinn
Á sunnudaginn hófust hátíða-
höldin með sjómannamessu í
kirkjunni og prédikaði stud.
theol. Birgir Snæbjörnsson, en
séra Pétur Sigurgeirsson þjónaði
fyrir altari. Kl. 2 hófust hátíða-
höld við sundlaugina með ávarpi
Sigurdórs J. Steindórssonar. Síð-
an fór fram sundkeppni. Fyrst
boðsund karla gegn konum og
sigruðu karlmennirnir. Þá björg-
unarsund og urðu jafnir Áki
Stefánsson bv. Jörundi og Bald-
vin Þorsteinsson á bv. Svalbak,
en Áki þó sjónarmun á undan.
Áki vann nafnlausa bikarinn fyrir
þetta afrek. Síðan var keppt í
reiptogi karla og kvenna, boð-
hlaupi kvenna, handknattleik
o.fl. greinum. Atlastöngina sem
er verðlaun fyrir beztu afrek í
íþróttum sjómannadagsins sam-
an lagt, hlaut að þessu sinni
Baldvin Þorsteinsson bv.
Svalbak. Fékk hann 25 stig fyrir
stakkasund, 35 stig fyrir björgun-
arsund og 2 stig fyrir kappróður.
Flest merki dagsins seldu syst-
urnar Ingibjörg og Guðbjörg
Lórenzdætur. Gullmerki dagsins
fyrir ötult starf í þágu sjómanna-
dagsins hlaut Eggert Ólafsson.
Frú Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
tók þátt í fleiri íþróttagreinum en
nokkur annar þátttakandi í:
kappróðri, boðsundi, reiptogi og
handknattleik.
Merki dagsins voru seld og
sjómannadagsblaðið. Ágóði allur
rennur í björgunarskútusjóð.“
Sjómannadagurínn 25 ára
í þessari lýsingu á hátíðarhöldun-
um 1952 vekur m.a. athygli mikil
þátttaka kvenna í sjómannadeg-
inum og raunar Iíka hve keppt
var í mörgum íþróttagreinum,
t.d. handknattleik. Þá kemur það
sjálfsagt einhverjum spánskt fyrir
sjónir að starfræktur hafi verið
veðbanki meðan á kappróðrum
stóð.
Árið 1964 var sjómannadagur-
inn á Akureyri 25 ára og mið-
vikudaginn 10. júní það ár greinir
Dagur^frá hátíðarhöldunum und-
ir fyrirsögninni: ÞYRLA FRÁ
VARNARLIÐINU ' SÝNDI
BJÖRGUN Á SJÓMANNA-
DAGINN.
„Það var mannmargt við Sund-
laugina á Sjómannadaginn. Þar
■
■
Tilþrifamikil stakkasund sjómanna í Akureyrarsundlaug árið 1980.
Mikill mannfjöldi fylgdist með sundkeppni á sjómannadeginum á Akureyri
Mynd: KGA
árið 1982
flutti séra Pétur Sigurgeirsson
ræðu. Lúðrasveitin lék, tveir
rosknir sjómenn voru heiðraðir,
fram fór keppni í sundi. Kynnir
var Hermann Sigtryggsson, en
formaður Sjómannadagsráðs er
Stefán Snæbjörnsson.
Um kl. 5 síðdegis sýndi þyrla
frá varnarliðinu björgun á Ákur-
eyrarpolli. Gífurlegur mannfjöldi
safnaðist saman til að horfa á
þyrluna bjarga mönnum úr sjó og
flytja þá um borð í Óðinn. Sjó-
menn þeir, sem heiðraðir voru,
eru Þorsteinn Stefánsson og
Kristján Sigurjónsson.
Trausta Gestssyni skipstjóra á
Snæfellinu var afhentur fagur
gripur vegna björgunar.
Kappróður fór fram kvöldið
áður. Úrslit í íþróttagreinum
þeim, er keppt var í á Sjómanna-
deginum, er að finna á blaðsíðu
2.“
Nú, 25 árum síðar, er sjó-
mannadagsins sem fyrr minnst
með hátíðarhöldum og íþróttum
eins og greint er frá á öðrum stað
í blaðinu. SS
:/ '"'■4'"ýíV
'/?A ~
:. :
Koddaslagur barna í Akureyrarsundlaug á sjómannadeginum 4. júní 1978,