Dagur - 03.06.1989, Síða 11

Dagur - 03.06.1989, Síða 11
 Sjómannadagskrá á þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð: Fjölbreytt dagskrá í dag og á morgun Ólafsjörður Dagskrá sjómannadagsins í Ólafsfirði hefst kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld, með kappróðri í Ólafsfjarðarhöfn. í fyrramálið hefst hin eiginlega sjómanna- dagsdagskrá með því að fólk safnast saman við höfnina og gengur til kirkju. Sjómannadags- messa hefst kl. 10.30. Eftir hádegið, nánar tiltekið kl. 13.30, verða hefðbundin hátíðarhöld við sundlaugina. Þá berst leikur- inn á malarvöllinn í Ólafsfirði þar sem landmenn og sjómenn etja kappi í eldfjörugum knattspyrnu- kappleik. Dagskrá sjómanna- dagsins í Ólafsfirði lýkur með dansleik í Tjarnarborg annað kvöld. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Aldurstakmark 18 ár. Þess má geta að kaffisala hefst í Tjarnarborg kl. 15 á morgun. Siglufjörður Á Siglufirði verður blásið til leiks kl. 14 í dag með kappróðri. í kvöld verður dansleikur á Hótel Höfn og hefst hann kl. 23 og stendur til 03. í fyrramálið hefst dagskrá sjómannadagsins kl. 10 með skemmtisiglingu með Siglu- víkinni. Þá verður kl. 11 athöfn við minnisvarða látinna sjó- manna. Eftir hádegi, kl . 13.30 hefst fjölbreytt dagskrá með ræðu dagsins, boðhlaupi o.fl. o.fl. Kaffisala verður í Hótel Höfn og hefst hún kl. 15. Annað kvöld verður dansleikur í Hótel Höfn og hefst hann kl. 22. Dalvík Á Dalvík hefst dagskrá sjó- mannadagsins kl. 16 í dag með undanrásum í kappróðri. Sjó- menn og landmenn taka síðan léttan dans í Víkurröst í kvöld undir tónaflóði hljómsveitarinnar Helenu fögru. Á morgun byrjar dagskráin með sjómannadags- messu í Dalvíkurkirkju kl. 11. Sjómenn verða heiðraðir og lagð- ur verður blómsveigur að minn- isvarða drukknaðra sjómanna. Hátíðardagskrá hefst kl. 13.30 við höfnina. Þar flytur aðalræðu dagsins Svanhildur Árnadóttir. Þá verður kappróður, reiptog, naglaboðhlaup, kararóður (róið á Sæplast-kerum) svo eitthvað sé nefnt. Að hátíðardagskrá lokinni verður knattspyrnukappleikur milli landmanna og sjómanna. Að öllum líkindum verður flaut- að til leiks kl. 16. Kaffisala hefst í Víkurröst kl. 15. óþh sinni. Umslaginu má síðan koma áframfœri við afgreiðslufólk Landsbankans eða setja ípóstkassa merkta Einkaþjónustu, sem eru á festum afgreiðslustöðum Lands- bankans. Strax nœsta virka dag sér Landsbankinn um að ganga frá greiðslunum með millifcerslu af innlánsreikningi viðkomandi viðskiptamamis. Ekki skal setja reiðufé í umslögin, hér er aðeins um millifcersluviðskipti að rceða. Nýttu þér Einkaþjónustu Landsbankans riœst þegar þú þarft að borga reikninga - jafnt á nóttu sem degi. Lapdsbanki íslands Banki allra landsmanna Garðyrkjustöðin á Grísará llm. Sumarblóm, skrautrunnar og matjurtir í íjölbreyttu úrvali Einnig áburður og Akríldúkur Opið frá kl. 8-12 og 13-21 manudaga til föstudaga mmm ^ og kl, 10-12 og 13-18 laugardaga og sunnudaga. ■■■■ Frá róðrakeppni á Pollinum 1987. „Þetta voru góðir dagar“ - segir Lórenz Halldórsson, sem var í fyrsta sjómannadagsráðinu 1939 Lórenz Halldórsson sjómaður var í sjómannadagsráði árið 1939 er dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Akureyri. Áður var þessi hefð komin á í Reykjavík og væntanlega hafa eyfírskir sjómenn litið þangað er ákveðið var að minnast dagsins með hátíðlegum hætti, eins og nú hefur verið gert í 50 ár. Ég hringdi í Lórenz og spjall- aði stuttlega við hann um sjó- mannadaginn. Hann kvaðst hafa tekið virkan þátt í undirbúningi dagsins fyrstu 20 árin, en þá var hann kominn með stóra fjöl- skyldu og lítill tími aflögu fyrir þá miklu sjálfboðavinnu sem sjó- menn leggja á sig fyrir sjómanna- daginn. Síðustu 30 árin hefur Lórenz þó ávallt fylgst með hátíð- arhöldunum á þessum degi og bjóst við að gera það nú. „Mig minnir að upphaflega hafi þetta komið upp við vertíð- arskipti. Ég held að vetrarvertíð- inni hafi lokið 11. maí og þá kom uppihald þar sem var verið að dytta að skipunum. Svo breyttist þetta allt þegar togararnir komu, en þetta voru góðir dagar,“ sagði Lórenz þegar hann horfði til baka. Hann sagði að dagskrá sjó- mannadagsins hefði verið með mjög hefðbundnum hætti þessi 50 ár og svipuð ár frá ári. Aðspurður sagði hann að veð- banki hefði lengi vel verið starf- ræktur í tengslum við kappróðra á Pollinum. „Það var mikið fjör í kringum veðbankann og menn veðjuðu alveg miskunnarlaust," sagði Lórenz og óskum við honum og sjómönnum öllum til hamingju með daginn. SS í LANDSBANKANIIM GETUR ÞÚ GREITT REIKNINGA JAFNT Á NÓnU SEM DEGI Einkaþjónusta Landsbankans er greiðsluþjónusta, sem sparar þér bœði tíma og Jyrirhöfn. Sérstök umslög, merkt Einkaþjónustu, fást á afgreiðslustöðum Landsbankans. í Einkaþjón- ustuumslagið safiiar þú þeim gíró- og greiðslu- seðlum sem greiða skal hverju Plöntusalan er hafin Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helg- ar í júní frá kl. 13.00-16.00. Skógrækt ríkisins, Vöglum, sími 25175 og Laugabrekka, Skagafírði, sími 95-6216.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.