Dagur - 03.06.1989, Qupperneq 18
22 - DAGUR - Laugardagur 3. júiv ,1989
Knattspyrnuskóli
Pórs
er nú í startholunum
Innritun fer fram mánudaginn 5. júní
kl. 13.00.
Leiöbeinendur eru Jónas Róbertsson og Gísli
Bjarnason.
4
sakamálasaga
Til sölu iðnaðar-
og verslunarhúsnæði
Viö Strandgötu: Samtals rúmlega 900 fm
af iðnaðar- og verslunarhúsnæði.
Selst í einu eða mörgu lagi.
Til afhendingar fljótlega.
Við Glerárgötu: Rúmlega 140 fm versl-
unarhúsnæði.
Við Draupnisgötu: Iðnaðarhúsnæði með
mikilli lofthæð. Ca. 200 fm.
Við Hvannavelli: Rúmlega 400 fm iðnað-
arhúsnæði.
Mikil lofthæð. Laust strax.
Góðir greiðsluskilmálar.
IASTÐGNA& fj
SKIMSALAS&
NORÐURIANDSO
Glerárgötu 36, 3. hæð.
Sími 25566
Benedikt Olafsson hdl.
Solustjori, Petur Josefsson, er á
skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30
Heimasimi hans er 24485.
Kynóð
eiguikona
hveríur
Grunur beindist ótvírætt að
Graham Sturley. Hann var dæmi-
gerð manngerð í hlutverki morð-
ingja. Sturley var 37 ára, fyrrver-
andi einkaspæjari og hafði fengist
við mál, þar sem fólk hafði horfið
og aldrei sést aftur á Iífi. Þegar
kona hans, Linda, hvarf, var
Sturley sá þeirra nánustu, sem
kunnáttu, ástæðu og aðstöðu
hafði til að myrða hana.
Lögregluþjónarnir, sem komu til
heimilis þeirra sannfærðust fljót-
lega um að Stirley, sem þá rak
byggingarverktakafyrirtæki,
hefði sjálfur myrt laglega en
ótrúa eiginkonu sína. Hann
viðurkenndi þegar í stað að fram-
hjáhald eiginkonunnar hefði
kveikt í sér óslökkvandi hatur til
hennar.
En eitt atriði torvéldaði alla
' -
Nýju Wonder rafhlöðurnar,
Green Power, eru algerlega
kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar
„hreinni" orku og valda engri
umhverfismengun. Þess vegna má að
skaðlausu henda þeim að notkun lokinni.
Lífrænt efni hefur nú komið í stað
kvikasilfurs.
Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og
endast lengur en venjulegar rafhlöður.
Stuðlum að hreinu umhverfi - notum
Green Power rafhlöður.
á
Heildsala og smásala:
Olíufélagið hf
SUÐURLANDSBRAUT 18
SfMI 681100
rannsókn. Linda Sturley hafði
verið á brottu í heilt ár áður en
móðir hennar, frú Ada Webb,
fór til hverfislögreglunnar og til-
kynnti hvarf hennar. Hún hafði
látið það dragast að fara því að
tengdasonurinn fullvissaði hana
um það af og til að hann hefði tal-
að við Lindu í síma.
Þegar svo lögreglan loksins knúði
dyra á einbýlishúsinu í Biggin
Hill í Kent, sagði Stirley blátt
áfram: „Já, hún er farin og ég
býst ekki við að sjá hana aftur.
Ég hef ekki hugmynd um hvar
hún er og ég er inniíega þakklát-
ur fyrir að vera iaus við hana.“
Síðan hóf lögregian upplýsinga-
söfnun.
Lét eins og Linda væri
tímabundið að heiman
Síðasta skiptið, sem Linda
Sturley sást á heimili sínu, var í
júlí 1981 þegar systir hennar kom
í heimsókn. Linda, sem þá var
gengin með í sex mánuði, sagði
grátandi frá því, að maður henn-
ar hefði kvöldið áður lúbarið
hana í ævareiði og ásakað hana
um að það væri einn elskhuga
hennar, sem væri faðir að barn-
inu, sem hún gengi með.
Daginn eftir hvarf Linda. Hún
hafði fram að því verið lagleg og
dugleg sölukona hjá snyrtivöru-
fyrirtækinu Avon.
Með kæruleysislegu tónfalli sagði
Sturley börnum sínum tveim, sex
ára stúlku og fjögurra ára dreng,
að móðir þeirra væri farin að
heiman fyrir fullt og allt. Ná-
grannarnir höfðu séð Sturley
hlaða bálköst úr fötum konu
sinnar í garðinum og brenna þau
til ösku. Næsta ár, fram í júlí
1982, lét Sturley eins og Linda
væri tímabundið að heiman.
Hann hringdi meira að segja til
ættingja hennar til að fullvissa þá
um að allt væri í lagi með hana.
Einnig kom í ljós, að einhver,
sem vel þekkti tii bankaviðskipta
Lindu, hafði falsað nafn hennar
undir kvittanir og náð út öllum
hennar innistæðum og barns-
burðarlaunum.
Heimilislæknir fjölskyldunnar
tjáði lögreglunni, að Linda gæti
ómögulega hafa alið barn sitt án
keisaraskurðar. Haft var sam-
band við hverja einustu fæðingar-
deild um íand allt, en enginn
sjúkiingur, sem samsvaraði lýs-
ingunni á Lindu, hafði lagst þar
inp.
Áköf leit
. ý: - j
Lögreglan komst að því, að
Sturley hafði í afbrýðisemi notað
njósnakunnáttu sína og hlerab
eigin síma. Hann átti öll samtöl
Lindu og eiskhuga hennar á seg-
ulbandl.
„Við vitum, að konan þín var þér
ótrú og átti elskhuga á færij-
bandi,“ sagði einn lögregluþjóni-
anna vorkunnarsömum rómi við
Sturley. „Við, ef einhverjir,
vitum, að slíkt hefur oft hrakið
menn til morðs.“
Þótt Sturley væri með lélegt
hjarta, þá lét hann engan bilbug á
sér finna við langar og strangar
yfirheyrslur. „Haldið þið virki-
lega, að ég hafi grafið hana í
garðinum?" sagði hann bitrum
rómi við stjórnanda yfirheyrsl-
Graham Sturley.