Dagur - 18.07.1989, Síða 1

Dagur - 18.07.1989, Síða 1
Þéttsetinn Pollurinn: Sex skip á fjórum dögum Frá því á föstudag og þangað til í. gær komu sex skemmti- ferðaskip til Akureyrar með liátt í þrjú þúsund farþega innanborðs. Alls hafa nú sex- tán skip komið til bæjarins í sumar og aðeins ein skipa- koma eftir. Á föstudaginn komu tvö skip til bæjarins, og eins og flest önn- ur skemmtiferðaskip sem sigla um heimsins höf voru þau rússnesk. Hér voru á ferðinni Vasco da Gama og Ascona, hvort með hátt í fimm hundruð þýskumælandi farþega innan- borðs. Síðar um kvöldið sigldi svo Berlin inn fjörðinn og um tíma voru því þrjú skemmtiferða- skip á Pollinum. Á sunnudaginn kom Kazakhst- an sem lagðist að bryggju og síð- an World Discoverer sem kom frá Húsavík. Hér voru þýsku- mælandi farþegar sömuleiðis í meirihluta. Húnaþing: Nú voru 70 ökumenn teknir - fyrir hraðakstur Lögreglumenn í Húnaþingi tóku um síðustu helgi hátt í 70 ökumenn fyrir of hraðan akstur og er það mesti fjöldi í sumar, yfir eina helgi. Sá sem hraðast ók var tekinn á 130 km hraða. Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfírlögreglu- þjóns á Blönduósi, ætlar þetta sumar að slá öll met, hvað varðar sektir vegna hraðaksturs. Kristján sagði að umferðin um Húnavatnssýslur væri miklu meíri í sumar, en undanfarin ár og mikið um að menn væru að flýta sér. Þetta er annað sumar- ið sem lögreglan á Blönduósi er með dugandi radarmælingatæki í notkun og sagði Kristján að þau hafi komið að góðum notum. -bjb í gær kom svo Funchall til hafnar en skipið hefur komið einu sinni á sumri mörg undan- farin ár. Funchall sker sig nokk- uð úr hópi þeirra skipa sem Akureyri heimsækja, bæði fyrir þær sakir að skipið siglir ekki undir rússneskum fána og vegna þess að þar er mikið tungumála- val um borð. Sænskir farþegar eru í meirihluta en auk þeirra, Frakkar, Spánverjar, Englend- ingar og fleiri. Skip þessi eru öll hingað komin á vegum Sérleyfisbíla Akureyrar og eins og að venju var farþegum boðið upp á skoðunarferðir um sveitir Þingeyjarsýslu þar sem Mývatn og nágrenni eru efst á blaði. Að sögn Gunnars Guð-1 mundssonar framkvæmdastjóra fara flestir farþeganna í þessar ferðir en þó eru alltaf nokkrir sem kjósa að verða eftir og versla á Akureyri. Ein skipakoma er eftir í sumar. Þrjár ferðir Maxim Gorki detta út en sem kunnugt er lenti skipið í háska í Norðurhöfum og er í viðgerð. ET Flugstöðin á Alexaude Nýja flugstöðin á Alexanders- flugvelli var vígð sl. laugardag með viðhöfn, að viðstöddu fjöl- menni. Meðal gesta voru Stein- grímur J. Sigfússon, samgöngu- málaráðherra, Pétur Einarsson, flugmálastjóri, þingmenn kjör- dæmisins og margir fleiri. Með vígslu flugstöðvarinnar urðu þáttaskil í samgöngumálum Sauðárkróksbúa og nærsveita- manna og ekki lengur talað um „Skúrinn" á flugvellinum, sem nú fær annað hlutverk í fram- tíðinni. Nánar verður sagt frá vígslunni síðar í vikunni. Mynd: -bjb Tvö net tekin í „landhelgi“ um helgina og aöient sýslumanni Þingeyjarsýslu: ,Áhugi manna á netaveiðum slær mig“ - segir Sigurður Árnason veiðieftirlitsmaður Sigurður Árnason, veiðieftir- litsmaður frá Eyjafírði að Langanesi, hefur í þrígang á þessu sumri gert upptæk veiði- net í sjó, þar af tók hann tvö net um helgina og afhenti sýslumanni. I öðru tilfellinu var um að ræða net skammt innan við Húsavík og í hinu til- fellinu í barminum rétt austan við Héðinshöfða. Þarna er leyfílegt að leggja net í sjó frá klukkan 10 á þriðjudags- morgni til kl. 22 á föstudags- kvöldi. Þessi tímamörk voru ekki virt að þessu sinni. Sigurður segir að í þessum tveimur tilfellum hafi net verið lögleg en hins vegar hafi netin ekki verið í sjónum á réttum tíma. Þeir sem vel þekkja til laxveiði í Laxá í Aðaldal telja að dvín- andi laxveiði þar megi að nokkru leyti rekja til stóraukinnar neta- veiði í sjó í nágrenni árinnar. Sigurður segir að erfitt sé að leggja mat á þetta. Greinilegt sé að menn virði þær skýru reglur að leggja ekki net við ósa árinnar en hjá því verði ekki litið að nokkur brögð séu af netaveiði á svæðinu. „Ég held að það orki ekki tvímælis að það er nokkuð um laxveiði í sjó. í hversu miklum mæli er erfiðara að segja til um „Flugveisla“ á Akureyrarflugvelli: Stór flugsýning á laugardaginn - verðmæti sýningarflugvéla og búnaðar Laugardaginn 22. júlí verða Iiðin 50 ár frá fyrsta Flugdegin- um á Akureyri. Af því tilefni verður haldin flugsýning á Akureyrarflugvelli sem stend- ur yfír frá klukkan 13.00 til 17.30. Að sýningunni stendur Flug- klúbbur íslands, en það er félag flugáhugamanna á Akureyri. Helstu atriði sýningarinnar verða: 1) „Top Gun“ orrustuþotur frá Varnarliðinu á Keflavíkur- rúmir 4 milljarðar króna! flugvelli, ásamt fleiri herflug- vélum og þyrlunni „Jolly Green Giant.“ 2) Listflug á listflugvélum. 3) Hópfallhlífastökk. 4) Svifflug og fjarstýrð flugmó- del. 5) Ómar Ragnarsson sýnir listir sínar á „Frúnni,“ TF-FRU. Flughappdrættismiðum verður dreift yfir bæinn á föstudag frá klukkan 16.30 til 17.30. Svæðin sem dreift verður yfir eru þessi: Miðbærinn, við Glerárskóla og Lundarskóla og við verslun Hag- kaups. Vinningar eru 20, m.a. ein utanlandsferð og flugferðir. Útsýnisflug verður fyrir sýn- ingargesti á vélflugum og þyrlum. Síðasti Flugdagur var haldinn á Akureyri árið 1982. Ágóði af sýn- ingunni verður notaður til upp- byggingar sportflugvallar á Mel- gerðismelum. Verðmæti flugvéla og búnaðar sem sýndur verður þennan dag á Akureyri losar fjóra milljarða króna, hvorki meira né minna. EHB því að ekki eru fyrirliggjandi neinar tölur yfir lax veiddan í sjó og menn forðast að tala um þetta,“ sagði Sigurður. „Það sem slær mig verst er hversu áhuga- samir menn eru um þessar neta- veiðar. Mér þykir áhugi manna á þeim gefa vísbendingu um að eft- ir einhverju sé að slægjast,“ bætti hann við. Sigurður sagðist ekki geta gert sér grein fyrir hvort netaveiði í sjó hafi aukist í gegnum árin. Þó mætti búast við því sökum þess að slíku veiðieftirliti hafi til þessa lítið verið sinnt. Þetta er fyrsta sumarið sem Sigurður fylgist með netaveiðum á þessu svæði. Hann hóf störf þann 1. júní sl. en lýkur eftiriiti um miðjan ágúst. óþh Fisksölur erlendis: Upp og niður hjá Hjalteyrinni Tvö akureyrsk skip hafa selt afla erlendis á síðustu dögum. Súlan seldi í síðustu viku fyrir ágætt verð og Hjalteyrin seldi í gær. Þar var verðið nokkru lægra en verið hefur á markað- inum að undanförnu og er talið að mistök við kælingu hafí or- sakað minni gæði aflans. Hjalteyrin seldi nú í fyrsta skipti afla erlendis. Skipið lagði upp frá Akureyri fyrir um fjórum vikum og fór svipaðan rúnt og Dalborgin frá Dalvík, sem sagt hefur verið frá. Eftir nokkurra daga veiðiferð var 82 tonnum landað í gáma á Reyðarfirði og fékkst fyrir þau mjög gott verð, alls um 9 milljónir, eða tæplega 110 krónur fyrir kíló. Skipið hélt aftur á veiðar og síðan með rúm 129 tonn áleiðis til Hull. Þangað kom skipið á sunnudag og í gær var aflinn seldur. Alls fengust um 11,5 milljónir króna fyrir hann eða um 89 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Þetta er nokkru lægra verð en fengist hefur á markaðin- um að undanförnu og er skemmst að minnast metsölu Dalborgar- innar. Að sögn Péturs Bjarna- sonar framkvæmdastjóra sölufyr- irtækisins ísbergs var fiskurinn ekki nógu góður og telja menn að hann hafi verið kældur of mikið á leið til Bretlands. Þess ber hins vegar að geta að skipið var í fyrstu söluferð erlendis. Súlan landaði í síðustu viku um 94 tonnum í Hull. Heildar- verðmæti aflans var um 9,9 millj- ónir eða um 105 krónur fyrir kílóið. ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.