Dagur - 18.07.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 18.07.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 18. júlí 1989 fréttir F- Dísum og Arnarflugsþotu snúið til Akureyrar um helgina: Frakkar „hertóku leigubflaflotann „Þetta var afskaplega þægilegt fólk og tók þessu með jafnað- argeði,“ voru orð Olafs Rafns Jónssonar, vakstjóra Flugleiða á Akureyrarflugvelli, um far- þega með þotum Arnarflugs og Flugleiða sem lentu þar að kveldi föstudags og aðfaranótt laugardags vegna slæms skyggnis í Keflavík. Arnarflugsþotunni var snúið frá Keflavík og lenti hún á Akur- eyri kl. 20.45. Með henni voru 97 farþegar. Næst lenti Aldís, þota Flugleiða, um kl. 21.15 og með henni voru 100 farþegar. Aldís var að koma frá Stokkhólmi. Þriðja í röðinni var Flugleiðaþot- an Eydís með 149 farþega innan- borðs og kom hún frá París með millilendingu í Skotlandi. Eydís lenti um kl. hálf fjögur aðfara- nótt Iaugardags. Strax og þessi óvænta staða kom upp var athugað með gisti- rými á Akureyri en kom þá í Ijós að ekkert slíkt væri að hafa. Rcyndar var tiltækt gistirými fyr- ir áhöfn Arnarflugsþotunnar en áhöfn Aldísar var flutt í leigubíl- unt til Hótels Húsavíkur. Ákveð- ið var að flytja farþega tveggja fyrri vélanna landleiðina suður til Reykjavíkur og voru til kvaddir allir tiltækir langferðabílar á Akureyri. Þeir fluttu farþegana í Staðarskála þar sem rútur úr Reykjavík tóku við þeim. Nauð- synlegt var að hafa þennan hátt- inn á sökum þess að allir lang- ferðabílar, bæði í Reykjavík og á Akureyri voru bókaðir í keyrslu farþega á skemmtiferðaskipum klukkan 8 að morgni laugardags. Um borð í Eydísi voru nær ein- göngu Frakkar. Ólafur Rafn seg- ir aðdáunarvert hversu vel þeir hafi tekið öllum þessum erfið- leikum. Flestir létu sér lynda að fá sér kaffi og meðlæti í flugstöð- inni, nokkrir brugðu sér í bæinn og enn aðrir voru fluttir í 11 leigubílum til Dalvíkur þar sem Sæluhúsið hafði upp á 20 her- bergi að bjóða. Halldór Ingi Ásgeirsson, hjá BSO, segir að vissulega hafi verið erfitt að missa svo marga leigu- bíla úr akstri á Akureyri á þess- um tíma aðfaranótt laugardags, enda hafi þetta verið skömmu eftir að danshús bæjarins lokuðu. Með velvilja og hjálp góðra manna gekk allt vel og þoturnar komust í loftið, með eða án far- þega, laust fyrir hádegi á þriðju- dag. óþh Rúmlega 60 hross voru skráð til keppninnar fyrir 114 fyrirtæki og bæi. Hestamannafélagið Pjálfi: Firma- og bæjarkeppni við Einarsstaði í Reykjadal Firma- og bæjarkeppni hesta- mannafélagsins Þjálfa var haldin við Einarsstaði fyr- ir skömmu. Rúmlega 60 hross voru skráð til keppninnar fyrir 114 fyrirtæki og bæi, töluvert fleiri en tekið hafa þátt í firmakeppni Þjálfa á undanförnum árum. Að und- anförnu hefur verið haldið reiðnámskeið á vegum Þjálfa, þar sem Ingimar Ingimarsson frá Flugumýri hefur leiðbeint og mun námskeiðshaldið ekki hafa dregið úr áhuga á hesta- mennsku. Mótið gekk vel í góðu veðri, töluvert margir áhorfendur fylgdust með mót- inu og einnig ferðamenn sem leið áttu hjá. Vátryggingafélag íslands hf. tók til starfa í gær: Nútíma tryggmgaþjónusta ems og hún gerist best Vátryggingafélag Islands hf. hóf formlega starfsemi sína í gær en þá voru opnaðar dyr á svæðisskrifstofum og umboð- um félagsins á 69 stöðum víðs vegar um landið. Þar með hófst kraftmikið samstarf Brunabótafélags íslands og Samvinnutrygginga, eins og segir í fréttatilkynningu félags- ins. Pað var þann 19. janúar síðast- liðinn, að undirritað var sam- komulag um sameiningu Bruna- bótafélags íslands og Samvinnu- trygginga GT. í nýju, faglegu og traustu félagi, Vátryggingafélagi íslands hf., VÍS. Markmið aðstandenda hins nýja félags eru að reka traust, faglegt vátrygg- ingafélag og að ná aukinni hag- kvæmni, arðsemi og árangri í Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við Háskólann á Akureyri Við Háskólann á Akureyri eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Staða lektors í iðnrekstrarfræði við rekstrardeild. Helstu kennslugreinar eru framleiðslustjórnun, fram- leiðslu- og birgðastýring, verksmiðjuskipulagning og vinnurannsóknir. Staða lektors í rekstrarhagfræði við rekstrardeild. Staða lektors í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. ágúst 1989. Menntamálaráðuneytið, 13. júlí 1989. öflugum rekstri. Byggt er á þekk- ingu og reynslu starfsfólks, hag- nýtingu nýjustu tækni og hag- kvæmni stærðarinnar. í Vátryggingafélagi íslands hf. sameinast áratuga reynsla Sam- vinnutrygginga GT. og Bruna- bótafélags íslands. Þegar bestu þættir beggja félaga eru lagðir saman að viðbættum nýjum hug- myndum og liðstyrk, þá hlýtur árangurinn að verða VIS - trygg- ingarfélag í fararbroddi, segir einnig í fréttatiikynningunni. Með faglegu og markvissu starfi verður meginþunginn lagð- ur á þrennt. Að veita viðskipta- vinum félagsins öfluga og hrað- virka vátryggingaþjónustu sem byggir á þekkingu á þörfum markaðarins og aðlögun að síbreytilegum aðstæðum. Að bera umhyggju fyrir öryggi hins tryggða. Að koma í veg fyrir tjón og draga úr þunga þeirra með markvissum aðgerðum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við fólkið í landinu. Með öðrum orðum: Nútíma tryggingaþjónusta eins og hún gerist best. Sem fyrr sagði eru svæðis- skrifstofur og umboð VÍS á 69 stöðum vítt um landið. Á Norðurlandi eru svæðis- skrifstofur á Blönduósi, Sauðár- króki, Akureyri og Húsavík. Auk þess eru umboð á Hvamms- tanga, Skagaströnd, Hofsósi, Siglufirði, Olafsfirði, Grímsey, Dalvt'k, Hrísey. Grenivík. Skútu- staðahreppi, Kópaskeri, Raufar- höfn og Pórshöfn. Ungir knapar voru mjög áberandi í keppninni. Myndir: KK Keppt var í fjórum flokkum og urðu því fjögur fyrirtæki bikarhaf- ar. Sjóvá Almennar hlaut bikar fyr- ir keppni í karlaflokki en þar var Arngrímur Geirsson á Neista fyrstur í mark. Samvinnubankinn hlaut bikar fyrir keppni í kvenna- flokki en María Jespersen á Hálegg sigraði. Hnjúkur í Kinn fékk unglingaflokksbikarinn sem Marinó Aðalsteinsson á Gammi vann og Tröð prenthús vann í barnaflokki, þar var Arnþrúður Dagsdóttir á Hnotu fremst í flokki. Að lokinni firmakeppni var keppt í 150 m skeiði. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Fífill - Þórarinn Illugason 17:41 2. Hrafn - Agnar Kristjánsson 18:15 3. Óðirauður - Þórarinn Sverriss. 18:21 Samvinnutryggingar gáfu verð- launapeninga til keppninnar. Þulur mótsins var Þráinn Þóris- son en dómnefnd skipuðu: Baldvin Baldursson, Benoný Arnþórsson og Dagur Jóhannes- son. Formaður firmakeppnis- nefndar er Jóhannes Haraldsson. Mótsdeginum lauk með því að 180 manns sóttu dansleik sem haldinn var á vegum Þjálfa. IM Eyjafjörður: Rólegt hjá lögreglu - Akureyrarlögreglan í árekstri, hraðakstur og fleira Fremur tíðindalítið var hjá iög- reglu í Eyjafirði um helgina. Um „venjulega“ helgi virðist hafa verið að ræða að sögn lögreglu. Hraðakstur, ölvun og annað í þeim dúr var aðalvið- fangsefnið á Akureyri auk þess sem lögreglubíll lenti í árekstri en eitthvað rólegra var í Olafs- fírði, Siglufírði og á Dalvík. í Ólafsfirði og Siglufirði fór allt friðsamlega fram og að sögn lög- reglu var helgin ekkert frábrugð- in öðrum. Svipaða sögu var að segja hjá Dalvíkurlögreglunni en af málurn helgarinnar stóð þar uppúr ákeyrsla á ljósastaur. Ökumaður mun hafa ekiö á brott en málið er að fullu upplýst. Hjá lögreglunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að sitt lítið af hverju hefði gerst um helgina sem annars var stóráfalla- lítil. Um væri að ræða atburði sem verið væri að fást við allar helgar allan ársins hring. Nokkrir voru teknir fyrir of hraðan akstur og var einn þeirra sviptur ökuleyfinu til bráða- birgða en hann var mældur á 143 km hraða í Vaðlareit. Einhverjir voru gripnir grun- aðir um ölvun við akstur, nokkrir fengu að gista fangageymslur og annað því um líkt. Á sunnudagskvöld lenti Volvo bifreið lögreglunnar síðan aftan á bíl sem ætlunin var að stoppa. Eitthvað mun ökumaðurinn hafa stöðvað snögglega og vildi því ekki betur til. Engin slys urðu á fólki og bílarnir ekki mikið skemmdir. KR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.